Tíminn - 28.01.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 28.01.1962, Blaðsíða 15
Þessa dagana er veriS aS skipa upp úr Tröllafossi vænum hóp Landrover-bifreiSa, svo aS vafa- laust hafa aldrei eins margir af þeirri gerð komiS til Indsins í einu. Tröllafoss kom með 90 Landrover-bíla aS þessu sinn frá Englandi. — MeSfylgandi mynd sýnir nokkurn hluta bílaflotans { geymsluporti Elmskipafélagsins. Sigfús Bjarnason, forstjóri heildverzlunarlnnar Heklu, sem umboð hefur fyrir Landrover-bíl ana, sagði blaðinu í gær, að síð- an blfreiðainnflutningurlnn var gefinn frjáls í haust, hafi selzt rúmlega 200 Landrover-bílar. — Rúmlega 30 þelrra voru komnir til landsins áður, en 80 munu koma með næstu skipsferðum. — Um 50 þessara bila hafa verið pantaðir í janúar, sagði Sigfús. — Hverja teljið þér ástæðu til þess, að svo margir Landrover- bílar hafa selzt nú — þeir voru fáir hér fyrfr, Sigfús? — Hér voru 50 Landrover-bílar fyrir, sumir ailt frá 1938, og þeir sem þurfa að endurnýja þá bíla, fá sér margir Landrover aftur, því að þeir telja reynsluna svo góða af þeim, segir Sigfús. — Ég tel, að það sé einmitt þessi góða reynsla, sem mestan þátt á í þessum mfklu pöntunum. — Annars vll ég taka það fram, að þeir sem ætla sér að panta bíl og fá hann í starfið ( vor, mega varla draga það tengi, því að það tekur nokkurn tíma að fá bílinn tfl landsins. Flugvél kemur og fer (Framhald aí 16 sfðui koma með stigann upp að vél- inni, og í fylgd með þeim er einkennisklæddur verkstjóri og ung og falleg stúlka, sem fylgir þeim inn og leysir öll þeirra vandræði. Hún þarf eiginlega að vera eins konar alfræðiorða- bók, því að fólki getur dottið í hug að spyrja og biðja um furðulegustu hluti. Helga Tfyggvadóttir, sem nú er hér hjá okkur, hefur staðið sig mjög vel og er einkavinkona Mikoy- ans, sem gaf henni áritaða mynd af sér og spurði síðast, þegar hann kom hér: „Where is Helga?“ Þegar gengið hefur verið frá farangri, kemur áhöfnin inn og gengur fyrir varðstjórann í flugumferðardeildinni, en hann og menn hans hafa þá gert áætl un fyrir vélina, oft fleiri en eina, þvi að um margar leiðir er að velja, en flugstjórinn seg- ir þá siðasta orðið. Eftir það fer áhöfnin inn á veðurstofuna og fær þar upplýsingar um veðrið, bæði á leiðinni og áfangastað og enn fremur um þann vara- flugvöli. sem næstur er. Á meðan þessu fer fram eru íarþegarnir á flugvallarhótel- inu og geta þá fengið sér þar að borða, nú orðið meira að segja íslenzkan mat, því að yfir vertinn, Eðvarð Fredriksen, er tók við í sumar hefur lagt mik- ið kapp á að bæta þjónustuna, og nú standa fyrir dyrum breyt ingar á húsinu, bráðum koma ný borð og stólar, og skyr og fiskur eru að verða vinsælustu réttir staðarins. Enn fremur geta menn drepið tímann í frí- höfninni, en það er fyrirtæki, sem blómstrar. Síðan er áhöfnin látin vita, þegar allt er til, og stúlkan góða vísar þeim leiðina út. Þá er ekki annað eftir en að hjálpa vélinni við flugtak, og eftir það tekur turninn við. Flugumsjónardeildin annast öll fjarskipti, en þegar flugáætlun- ,in hefur verið send til Reykja- víkur, er hún send áfram þaðan til þeirra staða og flugumferð- arstjórnarsvæða, sem leið vél- arinnar liggur um. Nýi sæsím- inn heíur nú gert öll fjarskipti mun léttari og öruggari. Það er mikil umferð um Keflavikurflugvöll, og hann er síður en svo fallinn úr gildi, þó að þotuöldin sé xunnin upp og stóru flugfélögin vilji helzt ekki þurfa að lenda neins staðar á flugleiðinni yfir Atlantshaf. Árið 1961 skilaði völlurinn tæplega 5 milljónum, sem er nettóhagnaður, í rikissjóð. Ef á þarf að halda, getur flugvallar- hótelið hýst 300 manns með því að nota líka sínar annexíur. — Staifsfólk vallarins er 68 manns en Pétur Guðmundsson hefur verið flugvallarstjóri síðan 1956 Alúðar þakkir flytjum við öllum þeim er auðsýndu okkur samúð við fráfall og jarðarför ásfkærrar eiglnkonu minnar, móður og fósturmóður okkar Stefaníu Kristborgar Jónsdóttur, Borg, Stöðvarfirði er lézt hinn 4. janúar siðastliðinn. Slghvatur Halldórsson, sonur og fósturbörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför Guðrúnar Sigurjónsdóttur, Laugateigi 16. Alveg sérstaklega þökkum vlð öllum þeim, sem heimsóttu hana á sjúkrahúsið, og sem á margvislegan hátt réttu okkur hjálpar- hönd í veikindum hennar. Við munum seint gleyma góðvild ykkar og hjálpsemi. Sigurður Þorsteinsson, Aðalbjörg Sigurðardóttir, Sigríður Sigurðardóttir, Vaigeir Sigurðsson. Húsvörður rotaður » í fyrrinótt var framið inn- skemmdum á húsakynnum og brot í skrifstofur Vitamála- slógu húsvörðinn í rot. stjórnarinnar á Seljavegi 32 í Laust fyfir klu,kkan fjögur f Reykjavik. Vitað er, að tveir fyrrinótt vaknaði húsvörðurinn í menn voru þar að verki, en húsinu, Jóhann Jóisefsson, við engu höfðu þeir stolið. Hins ‘ einhvern hávaða, en hann hefur vegar ullu þeir miklum herbergi við gang á mltöhæðinni. GeimferíS aflýst ! (Framhald at 1 síðu) j hefjast kl. 11,30 fyrir hádegi, en síðan var alltaf verið að smáfresta henni fram yfir hádegið. Stundar- fjórðungi yfir kl. 1 var loks endan- lega hætt við tilraunina í bili. Þá hafði Glenn legið í geimfar- jinu í fjórar klukkustundir sam- fleytt. Hann lá þar síðan í klukku- tíma enn eftir að ákvörðun hafði verið tekin um að hætta við ferða- lagið, en síðan var hann tekinn úr geimfarinu. Það var hreinviðri í morgun, en klukkustundu áður en geimferðin átti að hefjast, fóru skýjaflókar að breiðast inn yfir höfðann, þar sem geimferðastöðin er. Jafnframt kom fram eitthvað ólag á rafmagnskerfi geimfarsins. Sex hundruð blaða- menn og fjöldi annarra áhorfenda beið stöðugt í spenningi á meðan sífellt var tilkynnt um nýjar frest- anir. Yfir 15.000 manns agtluðu að fylgjast með ferðalagi Glenns í sjónvarpi, þar á meðal Kennedy Bandaríkjaforseti. Sérfræðingar segja, að mögulegt verði að reyna aftur á morgun, en starfsfólk stöðvarinnar er orðið dauðþreytt eftir margra sólar- hringa vökur og þarfnast hvíldar. Glenn sýndi engin merki tauga- óstyrks, en sagði þó, þegar ferðin dróst stöðugt, að hann yrði feginn, þegar geimferðin byijaði loksins. IVIaður fyrir borð ÍSAFIRÐI, 27. jan. — Vélbát- urinn Hrönn frá fsafirði var að draga línu sína um þrjú ieytið í gærdag. Einn skipverjanna, Gunnar Kristjánsson frá fsa- firði, var að fara með bauju- stöng aftur fyrir bakborða og steig upp á lóðarbala, en skrik aði fótur og steyptist útbyrðis. Skipverjar tóku ekki eftir þessu slysi, fyrr en þeir heyrðu köll fyrir aftan bátinn. Var þá samstundis farið til lijálpar og tókst að ná til Gunn ars með haka, því að hann flaut á sjóstakknum. Hafði hann drukkið mikinn sjó og var með vitundarlaus, þegar hann náðist um borð. Þegar í stað voru hafn ar á honum lífgunartilraunir, og þegar í land kom var hann fluttur á sjúkrahúsið. Gunnari líður ágætlega í dag. Skipstjóri á Ilrönn er Óskar Jóhdnnesson. G.S. Hann brá sér fram fyrir, og þegar hann kom fram á stigaganginn, sá hann tvo menn bogra yfir pen ingasfcáp, og var annar með log- andi lögsuð'utæki. Jóhann gat ekki komizt í sima öðruvísi en piltarnir yrðu hans varir, svo hann afréð að ávarpa þá og spurði hvað þeir væru að gera. Skipti þá engum togum, að sá s-cm með logsuðutækin var, slökkti á þeim, en hinn sneri sér að Jóhanni og barði hann þar til hann féll í rot. Þegar Jóhann rankaði við sér aftur, voru mennimir á bak og burt, en peningaskápurinn og logsuðutækin lágu eftir á stiga- pallinum. Hann hringdi þegar í lögregluna, og var rannsóknarlög reglan fljótlega komin á staðinn. í ljós kom að innbrjótarnir höfðu farið inn um glugga á vél arsal á neðstu hæð hússins, en þaðan upp stigana upp á efstu hæð hússins, og þar inn í Vitamálaskrifstofurnar með því að brjóta gler í hurð. Síðaii höfðu þeir dregið peningaskáp fram á stigabrún og velt honum niður stigana niður á miðhæðina. Stig inn var lagður terrasö, og er hvert einasta þrep brotið. í vélasalnum höfðu þeir komizt yfir logsuðutæki, en slöngumar frá þeim náðu ekki nema upp á miðhæðina, og því urðu þeir að velta skápnum þangað. Þeir voru ekki nema rúmlega búnir að kveikja á tækjunum, þegar Jó- hann kom á vettvang. Við rannsókn kom í Ijós, að ekki hafði neinu verið stolið, og að innbrjótunum hafði ekki unn izt tími til að skaða skápinn með logsuðutækjunum. Hins vegar eru skemmdir á húsinu allverulegar, og Jóhann er meiddur i andliti, þótt ekki séu áverkar hans taldir vondir. Sölumi$stö($in (Framhald at 1 síðu), sem hér fara á eftir, eru eftir á- reiðanlegum heimildum, en for- ráðamenn Sölumiðstöðvarinnar verjast sem mest frétta af þessum málum, en kveðast munu serjda frá sér fréttatilkynningu innan tíðar. Coldwater er skráð sem eign Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í Bandarikjunum, þótt það hafi réttarstöðu bandarísks fyrirtækis, enda er það heimilt skv. bandarísk um lögum, að útlendingar eigi að fullu og öllu bandarísk fyrirtæki. Fyrrverandi stjórn fyrirtækisins, Jón Gunnarsson og kona hans og hinn bandaríski lögfræðingur eiga ekki krónu í fyrirtækinu. Þótt Jóni Gunnarssyni hafi verið vikið úr stjórn fyrirtækisins, ræður hann eftir sem áður lögum og lofum þar og hefur í raun aðstaða hans ekki breytzt í neinu. Sem framkvæmda stjóri hefur hann að sjálfsögðu með allar mannaráðningar og mannahald hjá fyrirtækinu að gera og ræður hvaða menn hann ræður til starfa og hverjum hann segir upp. Ýmsar sögusagnir eru um það, hvaða ástæður hafi legið til þess, að Jón Gunnarsson segði upp tveimur íslenzkum sölustjór- um hjá fyrirtækinu, en blaðinu hefur ekki tekizt að fá þær stað- festar. Á síðasta ári gekk rekstur Cold- waters mjög illa. Salan dróst ekki saman, en misfellur eru í rekstri verk-smiðjunnar ytra. Stjórn Sölu- miðstöðvarinnar mun nú hafa rekst ur verksmiðjunnar til athugunar og rannsóknar. Sölumiðstöðin mun hafa selt verksmiðju Coldwaters fiskblokkirnar á sama tíma og öðr- um verksmiðjum ytra. Fregnir um að Jóni Gunnarssyni hafi verið sagt upp starfi sínp hjá Sölumiðstöðinni eru úr lausu lofti gripnar. Hitt er rétt, að hann og kona hans eru ekki lengur í stjórn Coldwaters. Fær hann aS landa? (Framhald af 1. siðu). því, sagði Mr. Cook, — að allar fisksölur á markaðinum, undir Parísarsamþyktinni, verði að vera innifaldar í hið umsamda innflutn ingsmagn, og vafamál er, hvort nokkuð muni koma af fyrirspurn þessari. Handbók bænda 1962 Flytur margvíslegan fróðleik, m. a. eru greinar um: Kornrækt — Kartöflur — Jurtalyf — lllgresl — Varnir gegn kálmaðki — Tré og runna — Gróður- hlífar — Fyrir garðyrkjubændur — Grísi og flesk- framleiðslu — Hestamennsku — Hlunnindi — Stangveiðitæki — Veiðihunda — Bætur almanna- trygginga. — Þátturinn „Húsfreyjan og heimilið" inniheldur grein um súrmat, ráðleggingar til verð- andi mæðra, mæðraleikfimi, umpottun stofu- plantna og margt fleira. Handbókin fæst aðeins hjá Búnaðarfélagi íslands, Lækjargötu 14 B, Sími 19200. BÚNAÐARFÉLAG ÍSLANDS T f MIN N, sunnudagurinn 28. janúar 1962 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.