Tíminn - 28.01.1962, Blaðsíða 13

Tíminn - 28.01.1962, Blaðsíða 13
mmm RITSTJORI FRIÐRIK OLAFSSON f skákþættinum sl. sunnu- dag var fjallað um afbrigði í Sikileyjarvörn. Þessi þáttur hér er í beinu áframhaldi af þeim þætti og skákin, sem fyrst er rœtt um í þessum þætti, var einmitt skákin, sem var birt sl. sunnudag. Á sunnu daginn kemur verður birtur þriðji þátturinn um þetta sama afbrigði. Og hefst þá þátturinn í dag. Afbrigðið skýtur upp kollinum á ný. Eftir hinar miklu hrakfarir svarts í þessari skák þorði enginn að notast við afbrigðið og var ekki annað að sjá en það hefði hlotið sinn dauða- dóm þegar í fæðingu. Liðu svo fimm ár og sást það hvergi í skákmótum. Árið 1956 ske hins vegar þau tíðindi, að sjálfur heimsmeistarinn Bot- vinnik gengur fram fyrir skjöldu og beitir afbrigðinu í einni skáka sinna í minning- armóti Alekhines i Moskva. Því miður er ógerningur að segja um, hvaða endurbót Bot vinnik hefur haft í huga, því að andstæðingur hans hopaði þegar á hólminn var komið. Gera verður ráð fyrir, að Bot vinnik hafi verið kunnugt um skák þeirra Gellers og Watni kof, því að hennar er getið í öllum byrjanabókum á þess- um tíma. Það er líka ljóst, að andstæðingur Botvinniks í fyrmefndri skák hefur óttazt, að heimsmeistarinn hefði ein hverja endurbót á takteinum og því valið annað áframhald en hvítur í skákinni Geller— Watnikof. Af þessum sökum á skákin ef til vill lítið erindi hér, en hún er skemmtileg og birti ég hana því til gamans. Hv: Padevsky — Sv: Botvinnik I. e4—c5 2. Rf3—Rc6 3. d4— cxd 4. Rxd4—Rf6 5. Rc3—d6 6. Bc4—e6 7. 0-0—Be7 (í erlendu s'kákblaði, þar sem skák þessi er birt árig 1957, er gefið spurning armerki við þennan leik og sagt, að svarti sé ráðlegra ag leita strax mótvægis á drottningar- vængnum t. d. með 7. —a6 8. Be3 —Dc7 9. Bb3—Ra5 10. f4—b5. f dag er 7. —Be7 talinn sjálfsagð ur leikur!) 8. Be3—0-0 9. Bb3—Ra5 10. f4 —b6. (í áðurnefndu blaði er einn ig gefið spumingarmerki við þennan leik og er skákin Geller— Watnikof leidd fram sem vitni, því til áréttingar. Sá sem gerir athugasemdir þar, telur jafnframt, að Botvinnik hafi ekki verið kunn ugt um iþá skák. Þetta tel ég afar ólíklegt; skákarinnar er getið í öllum byrjanabókum um þetta leyti, og hæpið, að Botvinnik beiti afbrigðinu án þess að afla sér fyrst einhverrar þekkingar um það. Sama máli gegnir um Padevski. Hann hefur enga löng un til að komast að raun um, hvaða nýjung Botvinnik hefur í huga og velur því aðra leið en Geller. Hver endurbót Botvinn- iks var veit því enginn nema hann sjálfur.) II. Df3. (Hér lék Geller 11. e5). 11. —Bb7 12. g4. (Hvítur hygg- ur á sókn, en gagnaðgerðir svarts koma í tíma). 12. —Hc8! 13. £5 Botvinnik Padevsky Staða eftir 13. leik hvíts g5: 13. —Hxc3! (Með þessari skipta munsfórn tekst svarti að brjóta Í.S.Í. 50 ára (Framhald aJ 12 síðu) félög 222 með 22845 félags- mönnum. Eftir þvi sem íþróttagrein j arnar urðu meira iðkaðar og keppni í þeim jókst, varð nauð synlegra að koma á fót sér- stökum nefndum, sem tóku við málum þeirra greina. Fyrst var stofnað sérráð fyrir knattspyrnu 1919 og gætti þar áhrifa frá heimsókn A.B. Hét það fyrst Knatt- spyrnuráð íslands og voru fé lög frá Hafnarfirði aðilar, en fljótlega var nafni þessu breytt í Knattspyrnuráð Reykjavíkur og er það starf- andi enn og er sterkasta sér ráð á landinu. íþróttaráð voru síðan stofnuð víðs vegar um land, á Akureyri 1827, Vest- fjörðum 1928 og Vestmanna- eyjum 1928. Hinn fullkomni glæpur (Framhaid al 2. síðuj. um, sem notaðar höfðu verið við hin morðin. Lögreglan yfirheyrði stóran hóp af grunuðum, en morð vopnin fundust ekki, fyrr en til- yiljunin kom til hjálpar. Lög- regluþjónn var að yfirheyra tvo bræður, sem grunaðir voru, á heimili þeirra, þegar honum varð það á að reka sig á ávaxtaköifu, sem valt um koll, og undan hrúgu af döðlum komu tvær skamm- byssur í Ijós, Colt og Browning. Eftir nákvæma rannsókn komst dr. Smith að þeirri niðurstöðu, að skotið hafði verið á Stack Pasha úr byssu af gerðinni Colt. Málið vakti geysilega eftiitekt um allan heim. Hvaðanæva að streymdu fyrirspurnir til dr. Smith frá lögreglumönnum, sem vildu vita nánar um aðferðir hans. Frá Edinborg kom sám- skeyti með tilboði um prófessors- stöðu í réttarlæknisfræðí við há- skólann þar •k í Edinborg hélt prófessor Smith fyrirhrtra :ínn allt fyr- ir fullu hús' ' V'yrend'i Hann var leikari af i’iós náð og skreytti Skárra virðist 14. gxf6—Hxe3 15. Dxe3—Bxf6 o. s. frv.). 14. —Rxe4 15. Dg4—Dc8! (Svartur verður að tefla varléga enn um stund, svo að' hvíti gefist ekki tækifæri til einhverrar ör- væntingans'óknar). 16. Hf3. (16. Rxe6 — strandar á — Rxb3 og 16. f5 svarar svart ur bezt með — e5 17. Rf3—Rxb3 18. axb3—Dxc3 19. Hael—d5 á- samt 20. —Bc5). 16. —Rxb3 17. axb3—f5 18. Dh4. (Það er skiljanlegt, að hvít- ur kjósi fremur þessa leið en 18. gxf6, sem virðist opna svarti tafl ið í vil. Svartur svarar þá meg — Hxg6 og margvíslegar hótanir steðja að hvíti. Hins vegar er 18. —Rxf6 ekki gott vegna 19. Dxe6f —Dxe6 20. Rxe6—Bxf3 21 Rxf8 —Kxf8 22. Hxa7—b5 23. Bd4 og hvítur hefur góða möguleika til jafnteflis). oft fyrirlestra sína með því að leika atriði úr nýjustu málunum, sem hann hafði fengizt við. Dag einn kom hann beint frá réttarsalnum í fyrirlestrarsalinn. — Texti dagsins fjallar um gildi nákvsémrar athugunar. Ég kem frá því að sjá mann dæmdan fyrir morð, og það munaði minnstu, áð hann kæmist aldrei í réttarsalinn. Lögreglan var sann færð um, að um sjálfsmorð væri að ræða. Líkið fannst í húsagarði, höfuðkúpan var brotin eftir skot úr hans eigin haglabyssu, sem hann hélt á í hendinni, og á höfð- inu hafði hann húfu. Ég sag'öi við lögregluna: — Þetta er morð. Enginn skýtur höfuð sitt í rnola og setur síðan upp húfuna. Auk þess munuð þið sjá, ef þið veltið manninum yfir á magann, að það loðir gras við buxur hans, því að hann var dreg inn frá svölunum og hingað niður á grasflötinn. Auk þess var hann dauður, áður en hann var skot- inn. Hann var sleginn með öxi, og höggið féll svona! Og um leið greip dr. Smith öxi, sem hann hafði falið inni í borði sínu, sveiflaði henni kná- lega og hjó hennií dyrastafinn, en áheyrendur hans ráku upp fagnaðaróp ★ — Fullkominn glæpur hefur aldrei átt sér stað, segir sir Syd- ney. í þeim efnum er aðeins um að ræða slæma athyglisgáfu. Eng inn getur komið og farið, án þess að skilja eftir sig jafn greinileg og örugg merki og fingraför. Finnið þessi merki, og þið hafið fundið glæpamanninn. f frístundum sínum hefur sir Sydney skrifað kennslubók í rétt arlæknisfræði, s-em þýdd hefur verið á 12 tungumál, skrifað sjálfsævisögu, stndað samkvæmis lífið, leikið golf, alið upp börn sín, (dóttur, sem er læknir í Kan ada, og son, sem er eitt af beztu ljóðskáldum í Skotlandi), lagt stund á grasafræði, sem er mikið áhugamál hans og nært áhuga sinn fyrii öllu milli himins og jarðar, allt frá víni til skáldskap- ar. Á þessum tíma sérfræðinnar er sir Sydney einstakur, því að eir.s og Sheilock Holmes, er hann sérfræðingur í hverju sem er. á bak aftur sókn hvíts og hrifsa frumkvæðið í sínar hendur). | 14. bxc3? (Nú missir hvítur al- gerlega tökin á miðborðinu.1 18. —e5 19. Hh3—h6 20. Dh5 — (Örvænting!) 20. —Dxc3 21. Hdl —exd4 22. Bd2—Dc6! 23. gxh6 —R'g5. (Náðarstuðið.) 24. Hg3 —Dhlt 25. Kf2—Re4f- — Hvítur gafst upp. Gröndælska e<Sa Hafsteinska Framhald af '9. síðu. en ráðgjafinn vil'di ekkert heyra um þær endurbætur á skólanum, sem Jón Sigurðssbn heimtaði, og hanh hefur aldrei gefið stjóminni neinn kost á sér með því skilyrði, ag hann hætti að spyrpa á móti stjórninni og yfirgefa fslendinga. Þetta vitum vér af Jóns Sigurðs- sonar eigin munni. Enn var það eitt, sem fyrir kom í ræðu séra Matthíasar að hann hefði átt sér mótstöðumenn, en engan óvin. Það er nú svo; það er skrýtin heimspeki, skrýtin sál- arfræði. Vér skulum minna á það, hversu hörð sú barátta var, sem Jón Sigurðsson hlaut að heyja til þess ag geta lifað, til þess að geta unnið fyrir oss; því til þess I hl'aut hann að fá fé einmitt 1 | mótstöðumönnum sínum, nefni- lega dönsku stjóminni, og það má nærri geta, að hann hefði eigi getað það, hefði hann eigi haft til að bera það sálarþrek, þá ró og stillingu, sem svo fáum er gef in, enda kom hann hvorki í orð- um né ritum nokkurn tíma með styggðaryrði eða frekju. Hann barðist fyrir hugmyndinni, en persónur lét hann í friði. En hvort I mótstöðumenn ekki séu óvinir, I þegar þeir leitast við að svipta einn mann atvinnu og því, sem hann þarf til lifsins, þar um get ur hver dæmt, óvinátta getur átt sér stað án skammaryrða og bar- smíða. Jón Sigurðsson var lengi skjalavörður (Arkivsecreteri) með 1600 króna launum; en í verzlun arstríðinu var þetta tekig af hon um — vér getum nærri hvers vegna. í formálanum fyrir fyrsta bindi fombréfasafnsins (1876), segir hann; „Eg hef fengið um nokkur ár 400 rd. árlega, en þurfti og beiddi um 800; seinast urðu ýmsar orsakir til þess, að þeir 400 rd. voru dregnir af.“ Meg þessari hógværð talar hann um þáð, hvernig stjórnin svipti hann atvinnu og lífsnauðsynjum, seyi auk þess voru veittar af fs- landsfé. Vér getum einnig nærri, hvers vegna þetta muni hafa ver ið tekið af honum. Það má nærri geta, að stjórnin muni hafa fagn að, þegar hún loksins sá þennan grjótgarg hrynja, er ójafnaðaröld ur hennar höfðu skollið á og ekki getað brotið í fjörutíu ár. Hún hefur orðið fegin og unnað oss vel að fá hann dauðan og fylgja honum til moldar. Eftir þetta var sungið í kirkj- unni söngur eftir Matthías Joch umson, með fögru lagi, er lands- höfðingjafrúin hafði gert; þar sungu stúdentar saman, og frú Ásta Hallgrímsdóttir, kona Tóm- asar læknis, og kand. Steingrím ur Johnsen, sitt versið hvort ein- raddað, og var unaðslegt að heyra fyrir þá, sem heyrt hafa söng í útlöndum. Þá var sungið úthafningarkvæði eftir Matthías og kista Jóns Sigurðssonar síðan hafin út af stjórn bókmenntafé- lagsins, e« frú Ingiibjargar af helztu bændum og öðrum merkis mönnum. Meðan gengið var upp í kirkjugarðinn, var leikið á horn og lúðra, en allar túnbrekkur voru alsettar fólki, og má ætla, að yfir tvær þúsundir manna hafi verið þar saman komnar. Þegar komið var upp í kirkjugarðinn, þá voru kisturnar látnar í múraða gröf, með öllum krönsum og silf urskrauti, (og síðan múruð hvelf- ing yfir, en áður flutti Halldór Friðriksson kveðju frá ísfirðing um, og kvæði eftir Benedikt Gröndal var snngig yfir gröfinni. Þar eftir gengu menn í kirkju, og var þar sunginn hinn latínski sálmur eftir Prudentius, sem vant er að syngja við lát þjóðhöfðingja. Var svo jarðarförinni lokið. Marmaralíkneski það, sem hinn norski myndasmiður, Bergslien, gerði af Jóni Sigurðssyni lifandi, og gaf fslandi, mun verða reist í Minning: Sigurlaug Salómonsdóttir Ketilsstöðum Svellur sorg í huga, Sigurlaug er nár. Látum böl ei buga, byrgjum harma-tár. Hún svo heil í starfi hefur lokið för, búin ættar arfi, átti dyggð og fjör. Einnig huga og handar héma byggir reit, góðvild götu vandar gefur fyrirheit. Aldin hjón að árum eiga hérna vé, trú, þó bresti í bárum, beygja Guði kné. Mjúklát mærin undi móðurarin við. Líkt og blóm í Iundi leið þitt ævisvið. Léttir föður fetið framtak studdi dáð, • lánsamt líf er metið, lýsir Drottins náð. Einar J. Eyjólfsson. hinu nýja Alþingishúsi þegar það er búið. En það verður nú eigi byggt á Arnarhól — hinum ein- asta stað, sem það átti að standa a — því landshöfðinginn hefur bannað það (?); hann vill ekki missa grasið frá landshöfðingja- kúnum; heldur á að reisa hið nýja Alþingishús vort í Tjamarleðj- unni og þétt við kirkjuna, á hinum Ijótasta og versta stað, sem hugs- azt getur, og til þess hefur verið keyptur lítill kálgarðspartur af Halldóri Friðrikssyni, fyrir tvær þúsundir og fimm hundruð kr.; dýrt er jarðnæðið, og betra1 að kaupa kálgarðspart fyrir tvær þús undir og fimm hundruð króna, heldur en taka hússtæði á Arnar- hóli fyrir ekkert, því Arnarhóls- land er landsins eign, og hefði ekkert þurft að borga fyrir það; nú kostar og mikið að flytja allt grjótið, sem búið er að hrúga sam an, þar sem húsið átti að standa í öndyerðu. Þetta er verk Alþing- is (?), og óskum vér því til lukku með stjórnina og peningana! Alþingið felur landsh'öfðingjan- um allt, og í rauninni þurfum vér ekkert AÍþing, eins og nú er farið að verða, landshöfðinginn ræður öllu. Aldrei mundi þetta hafa ver ið gert, ef Jón Sigurðsson hefði lifað og getað talað. Landshöfðing inn veit, við hverja hann á. Hann er í rauninni góður maður, en vér getum ef til viil sagt, að hans vegir séu ekki vorir vegir, og að vér skiljum ekki hans ráð, eins og vér ekki skiljum Drottins ráð. En vér verðum nú að segja, og láta oss lynda það, sem við oss er gert. Síðan Jón Sigurðsson hætti að geta látið til sín taka, hefur Alþingið verið miklu Ijúfara og viðráðan- legra, og sjálfsagt stjórninni miklu hugþekkara. Það hefur sett nefnd ir, ög í öllum þessum nefndum er landshöfðinginn og stjórnar þeim. Enginn hefur neinn annan vilja en landshöfðingjans, og samlyndið er svo æskilegt sem orðið getur. Með sanni getum vér sagt: Vér höfum grafið Jón Sigurðsson! (Norðlingur, 15. júní 1880) T f MIN N, sunnudagurinn 28. janúar 1962 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.