Tíminn - 30.01.1964, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.01.1964, Blaðsíða 2
Tyrkir hætta við að kalla heim sendinefnd sína á Lundúnaráðstefnunni! Hjálpa Bandaríkin til? NTB-London og Washington, 29. janúar. Tyrkneska stjórnin lýsti því yfir í dag, að hún myndi hætta við ákvörðun sína, um að kalla heim sendinefnd sína á Lundúnaráðstefnunni um Kýpur, og tilkynnti einnig, að Bandaríkin hefðu ákveðið, að beita sér fyrir lausn deilunnar. Bretland gerði í dag grein fyrir ástandinu í Kýpurdeilunni á fundi fastaráðs NATO. HRYOJUVERKAFLOKKUR, sem kennir sig við Patrice LUMUMBA, fyrrum forseta Kolngo, hefur herjað i Kwilu-héraðinu í Suður-Kongo, og drepið nokkra trúboða þar. 35 flóttamenn komu frá Kwilu til Leopoldvilie í dag. Á MYNDINNI eru fréttamenn að ræða við nokkra presta, sem urðu að ganga berfættir 50 km. til Leo- poldvllle. SATURNUS I. HRINGSÓLAR UMHVERFIS IÖRÐU: VCLHEPPNUÐ TILRAUN NTB-Kennedyhöfða, 29. janúar. BANDARÍKJAMENN skutu í dag frá Kennedyhöfða Saturnusi I., þyngsta gervihnetti, sem enn þá hefur verið skotið út í geiminn, og tókst skotið vel. Notuð var Saturnuseldfla'ug. sem er heimsins öflug- asta eldflaug, og er þessi tilraun liður í áætlun Bandaríkjamanna, um að senda mannað geimfar til tunglsins. MIÐVIKUDAGUR, 29. jan. NTB-Moskva. — Sovétríkin hafa tilkynnt, að mennirnir þrír, sem voru um borð í þot- unni, sem skotin var niður yf- ir A.-Þýzkalandi í gær, hafi farizt. NTB-Rabat. — U Thant, fram kvæmdastjóri SÞ, kom í dag til Rabat, höfuðborgar Mar- okko. Er það fyrsta landið af tiu, sem hann mun heimsækja í ferð sinni um Afríku. NTB-Mogadishu. — Chou En Lai, forsætisráðherra Rauða- Kína, kemur í opinbera heim- sókn til Sómalíu á laugardag- inn. Jacob Malik, varaforsætis ráðherra Sovétríkjanna, mun koma til Somalíu á föstudag. NTB-Álasundi. — Borgarráð ið í Álasundi Ihefur ákveðið að banna sölu tóbaks til yngri barna en lð ára. , NTB-London. — Richard Butler, utanríkisráðherra Breta mun fara tU Genf í Iok febrú- ar, og taka þátt í störfum af- vopnunarráðstefnunnar. NTB-Genf. — SuðurAfríku nefnd ILO, Atþjóðlegu vinnu- málastofnunarinnar, hefur ósk að þess, að Suður-Afríka verði rekin úr samtökunum, hverfi hún ekki frá stefnu sinni í kyn þáttamálum. NTB-Khartoum- — Forseti Sudan, Ibrahim Abboud, hefur þegið boð Chou En-Lais um að heimsækja Kínverska alþýðu- lýðveldið. NTB-Álasundi. — Útflutning ur Noregs á ferskfiski minnk- aði um 4.000 lestir á s. 1. ári. NTB-Oslo. — Innflutnins'ur Noregs á s. 1. ári var 5.342 milj. norskra króna meiri en úiflutningurinn, en var árið 1962 4.943 millj. króna meiri- NTB-Moskva. — Valery Dest aing, fjármáalráðherra Frakka, kom í dag til París frá Sovét- ríkjunum, þar sem hann ræddi við ráðamenn um aukin við- skipti milli landanna. NTB-Taipelj, — Gerð var innrásartilraun á Matsu-eyj- arnar, sem tilheyra Formósu, i gær, að því er varnarmála- ráðuneytið á Formósu til- kynnti í dag. Er það í fyrsta sinn í þrjú ár, sem slík tilraun er gerð. NTB-Algeir. — 25 strætis- vagnar lentu í dag í flóði í Constantine-héraðinu í Alsír, og eru þeir taldir af. Miklar rigningar hafa verið í landinu síðustu dagana, og valdið stór tjóni. NTB-Páfagarði. — Erhard, kanslari V.-Þýzkalands, fékk í dag áheyrn hjá Páli páfa VI. NTB-Svolvær- — Norðmenn munu bráðlega taka alla fimm krónu seðla úr umferð, og nota mynt í staðinn. Saturnusi I. var skotið upp kl. 15,25 að íslenzkum tíma, eða dá- litl'u seinna en áætlað var. Með J ægilegúm hávaða þaut eidflaugin, sem er 50 metra löng, upp í loftið og hvarf upp í skýin. Eldflauga- hreyflarnir nota fljótandi vetni sem brennsluefni. Ferð eldflaugarinnar tók um 10,5 mínútur, og var þá Saturnus I. kominn á braut umhverfis jörðu. Skotinu var sjónvarpað um gervöll Bandaríkin og gátu áhorfendurnir fyl'gzt með eldflauginni í rúmar tvær mínútur. Saturnus I. sem talið er að haldi sér á braut umhverfis jörðu í um eina viku, er 19 lestir á þyngd. KH-Reykjavík, 29. jan. FRÉTT Tímans á þriðjudaginn um auglýsingu konunglegu Græn- landsverzlunarinnar eftir íslenzk- um fiskiskipaeigendum, sem vildu veiða við Grænland og leggja afl- ann upp lijá grænlenzkum frysti- húaum, hefur vakið mikla athygli. Mesta íjarlægð frá jörðu verður 751 km. og minnsta fjarlægð 260 km. Hringferðin umhvei-fis jörð- ina tekur 94,8 mínútur. í gervihnettinum eru átta kvik- myndavélar og ein sjónvarpstöku- vél. Myndavélarnar munu falla nið ur í Atlantshafið í fallhlíf. Sjálfur gervihnötturinn er fyllt- ur með sandi og hefur enga vísinda lega þýðingu. Tilgangur þessarar tilraunar er fyrst og fremst að reyna eldflaugina. Með þessari velheppnuðu tilraun hafa Bandaríkin komizt framar Sovétríkjunum í sambandi við stærð og afl eldflaugarinnar, og í sambandi við stærð gervihnattar- ins. Tvö stærstu gervitungl Sovét Erindrekar Grænlandsverzlunar- innar, Daninn Svendsgárd og Norð maðurinn Ingebrigtsen, eru nú komnir til landsins. Þcir dveljast á Hótel Borg og svara þar fyrir- spurnum íslenzkra útvegsmanna í sambandi við tilboð Grænlands- verzlunarinnar, og virðast margir hafa áhuga á málinu. ríkjanna, Spútnik 7 og 8 voru 14,5 lestir að þyngd. Eftir 40 mínútna viðræður við Duncan Sandys, samveldismálaráð- herra Bretlands, lýsti tyrkneski utanríkisráðherrann, Feidun Erk- in því yfir, að hann myndi ekki yfirgefa ráðstefnuna, heldur vinna ákafar að lausn deilunnar en nokkru sinni fyrr. Erkin lýsti því yfir í gær, að stjórnin í Tyrk- landi væri ákveðin í að kalla heim sendinefndina, því að ekki væri von á neinum árangri. Erkin sagði, að loknum viðræð- um sínum við Sandys, að Banda- ríkin hefðu ákveðið að taka þátt í lausn deilunnar, og sagði hann, að það væri góð þróun. Talsmað- ur utanríkisráðuneytisins í Was- hington mótmælti þessari tilkynn- ingu Erkins, og sagði, að banda- ríska stjórnin ætti enn þá við- ræðufundi við stjórnir þeirra ríkja sem að deilunni standa. Erkin hafði sagt að Bandarikin hefðu samþykkt, að senda lögregluher til Kýpur. Fastaráð NATO, sem kom sam- an til síns vikulega fundar í dag, ræddi Kýpurdeiluna. Aðalfulltrúi Bretlands hjá NATO gerði grein fyrir aðstæðunum á Kýpur, og gaf yfirlit yfir stöðuna í dag. Tillaga Breta um lögreglulið NATO, var ekki rædd á fundinum. Talið er, að heldur' hafi birt til í Kýpurdeilunni í dag, og meiri vonir á samkomulagi. Christos Anthopoulus-Palamas, utanríkis- ráðherra Grikklands átti í dag fund með R. H. Butler utanríkis- ráðherra Breta, og síðar með Erk- in, utanríkisráðherra Tyrklands. Bretar, sem hafa 2500 hermenn á Kýpur, hafa lýst því yfir, að her mennirnir geti ekki verið þar í framtíðinni, og því beðið önnur NATO-ríki um að senda herlið til eyjarinnar. Sagt er, að þessi til- laga Breta hafi verið rædd á fund- um fulltrúa Bretlands og annarra NATO-ríkja. SÚ ÁKVÖRÐUN frönsku stjórnarinnar, að taka upp stjórnmálasany- band viS Kínverska alþýSulýSveldið, hefur vakið mikla athygli og deilur. MYNDIN er frá París, og sýnir Parísarbúa lesa yfirskriftir kvöldblaðanna, sem komu fyrst með fréttina. Komnir erindrekar Grænlandsverzlunar 2 TÍMINN, fimmtudaginn 30. janúar 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.