Tíminn - 30.01.1964, Blaðsíða 15

Tíminn - 30.01.1964, Blaðsíða 15
PRÓFASTUR SÁ . . . Framhald at 16. sfSu. hann sá ég stjörnur. Nokkuð frá sá ég aðra stjörnu, sem virtist vera á mikilli ferð. Sá ég strax, að hér gat ekki verið um skýjafar að ræða þótt stjarnan nálgaðist skýhnoðrann því liinar stjörnurnar tvær voru stöðugt í sömu fjarlægð frá honum. Eg náði mér þá í sjónauka og sá, að þessi stjarna var ekki eins og venjuleg stjarna, hún var stærri og meiri logi af henni. Hún var á norðurloftinu og gekk undir í austri. Ekki var hún horfin, þegar ég hætti að fylgjast með henni, en það gerði ég í 3—4 mínútur. ES FYRIULIGGJANDt Þ oí hGKlMSSON & Co Suðuriandsbraut 6 ATHUGIÐ! Yflr 75 þúsund manns Issa fimann daglega. Auglýsingar í Timanum koma kaup* endum samdagura í samband víð scljand- ann. Húsbyggjendur Smíðum svefnherbergis- og eldhúsinnréttingar. Sími 40272, eftir kl- 8. Vopni Sjóstakkar og örsnur regnklæði Mikill afsláittur gefinn Regnkiæði Aðalstræti 16 við hliðina á bilasölunni SKÁLATÚNSHEIMILIÐ Framhald af 16. síðu. inshefur verið s.l. ár Gréta Baohmann, sem stundað hefur er- lendis sérnám í meðferð vangef- inna. Búskapur hefur verið rek- inn á jörðinni til styrktar heimilis rekstrinum, og eru þar nú 20 naut gripir og um 300 hænsni, bústjóri er Viggó Valdimarsson. Erá byrjun hafa 60—70 börn not ið aðhlynningar á heimilinu, sem í upphafi var fyrst og fremst ætlað sem fræðsluheimili til að búa van gefna undir lífsstarfið, en af nauð- syn varð að gera það að vistheim- ili, og há þó þrengsli mjög því að hægt sé að taka á móti öllum þeim, sem þurfa slíkrar aðhlynningar. Ráðizt var í að byggja hús yfir starfsfólk, og losnaði þá efsta hæð íbúðarhússins, svo hægt var að taka hana handa vistfólki. Þó eru þrengslin enn slík, að nota verð ur borðstofu sem kennslustofu á milli mála. Kennari er Markúsína Jónsdóttir, en skólastjóri Gréta forstöðukona. Heimilið verður alveg að standa undir sér sjálft, ríkið tekur ekki halla af rekstrinum og leggur ekki annað til en dagpeninga með vist- mönnum. Margir einstaklingar og félög hafa gefið heimilinu gjafir sem stjórn heimilisins tjáir þakk- ir sínar fyrir og tekur gjöfum með þökkum. Sagði stjórnin frétta- mönnum í dag, áð tveir gefendur hefðu með fégjöfum stofnað sjóði, Þorsteinn Þorsteinsson kaupmaður ferðasjóð fyrir börnin og hjónin Ragnheiður Guðmundsdóttir og Magnús Kristinsson leitækja- sjóð. En það vakti furðu blaða- manna á fundinum í heimilinu í dag, að stjórn heimilisins hefur aðeins tvisvar leitað liðveizlu al- mennings, með einni merkjasölu á fimm ára afmæli heimilisins og einu sinni með því að efna til happdrættis. Fer ekki á milli mála að með rekstri þessarar stofnun- ar hafa fáeinar manneskjur unnið mikið mannúðarverk. Heimilið er sýnilega rekið af myndarskap og mestu snyrtimennsku, Næstii áform heimilisstjórnar eru að ráðast í húsbyggingu á jörð- inni, fyrst og fremst fyrir vinnu- deild og liggja þegar fyrir teikning ar að nýja húsinu, Treystir heim- ilisstjói’nin nú á góða menn og konur að greiða fyrir framkvæmd- RÆTT VIÐ LANDLÆKNI Framhald af 8. síðu lega Háskólans mál. Staðarákvörð un skólans hefur ekki verið tekin og um flestar þessar síðartöldu byggingar er þdð, að segja, að endanlegar ákvarðanir hafa ekki verið teknar. — Hve mikið fé er áætlað til þessara framkvæmda nú? — í ár eru 17 milljónir fyrir hendi til að ganga frá tengiálm. unni milli áðalbygginganna og hluta af vesturálmu nýju aðal- byggingarinnar. Þar að auki er nú unnið að þvi að fá fé til eld- húsbyggingarinnar, eins og ég tók fram. — Hve mikið fé hefur verið lagt í nýbyggingarnar? —Sjötíu og sex milljónir króna samtals í árslok 1963, þar af um 37 milljónir eða tæpur helmingur á þremur síðustu árum. — Hverjir eiga sæti með yður í byggingarnefnd Landspítalans? — Prófessor Snorri Hallgrlms- son, prófessor Sigurður Samúels- son, Gísli Petersen yfirlæknir, frú Hjartkær eiginmaSur niinn Jón Sigurðsson slökkviliStstjóri, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni, föstudaginn 31. ianúar kl. 3 e. h. — Fyrir hönd barna og annarra vandamanna. Karen Guðmundsdóttir. Gunnlaug Briem fulltrúi frá Hringnum og Kristbjörn Tryggva- son yfirlæknir. — Landlæknir er skipaður formaður nefndarinnar, en jafnframt tilnefna yfirlæknar og forstöðukona Landspitalans þrjá nefndarmenn úr sínum hópi og Kvenfélagið Hringurinn einn nefndarmann. Auk þess tekur sæti í nefndinni, hverju sinni, sjötti maður, en hann er sá yfirlæknir, sem það mál varðar sérstaklega, sem þá er fjallað um. — Hvað hefur nefndin starfað lengi? — Þessi byggingarnefnd tók til starfa á miðju ári 1961. Starfsemi fyrri byggingarnefndar var að lang mestu leyti í höndum yfirlækna spítalans eins og reyndar er enn. VERÐUR FLEYTT . . . Framhald af 16. siðu. úr sér aftan til. Verður þetta lag- að, áður en hann verður settur á flot, en auðvelt er að komast að skemmdunum, þarna sem báturinn stendur núna. DEILA UM BORINN Framhald af 16. síðu. ur hafa leitt til þess, að ekki er enn fullvíst, hvort borinn fer frá Húsavík að sinni. í gær héldu bæjarstjórn Húsavíkur og hita- veitunefnd fund um málið, og var þar samþykkt samhljóða eftirfar- andi tillaga: „Bæjarstjórn Húsavíkur telur, að, samkvæmt samningi frá 12. des. 1962 um jarðhitaleit í Húsa- vík, beri Jarðboranadeild að láta Norðurlandsborinn bora að minnsta kosti aðra holu til hér í Húsavík og mótmælir því brott- flutningi hans á þessu stigi máls- ins. Hins vegar getur bæjarstjórn fallizt á, að þegar boruð hefur verið önnur hola, enda þótt hún beri ekki árangur, verði heitavatns leit hætt hér með Norðurlands- bornum að því tilskyldu, að Jarð- boranadeild haldi áfram heitavatns leit hér með öðrum bor eftir nán- ara samkomulagi." VERÐ HÆRRA Framhald af 1. siðu. bæði árið 1962 og 1963. Markaðshorfur á þessu ári eru góðar og Spáir Ingvar því, að verðlag haldist ó- breytt. Saltfiskur og skreið eru seld út fyrir meira en 600 milljónir króna á ári. VERÐTRYGGING LAUNA Framhald af 7. síðu. og nokkur ár liðu í milli að verk fallsbarátta væri háð. Nú eru kjarsamningar yfirleitt gerðir til fárra mánaða. Ástæðan til þessa er kannske ekki sízt sú, að í upp- hafi viðreisnarinnar skaut ríkis- stjórnin sér undan ábyrgðinni á verðlagsþróuninni með því að banna að kaupgjald skyldi fylgja vísitölu. Auðvitað hlutu launþeg- ar að finna aðrar leiðir til þess að reyna að verja sig áföllum dýr tíðarinnar og þetta hefur leitt til þess að samningstíminn hefur sí fellt verið að styttast. Til þess að koma aftur á vinnufriði og fá lengri samninga en nú tíðkast, er óhjákvæmilegt að verðtryggja launin með einhverjum hætti. Ríkisstjórnin ve.rður að hafa hit- ann í haldinu og ábyrgð á verð- lagsþróuninni, en á undanförn- um árum hefur hún þvert á móti gengið á undan í því að spenna verðlagið upp. Gleggsta dæmið þess er vísitalan, sem reiknuð var út eftir ágústmánuð s. 1., en þá hækkaði hún um 5 stig á einum mánuði, sem nær eingöngu átti rót sína að rekja til aukinna álagna ríkis og bæja. Ríkisstjórn in verður að taka í sínar hend- ur aftur ábyrgðina á verðlagsþró- uninni og beita raunhæfum ráð- stöfunum, svo sem hreyfanlegum tollum og niðurgreiðslum og e. t. v. væri rétt að hafa sérstakan verðjöfnunarsjóð til að koma í veg fyrir sveiflur vöruverðs". FAXASÍLDIN TÝNDIST Framhald af 1. siðu. I heilar sex vikur, eða frá því að Faxasíldin hvarf, hefur ekkert verið saltað af söltunarhæfri síld. Þó hefur Síldarútvegsnefnd tekizt að semja við Rúmena um, að þeir lækkuðu kröfu'r sínar til síldar- innar, sem þeir sömdu um kaup á í haust. Hafa þeir fengizt ‘-til að taka allt niður í 10% feita síld. Hefur því verið saltað nú í nokkra daga í Reykjavík í þrjú þúsund tunnur fyrir Rúmena, þótt það magn segi lítið. Önnur lönd hafa ekki samþykkt að taka megurri síld, en um var samið, og eru allir þeir markaðir taldir í hættu. Salt- að hefur verið í innan við 50 þús- und tunnur af Suðurlandssíld en samið hafði verið um 115 þúsund tunnur alls. BOÐIÐ SUÐUR í SÖGU Framhald af 1. síðu mætti segja og þar til nú aðhver blettur í túninu er véltækur. — En mér lízt vel á unga fólkið í dag, það er myndarlegt og efnilegt, og ég treysti því vel til að erfa landið. Þau erú nú orðin 11 árin frá því ég kom síðast til Reykjavíkur, og auð- vitað aldrei komið á Hótel Sögu fyrr. Eg er þakklátur sveit ungum mínum fyrir sð hafa far ið með mig hingað, svo að ég geti séð breytingaruar, sem á hafa orðið. Jón er hinn ernasti, þrátt fyr ir háan aldur og ekki nema tíu ár síðan hann hætti búskap. Jón nóf búskap að Skollagróf árið 1908, en bjó að Miðfelli mörg síðustu búskaparárin, og nú hafa afkomendur hans tekið við búsforráðum af honum. Kona hans er Guðfinna Andrés dóttir, sem verður níræð 17. febrúar n. k. Þeir sveitungarnir, sem með ionum voru, sögðu, að Jón ætti þetta ferðalag fyllilega skilið af þeim, svo margar ánægjustund ir hefði hann veitt þeim. Bæði væri hann hinn bezti ferðafé- lagi sem hægt væri að kjósa sér, og léttlyndi hans hefði veitt þeim marga ánægjustundina. Bridge spilar Jón enn þann dag í dag og er þar fremstur í flokki jafnt ungra sem gamalla. Til- valið fannst þeim að minnast þessara merku tímamóta hans með því að leyfa honum að finna muninn á lífinu nú og þegar hann var ungur og stund- aði vertíðarvinnu í verstöðvum sunnan lands. Það var glatt yfir þeim félög um, þar sem þeir sátu að snæð- ingi í „Grillinu", og mátti ekki sjá, að nokkur væri þar níræð- ur í hópnum, enda engin elli- mörk á mönnum. Iþró*t?r ar síðan fór í prentun. í 5. um- ferð leikur Liverpool á útivelli gegn annað hvort Arsenal eða West Brom., en Preston leikur helma gegn Carlisie. 4. deildar- liðið Oxford leikur heima gegn Blackburn, Everton leikur á úti- velli gegn Sunderland, og Swain- sea mætir annað hvort Stoke eða Ipswich á útivelli. í 5. umferð verða sennilega 8 lið úr 1. deild, fimm úr 2. tieild, eitt úr 3. deild og tvö úr 4. deild. FRÉTTIR AF LANDSBYGGÐINNI FB-Reykjavík, 29. jan. Ólaísvíkingar eru miklir áhugamenn um skák og 26. jan. s. I. stofnuðu þeir með sér Tafl félag Ólafsvíkur. Tuttugu og fimm menn voru mættir á stofn fundi félagsins. Fyrsta kvöldið var tefld hraðskák. Tóku 13 þátt í henni og fór Jafet Sig- urðsson ritari félagsins með sig ur af hólmi, 11 vinninga sam- tals. Skákáhuga hefur ekki vant- að í Ólafsvík, en félagsleysi og skortur á hentugum samkomu stað hefur staðið taflinu fyrir þrifum. Nú hefur Kirkjusandui h.f. lánað T.Ó. matstofu sína til æfinga, og verða þær á hverju sunnudagskvöldi frá kl 20 til 24. Formaður taflfélagsins ei Skúli Benediktsson, varaformað ur Ottó Árnason, ritari Jafet I Sigurðsson. gjaldkeri Þorkell Jónsson og áhaldavörður Þór- ketill Sigurðsson. Að loknum stofnfundi fór fram hraðskákmót og tóku 13 manjis þátt í því. Jafet Sigurðs- 1 son varð efstur með 11 vinn- inga, í 2, og 3. sæti urðu þeir Hálfdán Ingi Jensen og Ingi mar Albertsson með 10 vinn- inga, Gunnar Gunnarsson varð 4, með 9 vinninga og 5, Ottó Árnason með 8 vinninga. ÁG-Vestmannaeyjum, 29. jan. Aflahæstu línubátarnir í V'estmannaeyjum eru nú Stíg- andi VE með 57 lestir í 9 róðr- um, Sæbjörg VE með 46 lestir í 10 róðrum, Björg SU með 42 Iestir í 8 róðrum, Kap VE með 82 lestir í 8 róðrum og Júlía með 29 Iestir í 8 róðrum. ÞB Kópaskeri, 29. janúar Gunnar Guðbjartsson for- maður Stéttasambands bænda kom hingað 23. janúar s.l. og flutti framsöguræðu um verð lagsmál laudbúnaðarins á bændafundi, sem boðað var til. Fundinn sóttu milli 80—90 manns. GM-Stöðvarfirði, 24. janúar. Tveir bátar eru á linuveið- um hér og hafa þeir fengið samtals um 130 Iestir frá ára- mótum. Kambaröstin er komin með 65 Iestir upp úr sjó, en Heimir, sem er á útilegu, 62—3 lestir af slægðum fiski. ED-Akureyri, 29. janúar Mývetningar komu hingað um síðustu helgi og höfðu þrjár sýningar á gleðileiknum „Allra meina bót“. Húsið var fullt í öll þrjú skiptin, og þykja Mý- vetningar hafa gert vel. SÓ-Fáskrúðsfirði 24. jan. Hér eru gcrðir út þrír bát- ar í vetur. Hoffellið er á úti- legu og hefur nú fengið um 45 tonn. Ljósafellið er einnig á útilegu, en aflinn er aðeins um 30 tonn. Búðafellið leggur upp daglega og hefur nú feng- ið 47 tonn. ÞB-Kópaskeri, 29. jan. í gærmorgun 'varð það slys hér, að Hallgrímur Antonsson fullorðin maður á Víðihóll á Kópaskeri datt og mjaðmar. brotnaði, þegar hann var við gegningar. Tryggvi Helgason flugmaður á Akureyri gótti Hallgrím og flutti hann í sjúkra hús á Akureyri. TÍMINN, fimmtudaginn 30. janúai1 1964 — 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.