Tíminn - 30.01.1964, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.01.1964, Blaðsíða 8
í fullan áratug hafa byggingaframkvæmdir Landspítalans þokazt fram. Fyrsta álman hefur verið tekin í notkun. Annar hluti verður tekinn í notkun á þessu ári. Enn vantar mikiS á, að hinir hlutar bygginganna komist i not. Spítalalóðin hefur ekki ver- ið fullnýtt. Byggingamái Landspítalans er mál þjéSarinnar. Mörgum leikur hugur á að vita, hvernig þaé hefur fariö úr hendi, sem þegar hefur verið gert við Landspítalann, og hvernig tekið verður á því, sem er ógert. Blaðið hefur leitazt við að fá svör víð þsssu með viðtölum við iækna um byggingarnar, gildi þeirra og nýjungar í iæknavísindum. SPGURÐUR SIGURÐSSON Landfæknir, dr. Sigurður Sigurðsson — Hvenær raá gera ráð fyrir, að fastákveðnum byggingarfram- kvæmdum á Landspítalalóðinni verði lokið? — Þessu er ekki hægt að svara ákveðið. Framkvæmdir á Landspít alalóðinni munu standa yfir næstu ár, jafnvel áratugi. Þar eru mikl- ar byggingar í smíðum og aðrar, sem ákveðið hefur verið að reisa. Þar næst eru fyrirhugaðar bygg- ingar, sem ekki verður byrjað á fyrr en þeim er lokið, sem eru í smíðum eða hafa verið ákveðnar. Þetta eru mikil framkvæmdaátök og því örðugt að setja þeim ákveð in tímamörk, auk þess sem óvíst er um framlög til bygginganna á hverju ári og skortur á vinnuafli getur hvenær sem er tafið fram- kvæmdirnar. Uppdráttur húsa- meistara ríkisins um skipulag lóð- arinnar hefur verið sendur skipu- lagsnefnd til athugunar, en þar eru merktar þær byggingar, sem eru í smíðum, þær sem ákveðið er að reisa og þær, sem er fyrir- 'hugað að reisa. Meðal þeirra, sem ákveðið er að reisa, eru nýtt eld- hús og matstofa, þvottahús og inn- gangar í spítalabyggingarnar. Húsameistari er nú að ganga frá teikningum af eldhúsi og matstofu, og unnið er að útvegun fjár til að unnt sé að hefja þessar fram- kvæmdir sem allra fyrst. Aðrar fyrirhugaðar byggingar, sem eru merktar á uppdrátt húsameistara, eru norðurálma — húsnæði fyrir röntgendeildir og rannsóknir, áætl uð bygging fyrir rannsóknastofu Háskólans, þá deild sem fæst við vefjarannsóknir og krufningu, skrifstofubygging, stækkun fæð- ingardeildar, bygging fyrir geð- sjúka til afnota meðan beðið er eftir nýju geðsjúkrahúsi og fyrir- hugaður læknaskóli. Skólinn hefur verið settur á uppdráttinn, á lóð sem tilheyvi* ekki spítalanum enn sem komið er, enda heyrir sú bvgg ing undir Háskólann og er algjör- Framhald á 15. sfðu. Prófessor Snorri Hallgrímsson — Hvernig miðar framkvæmd- um í viðbótarbyggingu spítalans, og hvenær má gera. ráð fyrir, að hún verði nothæf? — Þeim miðar hægt, og eins og sakir standa má segja, að fram- kvæmdiir séu stöðvaðar vegna verk falls. Að vísu tókum við í notkun á s.l. ári nýja deild með 25 rúm- um, og það er út af fyrir sig góður áfangi. Hins vegar stend- ur okkur fyrir þrifum, sérstaklega á handlæknisdeildinni, að vinnu- plássið er á sama stigi og þegar Landspítalinn tók fyrst til starfa. Skurðstofurnar geta ekki annað þeim verkefnum, sem leiðir af sjúklingafjöldanum. Það stafar af því, að það tók skemmri tima að fullgera sjúkrastofurnar á nýju deildinni en skurðstofurnar, sem nú er verið að ljúka. Við vænt- um þess s. 1. sumar, að skurð- stofurnar yrðu fullbúnar fyrir ára- hæð eru kennslustofur og rann- sóknarstofur, en þær síðarnefndu eru enn ekki fullgerðar, en nokkur hluti þessarar hæðar hefir verið í notkun síðastliðið ár. Skurðstof- urnar verða á annarri hæð. Á þriðju hæð er nýja sjúkradeildin, fullskipuð sjúklingum. Á fjórðu hæð eru vaktherbergi kandidata og gistivist héraðslækna, sem óska að vera hér til að rifja upp lær- dóma, og þar er einnig bókasafn, fundarherbergi og skrifstofur. Vesturálma nýbyggingarinnar er svo langt komin að það er gert ráð fyrir, að verulegur hluti hennar verði tekinn í notkun á þessu ári. Þar er barnaspítalinn á tveimur hæðum og er lögð áherzla á, að fullgera það húsrými sem fyrst. Þá er gert ráð fyrir deild fyrir sjúklinga með taugasjúkdóma í þessari álmu. Enn fremur er fyrir hugað að lyflæknisdeildin fái eina hæð bæði í vestur- og austurálmu og í austurálmu er gert ráð fyrir um getað fangað á þessum tíma nýjungar, að vísu ekki hvað snert ir form og stærð hússins, en ýms- an nýjan útbúnað, sem hefur kom ið fram. Raunar hefur ekkert ver- ið til sparað, annað en plássið sjálft. Það verður fullmikið út- nýtt og litlir möguleikar á ’breyt- ingum síðar meir. Það sem ein- kennir spítalabyggingar nú á .dög- um, eru stórir skálar, breiðir gang ar, sem virðast í fljótu bragði til- gangslítið umfang, en hreyfan- leiki og breytingar fá svigrúm í slíkum húsakynnum. Hvað það snertir er þessi bygging mjög sparlega úr garði gerð. — Eg hef heyrt þess getið, að félagsskapur hér i Reykjavík hafi hug á að gefa Landspítalanum tæki til að frysta maga og lækna blæðingar frá maga og vélinda. Hvaða álit hafið þér á tækinu? — Eg fór s.l. vetur til Ameríku til að kynna mér þessa nýju aðferð til að lækna skeifugarnarsár, en LANDSPÍTALINN AÐ SUNNAN. mót, en verkfallið varð þrándur í götu. Nú verðum við eflaust að bíða til vors. Tengiálman milli aðalbygginganna hefir nú verið tekin í notkun að mestu leyti, nema sá hluti, þar sem skurðað- gerðir munu fara fram. Á fyrstu SNORRI HALLGRÍMSSON deild fyrir slasaða og bæklunar- sjúka. Frágangur innanhúss er ekki hafinn þar, og ég geri ráð fyrir, að hann dragist nokkuð á langinn, en hraði verksins er auð- vitað háður fjárveitingum. — Auk þess, sem þegar hefur risið af grunni, er eftir að byggja eldhús og þvottahús og fyrirhugaða álmu norður úr byggingunni. Þar verða röngendeildir, rannsóknarstofur og vinnustofur fyrir deildirnar i nýbyggingunni. — Hvað þarf spítalinn að bæta við sig mörgum læknum og sér- fræðingum, þegar viðbótarbygg- ingin öll kemst í gagnið? — Eg er alls ekki tilbúinn að svara því. Við höfum ekki bætt við læknum nema það væri fyrir- sjáanlega óhjákvæmilegt, en hér má gera ráð fyrir þó nokkurri aukningu á læknafjölda. — Verður nýi spítalinn innrétt- aður eins og bezt verður á kosið á nútímavísu, og með nýjum góð- um áhöldum? — Það er að minnsta kosti ætl- un byggingarnefndar að gera hann eins vel úr garði og framast er unnt, en nú eru bráðum 12 ár síðan byrjað var að leggja frum- drögin að þessari byggingu, og á þeim tíma hefur margt gerzt. — Þessi dráttur á byggingunni er þó ekki að öllu leyti til ills. Við höf- (Ljósm.: TÍMINN-GE). um lækningu þeirra er fyrst og fremst að ræða. Þá stóðu vonir til, að með þessu móti yrði komizt hjá skurðaðgerðum. Margir hafa tekið upp þessa nýju aðferð, að- allega vestanhafs, en þar var hún fundin upp. í Evrópu hefur tækið verið reynt litils háttar. En það tekur alltaf þó nokkuð langan tíma að fá vitneskju um raunverulegt gagn nýrra læknisaðferða, og enn verður ekki fullyrt hve mikið gagn er að þessari aðferð. Eg hef þess vegna dregið að reyna þessa að- ferð hér og tel mig ekki enn hafa fengið nægilegar upplýsingar um hana. Það skal tekið fram, að þetta er ekki vegna þess, að erfitt sé að fá tækið sjálft. Eitt af því, sem gerir að verkum, að mér hefur þótt allgott að vinna hjá íslenzka ríkinu, er það, að okkur hefur aldrei verið neitað um þau tæki, sem við höfum talið nauðsynleg þótt við höfum stundum þurft að bíða eftir þeim. En þrengslin í spítölunum hafa sett okkur stól- inn fyrir dyrnar. — Það hefur hreint og beint ekki verið hægt að koma fyrir tækj- um, sem við hefðum annars vilj- að fá. — Verður þessi nýbygging á- fangi, sem dugar í nánustu fram- tíð? — Eg geri ráð fyrir, að ástandið í sjúkrahúsmálum verði sæmilega gott það árið, sem þessari bygg- ingu og Borgarspítalanum er lok- ið, verði þeim áföngum sem nú eru í smíðum lokið innan tveggja til þriggja ára. En það verður að halda áfram að byggja, jafnt og þétt, samsvarandi fjölgun fólksins, annars verðum við í sömu súp- unni og undanfarin ár, langt á eftir þörfinni. — Mundi verða haldið áfram að byggja á Landspítalalóðinni? — Það getur verið. Mér þykir ekki ólíklegt, að hér komi ein- hverjar viðbætur. Annars fer spítalinn að nálgast heppilega stærð, þegar þessi viðbygging er komin í gagnið. Rúmafjöldi spít- alans nú er kringum 250. Þar við bætast 100 rúm í hvorri álmu ný- byggingarinnar, svo hér verða um 450 rúm. Spítali með 400—600 rúm er mjög heppileg stærð, og ég er því andvígur, að rúmafjöldinn fari mikið yfir 600. Eg tel óheppilegt að spítalar séu byggðir eins og stórar verksmiðjur. Að Landspítal- inn hefur verið frekar vinsæl stofn un mun meðal annars vera vegna þess, að hann er ekki stærri en raun er á. Við þekkjum sjúkling- ana, og það verður svolítið meirl heimilisbragur hér en þar, sem þúsundir sjúklinga liggja í einum stað. Prófessor Sigurður Samúels- son — Eruð þér ánægður með bygg- ingarframkvæmdir spítalans? — Þessi bygging hefur dregizt úr hófi fram til mikils ógagns fyr- ir sjúklinga, lækna og alla aðstöðu til lækninga á íslandi. Þar af leið- ir, að byggingin er ekki eins heppi leg og vera skyldi. Það sem prjón- að er við gamalt, getur aldrei orð- ið sem nýtt. Eg mun ekki orð- lengja þetta mál nú, en ég vil taka fram, að það er ekki nóg að byggja hús yfir sjúkrarúm. Slík hús eru ekki fallin til fullkominnar þjón- ustu við hina sjúku, jafnvel þótt jafn sjálfsagðir hlutir og skurð- stofur og almennar rannsóknar- stofur komi til. Það verður að SIGURÐUR SAMUELSSON 8 T f M I N N , flmmtudaglnn 30. ianúar 1964 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.