Tíminn - 30.01.1964, Blaðsíða 14

Tíminn - 30.01.1964, Blaðsíða 14
ÞRIÐJA IKIÐ 274 WILLIAM L. SHIRER skyldustörfum sínum fór hann út, nam staðar í framherberginu og skýrði jþeim, sem þar voru, frá því, sem gerzt hafði. Einnig þeir sögðu ekkert í fáein augnablik. Þá sneri Göring sér að mér og sagði: ,,Ef við töpum þessari styrjöld, guð miskunni okkur þá!“ Göbbels stóð úti í horni einn saman, niðurlútur og í þungum þönkum. Allir í herberginu yoru alvarlegir á svip. Á meðan þessu fór fram hafði hinn óviðjafnanlegi Dahlerus ver- ið að reyna með viðvaningsl'egum aðferðum að koma í veg fyrir hið óhjákvæmilega.. Klukkan 8 um morguninn hafði Forbes sagt hon- um frá brezku úrslitakostunúm, sem afhenda átti klukkustundu síð ar. Hann flýtti sér út til Luftwaffe aðalstöðvanna til þess að hitta Gör ing, og samkvæmt frásögnum hans síðar í vitnastúkunni í Nurnberg, hvatti hann til þess að sjá til þess, að þýzka svarið við úrslitakostun- um yrði „réttlátt“. Hann stakk enn fremur upp á, að marskálkur- inn sjál'fur lýsti því fyrir klukk- an 11, að hann væri reiðubúinn til þess að fljúga til London“ til samningaviðræðna“. Sænski kaup- sýslumaðurinn heldur því fram í bók sinni, að Göring hafi samþykkt þessa uppástungu og hringt til Hitlers, sem samþykkti hana einn- ig. Hvérgi er á þetta minnzt í þýzkum skjölum og dr. Schmidt sýnir fram á það, að Göring var ekki í aðalstöðvum sínum fáein- um mínútum eftir klukkan 9, held- ur í kanslarahöllinni í framher- bergi foringjans. En samt er enginn vafi á því, að sænski milligöngumaðurinn hringdi ekki einu sinni heldur tvisvar til brezka utanríkisráðu- neytisins. 1 fyrra símtalinu, klukk- an 10:15 tók hann það upp hjá sjálfum sér, að segja brezku stjórn inni, að þýzka svarið við úrslita- kostunum „væri á leiðinni“ og Þjóðverjum væri enn „mjög um- hugað um að fullnægja kröfum brezku stjórnarinnar og gefa henni fullnægjandi staðfestingu um að ekki yrði "gengið á sjálfstæði Pól- lands“.(!) Hann vonaði, að London stjórnin myndi athuga svar Hitlers „í mjög vinsamlegum anda“. Hálfri klukkustund síðar, klukk. an 10:50 um morguninn — tíu mínútum áður en fresturinn, sem gefinn hafði verið í úrslitakostun- um, rann út — var Dahlerus enn einu sinni kominn í símann og var að hringja til utanríkisráðuneytis- ins í London, og í þetta sinn til þess að flytja uppástungu sína um, að Göring, mcð samþykki Hitlers, flygi.þegar til brezku höfuðborg- arinnar. Hann gerði sér ekki grein fyrir því, að það var ekki lengur tími fyrir slíkar diplómata-aðferð- ir, en honum var fljótlega leitt það fyrir sjónir. Hann fékk afdráttar- l'aust svar frá Halifax. Það var ekki hægt að notast við uppá- stungu hans. Ákveðin spurning hafði verið lögð fyrir þýzku stjórn ina, „og væntanlega myndi hún senda ákveðið svar“. Stjórn hans hátignar gat ekki beðið eftir frek ari viðræðum við Göring. Að þessu loknu lagði Dahlerus heyrnartólið frá sér og hvarf í djúp sögunnar, og átti ekki eftir að koma þaðan aftur fyrr en í Niirn- bergréttarhöldunum — og í bók sinni — til þess að skýra frá því, hvernig hann hafði gert allt til þess að koma í veg fyrir að styrj- öldin brytist út. Hann hafði viljað vel, hann hafði gert all't fyrir frið- inn. í nokkur augnablik hafði hann verið í miðpunktinum, þar sem saga heimsins var að verða til. En ringulreiðin hafði orðið hon um um megn, eins og reyndar flest um öðrum, svo að hann gat ekki séð hlutina í þeirra rétta Ijósi, og hann hafði ekki heldur getað gert sér fulla grein fyrir því, hversu mikil áhrif Þjóðverjar höfðu' haft á hann, og þetta viðurkenndi hann í Nurnberg. Skömmu eftir klukkan 11* um morguninn, þegar fresturinn, sem Bretar höfðu veitt Þjóðverjum, var runninn út, sendi Ribbentrop eftir brezka sendiherranum til þess að afhenda honum þýzka svarið en tveimur klukkustundum áður hafði hann neitað að hitta sendiherrann. í svarinu stóð, að þýzka 'stjórnin neitaði „að taka við eða ganga að, svo að ekki sé minnzt á að upp- fylla“, brezku úrslitakostina. Á eftir fylgdi löng og skuggaleg áróð ursyfirlýsing, sem þeir Hitler og Ribbfimtrjp höfðu auðsjáanlega soð ið saman á þessum tveimur klukku stundum. Yfirlýsingunni var ætlað að villa um fyrir hinum auðtrúa Þjóðverjum, og í henni voru allar þær lygar, sem við höfum nú heyrt um, þar á meðal lygin um pólsku „árásina“ á þýzkt land og Bretum var kennt um allt, sem gerzt hafði og hafnað var tilraunum ,til þess að neyða Þýzkaland til að kalla aftur herliðið sem fylkt hafði liði til varnar ríkinu. Þarna var lýst yfir á fölskum röksemdum, að Þýzkaland hefði gengið að uppá- stungum Mussolinis, sem borizt höfðu á elleftu stundu og ætlaðar voru til varðveizlu friðarins og einnig bent á, að Bretar hefðu hafnað þeim. Og eftir allt það, sem Chamberlain hafði gert til þess að friðmælast við Hitler, var brezka stjórnin ásökuð um það í yfirlýs- ingunni að „prédika eyðileggingu og útrýmingu þýzku þjóðarinnar". Henderson las skjalið („þessa fullkomlega fölsku lýsingu á gangi málanna", eins og hann kallaði það síðar) og sagði: „Það verður látið eftir sögunni að dæma um það, hvar sökin liggur í raun og veru“. Ribbentrop svaraði, að „sag an hefði þegar sannað staðreynd- irnar“. Eg var staddur í Wilhelmstrasse fyrir framan kanslarahöllina um hádegisbilið þegar skyndilega var tilkynnt í hátölurum, að Stóra- Bretland hefði lýst stríði á hendur Þýzkalandi. Um það bil 250 manns — ekki fleiri — stóðu fyrir utan höllina í sólinni. Þeir hlustuðu með 1 athygli á tilkynninguna. Þegar hún hafði verið lesin, heyrðist ekkert frá mannfjöldanum. Hann stóð að- eins þarna. Þrumu l'ostinn. Það var erfjtt fyrir hann að gera sér grein fyrir, að Hitler hafði leitt þá út í heimsstyrjöld. Enda þótt þetta væri sunnudag-, ur, voru blaðsöludrengirnir farnir að kalla upp aukablöð sín eftir stutta stund. Eg tók meira að segja eftir því, að þeir gáfu mönnum blöðin. Eg tók eitt. Það var Deutsche Allgemeine Zeitung, og fyrirsagnirnar voru þvert yfir síð- una með stóru letri: ÚRSLITAKOSTUM BRETA HAFNAÐ. ENGLAND LÝSIR YFIR STRÍÐI Á HENDUR ÞÝZKALANDI. BREZKA ORÐSENDINGIN KREFST ÞESS AÐ ÞÝZKI HER- INN VERÐI KALLAÐUR TIL BAKA Á AUSTURSVÆÐINU. FORINGINN HELDUR TIL VÍGSTÖÐVANNA í DAG. Fyrirsögnin yfir opinberu frá- sögninni hljómaði eins og Ribben trop hefði sjálfur iesið hana fyrir: ÞÝZKAR SKÝRSLUR SANNA SEKT ENGLANDS. Þótt þetta hafi ef til vill „sann- að“ Þjóðverjum eitthvað, sem létu blekkjast svo auðveldlega, þá vakti þetta engar tilfinningar í garð Breta þennan dag. Þegar ég fór fram hjá brezka sendiráðinu, en þaðan var Henderson nú að flytja með starfsliði sínu í Adlon hptelið handan við hornið, gekk einmana ,,Schupo“ fram og aftur fyrir utan bygginguna. Hann hafði ekki annað að gera en ganga þarna letilega um. Frakkar biðu nokkuð lengur. Bonnet var að reyna að vinna tíma fram á síðustu stund, og hélt sér dauðahaldi í þá von, að Mussolini gæti enn gert einhvern þann samn ing við Hitler, sem losaði Frakk- land úr klípunni. Hann lagði meira að segja að belgíska sendiherran- um að reyna að fá Leopold kon- ung til þess að beita áhrifum sín- um á Mussolini til þess að fá hann til þess að hafa áhrif á Hitler. Allan laugardaginn 2. september reifst hann um það við sína eigin ekki allt um garð gengið. Maður hafði verið myrtur. Hann hafði verið eiginmaður hennar og morð- inginn lék enn lausum hala . . . Bíllinn beygði fyrir hornið á aðalgötunni og inn á veginn, sem lá til þorpsins Arden, þar sem hún bjó. — Við skulum horfast í augu við það, Livvy, hélt Símon áfram eins og hann læsi hugsanir henn- ar. — Hvernig gat Itorke hagað sér * öðru vísi en láta sem hann sæi þig ekki? Venjul'ega var hún ekki lengi að átta sig, en atburðir síðustu daga höfðu orðið henni um megn, og hún hugsaði ekki skýrt lengur. Hún endurtók orð Símonar óstyþkri íjöddu, eins og þau hefðu verið töluð á framandi tungu, og spurði síðan rugluð: — En hvers vegna skyldi Rorke láta sem hann sæi mig ekki? Og þá skildi hún það! Ilún lok- aði augunum andartak. Auðvitað! Augu mannfjöldans hefðu hvílt á þeim báðum, síðan á Rorke og þá henni.og á honum aftur . . . mað- ur og'kona, sem fyrir löngu höfðu elskað hvort annað! Öll þekktu þau Rorke! Hann var sérstæðnr persónuleiki og íbúar þorpsins Ardern, þar sem hann var fæddur, höfðu verið stoltir af honum, vegna þess að hann hafði byrjað sem lítilsigldur blaðamað- ur við Linchesterblaðið, síðan starfað sem blaðamaður við Lund únablað og nú ferðaðist hann um fjarlæg lönd og skrifaði fyrir víð- lesnasta blað landsins. Þeir fylgd- ust með ferli hans og vissu, áður en hún kom til Ardern sem eigin- kona Clives, að hún hafði skömmu áður slitið trúlofun við eftirlætið þeirra, Rorke Hanlan. Öll vissu líka, að hjónabandið hafði ekki verið farsælt og þótt Livvy væri ókunnug í þorpinu, var það hún, sem samúð þeirra beind- ist að. Flestir höfðu fyrr eða síð- ar orðið fyrir barðinu á sjúkleg- um skapsmunum Clives og illgimi. Þegar þeir sátu yfir ölglösum á þorpskránni, höfðu þeir fengið út- rás fyrir hatur sitt á manninum, en Clive var eigandi Berengers keramikverksmiðjunnar og þar sem að minnsta kosti einn í hverri fjölskyldu í Ardern starfaði við verksmiðjuna, sýndu þeir honum aldrei annað en kurteisi. En nú, þegar Clive hafði verið myrtur,! gleymdu þeir hatrinu til hans. j Hann var í þeirra augum píslar-1 vottur, maður, sem hafði átt svar-| inn fjandmann og fallið fyrir hendi | þess manns, og hann hafði verið maður á bezta aldri, tæplega fer- tugur. Þetta var ógnarlegur at-, burður og furðulostnir og ringlað, ir spurðu þeir allir einu og sömu1 spurningar: — Var frú Berenger neydd <til að myrða mann sinn? Og eftir það, sem gerzt hafði fyrir utan dómshúsið mundu allir, minnast þess, að hún og Rorke I höfðu verið trúlofuð. Einkennilcgt — mundu þeir segja — að hann snýr heim á sömu stundu og frú Berenger er orðin ekkja? Afskaplega grunsanilegt! Og mjög óviðeigandi. Hann hefði þó getað beðið nokkurn tíma! En við vitum hvernig Rorke Hanlan er — hann hefur aldrei tekið til- lit til þess, sem við á. eða kært sig um, nvað sagt er. Livvy heyrði sjálfa sig stynja upp: í SKUGGA ÓTTANS KATHRINE TROY Og þá verður allt miklu grun samlegra — fyrst Rorke er kom- inn heim. Er það ekki, Símon? — Auðvitað ekki, svaraði Adri enne — Eg er búin að segja, að nú er allt um garð gengið, Livvy! — En þér skjátlast. Það versta og erfiðasta . . . fyrir . . . fyrir þá sem eftir lifa . . . er einmitt að hefjast! — Nú lætur þú ímyndunaraflið hlaupa með þig í göngur, sagði Símon hvasst' og skipti skyndilega um umræðuefni. — Eg hélt, að þú hefðir boðið Bill Cray að aka með? — 'Hann kom í sínum bíl. Bill Cray var forstöðumaður veitingahússins „Syngjandi svan- ur“, en par hafði hún leitað hælis eftir síðasta rifrildið við Clive. Og þangað hafði lögreglan kom ið að yfirheyra hana fáeinum klukkustund'um síðar til að til- kynna henni, að Clive hefði verið myrtur . Vitnisburður Bill Cray hafði bjargað henni frá því að vera ákærð fyrir morð Lamandi hræðsla, sem hafði grip ið hana kiukkustundirnar í réttar- salnum náði valdi ýfir henni á ný. Vitnisburðui læknisins, sannanir lögreglunnar Clive Berenger hafði verið drepinn með sinni eigin byssu — aðeins einu skoti hafði verið hleypt af Skotinu hafði ekki verið hleypt það nálægt af, að um sjálfsmorð gæti verið að ræða Eitt vítni hafði skorið sig út úr hópnum Það v^r frú Starr. ráðs- kona sú, serr vqrið hafði hjá Clive árum saman Þegar Livvy giftist honum hélt frú Stan áfram að stjórna í eld- húsinu, nún hafði ■ áður umsjón með öllum matarpeningum og hún hélt áfram að bera fram sinn Ijúf- fenga mat. Allan tímann hafði hún sýnt Livvy kalda og ópersónulega kurteisi. Hún hafði aldrei nokkurn tíma látið í ljós, hvort henni féll vel eða illa við Livvy. Livvy hafði stundum velt vöng- um yfir því, hvort hún væri í raun og veru mannleg, hvort hún gæti hlegið eða fundið til. Og í vitna- stúkunni þennan dag hafði frú Starr skýrt frá því, að hún hefði kvöldið sæla farið í heimsókn til ættingja sinna í Linchester. Þegar hún kom aftúr, hafði hún hraðað sér inn i húsið vegna þess að óveð- ur var úti Áður en hún var kom- in inn fannst henni hún heyra skot hveil, en hafði sagt við sjálfa sig, að það gæti ekki verið að neinn væri að skjóta kanínur í þessu veðri. Hún hafði opnað með lykli ðg i sömu andrá heyrði hún hljóð eins og einhver hefði dottið inni í dagstofunni Hún hafði þot- ið inn og hrópað: — Er nokkur hér? Almyrkt vai í herberginu. Og þegar hér var komið hafði frú Starr sýni. a* hún vai ekki alveg tilfinningalaus Rödd hennai hafði titrað og húr lokaði augunum Dómannn hvatti hana til að halda áii’am og hún sagði: — Eg hélt fyrst, að mér hefði misheyrzt. En í því varð herberg- ið uppli.imaP af eldingu og ég tók eftir að gluggatjöldin á stóra franska glugganum, sem snýr út að garðinum, voru dregin frá. Og ég sá mannveru hverfa út . . . það var kona. Hún hafði gula siffon- slæðu um höfuðið og hring með stórum grænum steini . . . ég sá litina greinilega í birtunni frá eld- ingunni. Dómarinn hugleiddi þetta, svo í kinkaði hann kolli. 1 — Já, ég man það. Það var voða . legt óveöur Þér sáuð sem sagt i konu hverfa þarna út, frú Starr . .? j — Já, en svo varð allt dimmt i aftur og ég kveikti ljósið. Herra j Clive lá við skrifborðið . . . hafði I hann fallið niður af stólnum . . . I og hann var dáinn . . . — Hvað gerðuð þér þá? — Eg þaut að frönsku gluggun- um, opnaði og kallaði út: Frú Ber- enger. En þar var enginn. Elding ar voru með örskömmu millibili og ég kom ekki auga á neinn í garð inum heldur. — Þér voruð ekki í vafa.um, að það var frú Berenger, sem þér sá- i uð hverfa út um dyrnar? — Nei svaraði frú Starr lág- róma. ; Sá möguleiki yar hugsanlegur, að frú Starr segði ósatt. En Liwy var sannfærð um, að hvort sem ráðskonunni hafði geðjazt að eigin- konu Clive eða ekki, þá mundi frú j Starr alltaf segja sannleikann. En hvérjar aðrar en hún sjálf áttu gula siffonslæðu og hring með stórum grænum steini? Liwy hafði síðustu daga spurt sjálfa sig 14 TÍMINN, fimmtudaginn 30. janúar 1964 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.