Tíminn - 30.01.1964, Blaðsíða 5

Tíminn - 30.01.1964, Blaðsíða 5
rí' r RITSTJORI HALLUR SIMONARSON ympíski eldurinn setti metið á leikunum SETNING NÍUNDU VETRAR-OLYMPÍULEIKANNA í GÆR í AUSTURRÍKIVAR ÁHRIFA- RÍK. - ÁHORFENDUR VORU UM 60.000. R U C Innsbruck 29/1. NTB- — Um sextíu þúsund áhorfendur voru saman komnir við hina hátíðlegu setningarathöfn Vetr- ar-Olympíuleikanna 1964. Setningarathöfnin fór fram við stóra skíðastökkpallinn í Berg Isel. Veður var hið fegursta og 7—8 stiga frost, og athöfnin var fullkomlega heppnuð frá byrjun til loka. — Fánaberi Norðmanna var skautahlaupar- inn heimsfrægi, Knut Johannesen og norska flokknum var einna mest fagnað. Mest kom á óvart við setningu hinir dökku og leiðinlegu búningar Frakka, sem stakk algerlega í stúf við franska lífs- og íþróttagleði. Þá var öðru vísi farið með Argentínumenn, sem klæddust dökkrauðum, síðum frökkum, með fagra stúlku sem fánabera. Henni var fagnað mjög eins og flokknum. Minni stökkpallurinn. — NorðmaSur- inn Yggeseth stökk 79 m. þar í gær — muin lengra en aðrir náðu bezt. ÚRSLIT í GÆR Nokkrir leikir í ísknattleik voru háðir á Vetrar.leikunum í gær. í A-riðli sigruðu Sovét- ríkin bandarísku Olympíumeist arana frá 1960 með 5:1 og sýndi sovézka liðið mjög góðan leik. í sama riðli vann Kanada Sviss með 8:0, — eftir jafnan fyrsta leikkaflann. Þriðji leikurinn var einnig háður í riðlinum og sigruðu Tékkar Þjóðverja með 11:1. Einnig vöktu íranskeisari og Farah Dibah mikla athygli, en þau komu á mótstaðinn 15 mínútum fyrir setningarathöfnina, og voru þegar umkringd ljósmyndurum. Austurríkismenn höfðu Lagt gíf urlega vinnu í undirbúninginn að setningarathöfninni og erfitt verð ur að gera siíkri athöfn betri skil. Einkum vöktu athygli tröppurnar upp að Olympíueldinum, sem setti nokkurs konar olympískt met fyrstu mínúturnar, sem hann lög- aði. Hann gaus nefnilegá kröftug- lega, eidtungurnar stóðu 4—5 metra í loft upp, og reykurinn svall þykkur og svartur. En fljót- lega tókst að koma stjórn á hann og síðan hagaði eldurinn sér eins og vera bar. Austurríski menntamálaráðherr- ann, dr. Heinrich Drimmel, for- maður framkvæmdanefndarinnar, bað áhorfendur um einnar mínútu þögn til að minnast Eng- lendingsins og Ástralíumannsins, sem fórust af slysförum á æfingum fyrir leikina. Þögnin var fullkom- in og þar með hafði opnunin þegar fengið annan svip en nokkru sinni fyrr á Olympíuleikum. Síðan sagði forseti Austurríkis, dr. Adolf Schaerf jeikina setta og yfir 1300 þátttakendur frá 37 löndum tóku þátt í ninni skrautlegu skrúð- göngu. Olympíueldurinn var bor- inn síðasta spölinn af hinum þekkta skíðamanni Josl Riedl, en hinn 48 ára bobsleðakappi, verk- fræðingurinn Paule Aste, sór olympíueiðinn fyrir hönd þátttak- enda. Þjóðsöngur Austurríkis var leikinn og áhorfendur yfirgáfu Berg-Isel. Keppnin um verðlaun- in og hin óopinberu stig var hafin. NOKKRIR af jafiiteflisleikiun- um úr 4. umferð ensku bikar- keppninnar hafa farið fram að nýju og úrslit. orðið þessi: MÁNUDAGUR: Port Vale-Llverpool 1:2 Preston-Bolton 2:1 ÞRIÐJUDAGUR: Brentford-Öxford 1:2 Everton-Leeds Utd. 2:0 Swansea-Sheff. Utd. 4:0 Þrír ieikir voru háðir í gær- kvöldi, en úrslit ekki kunn, þeg- Framhald á 1S. sfðu. Tekst ÍR að leggja íslandsmeistarana • íslandsmeistaramótið í handknattleik heldur áfram að Hálogalandi í kvöld og fara fram tveir leikir í 1- deild. FH og Ármann mætast í fyrri leiknum, en í þeim síðari Fram og ÍR. — Leikur Fram og ÍR verður undir smásjá í kvöld. Bæði er það, að ÍR-liðið hefur sýnt mjög góða leiki að undan- förnu og nælt sér í sjö stig — og hitt, að lið íslandsmeistara Fram hefur sýnt tvo lélega leiki í röð og virðist vera í öldu- dal. Fram 5 4 0 1 144:116 8 Hvort iR-ingum tekst að sigra leikinn hefur ÍR tekið forystu í ÍR 5 3 1 1 124:122 7 íslandsmeistarana í kvöld skal deildinni, en FH myndi þó geta FH 4 2 1 1 118:101 5 engu um spáð, en búast má náð sama stigafjölda með því að KR 5 2 0 3 129:129 4 við spennandi leik, þar sem hvor- sigra Ármann. Vík. 5 2 0 3 116:119 4 ugur aðilinn gefur eftir. Vinni ÍR Hinn óvænti sigur KR yfir Fram Árm. 4 0 0 4 72: 93 0 hefur sett mikla spennu í mótið. Fram, ÍR og FH hafa skorið sig nokkuð úr og koma þessi lið til með að berjast um efsta sætið. Um botninn er það hins vegar að segja, að þar situr Ármann fast- ast — hefur ekkert stig hlotið — og eíu líkur fyrir, að Ármann verði fallliðið í ár. Annars er staðan í deildinni fyr- ir leikina í kvöld þannig: JNGLAND OG HEIMURINN' ■ SÝND í TJARNARBÆ ■ í KVÖLD gefst knattspyrnu- unnendum kostur á að sjá merkilega knattspyrnumynd, sem Knattspyrnusamband (s- lands hefur keypt hingaS tll landsins. Hér er sem sé um aö ræða „leik aldarinnar" — leik Englands gegn heimsliðinu — kvikmyndaður frá fyrstu min- útu til hinnar siðustu. Myndin verður sýnd i Tjarnarbæ i kvöld klukkan 9. Næsta sýn ing verður svo é laugardag og einnig er ráðgert að sýna myndina á sunnudag. Það ætti að vera knatt- spyrnuáhugamönnum fagnað arefni, að Knattspyrnusam bandið skyldi ráðast í það fyr irtæki að kaupa kvikmyndina. Fáir knattsp.leikir hafa vakið jafnmikið umtal og eftirtekt og leikur Englands gegn heimsliðinu s. I. haust. Þarna gefst mönnum tækifæri til að sjá í einum og sama leiknum úrval knattspyrnumanna úr ýmsum áttum leika listlr sín- ar. RÉTT ÁDUR en Jimmy Grea- ves skoraði sigurmark Eng- lands gegn „heimsliðinu" — hafði fyrirliði enska landsliðs ins, Jim Armfleld, yfirgefið leikvanginn vegna meiðsla. — Á MYNDINNI sést hann fagna sigurmarkinu. TIMINN, fimmtudaginn 30. janúar 1964 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.