Tíminn - 30.01.1964, Blaðsíða 13

Tíminn - 30.01.1964, Blaðsíða 13
LANDSPfTALINN OG LÆKNISLISTIN Framhald al 9 siðu þessi mál og landlæknir lagt þeim lið. — Við höfum nýlega fengið hér ný tæki til röntgenskoðunar. Þau verða sett upp hér á deildinni á næstu tveimur mánuðum. Tækin eru sérstaklega miðuð við rönt- genskoðanir á æðakerfinu, hjarta- æðum og stóru slagæðinni og heila æðum. Skoðanir á heilaæðum sér- staklega ’.afa verið gerðar hér á síðustu árum, en við fáum nú ný tæki og betri aðstöðu. — Hvað eru skoðunarstofur deildarinnar margar? — Nú þrjár, og sú fjórða bætist við innan skamms. Hér er náttúr- lega þröngt búið. Okkur vantar fleiri stofur nú þegar. í norður- álmunni er gert ráð fyrir 8 rann- sóknarstofum, en við höfum gert ráð fyrir að deildin þurfi að fá þar 2000—2500 fermetra húsnæði alls. Þetta er áætlun okkar lækn- anna. — Mundi það húsrými nægja röntgendeildinni í náinni framtíð? — Við erum þeirrar skoðunar. ÞóríSur Þorvarðarson, röntgen- tæknifræðingur spítalans —Hvað kostuðu nýju skoðunar- tækm? — Um 2,7 milljónir króna. Þau eru keypt frá fjórum fyrirtækjum og verða samræmd hér í einni heild. Að kaupa tækin frá svo mörgum aðilum er kannski ekki að öllu leyti heppilegt, en það hefur sparað mikið fé. Með því móti er líka hægt að velja það bezta frá hverjum framleiðanda. En fyrir bragðið verður heldur meiri vinna við uppsetningar. — Kóbalttæki kostar 20—30 þúsund dollara. End- urnýjun hleðslunnar kostar 7—8 þúsund dollara, en hún gerist á fimm ára fresti. Theodór Skúlason, yfirlæknir, sérfræðingur í lyflækningum — Hve mörg rúm koma til við- bótar á yðar deild, þegar nýbygg- ingin verður tekin í notkun? — Þá er gert ráð fyrir alls 106 rúmum fyrir sjúklinga á tveimur lyflæknisdeildum. Á deildinni eru nú 54 rúm, og á nýju deildinni koma 52 til viðbótar. •— Er hér aðeins um rúmafjölda að ræða, eða líka framfarir, fleiri sérfræðinga, meiri tækni? —Að sjálfsögðu fleiri sérfræð- inga og meiri verkaskiptingu milli þeirra, en við erum ekki ánægðir með vinnuplássið. Þegar gengið var frá teikningum, var ekki höfð nægileg yfirsýn yfir þarfir sér- greinanna. Nú eru um 10 ár síðan húsið var fullteiknað. Það er því langt á eftir tímanum. Eg óttast, að húsnæðinu sé svo ábótavant, að nauðsynlegri tækni verði ekki við komið. — Hvað verða margir sérfræð- ingar á lyflæknisdeilduniim? — Þrír fastráðnir læknar á hvorri deild, og þeir verða allir sérfræðingar — meira að segja með sérgreinar innan lyflæknis- fræðinnar. Auk þess aðstoðar- læknar, sem eru ekki fullnuma í sérgreinum, tveir í hvorri deild. Nú eru fjórir fastráðnir í lyflækn- isdeild. — Það verður að teljast, að sex fastráðnir sérfræðingar séu nægilega margir til að sinna sjúklingum i báðum þessum deild um. en ekki til annarra viðfangs- efna — jða til rannsóknarstarfa. Við höfum fengið, umyrðalitið, þau tæki, sem húsrými og mann- afli gerði okkur kleift að nota, en ég sé ekki betur en plássleysið í nýbyggingunni setji okkur stól- inn fyrir dyrnar í þeim efnum. — Eftir þvi sem mér skilst er THEÓDÓR SKÚLASON mikilla framfara að vænta í lyf- lækningum, er ekki svo? — Jú, það eru gífurlegar fram- farir í þeirri grein, og byggjast mest á sérhæfingu innan sérgrein arinnar, sem læknar helga sig meir og meir, og þurfa þá að sjátf- sögðu mjög góða starfsaðstöðu til að orka þeirra og kunnátta nýt- ist, Tilteknar framfarir er erfitt að ræða í stuttu máli, en þær eru á öllum vígstöðvum lyflæknis- fræðinnar. Eg mundi telja, að á næstunni væri mestra framfara að vænta í lyflæknisfræði af öllum greinum læknisfræðinnar. — Getur þessi nýbygging orðið til þess, að hægt sé að greina hér ýmsar tegundir hjartasjúkdóma betur en áður? ■ . , — Já, hér verðiir.hE^gt að greina! ýmsar tegundir hjartasjúkd’óma‘ betur en áður, bæði meðfædda hjartasjúkdóma og kransæðasjúk- dóma og áunna galla í hjartalok- um. Við ættum ekki að þurfa að senda fólk úr landi til þeirra hluta. Þó skortir nokkuð á, því samhliða greiningunni þurfa að vera fyrir hendi rannsóknarstofnanir í hjarta og lungnafysiologi, sem við höfum alls ekki og lítur ekki út fyrir, að við fáum á næstunni. —Verður þessi nýbygging ekki fljótlega of lítil? 1 — Eg er alveg viss um það. Hvað lyflæknisdeildina snertir verður hún mjög fljótt of lítil. Við verðum nú sí og æ að neita sjúk- lingum um pláss. Stundum er tal- að um, að læknisstarfið sé erfitt, en að verða að neita þurfandi sjúklingi um sjúkrahússvist, er erfiðara en allt annað. Það höf- um við mátt reyna undanfarin ár og nú er talað um tvö ár þangað til við getum lagt inn á nýju deild- ina. Það er orðið tímabært að hugsa fyrir nýrri byggingu, og byggja þá af meiri fyrirhyggju með tilliti til frambúðarþarfa fræðigreinanna, og ekki með svona seinagangi eins og nú er gert. Fólkinu i landinu fjölgar æðimik- ið, og það sem við eigum von í hér við spítalann, mundi að minu viti ekki gera betur en fúllnægja brýnustu þörf eins og nú er á- statt. Að vísu er ekki hægt að segja nákvæmlega til um þetta Biðlistarnir eru ekki fullnægj- andi sönnunargögn, því læknar eru vonlausir um að koma s.iúklingi á þessa deild nema um eitthvað alvarlegt sé að ræða. Snorri P. Snorrason, sérfræð- ingur í hiartasjúkdómum „— Hvað haldið þér, að margir íslendingar séu undir eftir.iti vegna kransæðastíflu? — Ég geri ráð fyrir, að þeir, sem eru undir stöðugu eftirliti skipti nokkrum hundruðum. Eft- irlitið fer fram hér á Landspítal- anum, Landakotsspítalanum og Borgarspítalanum; utan Reykja- víkur á fjórðungssjúkrahúsum. — En margir koma til skoðunar á iækningastofurnar án þess að falla undir hið reglubundna eftirlit. Ég hef ekki aðstöðu til að nefna nein ar ákveðnar tölur, en geri ráð fyr- ir, að við megum telja sjúkling- ana í hundruðum, en ekki í þús- undum. — Þarf ekki í raun og veru sér- staka deild fyrir þetta fólk? — Ég álít, að hér þurfi ekki sérstaka deild, en hér þarf sér- stakar rannsóknarstofur, og starfs aðstöðu, sem ekki er fyrir hendí, en verður fyrir hendi við Land- spítalann. Það eru horfur á, að unnt sé að gera hjartaþræðingar við Landspítalann á þessu ári, á- samt röntgenskoðunum á hjarta og æðakerfi, sem einungis er hægt aft gera, þar sem hægt er að fratn- kvæma hjartaþræðingar. Tækin eru komin til landsins, en eftir er að setja þau upp, á gömlu röntg endeildinni. Hingað til höfum við þurft að senda alla þá sjúklinga til útlanda, sem hafa þurft að gangast undir slíkar rannsóknir, nokkra tugi árlega. — Er það rétt, að kransæðastífla ágerist ár frá ári? — Því hefur verið haldið fram, að hún hafi gert það síðustu ára- tugi, og er það vafalaust rétt. Hitt er annað máj, hvort sú þróun held ur áfram. Ábyggilegar tölur um þetta eru ekki fyrir hendi hér. — SNORRI P. SNORRASOH Það verður að taka tillit til þess, að greining kransæðasjúkdóma, hefur fleygt fram á þeim árum, sem menn telja, að sjúkdómurinn hafi aukizt. Aukningin er þess vegna ekki öll vegna aukinnar tíðni, heldur vegna þess, að menn þekkja sjúkdóminn fremur en áð- r. — Hvað veldur þessum sjúk- dómi? — Það er ekki kunnugt. Það eru ákveðnar kenniqgar um or- sakirnar, en þó mjög skiptar skoð anir manna, sem telja sig sérfræð inga á þessu sviði eg hafa rann- sakað það. Athyglin beinist fyrst og fremst að lifnaðarháttum og arfgengi. Því er haldið fram, að kyrrsetur auki hættuna. Annað er mikil andleg áreynsla, sem fylgir borgarlífi nútímans. Það hefur verið sýnt fram á, að slíkt hefur áhrif á efnaskipti líkamans, eykur fituefni í blóði Svo er talið, að matarræðið eigi þátt í þessu. Sú hætta er nánast fólgin í ofáti. Athyglin beinist að fituríkri fæðu; þetta er þó ekki fullkomlega sann »ð, en tilraunir á dýrum og sam- anburðarrannsóknir styðja þessa skoðun. Einkum er talið, að mett- aðar fitur séu varasamar, þ. e. a. s. j flestar tegundir fitu úr dýrarík- ínu. Þvi er haldið fram, að heppi legra sé að neyta aðallega fitu úr ómettuðum fitusýrum, an jurta- olíur eru af því tagi. Fleira kernur til greina: of hár blóðþrýstingur eykur mjög æða- kölkun, og hefur verið sýnt greini lega fram á það. — Er mögulegt fyrir lækna að sjá þetta fyrir, greina aðdragand ann fyrr en áfallið? — Það er hægt að gera sér grein fyrir því, hvort viðkemandi er lík- legur til að fá æðakölkun og krans æðasjúkdóm- Um slíkan fyrirvara er ekki hægt að segja nettt ákveð- ið. en þessi atriði gefa vísbending- ar: Éf sjúkdómurinn er algengur í <ett mannsins, ef hann er þrekvax- 1 inn og of feitur, hefur mikil um- svif í starfi, en litla líkamlega hreyfingu og reykir mikið að auki, pá eru stórauknar líkur til, að sá maður fái sjúkdóminn, sé hann auk þess með of háan blóðþrýst- ing, og aukin fituefni í blóðinu vaxa líkurnar mjög. Þær rannsókn ir, sem hafa farið fram erlendis, benda til að sjúkdóvnurinn sé stétt lægur. Hitt er fremur óljóst, að hve miklu leyti þetta stafar af því, að menn með ákveðið byggingarlag og skapgerð hafa valizt í þessar stéttir. Sjúkdómurinn er sjaldgæf ari hjá erfiðismönnum og bænd- um en kyrrsetumönnum, og hann er sjaldgæfur undir fertugsaldri, sérstaklega hjá konum. Þess má geta, að nýlega er far- ið að gera rannsóknir á kransæð- um, sem geta leijtt í ljós kransæða sjúkdóm á þyrjurí’árstigi. 'Geía má ráð fyrir, að þessar rannsóknir verði teknar upp hér á næstunni, þegar vinnuskilyrði batna. Þær eru þó svo umfangsmiklar, að þær verða ekki gerðar nema í einstaka völdum tilfellum. Það er mála sannast, að við höfum dregizt aftur úr í greiningu og rannsókn hjartasjúkdóma, eins og í mörgum öðrum greiniim lækn- isfræðinnar, vegna hins óskiljan- lega tómlætis í bygginga- og skipu- lagsmálum sjúkrahúsanna. Nú virðist mér að loks muni rætast úr þessu að einhverju leyti. Haukur Jónasson, læknir, er nýkominn heim frá fimm ára námi við spítala í Boston, þar sem hann lagði stund á lyflækningar og meltingarsjúkdóma. Hann vann í afleysingum við Landspítalann í sumar, og er í þann veginn að taka þar til starfa að nýju. — Hvaða nýjungar eru að koma fram í viðureigninni við melting- arsjúkdóma? — Margt nýtt hefur komið fram varðandi meltingarsjúkdóma, til dæmis hefur verið reynd maga- frysting sem aðferð til að lækna magasár. Prófessor Wangensteen í Minneapolis komst að raun um, að kuldi hefur lamandi áhrif á starfsemi frumanna, sem fram- leiða magasýrur. Hann uppgötvaði þessa aðferð. Bæði hann og aðrir halda áfram að rannsaka gildi að- ferðarinnar, og enn standa deilur um áhrifamátt hennar. Þeir aðilar í Bandarikjunum, sem hafa rann- sakað aðferðina, voru nýlega sam- ankomnir á fundi í New York, og komu sér þá saman um, að enn væri ekki tímabært að nota hana í stórum stíl. Aðferðin virðist gef- ast bezt með kælingu, ekki fryst- ingu, til að stöðva blæðingar í vé- linda, maga og skeifugörn. Annars má segja, að fátt nýtt hafi komið HAUKUR JÓNASSON fram varðandi lækningu magasára og orsakir þeirra síðustu 10—20 árin, en áður óþekktir sjúkdómar í meltingarfærum hafa verið upp- götvaðir. í því sanibandi má nefna framfarir í því að greina á milli krabbameins og annarra sjúk- dóma. Frumrannsóknir hafa varð- að leiðina, en þær hafa verið frarn- kvæmdar austanhafs og vestan og nú til skamms tíma einnig hér í Reykjavík. Árangur er misjafn, eftir hæfileikum þess, sem fram- kvæmir rannsóknina, en eftir því sem ég bezt veit höfum við a. m. k. einn mann sambærilegan við hæfustu menn erlendis á þessu sviði, Ólaf Jensson, lækni. Rönt- genskoðanir eru enn mikilvægasta aðferðin til réttrar greiningar á hinum ýínsu sjúkdómum melting- arfæranna. Þær verða að gerast fljótt, og ég veit, að aðstaða til þeirra hluta stendur til bóta með tilkomu röntgendeilda við Borgar- sjúkrahúsið og í nýju húsi Domus Medica. Miklar framfarir hafa orðið nú seinustu árin í öflun sýnisbita frá maga og mjógirni. Er nú hægt að ná slíkum sýnis- bitum með mjög fullkomnum tækj um á tiltölulega skömmum tíma, og áhættulaust fyrir viðkomandi sjúkling. — Hvernig fellur yður að starfa hér sem spítalalæknir eða prakti- serandi læknir? — Prýðilega, en eftir sex ára störf á spítölum mundi ég frekar kjósa að halda áfram á spítala. — Þér ætlið að láta íslendinga njóta kunnáttu yðar fraitivegis? — Alveg hiklaust. Hvort sem ég held áfram sem spítalalæknir eða praktiserandi læknir, þá mun ég starfa hér. —Hvernig lítið þér á starfsað- stöðu lækna við spítalana í Reykja- vík? — Henni hefur verið ábótavant, þvi miður. En með tilkomu Borg- arspítalans og viðbyggingu Land- spítalans geri ég ráð fyrir betri aðstæðum að nokkru leyti. Sú ákvörðun ráðamanna Landspítal- ans að halda áfram að fylgjast með sjúklingum eftir að þeir eru famir heim, er afar mikilvæg. Þetta er mjög tíðkað erlendis, en hefur ver- ið lítt framkvæmanlegt hér vegna húsnæðisleysis. — Eruð þér ánægður með kjör lækna hér á landi? — Hér hafa orðið miklar breyt- ingar, við síðustu átökin í kjara- málum lækna Kjörin voru léleg. sérstaklega kjör spítalalækna, en þau hafa stórbatnað Eg geri ráð fyrir að praktiserandi læknar beri heldur meira úr být- um, en sú ánægja að vinna á spít- ala ríður baggamuninn. — B.Ó. TÍMINN, flmmtudaglnn 30. ianúar 1964 — 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.