Tíminn - 30.01.1964, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.01.1964, Blaðsíða 3
FRIÐRIK ÓLAFSSON SKRIFAR UM SKAKMÓTIÐ Stórmeistarinn og heims- meistarinn léku sig í mát 10. UMFERÐ. Freysteinn-Tal 0:1. ' Friðrik-Wade 0:1. Nona-Guðmundur 0:1. Johannessen-Gligoric V-iVk. Ingi-Magnús Vz'.Ví. Ingvar-Jón biðsk. Trausti-Arinbjörn biðsk. Friðrik hlaut heldur slasman skell að þessu sinni og minnk- uðu nú stórlega möguleikar hans til efstu sætanna. Tal átti ekki í miklum erfiðleikum með andstæðing sinn, en Gligoric mátti teljast sleppa vel með jafntefli gegn Johannessen. Friðrik-Wade. — Sikileyjar- vcrn. Fljótlega varð ljóst, að skákin mundi ekki verða með neinum friðsemdarblæ, því að hvítur hrókeraði á lengri veg- inn, en svartur á þann styttri. Wade lagði snemma til atlögu á miðborðinu og bauð upp á skiptamun skv. ráðum ,,teórí- unnar", en andstæðingurinn af- þakkaði hið góða boð. Hefði hann tekið skiptamuninn, er hætt við, að Wade hefði tekizt að byggja upp mjög öfluga kóngssókn. í staðinn kaus Frið rik að koma liðskipan sinni í viðunanlegt horf og gerðist nú miðborðið vettvangur allmik- illa átaka. Þegar komið var fracn í 18. leik hafði nokkuð rofað til og hafði Wade þá tölu verð færi, en hvíta staðan var traust og engir veikleikar sjá- anlegir. Þá gerðist það, að Frið rik lagði út i ævintýralega sókn á miðborðinu, en yfirsást um leið snjall leikur frá hendi Wade. Þessi leikur gerði út um ailar sóknartilraunir hvíts og kom honum jafnframt í mikla klípu. Friðr. eyddi miklum tíma i að finna réttan svarleik og sá sig að lokum tilneyddan til að leggja út í allmikla tvísýnu. í glæfralegri stöðu og mikilli timaþröng sást honum yfir nokkrar jafnteflisleiðir og lék sig að lokum í mát. Freysteinn-Tal. — Kóngs-ind verskt tafl. Skákin fylgdi lengi framan af troðnum slóðum, en í 9 leik bryddaði Tal npp á enn einni nýjung og fórnaði peði öllum að óvörum. Freysteinn þáði peðið, átti sýnilega ekki annars úrkosti, en við það fékk Tal allsterka aðstöðu á miðborðinu, sem greinilega var peðsins virði. í framhaldinu gerðust svörtu mennirnir sí- fellt ágengari við hvítu kóngs- stöðuna og það varð æ erfið- ara fyrir Freystein að finna góða varnarleiki. Þar kom að staða hans þoldi ekki álagið og eftir vel útfærða sókn frá hendi Tals hlaut Freysteinn að gefast upp. — ,,Typisk” Tal-skák. Nona-Guðmundur. Sikileyjar- taf! Nona náði fljótlega að byggja upp frjálsa stöðu, væn- lega til kóngssóknar, en Guð- mundur varðist af mikilli seiglu og tókst ávallt að sporna við á réttu augnabliki. Nona fórnaði peði i þágu sóknarinn- ar, en hafði lítið upp úr krafs- inu og varð að lokum að fara út í endatafl, þar sem mislit- ii biskupar gáfu henni nokkra von um jafntefli. Guðmundur tefldi áframhaldið mjög vel og hallaði sífellt undan fæti fyr- ir Nonu, sumpart vegna þess, að hún var líka komin í mikla tímaþröng. Undir lokin reyndi hún að létta á stöðu sinni með mannakaupum, en yfirsást, að uppskiptin leiddu beint til máts. Johannessen-Gligoric. Byrjun in var ákaflega óregluleg, eig- inlega ekki hægt að nefna hana neinu nafni: 1. d4, Rf6. 2. g3, c5 3. d5, b5. 4. Bg2, d6. 5. a4, b4. — Johannessen náði fljót- lega að byggja upp öfluga mið- borðsstöðu og virtist Gligoric mjög aðþrengdur, er út úr byrj uninni var komið. Staða hans var þó mjög traust, en fyrirsjá anlegt var, að hann yrði að grípa til einhverra mótaðgerða til að geta spornað við væntan- legri stórsókn hvíts. Eftir smá- vegis ónákvæmni frá hendi Jo- hannessen bauðst honum slíkt tækifæri og jafnaðist þá stað- an. Scmdu keppendur um jafn- tefli. Ingi-Magnús. — Drottningar- bragð. Skákin var varla slopp- in út úr byrjuninni, þegar kepp endur sömdu jafntefli. Stóð þá Ingi eitthvað betur að vígi,-en Magnús hafði ýmis gagnfæri, sem taka varð fullt tillit til. Ingvar-Jón. — Sikileyjartafl. Ingvar tefldi byrjunina rólega cg tókst Jóni að jafna taflið án mikilla erfiðleika. Lengi stóð skákin i þófi, en þar kom að að Ingvar tók af skarið og hóf sókn á kóngsvæng. Sókn þessi reyndist hættulegri en ætla mátti í fyrstu og rataði Jón brátt í krappa vörn. í 35. leik fórnaði Ingvar manni til að sundra svörtu kóngsstöðunni os hefði leikflétta þessi að réttu lagi átt að leiða til vinn- ings. Hann fór hins vegar ein- um of „fínt“ í áframhaldið og gaf Jóni kost á varnarleik, sem algjörlega snéri taflinu við. í biðstöðunni er skákin töpuð fyrir Ingvar. Trausti-Arinbjörn. — Kóngs- indverskt tafl. Byrjunin þræddi lengi vel farveg hinnar hefð- bundnu „teóríu“ en Trausta varð fljótlega á ónákvæmni, er leiddi til betri stöðu fyrir Ar- inbjörn. Ekki voru yfirburðirn- ir þó stórvægilegir og tókst Ar- inbirni ekki að ná neinum tök- um á andstæðingi sínum. Eftir mikil mannakaup í miðtaflinu kom að lokum upp endatafl, þar sem Arinbjörn stendur ör- lítið betur að vígi vegna bisk- upapars síns, en vafasamt er, ■ að það nægi til að vinna skák- ina Röðin í mótinu eftir 10. um- ferð er þessi: 1. Tal 9y2 v. 2. Gligoric 8Vi v. 3. Friðrik 7]/2 v. 4. Johannessen 6 v. og 1 bið- skáV, 5. Ingi 5Vz og 1 biðskák. 6.-7. Guðmundur og Wade 5 v 8. Nona 4 vinninga 9. Magn- ús 3V2 v. 10- Ingvar 3 v. og 1 biðskák. 11. Freysteinn 3 vinn. 12—13. Arinbjörn og Trausti | 21/? v. 02 1 biðskák. 14. Jón 1% v. og 1 biðskák. í kvöld verður tefld 12. um- ferð og tefla þá þessir saman: Friðrik-Tal, Nona-Trausti, Ingv- ar-Guðmundur, Johannessen- Wade, Ingi-Jón, Magnús-Gligor- ic, Trausti-Freysteinn. Frá Alþingi Framhald af 6. síðu. Á árum seinna stríðsins mun hafa verið einu sinni eða tvisvar heimilað að fresta slíkum fram- kvæmdum að Vi eða svo, ef nauð- syn krefði vegna ástæðna af völd- urn heimsstyrjaldarinnar. Nú metur hæstv. ríkisstjórn ástandið hjá sér þannig að útlit sé fyrir að fresta geti þurft öllum verklegum framk,væmdum á þessu ári. Svo gífurlegt er hennar stríð og eftir fjögur ár. Fyrr má nú rota en dauðrota. Ég tel fráleitt að Alþingi veiti þessa heimild. Verði þörf að fresta framkvæmd um, á Alþingi sjálft að taka um það ákvörðun. Það á alls ekki að afsala um þet.ta valdi sínu til stjórnarinnar. En þrátt fyrir það, þótt ég sé varla eins svartsýnn og ríkisstjórn in er eftir 6. gr. þessa frumvarps! að dæma, þá er ég sammála því,: sem hæstv. forsætisráðherra sagði í háttv. neðri deild, þegar hann mælti fyrir frumvarpi þessu: Hann sagði: „Haldgóð úrræði fást ekki, nema um þau náist víðtækt samkomu- lag“. Þetta eru hans orð. Þetta er mjög skynsamlega mælt. Því miður hefur hæstv. ríkis- stjórn ekki ástundað það á valda- tíma sinum að ná víðtæku sam- starfi. Ef hún hefði gert það, mundi betur hafa til tekizt. Þegar hún 1960 var að fara af stað með efnahagsmálabrölt sitt, fluttum við Framsóknarmenn til- lögu um að skipuð yrði 8 manna nefnd — tveir frá hverjum þing- flokki — til að leita víðtæks sam komulags um efnahagsaðgerðir. Hinir sjálfumglöðu menn á morgni stjórnarstarfsins felldu þá tillögu hiklaust. Þeir töldu sinn nauma meiri- SIMCA 1000 - '63 sem nýr bíll, til sölu. Ekinn tæplega 8 þús. km. Aðal-Bílasalan Ingólfsstræti 11 — Sími 15014 og 19181 J hluta víst nógu víðtækan. Við Framsóknarmenn flytjum enn við umræður þessa neyðarúr- ræðis-frumvarps hæstv. ríkisstjórn ar sams konar tillögu. Við ‘teljum okkur það skylt — ekki hæstv. ríkisstjórnar vegna — heldur þjóðarinnar vegna, því að við þykjumst þess fullvissir, að það sé rétt, sem hæstv. forsætisráð- herra sagði: „Haldgóð úrræði fást ekki nema um þau náist víðtækt samstarf” Nú eru háttv. stjórnarflokkarnir reynslunni ríkari en þeir voru 1960. Nú er ekki bjart, heldur myrkt fyrir sjónum þeirra, eins og frum varpið ber með sér. Meirihluti þeirra er ekki síður naumur en 1960, — og fenginn í kosningunum síðastl. sumar út á rangar skýrslur um efnahags- ástandið. Nú ættu þeir að samþykkja til- lögu okkar um hið víðtæka sam- starf við að leita úrræða á efna- hagsmáiavandanum. Stjórnarflokkamir í neðri deild felldu tillöguna að vísu í gær. En til þess er Alþingi í tveim deildum að málin séu gerr metin-'. ÞVOTTAHUS Vesturbæjar Ægisgötu 10 • Sími 15122 Atiglýsið í íímanum SKIPAtiTGCRB RÍKISINS Ms. Herðubreið fer austur um land í hringferð 3. febrúar. Vörumóttaka í dag til Hornafjarðar, Djúpavogs, Breiðdalsvíkur, Stöðvarfjarðar, Borgarfjarðar, Vopnafjarðar, Bakkafjarðar, Þórshafnar og Kópaskers. W I L IVI O G0g6t0 ARNI GE6TS6QN Vatnsstíg 3 — Sími 11555. skáladreifarar Enginn dreifari dreifir eins jafnt og vel sem skála- dreifari og enginn skáladreifari er betri en WILMO. Dreifarar þessir fást í ýmsum stærSum, 6, 7, 10 og 14 skála. Verð frá ca. kr. 14.000.00 Sendið pantanir sem fyrst TÍMANN vantar fultorðinn mann eða barn til að bara blaðið út í ESKIHLÍÐ Upplýsingar í skrifstofunni, Bankastræti 7. Sími 12323 TÍMINN, fimmtudaginn 30. ianúar 1964 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.