Tíminn - 30.01.1964, Blaðsíða 9

Tíminn - 30.01.1964, Blaðsíða 9
hupsa fyrir fleiru varðandi sjúk- dómsgreiningar og þjónustu við sjúklinga í hinu svokallaða vel- ferðarþjóðfélagi, sem krefst alls af öllum. Við erum ekki ánægðir með nýbygginguna. Læknisfræðin breytist á skemmri tíma en 10—15 árum, síðan byrjað var á þessari byggingu. Lækningarnar sjálfar breytast í hlutfalli við fræðigrein- arnar og einnig aðstaðan til að framkvæma lækningar, ef allt fer að skilum. Við stóra spítala er- lendis hefur löngum verið þjón- usta við sjúklinga, eftir að þeir fara þaðan, sem sé eftirrannsókn- arstöðvar. Eg ætla að þetta muni líka verða snar þáttur í starfi spít- alanna hér, þegar fram í sækir. Það er að mörgu leyti heppilegt, að þeir læknar, sem greina sjúk dóma, sem erfitt er að lækna, kynnast þeim sjúka og hafa hann til meðferðar, haldi áfram að stunda hann eftir að hann fer af spítalanum. Við getum stytt sjúkra húsvistina, ef við vitum, að við eigum að halda áfram að fylgjast með sjúklingnum. Oft þarf að gera á honum erfiðar rannsóknir, sem eru lítt framkvæmanlegar nema á íjúkrahúsi eða rannsóknarstofum þess. Annað mjög þýðingarmikið atriði er að hafa aðstöðu til að vista sjúklinginn á spítala, eftir að hann er farinn þaðan, ef honum versnar. Það getur orðið stutt sjúkrahúsvist, vika til tíu dagar, sé sjúkrarúm fyrir hendi. Ef svo er ekki, eða þetta er dregið, get- ur sjúkravistin orðið löng. — Verður þessi aðstaða ekki fyr ir hendi hér? — Við höfum rætt þetta mál og lagt tillögur um þetta fyrir spít- alastjórnina. Til að byrja með er ætlaður staður fyrir þessa starf- semi í hluta kjallarans í vesturálm unni, en það er allt of lítið hús- rými. Allar deildir spítalans þurfa á þessu að halda. Við mænum þó á þennan stað og væntum að fá hann til afnota sem fyrst til að geta í smáum stíl byrjað á því, sem við álítum þjóðþrifastarfsemi. — Hvaða hús er eftir að reisa hér á lóðinni? — Þessi viðbótarbygging verður ekki nothæf fyrr en búið er að reisa nýtt eldhús og borðstofu of- an á það. Sú bygging ein kostar um 30 milljónir króna. Hún verð- ur að koma. Hvar eigum við að fá •mat fyrir sjúklingana í vesturálm- unni? Gamla eldhúsið er sprungið. Þá vantar innganga og tilheyrandi skála, þaðan sem gengið verður inn í nýja og gamla spítalann. Hann kostar nokkrar milljónir. Þá stækkun á fæðingardeildinni, stór- aukið húsrými fyrir hinar ýmsu rannsóknarstofur; þvottahús — ketilhús er búið að steypa, og hér vantar nýbyggingu fyrir geð- sjúka. — Landspítalinn er að sjálf- sögu rekinn með halla eins og önnur sjúkrahús. — Það er illa rekið sjúkrahús, sem ekki er rekið með halla, sam- kvæmt þeim greiðsluháttum, sem tíðkast í þjóðfélagi okkar. •— Og má þá gera ráð fyrir, að hallinn aukist til muna, þegar nýju deildirnar taka til starfa? — Slíkt gefur auga leið. Rekstr- arhallinn mun aukast stórlega. — Nýjar deildir hlaða utan á sig ýmiss konar sérrannsóknastörfum með tilheyrandi starfsliði, og hér vantar svo margt til nákvæmra sjúkdómsgreininga með tilliti til hjartasjúkdóma, lungnasjúkdóma. nýrnasjúkdóma o. fl. Okkur vantar sérstakar rannsóknarstofur á þess-1 um sviðum. Eg get líka sagt yður, að hér í Reykjavík er félagsskap- ur, sem hefur boðið Landspítalan- um gervinýra að gjöf — fyrir mörgum árum. Þetta er dýr gjöf að þiggja. Hún kostar heila rann- sóknarstofu, sérmenntaða lækna og sérmenntaðar hjúkrunarkonur. Við höfum ekki getað þegið þessa góðu gjöf vegna húsnæðisleysis, en ég lít svo á, að við getum ekki verið án gervinýrans. Eg vil líka taka fram, að það hefur aldrei staðið á ráðamönnum okkar að veita okkur þau tæki, sem við höfum beðið um. Það hefur miklu fremur staðið á að koma þeim fyrir vegna húsnæðisskorts. Eg leiði hjá mér að ræða um sjúkrarúmaskortinn, sem alþjóð er kunnur. Eg hefi í þessu rabbi bent á eftirrannsóknarstöðvar, sem þátt til að bæta úr þessum skorti og bæta.þjónustu við sjúklingana. Læknum hefur ávallt verið Ijós hin mikla fjárþörf til heilbrigðis- mála þjóðarinnar og almenningur hefur nú verið minntur á þetta efni með hinni merku ræðu heil- brigðismálaráðherra Jóhanns Haf- stein fyrir skömmu. — Heilbrigði þjóðarinnar er fjöregg hennar og má því ekkert spara til að vernda það. — Hvernig hafa þessar nýju byggingar verið skipulagðar með tilliti til sjúkravistar, sjúkdóms- greininga, lækninga, vísindarann- sókna og kennslu? — Þessar nýbyggingar hafa fyrst og fremst mótazt af mjög hrýnni spítalarúmaþörf. Rannsókn arstofur til sjúkdómsgreininga eru af mjög skornum skammti. En það sem fyrst ber að hafa í huga við sjúkrahúsbyggingar nú, er út- þensla rannsóknarstarfseminnar í óllum greinum. Þörfin fyrir sjúkra rými vex ekki að sama skapi og húsnæðisþörf rannsóknanna. Menn eru nú sammála um, hvar sem ný- ir spitalar eru byggðir, að rann- sóknastörfin eru nær alltaf van- metin, þegar farið er að skipa niður. Landspítalinn hefur verið og mun verða aðalkennsluspítali lækna hér. Heilbrigðismálaráðu- neytið stendur fyrir þessari bygg- ingu, en menntamálaráðuneytið er ikki aðili að henni. Þetta er mis- tarið- í slíkri byggingu verður að sjá fyrir viðunandi aðstöðu til vís indarannsókna og kennslu. Ég geri ráð fyrir, að slíkt verði aðeins tryggt með því að menntamála- láðuneytið og læknadeild Háskól- sns fái beina aðild að byggingunni. DAVÍÐ DAVÍÐSSON — Hvernig er aðstaðan til efna- iræðirannsókna hér nú? — Það má segja, að meinefna- rannsóknir hér séu á skeiði frum- bernskunnar. Húsrými alltof lítið til þeirra, og þegar þær sjúkra- deildir, sem nú eru komnar undir þak, verða teknar í notkun, verði húsrými þessarar starfsemi tiltölu iega minna. Mér segir hugur um, að húsrými til meinefnarannsókna við spítala af þessari stærð þurfi að vera tífalt stærra en nú er. — Annars kreppir skórinn ekki ein- vngis að meinefnarannsóknum, — beldur allri rannsóknastarfsemi á Landspítalalóðinni. Þessi starfsemi er raunverulega fjórskipt, þar sem eru meinvefjarannsóknir og sýklarannsóknir í rannsóknarstof- unni við Barónsstíg, en meinefna- og blóðmeinarannsóknir til húsa í meginbyggingu Landspítalans. — Húsrými fyrir alla þessa starf- semi þarf að margfaldast frá því sem nú er. Erfiðleikarnir eru ekki fólgnir í bví að ákvarða stærð þessarar rannsóknastarfsemi, sem áratuga reynsla er fyrir erlendis, beldur að áætla, hve mikið hús- rými og hvernig fyrir komið þarf til ýmissa annarra rannsókna, sem eru nú í hröðum vexti erlendis. og enn þeirra rannsókna. sem hin- ar hraðs'tigu framfarir í grunnvís- indum læknisfræði og tækni kljóta að leiða af sér. - Ég var í þann veginn að spyrja, hvort þetta stæði ekki til I bóta með fyrirhugaðri norðurálmu, en það sem þér voruð að segja bendir ekki til að svo sé. — Að vísu eigum við von í norð urálmunni, en efatnál að þar fá- ist nægt húsrými til þessarar starf semi. Röntgendeild spítalans verð- ur að fá þar inni; talað er um, að skurðstofur komi í sömu álmu og þá verður lítið eftir til skiptanna. — Getur þá ekki farið svo að reynt verði að koma þar fyrir sjúklingum? — Ég skal ekki segja um það, en mér hefur virzt framþróun þessarar byggingar nokkuð tilvilj- unarkennd- Ég held, að nú sé kom- inn tími til að stinga við fótum. Ég vil leggja til, að færustu og heztu menn setjist á rökstóla til að gera sér grein fyrir, hvernig beri að stefna að fullnýtingu á Landspítalalóðinni, þar sem hafð- ui væri í huga æskilegur fjöldi sjúkrarúma og skipting þeirra á sérdeildir, hvernig húsnæði rann- sóknanna verði bezt fyrir komið, svo rannsóknirnar geti vaxið með l.röfum tímans, — með það fyrir augum, að sjálfar sjúkradeildirnar vaxi ekki til muna frá því, sem verður ákveðið og talið hæfilegt fyrir þetta lækningasetur. — Er nokkur trygging fyrir því, að framsýni beztu manna mundi hrökkva til nú, fyrst hún var eins Jftil og raun er á, þegar farið var að skipuleggja þessi hús fyrir rúmum 10 árum? — Ég er sannfærður um, að þótt við hefðum þá beztu menn, sem völ er á, hérlenda sem er- lenda, til að skipuleggja slíkar byggingar, mundi framsýnin aldr- ei verða nóg. Vandamálið er alls staðar það sama, en skekkjurnar vitaskuld mismiklar, eftir því hvað menn sjá vel fram í tímann. — Þetta litla þjóðfélag getur ekki endurnýjað sjúkrahúskost sinn mjög hratt, en hitt gefur auga leið, að því fremur verður að gera þá kröfu til þeirra sem sjúkrahús byggja, að hægt verði að breyta byggingunum á sem hagkvæmast- an og ódýrastan hátt, eftir því sem tfmarnir krefjast- — Hvað segið þér, sem forseti læknadeildar Háskólans, um fram- búðarhúsnæði til kennslu hér við Landspítalann? — Læknaskólinn hefur starfað annars vegar í Háskólabygging- unni, hins vegar í byggingum Land spítalans, rannsóknarstofunni við Rarónsstíg og fæðingardeildinni. Sjúkrahúsið er raunverulega allt læknaskóli og þar þurfa að vera vel búnar kennslustofur. í tengi- TÍMINN, fimmtudaginn 30. ianúar 1964 LANDSPÍTALINN AÐ NORÐAN, VIOBYGGINGAR. Prófessor Davíð Davíðsson áimu spítalabyggingarinnar er ein stór kennslustofa, sem faægi er að skipta í tvennt. Stofan er með láréttu gólfi og því illa fallin til myndsýninga. — í þessu sambandi vil ég minnast á fyrirhugaða lækna skólabyggingu Háskóla íslands. — Því miður hefur orðið vart mis- skilnings á því, hvað læknaskóli raunverulega er, þ- e. a. s. menn hafa látið sem hægt væri að byggja og reka læknaskóla á ein- hverjum stað, langt frá spítala. Slfkt er auðvitað reginfirra. — Kennslumiðstöð læknanema hlýt- ur að verða hér á Landspítalalóð- inni og kennsla þeirra starf sérfræð inga spítalans. Annað kemur ekki til greina, ef skynsemin fær að ráða. Fyrirsjáanlegt er að mið- stöð læknamenntunar í landinu verður á Landspítalalóðinni þar til henta þykir að reisa nýjan lækna- skóla. Slíkt mun vart tímabært fyrr en þjóðin hefui allt að því tífaldazt frá því sem nú er. — Góð læknamenntun er grundvöllur góðrar læknisþjónustu. Gísli Petersen, yfirlaeknir röntgendeildar — Hvérnig verður búið að rönt- gendeildinni í fyrirhugaðri norð- urálmu spítalans? — Hin nýja röntgendeild verður þar tvískipt. Þar verður röntgen- skoðun og röntgenlækning, en röntgenfræðin skiptist í þessar tvær greinar. Enn fremur er gert ráð fyrir sjúkrarúmum fyrir 10— 15 sjúklinga. Vélar gömlu deildar- innar verða fluttar í norðurálm- una, og gera má ráð fyrir viðbót- um. Hvað snertir röntgenlækningu má gera ráð fyrir kóbalttæki, sem ekki er hægt að koma fyrir eins og er. Kóbalttæki ryðja sér æ meir til rúms, en tilgangurinn með hinum nýju tækjum er sá að gefa sjúklingnum meira geislamagn á hinn sjúka stað án þess að skaða þá vefi, sem liggja í kring. — Við teljum það verða mikinn ávinning að fá kóbalttæki til lækninga á ýmsum illkynjuðum meinum, en hér þarf ekki aðeins að fá slíku tæki stað, jafnframt þarf að koma geislaeðlisfræðingur. Á undanförn um árum hefur verið stefnt að því, að slíkur maður fáist að spítalan- um, og ég geri ráð fyrir, að svo verði áður en langt líður. Starfs- svið hans verður að sjálfsögðu ekki takmarkað við þessa deild. Krabbameinsfélögin hafa rætt Framhald á 13. slSu. GÍSLI PETERSEN 9 /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.