Tíminn - 21.05.1964, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.05.1964, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR, 80. maí. NTB-New York. — Adlai Stevenson, fastafulltrúi USA hjá SameinuSu þjóðunum, var í dag kallaður heim frá London til þess að halda mjög þýðingar mikla ræðu í Öryggisráðinu á niorgun. NTB-Washington. — Utanrík ismálanefndin í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag tillögu ríkisstjórnarinnar um 125 milljón dollara aukaað- stoð við Suður-Vietnam. NTB-Kaupmannahöfn. — A. C. Normann, fiskimálaráðherra Dana, Iagði til í dag, að færa út dönsku fiskveiðilögsöguna sam kvæmt samningnum, sem upd- lrritaður var á fiskimálaráð- stefnunni í London í vetur. NTB-Miami. — Allir verka- menn í Oriente-héraðinu á Kúbu hafa hervæðzt til þess að verja landið og framleiðsluna, var tilkynnt á Kúbu í dag. NTB-Baltimore. — Daniel Brewster stuðningsmaður John sons forseta, vann í gær í próf- kjöri demókrata í Maryland, og fékk 53,23% atkvæða. Blökku- mannahatarinn George Wallace frá Alabama fékk 42,66%. NTB-Djakarta. — Sukarno forseti sagði í dag á 100.000 manna fundi í Djakarta, að áð- ur en sólin1 risi 1. janúar næsta ár, hefði Indónesía algjörlega brotið Malaysíu á bak aftur. NTB-Leopoldville. — Norsk- ir og sænskir trúboðar á Lem- era í Kivu-héraðinu í Kongó liafa beðið SÞ-hermenn í Buka vu um aðstoð þegar í stað vegna árása hryðjuverkamanna. NTB-Stokkhólmi. — Óþekkt- ur kafbátur braut um helgina landhelgi Svíþjóðar og sendi þar frá sér Ijósmerki. Hann hvarf, þegar eftirlitsskip kom á vettvang. NTB-Honolulu. — Norðmað- urinn Anker Baardstad, sem grunaður er um drápið á Jakob Natvig skipstjóra á ,,Pomona“ reyndi að fremja sjálfsmorð ) gærkvöldi. Norskir lögreglu- menn eru á leið til Honolulu ti! að rannsaka þetta mál. NTB-Seoul. — Þrjátíu stúd- entaleiðtogar og 50 aðrir voru handteknir eftir átök við lög- regluna, þegar 5000 stúdentar fóru í mótmælagöngu gegn rík isstjórninni í Seoul í dag. NTB-Washington. — Willy Brandt, borgarstjóri I V.-Berl- ín, sem nú er í heimsókn í Bandaríkjunum, fór í dag í 40 mínútna heimsókn til Jacque- line Kennedy- FRAKKAR VILJA LÁTA KALLA SAMAN NÝJA ALÞJÓÐLEGA RÁÐSTEFNU UM LA0S: KRUKKUSLÉTTA FÉLL / QÆR NTB-London, París og Vientiane, 20. 'maí. Frakkar lögðu í dag fram til- Kjör sýslunefndar- manns í Hveragerði ÞS—Hveragerði 14. maí Fyrig dyrum standa nú í Hvera- gerði kosningar sýslunefndar- manns, sem er nýlátinn. í sam- bandi við framboð hefur orðið nokkurt uppgjör í sveitarstjórnar- málum. Við síðustu hreppskosn- ingar buðu Framsóknarmenn fram sameiginlegan lista með öðrum vinstri mönnum í kauptúninu, og náði Teitur Eyjólfsson, fram- kvæmdastjóri kosningu af hon um sem fulltrúi Framsóknarflokks ins. Eftir kosningarnar myndaði hann síðan meirihluta með sjálf- stæðismönnum í hreppsnefndinni án samráðs við Framsóknarfélag Hveragerðis. Hinn 11. maí s.l. var haldinn fundur í Framsóknarfélaginu og samþykkt þar einróma eftirfar- andi ályktun: „Fundur haldinn í Framsóknar- félagi Hveragerðis 11. maí 1964 samþykkir að víta Teit Eyjólf-i- son harðlega fyrir samninga hans við fulltrúa Sjálfstæðismanna í hreppsnefndinni og lýsir andstöðu sinni við þann meirihluta, sem hann stofnaði til með þeim.“ Mun hafa náðst samstaða um framboð sýslunefndarmanns með vinstri mönnum gegn þeim meri- hluta í hreppsnefndinni, sem nú fer með stjórn kauptúnsins. i lögu um, að haldin verði ný, al- þjóðleg ráðstefna um hið alvar- lega ástand í Laos. Var tillagan lögð fyrir Bretland og Sovétríkin, sem höfðu forsæti á ráðstefnunni í Geneve 1962, þar sem ákveðið var, að Laos skyldi verða hlut- laust og sjálfstætt ríki. Samtímis er tilkynnt í Vientian#, að herlið Pathet Lao-kommúnista haldi á- fram sókn sinni og hafi náð á sitt vald 570 km2 svæði hlut- lausra á Krukkusléttu. 1 París var tilkynnt, að de Gaulle forseti hafi látið hvítasunnu frí sitt lönd og leiðir, og muni halda stjómarfund á morgun, en þar á franski utnríkisráðherrann, Couvre de Murville, að leggja fram skýrslu um Laos-málið. Bandaríkin hafa beðið Frakka, sem aðrar þjóðir, sem hafa stjórn- málasamband við Pekingstjórn- ina, um að fá hana til þess að beita áhrifavaldi sínu og stöðva framrás Pathet Lao, en de Gaulle mun telja ólíklegt, að það hafi nokkum árangur. Sendihgrra Thailands í Was- hington, sagði í kvöld, að Banda- ríkin hefðu í huga að ,senda her- „Heillandi heimur“ Kvikmyndin Ulu — heillandi heimur — eftir Jörgen Bitsch, verður sýnd í Bæjarbíói í Hafnar- firði, n.k. föstudag og laugardag, og síðar í sumar í öllum kauptún- um landsins. Valgarð Runólfsson, sem hefur umboð fyrir kvikmynd- ir Bitsch, sýnir myndina. GULLBRUDKAUP Stjas-Vorsabæ, 20. maí. Gulbrúðkaup eiga í dag hjónin Margrét Steinsdóttir og Ólafur Sveinsson, Syðra-Velli í Gaul- verjabæjarhreppi. Ólafur er fædd- ur 15. janúar árið 1889 að Klöpp í Garði, en Margrét er fædd 17. maí árið 1890. Þau hjónin hófu búskap að Syðra-Velli árið 1914 og bjuggu þar til ársins 1960. Tveir yngstu synir þeirra, Jón og Helgi, tóku þá við búskapnum, Jón reisti nýbýli á jörðinni, en gömlu hjónn dvöldu áfram í gamla bænum ásamt Helga syni sínum og tengdadóttur. Þau hjón- in eignuðust 16 böm, og em 15 þeirra á lífi, búsett víðs vegar um Suðvestur-landið. Ólafur stundaði sjó fyrr á ámm, alls 26 vertíðir. Þar af dvaldist hann 20 vertíðir í Vestmannaeyjum, og þótti það rúm vel skipað, þar sem Ólafur var. Bú sitt ráku þau hjónin alla tíð með miklum myndarskap. í dag dvelja þau hjónin í félags- heimili sveitarinnar og taka þar á móti gestum frá klukkan 2 eftir hádegi. Á þessum merku tíma- mótum berast þeim Margréti og Ólafi áreiðanlega margar og hlýj- ar ámaðaróskir. lið til Thailands vegna ástndsins í Laos, en ekki fyrr en slíkt væri nauðsynlegt. Kong Lee hershöfðingi, yfir- maður herliðs hlutlausra í Laos, hefur látið undan síga fyrir stöð- ugum árásum Pathet Laoher- manna, og hefur nú setzt að í fjallabænum Banna, þar sem hann hefur flugvöll og flugvélar. Som Boon, ofursti sem er næstráð andi Lees hershöfðingja, sagði í dag, að Pathet Lao hefði haldið uppi stöðugum sprengjuárásum á stöðvar hlutlausra á Krukku- Framhald á 15. síðu. SINFONIAN FB-Reykjavík, 20. maí. Sextándu hljómleikar sinfóníu- sveitarinar verða haldnir í Há- skólabíói á morgun kl. 21. Stjóm- andi er Igor Buketoff, en einleik- ari er bandaríski píanóleikarinn James Mathis. James Mathis er frá Texas, fæddur árið 1938, og er hann tal- inn meðal fremstu píanóleikara yngri kynslóðarinnar í Bandaríkj- unum. Hingar kemur Mathis frá Bandaríkjunum á leið til Evrópu, þar sem hann mun halda fjöl- marga tónleika. Á efnisskránni að þessu sinni eru tilbrigði við stef eftir Beet- hoven, Variazioni pastorali op. 8 eftir Jón Leifs. Konsert fyrir pí- anó og hljómsveit, a-moll, op. 54 eftir Schumann, einleikari James Mathis og Sinfónía nr. 5, e-moll, op. 64 eftir Tscaikowsky. ' HERFERÐ GEGN ÖLLU RUSLI í REYKJAVÍK HF-Reykjavík, 20. maí. EFTIR þrjár vikur, 17. júní næst komandi, verður íslenzka lýðveldið 20 ára gamalt. í ti! efni þess hafa borgaryfirvöldin ákveðið að hefja þriggja vikna herferð gegn hvers konar drasli í borginni, ófrágengnum lóðum, þarflausum skúrum, spýtna- rusli, bílhræum og öðru þess háttar. Borgaryfirvöldin vilja skora á borgarbúa til samvinnu við sig um að gcra borgina sem fegursta og þrifalegasta fyrir 17. júní. Fólk er hvatt til þess að hreinsa til á lóðum sínum á hverju vori, en í ár verður strangara eftirlit með hreinsun inni en ella. í dag var frestur sá, sem borgaryfirvöldin gáfu fólki til hreinsunar á lóðum sínum útrunninn og byrjar því hreinsunardeild borgarinnar að fjarlægja skran og skúra af lóðum á kostnað eigendanna. — Sérstöik nefnd hefur verið skip uð til að hafa yfirlit með 3ja vikna hreinsunarherferðinni og hana skipa: Páll Líndal, skrif- stofustjóri Reykjavíkurborgar, Guðjón Þorsteinsson, deildar- stjóri hreinsunardeildar, Þór- hallurj Halldórsson, heilbrigðis- fulltrúi og Stefán Jóhannsson. varðstjóri. Síðan borgaryfirvöldin byrj- uðu að hvetja fólk til þess að gera snyrtilegt í kringum sig í vor, hefur sívaxandi magn af rusli komið í sorpeyðingarstöð- ina. Þessa dagana koma 130 bílhlöss á dag, en á síðastliðnu ári bárust 196.000 teningsmeir ar af sorpi til stöðvarinnar og er það helmingi meira en í sam bærilegum borgum erlendis. Á síðast liðnum 12 árum hafa 1200 skúrar og kofar verið fjar- lægðir á kostnað eigenda af borgaryfirvöldum. 1500 lóðir hafa að undanförnu verið hreinsaðar af hreinsunardeild- inni og þar af 1300 á kostnað eigenda. Oft er það mikið tilfinnings- mál eigenda, þegar flytja á í burtu gagnslausa, niðurnídda skúra, fulla af einskis nýtu drasli. Vill þá kannski enginn kannast við að vera eigandinn en þegar skúrinn hefur verið fluttur, gefur eigandinn sig fram með skaðabótakröfu. Nú ríður á, að auka hrein læti borgaranna, útrýma sóða skap og vekja áhuga þeirra á garðrækt og góðum frágangi lóða og húsa. Það er ekkinóg að ganga frá lóðinni, heldur verður einnig að ganga frá húsinu að utan, en þess eru dæimi, að hús séu ófullgerð árum saman. Þar kemur auðvitað til skortur á fjármagni og vinnuafli, en annars hefur verið rætt um það, að setja fólki vissan tíma frá því að það flytur í ný hús og þangað til þau eru fullgerð að utan. Borgarstjóri sagði blaðamönn um, um leið og hann skýrði þeim frá hinni fyrirhuguðu her ferð, að hann óskaði eftir því, að borgarbúar tækju upp sam vinnu um þessi mál, bæði sín á milli og við borgaryfirvöldin Allir borgarar ættu að stefna að því, að gera borgina sem þrifalegasta fyrir 20 ára af mæli lýðveldisins. Hér hefur eigandlnn haldið húsi sfnu snyrtilegu. En það er ekki nóg. Garðurinn er fullur af ails kyns drasli, jn. a. aflóga straetisvagnl. (TÍMAmynd-GE). 2 TÍMINN, fimmtudaginn 21. maí 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.