Tíminn - 21.05.1964, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.05.1964, Blaðsíða 3
Guðbrandur Magnússon: Þriár málverkasýningar Eiríkur Smith er með sýningu í Bogasal Þjóðminjasafnsins, alls 22 myndir. Valtýr Pétursson var með sína sýningu í Sýningarsalnum að Brautarholti 2, alls voru þar á veggjum 27 myndir. Hafsteinn Austmann. Sýning hans er í Listamannaskálanum. Þar eru á veggjum 48 olíumálverk og 8 vatnslitamyndir. Sú var tíðin og það til skamms tíma, að móðurmálið var okkar eina úrræði til listsköpunar. Og segja má að þar höfum við átt tvennar gullaldir, hina fyrri þeg- ar íslendingasögurnar okkar urðu til. Hina síðari þegar Fjölnismenn hófu okkar endurreisnarbaráttu, þar sem Jónas lék undir og sló strengina! Það var elcki fyrr en með hlaðspretti sjálfrar frelsis- baráttunnar, að höggmynda- og málaralistin leggst á sveifina! Enda var eins og ósjálfráðar hreyfingar um það vitnað, þegar Kjarval hélt sína fyrstu sýningu, að það, að slíkir hæfileikar bryt- ust hér í gegn, væru þá enn ein sönnun fyrir því að við Værum þess um komin að rétta út hönd- ina eftir frelsi okkar og fullveldi! Enda er nú svo komið að líf okkar litlu þjóðar er í dag risið í það veldi, sem vissulega mun hljóta veglegt heiti í landssög- unni, þegar um er liðið, og öldin sem leið og öldin okkar eru bún- ar að fá sína fjarlægð og „fyrir- sögn“! En nú er það ekki máttur orðs ins einn sem nægir samtíðinni, heldur koma til hljómlist, mál- verkalist, höggmyndalist og raun- ar enn fleiri menningarfarvegir, svo sem húsagerðarlist, sem sízt má láta ógetið, að leiklistinni ó- gleymdri. Annars er það athygl- isvert hvað íslendingar eru mynd- glaðir! Eigum við það ekki okk- ar undurfagra landi, með öllum þess breytileik í formi og þá einn- ig litum og Ijósbrigðum að þakka? Það voru ekki margir íslending ar sem ekki gátu komið saman bögu! En nú undrast ég ekki ann að meir — en það, hvað margir íslendingar þegar hafa lagt út á hina torfæru vegu hinna marg- víslegu listgreina. Og þó vísast flestir út á mynd- listarbraut, með pensil í hönd. Vert er að láta þess getið um sýn- ingu Valtýs Péturssonar að sakir skorts á húsnæði gat hún ekki verið opin fyrir almenning nema hluta úr dögunum 16. til 18. maí. Ekkert sýnir betur hve báglega höfuðstaðurinn er settur hvað hús næði snertir fyrir hvers konar list sýningar. Þarf þar um að bæta. En listsköpun er sá arfur sem kyn slóðir láta dýrastan eftir liggja. Þess vegna mega hennar menningargreinar aldrei verða hornreka né olnbogabörn nokk- urrar þeirrar þjóðar, sem annt er um manndóm sinn, metnað og menningu. Þegar frá er talið land ið sjálft og sú almenna heimilis- menning og atvinnuhættir, sem við var búið, var það músik móð- urrmálsins í hinum margvíslegu tóntegundum sem reið baggamun inn og hélt okkur ofan þeirrar menningarmarka andlega og sið- ferðislega, sem frumskilyrði eru hverri þjóð. Og fyrir þetta er íslenzka þjóð- in slíkur jarðvegur í dag, sem raun ber vitni, fyrir hinar æðri listir og í öllum hennar megin farvegum. Af þessum fáú orðum ætlast ég til að megi marka á- hrifin af heimsókninni til hinna þriggja „nýsköpunarmanna", sem nú veittu almenningi aðgang að sig verkum sínum. A FÖRNUM VEGI ÞAÐ HEFUR verið tnjög áber andi hina síðari vetur, að þegar liðið hefur að þórra, hafa verið látlausar auglýsingar í blöðum og útvarpi um „þorrablót“, það er „þorrablót" hér og það er „þorra- blót“ þar, og virðist þetta stöð- ugt fara í vöxt. Ekki er ég svo fróður að ég viti hvernig þessi þorrablótatízka hefur myndazt, eða hvað vakað hefur fyrir þeim, sem komu þeim af stað, en næst er mór að halda, að það hafi verið dulbúin aðferð til að koma af stað drykkjuveizlum. Enda mun það hafa verið svo, að aðalskemmtun" hinna fyrstu „þorrablót“ hefur ver ið brennivínsdrykkja og hangi- kjötsát. En nafnið verið valið til þess að fólk áliti, að hér stæði eitt hvað „þjóðlegt" á bak við. Sem betur fer mun nú hafa orðið all- mikil breyting á þessum samkvæin um, þannig að viða munu nú marg ar tegundir af gömlum fslenzkun mat fram bornar, og ýmis skemmti atriði um hönd höfð. En því mi<5- ur mun það þó enn vera svo, að enn skipi vínið allverulegan sess á þessum samkomum, og varla munu þær þykja ná tilgangi sín- um, ef vín er þar ekki meira og minna um hönd haft. En nafnið, sem þessum samkom um er valið, hvaða tilgangi þjónar það? Eru það einhver þjóðleg verðmæti, sem þar standa á bak við, og verið er að bjarga frá glötun, eða er það fegurð nafns- ins, sem verið er að sækjast eftir? Spyr sá, er ekki veit. Skoðum þetta nú ofurlitið nán- ar. Nafnið „þorrablót" er sótt alla leið aftur í heiðni. Þá var það sið- ur að „blóta“ á þessum tkna árs „til árs og friðar", eins og það var kallað. „Blótið" eða sú athöfn sem þetta nafn er tengt, var eins og kunnugt er, í því innifalið, að fórnað var dýrum, eða mönnum, eftir þvi, hversu mikið þótti við liggja hverju sinni, eða hvaða venja var á hverjum stað. Ekki hefur nú þessi siður verið tekinn upp við nútíma „þorrablót", og verður sjálfsagt ekki. En hvað er þá eftir af „þjóðlegheitunum", í sambandi við þessar samkomur? Jú, nafnið. En er það þá svo fag- urt að nauðsyn beri til að halda því við, eða hefur það eitthvað menningargildi? Ég held, að flest- ir muni svara þessum spurningum neitandi. Það er ljótt, og í fyllsta tnáta óviðkvæmilegt, óg á að hverfa. Mér er nær að halda, að allt þetta „þprrablóta“-fargan sé á misskilningi byggt, og api þar hver eftir öðrum í hugsunarleysi. At- höfnin á ekkert skylt við hin gömlu „þorrablót", og það verður ekki séð, að nokkur ástæða sé ti’ að halda minningu þeirra á loft. Þeim var þannig háttað, að við þau eru engar hugljúfar minning- ar tengdar, sem ástæða sé til að minna á, og halda á loft. Ég er ekki á móti þessum sam- komum í sjálfu sér. Það er ekk ert á móti því, og meira að segja vel til fallið, og ágæt tilbreytni að koma saman einu sinni á vetri til borðhalds, þár sem framreidu- ui er sá gamli islenzki matur, sein áður var eftirsóttur, og í afhaldi en nú sést ^jaldan á matborðum. Gætu menn svo haft ýmislegt til skemmtunar í sambandi við þetta eftir því sem aðstaða er til, og föng eru á Vínið á að sjálfsögðu að hverfa, svo og nafnið „þorra- blót“. En vilji menn bafa á þess- um samkomum eitthvert sérstakt nafn, þá er til annað nafn frá fyrri tíð, sem ætti hér mjög vel við, en það er nafnið „sprengi- kvöld“, en þessar samkomur eru einmitt hliðstæðar við þau, eða svara til þeirra. Þá var framborið allt það bezta úr búri og eldhúsi, og ekkert til sparað, svo sem nafn ið bendir til. Til þess mun og ætlazt á þessum nútíma hófum, að vel sé framborið, og vel til mar- ai tekið. Mætti þá með nokkrum rétti kalla þessar samkomur „þjóð legar", þar sem hvort tveggja væri gert, halda við kunnáttu 1 að verka, matreiða og eta hinn gamia íslenzka mat, sem nú er svo mjög sialdgæfur orðinn, en áður skip- aði öndvegi á matborði þjóðarinn ar. Og þá einnigiað minna á gaml- an, íslenzkan sið, sem eitt sinn mun hafa verið almennur. Hvort samkomur þessar yrðu hafðar á sprengikvöldinu sjálfu, eða ekki skiptir í rauninni litlu máli, en vel mætti svo vera. Ég vil með línum þessum skora á alla þá, sem beitt hafa sér fyrir binum svokölluðu „þorrablótum" undanfarið, og kunna að vilja halda svipuðum samkomum á- fram, að strika hið ljóta nafn „þorrablót“, alveg út, og láta það hvorki sjást né heyrast framar sem samkomuheiti. Það er algjör- lega út í hött, og óraunhæft, eins og sýnt hefur verið fram á hér að framan, auk Ijótleikans, og þeirra atburða, sem því eru tengdir. Ég hef stungið upp á að láta nafnið „sprengikvöld" koma í staðinn þar sem aðaluppistaðan í samkom- um þessum virðist mjög svara Lil þeirra. En auðvitað gætu fleiri nöfn komið til greina Stefán Kr. Vigfússon. Kominn heim JÓNAS SVEINSSON læknir Á VlÐAVANGI llla er komið Útvarpsunvræðumar á dög- unum vörpuðu skýru ljósi á ýmsa þætti þjóðmálanna, og þótt liverjum þyki sinn fugl fagur, munu flestir hafa glöggv að sig á því, hve ríkisstjórnin stendur málefnalega höilui* fæti, þó að lífsþrá hennar sé með fádæmum mikil. Að sjálf- sögðu eir henni ekki alls varnað fremur en öðrum ríkisstjóm- um. En ekki finnast þau mörg stefnumálin hennar, sem eftir standa, þótt af væri töiuvert skrumað í upphafi. Tökum örfá dæmi. Kaupgjaldssamningar Ríkisstjóirnin kvaðst ekki skipta sér af kaupdeilum. Það væri mál vcrkalýðsfélaga og atvinnurekenda. Nú situr þessi sama ríkisstjórn við samninga borðið hjá Hannibal. Vísitölu- greiðslur á kaupgjald voru hið mesta eituir, sagðj Morgunb'lað- ið fyrir munn stjórnarinnar, og þær voru afnumdar. Nú eru þær forsenduir fyrir hagkvæmri lausn í verkalýðsmálum, af því þær hafa fleiri kosti en galla. „Lækkun'7 skatta Tollar og skattar skýldu hóf- legir verða, enda mál til kom- ið að snúa af skattakúgunar- braut Eysteins. En hvað nú, eftir nál. 5 ára reynslu? Álög- ur ríkissjóðs á 'landslýðinn hafa þrefaldazt á þessum tíma, og þar af em tollar og skattar meginhluti. Stjórnarblöðin era þó enn- að segja frá lækkun skatta og jafnvel útsvara! Dýrtíðin skyldi tafariaust stöðvuð, en vísitala vöru og þjónustu hefur, síðan snemina árs 1960, hækkað um 84% og eiga þó 9 vísitölustig eftir að koma fram á þessu ári, þótt verðlag haldist óbreytt. íbúðamál Ríkisstjórnin lofaði hátíð- lega, > samiræmi við yfirlýsta stefnuskrá beggja stjórnar flokkana, að stuðla að því, að sem tlestir gætu eignazt eigin íbúðir Síðaiv hefur íbúðabygg- ingum fækkað mjög, enda íbúð ir hækkað í verði um nál. 240 þús. kr. hver meðalíbúð, samkv. opinberum skýrslum. Hækkun byggingarkostnaðar er meiri en allt húsnæðismálalánið. Hús næðisvandræði þjaka fó'lk. Dýrtíð og lánsfjár- kreppa í ríð vinstri stjórnarinnair hækkuðr þjóðartekjuirnar veru lega, en kaupgjaldið þó meira. Síðan hafa þjóðartekjurnar haldið áfram að vaxa en kauip- ið ekki tilsvarandi. Hlutur laun þega befur því stórum versnað. í peningamálum ríkir 'láns- fjárkreppa. Mikill hluti sparþ | fjárins er frystmr í Seðlabank- anum og okurvextirnir segja til sín í öl'lu efnahagslífinu. Eftir nálega 5 ára „viðreisn- ar“-stfórr> er dýrtíðardiraugur- inn orðinn svo aðgangsharð- ur, að ríkisstjórnin stynur, tal- air um stöðvun og kallar á hjálp. (DAGUR, AK.) TÍMINN, fimmtudaginn 21. maí 1964 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.