Tíminn - 21.05.1964, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.05.1964, Blaðsíða 7
1 G. L. SULZBERGER: Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæindastjóri: Tómas Árnason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kris'tjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jó(nas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur f Eddu-húsinu, símar 18300—18305. Skrif- stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 90,00 á mán. innan- lands. — í lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Kaupmáttur launa Norska hagstofan (Statistik centralbyrá) hefur fyrir nokkru birt útreikninga um tímakaup iðnverkafólks í Noregi síðasta ársfjórðunginn 1963. Samkvæmt þeirri skýrslu nam tímakaup iðnverkamanna til jafnaðar 8,02 norskum krónum á þessum tíma eða 48,30 ísl. kr. Samkvæmt sömu heimildum hefur tímakaup norskra iðnverkamanna hækkað um 29% síðan í árslok 1959, en raunverulegur kaupmáttur tímakaupsins hefur hins vegar aukizt um 16% á þessum tíma. Þessar tölur sýna ljóst þann mun, sem er á stjórnar- stefnunni hér og í Noregi. Meðan kaupmáttur tímakaups- ins hefur aukizt um 16% í Noregi seinustu fjögur ár- in, hefur hann minnkað stórlega hér, eins og bezt sést á því, að tímakaup Dagsbrúnarmanns hefur aðeins hækk- að um 55% á þessum tíma meðan verðlag vöru og þjón- ustu hefur hækkað um 84%. Þessi mikli munur stafar af því, að norska stjórnin hefur keppt að því að láta kaupgjald hækka heldur meira en verðlag og tryggja almenningi þannig eðlilega hlut- deild í vaxandi þjóðartekjum og aukinni framleiðni. Hér á landi hefur ríkisstjórnin hins vegar stefnt að því, að verðlag hækkaði alltaf heldur meira en kaupgjald, því að hún hefur talið það undirstöðuatriði „viðreisnarinn- ar“, að kaupgeta almennngs ykist ekki. í þeim samningum, sem nú standa yfir milli ríkis- stjórnarinnar og launþegasamtakanna, verða fulltrúar launþega að sjálfsögðu að leggja allt kapp á, að þetta breytist og almenningi verði tryggð full hlutdeild í vax- andi þjóðartekjum og aukinni framleiðni, líkt og verið hefur 1 Noregi. Skuldasöfnun í eldhúsumræðunum hömpuðu stjórnarflokkarnir því mjög, að „viðreisnin“ hefði þó óumdeilanlega heppnazt að einu leyti. Inneignir bankanna hefðu aukizt stórlega erlendis og gjaldeyrisstaðan út á við því stórbatnað. Það kom stjórnarflokkunum vel, að Seðlabankinn var þá ekki búinn að birta ársskýrslu sína. Þessi skýrsla leiðir í ljós, að innstæðuaukning bankanna erlendis rek- ur ekki aðeins að öllu leyti rætur til aukinnar skulda- söfnunar, heldur hafa skuldir umfram inneignir hækkað um 340 millj. kr. síðan í árslok 1958. Þessi mikla skuldasöfnun hefur átt sér stað á tímum hins mesta góðæris og án nokkurra sérstakra stórfram- kvæmda. Slíkar hafa efndirnar orðið á því höfuðloforði stjórnarinar að draga úr skuldasöfnun erlendis! Áfurðasöiulögin í grein, sem Ingólfur Jónsson landbúnaðarráðherra birti um seinustu áramót, lýsti hann m. a. yfir þeirri skoðun sinni, að þörf væri á leiðréttingu þess grund- vallar, sem verðlag landbúþaðarvara byggist á, því að enn væri þar hallað á bændur. Stéttarsamband bænda tók ráðherrann á orðinu og fór þess á leit við hann, að hann flytti frumvarp um breytingu á afurðasölulögunum, er stefndi að því að leiðrétta verðlagsgrundvöllinn. Þessu frumvarpi stakk ráðherrann undir stól og sá það því ekki dagsins ljós á Alþingi. Ráðherrann hefur þar;1'^ eklci reynzt eins áhugasam- ur um þessar leiðréttingar og ætla mátti af áramóta- skrifum hans. Ögrun Dulles við Nasser hefur orðið vestrænum þjóðum dýr Egyptalandsför Krustjoffs hefur leitf þaö í Ijós. Krústjoff og Nasser. NASSER og Krustjoff eru nýbúnir a3 minnast þess hátíð- lega við Aswan, að ^fyrsta á- fanga stíflunnar þeirra þar, er nú lokið. Mannvirki þetta er merki um stefnu ráðamanna bæði í Kairo og Moskvu, en jafnframt minnisvarði um sér- lega beimskulega skyssu Bandaríkjamanna. Nasser og Krustjoff hafa gilda ástæðu til að vera stoltir af því mikla mannvirki, sem þeir hafa tekið höndum saman um að reisa. Valdamenn í Was- hington hljóta aftur á móti að minnast þess með nokkurri eftirsjá. Misskilningur Dulles utanríkisráðherra blekkti þá í upphafi, en síðan rak hvert á- fallið annað. Að öðrum kosti hefðu bandarískir og brezkir framámenn ef til vill hitt fyrir vinsamlegri Nasser en raun bar vitni þegar þeir komu til þess að sjá Níl hleypt í sinn nýja farveg. 19. DESEMBER 1955 buðu Bandaríkin, Bretland og Al- þjóðabankinn Nasser 400 billj- ón doilara lán til þess að gera stíflu og byggja rafstöð, sem nú er gert ráð fyrir að auki ræktarland Egypta um fjórð- ung og veiti þeim rafmagn til stóriðnaðar. Sjö mánuðum síð- ar tók Dulles þetta boð aftur. Dulles gerði af ráðnum huga sem mest úr þessu til þess að fá Nasser til þess að ganga til hlýðni. Svar Nasser var það, að hann þjóðnýtti Súezskurð- inn 26. júlí um sumarið. í áætl- anadeild utanríkisráðuneytisins var hvergi gert ráð fyrir þess- um möguleika, hvað þá hvemig við honum skyldi brugðizt. DULLES reyndi ýmiss konar listir til þess að endurvinna það, sem hann hafði glatað með rangri stefnu, en 17. októ- ber bauð Krustjoff Nasser fjár- hagsaðstoð til þess að ge-ra stífluna, og skömmi: píðár réð- ust fsraelsmenn inn i Egypta land og Bietar og Frakkar fylgdu í fótspor þeirra áður en tveir sólarhringar voru liðnir Allir þekkja þaú ííðindi, sern á eftir komu. Af misskilriingi tefldi Dulles á tvísýnu til þess að veita Nasser ráðningu og koma Rúss- um i klípu um leið. Honum tókst einungis að hrinda af stað heilli keðju óhappaatvika fyrir Bandaríkjamenn, og há- tíðin við Aswan er hið siðasta þeirra. Vestræn eining rofnaði og hefir ekki náð sér til fulls aft- ur. Frakkar ákváðu að fram- leiða sjálfir kjarnorkuvopn. Egypzk endurreisn snérist tii eindreginnar andstöðu gegn vesturveldunum. Fram að þessu hafði Rússum ekki tekizt að ná öruggri fótfestu í nálæg- ari Austurlöndum, en þeir end urskoðuðu stefnu sína og liefir orðið verulega ágengt í Egypta- landi, Jemen, Somalíu og Alsír KRUSTJOFF fer kænlega að við aðstoð sína við Egypta. Hann lánaði Nasser 400 billj- ónir dollara með 2,5% árs- vöxtxum og lánið mátti endur- greiða í egypzkum peningum. Tæknisérfræðingar þeir, sem hann hefir útvegað til Aswan, hafa með öllu látið stjórnmál afskiptalaus. Egypzkur verk- fræðingur sýndi mér stífluna. Hann er hlynntur Bandaríkja- mönnum, en samt sagði hann: „Rússar komu norðan úr kuld- anum til þess að hjálpa okkur hér suður í hitanum. Við mun- um sannarlega aldrei gley-ma því.“ Nasser hefir ávallt snúizt öndverður gegn kommúnistum í sínu heimalandi ( en fyrir skömmu lét hann þó allmarga beirra lausa úr fangelsi). Nokk- urt hik var á Rússum út af þessu fyrir þremur árum, en Krustjoff valdi þann kost, að Lóta sem hann sæi þetta ekki. Hann hefir haldið áfram að senda Nasser vopn og veita honum stuðning í tilraunum hans til að ná auknum áhrifum allt frá Jemen til 'Alsírs. Hann hefir jafnvel viðurkennt r „sósíalisma“ þann kekkjótta marxismagraut, seip arabiskir hugsuðir hafa hrært. MEÐAN þessu fer fram, komasc Bandaríkjamenn hvergi úr sporum vegna skyssunnar, sem þeim varð á. Krustjoff lætur hótunum rigna yfir Breta fyrir að ,reyna að halda fastri bækistöð í Aden og berjast þar við skæruhersveitir, sem Nasser sér fyrir vopnum og útbúnaði, en hann heldur þrátt fyrir það áfram að fá aðstoð frá okkur. Frakkar hafa gerzt æ fráhverfari vestrænum bandamönnum sínum, vegna fyrirætlunar sinnar um smíði kjarnorkuvopna og nú bendir ýmislegt til, að þeir séu að ger- ast fráhverfari fsraelsmönnum en áður. Til þessa hefir úthald Rússa virzt næsta lítið í nálægum Austurlöndum. Þeim var fyrst hrundið á burt frá fran og síð- ar frá Sýrlandi, og kenningar þeirra virðast hvergi hafa náð hugsjónalegri fótfestu. Svo er að sjá, sem jarðvegurinn þarna sé nú að verða nokkru mót- tækilegri fyrir þann gróður. Moskvumenn gera ráð fyrir að hernaðarleg og efnahagsleg að- stoð þeirra við Jemen, Somalíu, Egyptaland og Alsír þoki vest- rænum áhrifum fjær og myndi pólitískt tómarúm. Kínverjar eru þess ekM umkomnir að koma á vettvang með vopn og aðstoð og leggja á sig fjár- hags- og flutningabyrðar í því sambandi. VALDAMENN í Washington hafa undanfarið sýnt nægilega hyggni til þess að láta sem ekkert sé, enda þótt þeim standi stuggur af framvindu málanna. Líklegt er, að Nasser fýsi ekki að láta af yfirlýstu hlutleysi sínu, enda þótt hann meti aðstoð Sovélríkjanna mik- ils. Hann játaði einu sinni í viðtali við mig, að hann dáðist að Titó, „af því að hann sýnir, hvemig á að fara að því að fá aðstoð beggja en ánetjast hvor- ugum.“ Svo gæti því farið, að Nass- er hættj að láta berast í austur og hverfi að öðru ráði til þess að varðveita hlutleysið. En hvað gætum við þá boðið hon- um? Við getum vissulega ekM boðið ítök í ísrael, vopn eða aðstoð gegn Bretum, en gagn- vart þessu öllu hefir Krust- joff heitið að v§ra Egyptum hliðhollur. Okkur reyndist veg- urinn frá Aswan 1956 til As- wan 1964, alsettur íhlaupum og næsta torsóttur. Vegurinn fram á við sýnist litlu sléttari eða greiðfærari. (Þýtt úr „The New York Times“.) TÍMINN, flmmtudaglnn 21. maí 1964 — 7 f> V

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.