Tíminn - 21.05.1964, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.05.1964, Blaðsíða 9
 Stasi frænka turstans (Herdís Þorvaldsdóttir) og Bonl greifi (Bessi Bjarnasoin). ÞrJr fyrrverandi eiginmenn Ceciliu í óvæntrl helmsókn á afmæli hennar. TaliB frá vlnstri: Ferdinand Slavator stórhertogi (Ævar Kvaran), Ferl (GuSmundur Jónsson) og fyrrverandi eiglnmennirnlr: Tonelli (Benedikt Árnason), Merö (Gisll Alfreðsson) og Endrey (Jóhann Pálsson). Þjó&leikhúsið: Sardasfurstinnan eftir EMMERICH KÁLMÁN - Istvan Szalatsy stjórnar Miska, þjónn (Lárus Pálsson), „Sardasfurstinnan" fyrrverandi og núverandi alvörufurstafrú Cecilia (Guðbjörg Þorbjarnardóttir), og gamli aðdáandinn hennar, Ferl (Guðmundur Jónsson). þurfi endurnýjunar við til að ná hylli nútímans. Um þessar mundir er býsna fróðlegt og skemmtilegt að fara í Þjóðleikhúsið og sjá og heyra það, $em þar fer fram. Þar eru tveir söngleikir í gangi, annar úr fortíð, hinn úr nútíð, harla ólík- ir en þó báðir á sinn hátt vel af sínum guði gerðir. Þar er líf í tuskunum og í svo ríkum mæli á stundum, að allt er á fleygiferð og í háalofti. Danski söngleikur- inn Táningaást ber að vísu höfuð og herðar yfir alla söngleiki, er hér hafa sézt, bæði að hnitmið- aðri hugsun og list, þótt svo geti farið, að efnið skírskoti ekki til áhuga seinni kynslóða eins og það gerir á okkar dögum. Hins vegar er ekki til ætlazt, að Sardasfurst- innan sé annað en skemmtun og dægrastytting, og til þess hefur hún vel dugað fram á þennan dag. Þó heldur hún innreið sína hing- að í breyttri gerð, og að dómi þeirra, er til þekkja, hefur hún Léttir söngleikir hafa eins og ðnnur fyrirbæri breytzt í takt við tíðarandann og ganga undir ýms- um heitum eftir formi tíma og lands. Óperettan, er komst á legg sem slík fyrir röskum eitt ihundrað árum, farsakenndur skop leikur, bundið mál og óbundið, tal eða söngur og dans, ekki laust við viðkvæmni, með elskendur, sem rata í nokk- urn vanda, stundum að því er virð ist óyfirstíganlega erfiðleika á köflum er ástin í svo hrikalegum háska stödd, að seinni tíma fólk getur ekki stillt sig um að brosa, þetta söngleiksform lifði í góðu gengi fram eftir fyrsta fjórðungi okkar aldar. Upp úr því hættu höfundar að setja saman svonefnd ar óperettur. En á sviðum leik- húsa um allar jarðir eru þær enn margar með góðu lífsmarki og munu halda áfram að vera um ófyr irsjáanlega framtíð, þótt sumar verið sniðin og endurbætt til nú- tímaneyzlu, atburðarásin gerð hraðari og léttari, og er ekki und an því að kvarta. Efnið hefur tæp ast getað verið svo ýkja merkilegt fyrir, að það hafi beðið tjón af breytingunni. Þótt deila megi um það, hve nauðsynlegt var að fá erlenda krafta til að koma þessu verki á svið, roun engan iðra, að István Szalatsy kom hingað, nema þá helzt söngvarana tvo, sem búið var að æfa í nokkrar vikur í eldri gerð óperettunnar, en urðu að víkja, er Szalatsy kom með breyttu gerðina. Szalatsy stjórnaði bæði hljómsveit og leik og hafði sér til aðstoðar Gísla Alfreðsson leikara. Ekki leynir sér, að Szalatsy er fyrst og fremst hljóm sveitarstjóri og mikill hæfileika- maður á þvi sviði. Hefur hann náð fádæma góðum tökum á hljóm- sveitinni, svo að leikur hennar hef ur sjaldan verið samstilltari við sýningar í Þjóðleikhúsinu. Skil ég ekki í öðru en hljóðfæraleikararn ir séu Ungverjanum þakklátir fyr ir komuna. Og svo gagnkunnug- ur sem hann er þessum leik, tókst honum mætavel að færa líf í leik- inn, a. m. k. að því er snertir is lenzku leikaranna. Hins vegar hef ur leikstjóranum ekki lánazt að blása lífi í leik söngkonunnar landa síns, svo að hún verður ut- angátta í samleiknum við hina á sviðinu. Bessi Bjarnason í hlutverki Boni greifa fer hér enn einu sinni á kostum og munar oft á mjóu, að hann steli senunni frá öllum öðrum. Heldur Bessi á hlutverki sínu af slíku fima fjöri og gáska, að erfitt er að hugsa sér, að leik- sýningin hefði fengið þann létt- leika, sem til þarf, án hans. Hann leikur bókstaflega með öllum lík- amanum frá hvirfli til ilja, ekki síður með andlitinu en fótunum. Slík kómík hefur varla sézt hér á sviði síðan Alfreð Andrésson leið, hún smitar frá sér um allt sviðið, og ráða leikhúsgestir sér ekki fyrir ánægjugalsa í hvert sinn sem þessi áhyggjulausi stam andi greifi birtist á sviðinu. Ágæt an mótleikarar á hann þar sem er Herdís Þorvaldsdóttir í hlutverki Stasi, sem geislar af ósvikinni kátínu. Lárus Pálsson á varla marga sína lika í hlutverki þjónsins Miska, sem hefur ráð undir rifi hverju, eða eins og hann segir, hefur „sérgrein" að leysa hvaða vanda, sem að höndum ber, upp- fylla þrár gestanna í gleðistaðn- um Orfeum og leiða saman ein- mana sálir. Það er heldur hjónamunur á furstanum Leopold Maria (Valur Gíslason) og Ceciliu furstafrú Leopold Maria fursti (Valur Gísla- son), eiglinmaður Ceciliu. (Guðbjörg Þorbjarnard.), hann afgamalt minnislaust taugahrak, sem fær í magann af minnstu geðshræringu, enda er hann ekki nema stökkbretti hinnar fyrrver- andi Sardasfurstinnu til að kom- ast í efsta þrep tignarstigans. — Bæði leika þau Valur og Guðbjörg þessi gerólíku þérandi hjón af skörpum skilningi. Og Ævar Kvar an er fuilur drambs og gerir sér lítið fyrir að kokkála furstann með því að losna við sem am- bassador í annað land um leið og furstafrúin er tekin í hirðina. Erlingur Vigfússon fær hér sitt fyrsta aðalhlutverk. Hann hefur þroskazt allmikið sem söngvari, en talsvert á hann enn ólært sem leikari. Þó verður að virða hon- um nokkuð til vorkunnar, að mót- leikari hans, ungverska söngkon- an Tatjána Dubnovsky, léttir hon um ekki róðurinn. Er vægast sagt, vandséð hvernig á því stend ur, að henni hefur verið falið þetta hlutverk, svo gersamlega ósýnt sem henni er um að leysa það af hendi svo að viðunandi megi teljast. Leikstjóranum hef- ur verið um megn að aga leik hennar, og er undarleg tilhneig- ing hennar til að snúa sér fram í salinn, í stað þess að standa and- Framhald á 13. síðu. T I M I N N , fimmtudaginn 21. mai 1964 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.