Tíminn - 21.05.1964, Blaðsíða 16

Tíminn - 21.05.1964, Blaðsíða 16
Fimmtudagur 21. maí 1964 111. tbl. 48. árg. SYNING 200 MYNDA ÚR FERÐUM GAIMARD KJ-Reykjavik, 20. maí. Um miðja næstu viku veröur opnuð hér í Reykjavík sýning á tvöhundruð steinprentuðum ís- landsmyndum gerðum í Frakk- landi. Myndir þessar eru þannig til komnar, að árið 1842 var gerð- ur út leiðangur til íslands og Grænlands af hálfu frönsku stjórn arinnar, og var leiðangurinn und- ir stjórn Paul Gaimard. Dráttlist- armaður leiðangursins, Auguste Mayer, gerði myndirnar eftir Jaus- legum uppdráttum, sem hann og aðrir leiðangursmenn gerðu, er þeir voru hér á landi. Myndirnar eru allar skínandi fallegar og hafa gert íslandi hið mesta gagn út á við. Þær eru söguleg heimild og menningarsögulegt gagn, þar sem þær geyma minjar liðins tíma. Nánar verður sagt frá hér í blaðinu ,hvar og hvenær sýningin verður opnuð. Reisa símstöðvar HF-Reykjavík, 20. maí. Landssíniinn á nú póst- og sím- stöðvarhús í smíðum á Siglufirði, og á Þórshöfn, og eru þau langt komin. Einnig er verið að hefja byggingu húsa á Selfossi og á Fiat eyri. Að því loknu er fyrirhugað að byggja póst- og símstöðvarhús í Stykkishólmi, Grafamesi, Brúar- landi og Hveragerði. Flest eru hús þessi af sömu stærð, eða um 100 fermetrar, og tveggja hæða. HÓLMAVÍKURKIRKJA stendur á hárri hæ8 og gnæfir yfir þorpið fyrir neðan. Enn þá er hún turnlaus, en á þriðjudaginn hófust 5—6 menn handa um að bæta úr því, og turninn á að vera kominn fyrir mánaðarlok. (TÍMAmynd-FB). Aftur hafin kirkjusmíðin á Hélmavík FB—Reykjavík, 20. maí. í gær hófst þriðji áfanginn í bygg- ingu Hólmavíkurkirkju, og verður turninn reistur að þessu sinni, eir settur á hann og síðan hafizt lianda/ um að setja upphttunartækin í kirkjuna og einangra hana að inn an. Síðustu tvö árin hefur fjár- skortur komið í veg fyrir að hægt hafi verið að halda áfram með byggingu Hólmavíkurkirkju, en hún hófst árið 1957 með því að grunnurinn var steyptur, en næsta ár var kirkjan steypt upp og gerð fokheld þá um haustið. Næsti áfangi var að ganga frá kirkjunni að utan og járnklæða þakið. Það var Gunnar Ólafsson skipu- lagsstjóri, sem gerði teikninguna að kirkjunni, en Sveinn Kjarval skipulagði innréttinguna. Kirkjan á að taka 150 manns í sæti og verður óll viðarklædd að innan. Séra Andrés Ólafsson prófastur tjáði okkur í dag, að ekki yrði hægt að ljúka kirkjubyggingunni að þessu sinni, nema eitthvað ó- vænt kæmi fyrir. Fjárskortur hefði tafið bygginguna að undan- förnu, en nú yrði unnið fyrir fé, sem fengið hefði verið að láni hjá kirkjubyggingarsjóði og fyrir framlag frá fólkinu sjálfu á staðn- um. BJARNI STEINGRÍMUR Patreksfjörður og nágrenni HIN árlega skemmtun Fram- sóknarfélags Patreksf jarðar verður lialdin í Skjaldborg laugardaginn 23. maí og hefst kl. 9 síðd. Form. Framsóknarfélagsins, Bjarni Her mann Finnbogason, setur skemmt- unina. Ræðu flytur Steingrímur Hermannsson framkvæmdastjóri. Þá skemmtir hinn vinsæli Baldur Georgs. Að lokum vcrður dansað. Havana-kvintettinn leikur og Sig- ríður Gísladóltir syngur. Miólkin frá flutt til Hvammstanga? FB—Reykjavík, 20. maí Ti'l mála hefur komið, að bænd ur í þiremur hreppum í Stranda- sýslu, Kirkjubó'lshreppi, Fells- hireppi og Óspakseyrarhreppi, fari innan skamms að senda mjólk til mjólkurbúsins á Hvammstanga. Ekkert mjólkurbú eir á Hólmavík, en aftur á móti er í ráði að reisa þar mjólkurbú í framtíðinni. Tölu verðir erfiðleikar eru á að koma mjólk bændanna úr þessum þrem ur hreppum til Hvammstanga vegna vegalengdanna, og getur það orðið til þess að framkvæind máls ins tefjist. Brynjólfur Svanbergsson mjólk- bústjóri á Hvammstanga sagði í dag, að rætt hefði verið um það, að bændur í Strandasýslu færu að senda mjólk til Hvammstanga. Væri gert ráð fyrir, að þeir sendu um 1000 lítra annan hvern dag, en mjólkurbúið tekur daglega á móti 11 til 12 þúsund lítrum mjólk ur frá 200 framleiðendum í Vestur Húnavatnssýslu og Bæjarhreppi í Framhalö a 15 síðu BÖRDUST MEÐ HNEFUM OG HNÚAJÁRNUM EJ-Reykjavík, 20. maí. TIL MIKILLA átaka kom meðal æskufólks í bæjunum Margate og Brighton á ensku Ermasundsströndinni um hvíta sunnuna. Voru það bæöi inn- byrðis átök milli aðdáenda tveggja mismunandi dægurlaga flokka, „The Mods“ og „The Rocks“, og einnig þustu ungl- ingarnir um bæina í þeim cina tilgangi að slást við íbúana og eyðileggja verðmæti. 50 voru handtcknir og dæmdir í allt að þriggja mánaða fangelsi. Ólætin voru af svipuðu tagi og í bænum Clacton um pásk- ana. Talið er, að um 6000 ungl ingar hafi streymt til bæjanna tveggja, sem nær eingöngu lifa á ferðamönnum, og skiptust þeir í tvo hópa, „Modsara" og „Rokkara". „Mods“ er hið nýj- asta innan dægurlagaheimsins, en „Rokkararnir" halda enn þá upp á rokkið. Þeir flykkt- ust til bæjanna á skellinöðr- um og mótorhjólum og óku fyrst fram og aftur, þar til þeir voru orðnir nægilega fjöl- mennir. Réðust þeir þá á frið- sama vegfarendur, eyðilögðu innbúin á veitingahúsunum. veltu bílum og brutu rúður. með tómum flöskum. Lögreglulið streymdi að frá öðrum hlutum Suður-Englands og urðu harðir bardagar, þeg- ar verstu óróaseggirnir voru handteknir. Margir reyndu að hindra starfsemi lögreglunnar og á sunnudaginn voru um 70 handteknir í Margate og 50 í Brighton. Á mánudagsnóttina varð lög reglan að nota hunda til þess að halda unglingunum frá sam komustöðum í bæjunum tveim en veitingahúsaeigendur neit- uðu að afgreiða aðra en fasta gesti Og um morguninn hóf- ust slagsmál meðal ungling- anna innbyrðis og áttust þá við „The Mods“. Notuðu þeir byssur, hnífa, hnúajárn, stafi og steina. Einn drengur fékk laust skot úr startbyssu í and litið, annar fékk hníf í bakið og særðist illa. í Margate hlutu þrír unglingar minni háttar hnífstungur. Stúlkurnar tóku einnig þátt í slagsmálunum af hjartans Fnmlwld é 15. sfðu é A MYNDINNl s[áum við tvær ungar stúlkur í hörkuslagsmálum í bænum Margate í Englandi um hvítasunnuna. Tveir lögreglu- menn særðust í bardögunum við unglingana.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.