Tíminn - 21.05.1964, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.05.1964, Blaðsíða 6
* AKUREYRI ÞELR Ingvar Gíslason, Katl Kristjánsson og Gísli Guðmunds- son Iðgöu fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um framtíðar staðsetningu skóla og eflingu Ak- ureyrar sem skólabæjar. Tillögu þessa dagaði uppi á þinginu. Fer tillagan hér á eftir og greinargerð sú, er henni fylgdi. Alþingi ályktar að skora á rík- isstjórnina að láta gera áætlun um framtíðarstaðsetningu hinna ýmsu skóla og annarra menning- arstofnana, sem ætla má að þjóðiu þarfnist. — Skal m. a. að því mið að að efla Akureyri sem skólabat og stefnt að því, að háskóli taki þar til starfa í náinni framtíð. f greinargerð sagði: Undanfarin ár hefur frændþjóðum okkar á Norðurlöndum orðið tíðrætt um hinn öra vöxt og útþenslu höfuð- borga sinna. Hefur sú þróun þó fram undir þetta verið látin af- skiptalítil, að höfuðborgirnar sog uðu til sín fólk, fjármagn og á- hrifastofnanir, en nú sjá menn, að óðum stefnir í öngþveiti. Of- vöxtur höfuðborga er að verða al þjóðlegt vandamál, sem reynt er að spyma gegn með ýmsu móti. M. a. eru uppi tillögur um það á FRÍMERKI OG FRÍMERKJAVÖRUR Kaupum íslenzk frímerki hæsta verði. FRÍMERKJA- MIÐSTÖÐIN Týsgötu 1 — Sími 21170 Norðurlöndum, og raunar vlðar. að dreifa þurfi ríkisstofnunum meira um löndin en verið hefur. Nú s. 1. vetur, til dæmis að taka skilaði norsk þingkjörin nefnd á- liti um þessi mál og mælir með því að flytja nær 20 ríkisstofnan- ir frá Oslo. Að vísu -hefur komið fram viss andstaða gegn flutningi þessara ríkisstofnana í Noregi. einkum frá viðkomandi starfsmönn um. Halda andstöðumenn því m. a. fram, að flutningur stofnananna hafi í för með sér þá annmarka, að örðugra verði að fá hæft starfs- fólk utan Osloborgar, einkum ým- iss konar aukavinnufólk, og auk þess sé verið að slíta stofnanimar úr eðlilegum tengslum við aðrar ríkisstofnanir. Ekki skal frekar rætt um þetta að sinni, en í sam- bandi við þá þingsályktunartillögu, sem hér er fram borin, þykir okk- ur rétt að geta þess, að hin norska þingnefnd telur næsta lítil vand- kvæði á að flytja ýmsar mennta- stofnanir, og þá sérstaklega sér- skóla, frá höfuðborginni og stað- setja þá í öðrum bæjum eða borg um Noregs. Helzta vandamálið gæti orðið það, að skortur yrði hæfra stundakennara, en nefndin telur bezt fyrir slíkt girt með því að koma upp sérstökum „skóla- miðstöðvum", þ. e. skólabæjum, þar sem fleiri skólar en einn yrðu starfandi og staðsettir. Við flutningsmenn erum þeirrar skoðunar, að fslendingum sé ekki síður en nágranna- og frændþjóð um nauðsyn að gefa gaum því víð- tæka vandamáli, sem fylgir ofvexti einnar borgar. Er enda augljóst. að ef Oslo er orðin Noregi of stór höfuðborg, þá er Reykjavík íslend ingum ofvaxin. Við teljum því brýna nauðsyn bera til þess, m- a. verði farið að vinna að því af al- VERDI EFLD SEM SKÓLABÆR vöru að dreifa um landið opinber- um skrifstofum og stofnunum, — fyrst og fremst í þjónustuskyni og til hagsbóta fyrir aimenning og at- vinnuvegi úti um land, en einnig til þess að létta á höfuðborginni sem slíkri, enda takmörk fyrir því, hversu mikill vöxtur henni er hollur. Einkum ber að hafa þetta sjónarmið í huga, þegar um er að ræða nýjar ríkisstofnanir eða endurskipulagningu ríkisstofn ana. Um það ætti tæpast að geta orð- ið verulegur ágreiningur, að eng- in knýjandi nauðsyn sé á því, að sérskólar séu endilega staðsettir í höfuðborgum. Mun reynsla ann- arra þjóða sízt styðja slíkt fyrir- komulag, og fslendingar hafa sjálf- ir nokkra reynslu í þessu efni, sem sannar, að skólastarf fer ekki síður vel úr hendi utan Reykjavíkur en innan. Á næstu árum og áratug- um mun skólakerfi íslendinga, ef að líkum lætur, fara stórvaxandi og spanna yfir víðara svið en verið hefur hingað til. Allar þjóðir, stór- ar og senáar, fátækar og auðugar, líta á það sem einn nauðsynlegasta þáttinn í framförum og ftvinnm uppbyggingu að efla .skólahald.,1 -margs konar myndum. Þær þjóðir, sem enn eru aftur úr í efnahags- legu tilliti, eiga ekki við verra vandamál að etja en menntunar leysið, sem hamlar því, að þær geti fært sér í nyt þá möguleika, sem nútímaþekking og tækni býð- ur fram. Meðal stórþjóðanna, t. d. Bandaríkjamanná, er menntunar- leysið aðalorsök fátæktar og um- komuleysis stórra þjóðarbrota, svo að bandarískir stjórnmálamenn telja það einn svartasta blettinn á þjóðlífi sínu, sem nauðsynlegt sé að bæta úr með hröðum aðgerð um og miklu fjármagni. Sem bet- ur fer eigum við íslendingar ekki við nein slík vandamál að stríða sem hinar nýsjálfstæðu þjóðir í austri og suðri né einstök þjóða- brot í Ameríku. Miðað við aðrar þjóðir er altnenn menntun á háu stigi á íslandi og áreiðanlega sam- bærileg við það, sem gerist á Norð urlöndum, í Vestur-Evrópu og Eng landi. En þessar þjóðir telja þó flest standa til bóta I skólamálum sínum. Það er ekki lengur mark mið þeirra að binda sig við það eitt að gera alla læsa og skrifandi. Því marki er löngu náð, svo sem er hér á landi. Nú er það hins vegar keppikefli að veita sem flest um framhaldsmenntun og sérfræði menntun á ýmsum sviðum. Þessar háþróuðu þjóðir í almennri mennt- un og verkkunnáttu (sem yfirleitt fer saman) telja einsýnt, að „bók- vitið verði látið í askana". Það kemur alltaf betur og betur í 1-jós,' að atvinnuvegimir hafa ört -vax^ndi þörf fyrir sérmenntað fólk. Skortur á slíkum starfsmönn- um stendur ævinlega í vegi fyrir framförum í atvinnulegu tilliti og efnahagslegum vexti, Þessar stað reyndir verða íslendingar einnig að gera sér ljósar, enda mun varla vera ágreiningur um það í sjálfu sér meðal þeirra, sem leiða hug- ann að þessum málum og þeirri framtíð, sem okkar ætti að bíða. Með tillögu þessari er lagt til, að ríkisstjómin láti gera áætlun um framtíðarstaðsetningu hinna ýmsu sérskóla og fleiri menning- arstofnana, sem ætla má að þjóðin þarfnist fyrr eða síðar, og í því sambandi verði miðað að því að efla Akureyri sem skólabæ og stefnt að því, að þar verði reistur háskóli í náinni framtíð. Eins og Ijóst má vera, liggur sá höfuðtil- gangur að baki þessari tillögu, að skólum og menntastofnunum verði dreift um landið framar því, sem nú er, og einkum þó að Akureyri og hennar grennd verði efld sem skólasvæði. Er æskilegt, að sú stefna verði mörkuð í tæka tíð, enda munu fáir eða engir staðir hafa betri skilyrði til þess að verða skólamiðstöðvar en Akur- eyri. Menntaskólinn yrði að sjálf- sögðu aðalvaxtarbroddur slfkrar þróunar, en skjótlega mætti efla þar aðra skóla og efna til nýrra, ef rétt er á haldið, m. a. ýmiss konar iðnskóla, tækniskóla ,tón- listarskóla, verzlunarskóla, sjó- mannaskóla o. fl. Loks þarf að stefna að því eins og tillagan fjallar um, að koma upp háskóla á Akureyri með meiri eða minni deildaskiptingu. Því fyrr sem þjóðin og ráða- menn hennar gera sér grein fyrir fra-mtíðarþróun og stefnu í þess- um málum, því betra. Með það í huga er þessi tillaga fram borin. Gjaldþrot ,viðreisnarinnar‘ í húsnæðismálum f FLESTUM málum hefur ná verandi ríkisstjórn brugðizt, ef efndir eru bornar saman við loforð, en í engum einum mála flokki er eymdin og úrræðaleys ið meira en í húsnæðismálun um. Eftir 5 ára valdaskeið Alþýðu og Sjálfstæðisflokksins eru hús- næðismál þjóðarinnar komin í þann hnút, að hann er illleys- anlegur. \ Á árinu 1964 hefur Húsnæðis málastofnuninni ekki enn ver- ið séð fyrir einni einustu krónu til byggíngarlána, og þó komið fram í seinni hluta maí. Allar eigintekjur byggingar- sjóðs á árinu hafa gengið til að greiða skyndilán við Landsbank ann, sem Húsnæðismálastjórti neyddist til að taka vegna lán veitinga í des. 1963. f maílok 1964 munu hafa leg- ið hjá Húsnæðismálastofnun inni nær 3000 lánsumsóknir--- Næstum helmingur þeirra hafði enga urlausn fengið, en hinn helmingurinn hafði fengið einhverja smáfyrirgreiðslu. — Síðari hluta marz, sá Húsnæð- ismálastjóm — sem að 2/3 er skipuð stjórnarliðum, — sér ekki fært annað, en tilkynna al þjóð, að allar þær lánsumsókn- ir, sem bærust eftir 31. marz 1964 þyrftu engrar úrlausnar að vænta á þessu ári. Slík uppgjöf, slíkt gjaldþrot. hefur aldrei áður gerzt i sögu stofnunarinnar. Það hefur aldrei komið fyrir síðan Húsnæðismálastofnunin tók til starfa að ekki hafi ver- ið búið að veita allmikið fé og stundum nokkra tugi milljóna fyrir apríllok. Það er ekki erfið getraun fyr ir almenning, að finna út um- hyggju núverandi ríkisstjómar fyrir hag þess fólks, sem er að basla við að koma sér upp eiein fbúð, ef borin eru samnn viðbrögð stjómarvalda 1963 n" 1964. Árið 1963 úthlutaði húsnæP' málastj. rúmum 80 milj. kr. sí* ara hluta marz, þá stóð ekki ríkisstjóminni að útvega fé enda voru alþingiskosningar næsta leiti. En þegar kosning- ar vom afstaðnar dofnaði áhug- inn. Síðan í marz 1963, til þessa dags hefur aðeins ein úthlutun farið fram, og það voru aðeins röskar 20 milljónir sem ríkisstj. útvegaði, á bessu tímabili. En nú standa ekki kosning- ar fyrir dyram og þá þarf ekki að hugsa um húsbyggjendur. En eymdarsaga núverandi rík isstjórnar í liúsnæðismálum er ekki öll sögð með þessu. Þó að það hafi vantað allt að 300 milljón króna 31. marz 1964, til að uppfylla þær lán- heiðnir, sem húsbyggjendur höfðu rétt á að fá samkvæmt. gildandi lögum, og þó að nær ailir sem bygginsar þurfa að hefja á árinu 1964, hafi fengið tilkynningu um það, að þeir skyldu enga urlausn fá á þessu ári, þá er ekki sagður nemn lítill hluti af hrakfallasögu nú verandi ríkisstjómar. Á stjómartíma Alþýðu- os gjálfstæðisflokksins hefur bygg ingarkostnaður hækkað nær bvf um helming, að viðbættum beim ósköpum að meiri hluti hyggingastarfseminnar hér í Reykjavík er nú í höndum braskara, sem leggja 100—300 krónur á hvem teningsmetra íbúðar, og ekkert er aðhafzt til að hindra slíka starfsemi. íbúð í sambyggingu sem er ca. 100—110 ferm, kostar nú ca. 700 þús. kr. fullgerð, og hvað er 150 þús. kr. lán upp í slíka upphæð. En kórónan ’ skömminni er þó það, þegar íbúðareigandi getur svo ekki fengið þessi 150 þús. fyrr en eftir 1, 2-3 ár frá því að bygging hófst, og það i smáskömmtum. Húsnæðiskostnaðurinn eftir núgilldandi verðlagi og miðað við núverandi lánakjör, er þannig, að það er óleysanleg ráðgáta hveirnig fólk getur stað ið undir honum. Hér þarf skjótra aðgerða við et allt á ekki að lenda i ful'lkomnu öngþveiti. Viðun- Iegt húsnæði er eitt af nauð þurftum, og það er ekki hægt að komast hjá því að byggja allt að 1500 íbúðum á áiri. Það er engan veginn hægt að ætlast til þess, að ungt fólk hafi meira en 100—200 þús. und króna eigið fé í byggingu, og margir reyna að hefja bygg ingu eða kaupa í srníðum, þó þeir hafi miklu minna, því að 'leigja húsnæði tekur út yfír allt. Með núverandi vaxtakjöir- um má ætla, að vextir af skuld unum á meðalíbúð verði ekki minni en 50 þúsund krónur árlega, þegar Ijós og hiti, svo og afborgun bætist við slíka vexti, þá þurfa menn æði mikl ar tekju til að standast slíkt. Allur húsnæðiskostnaður hlýtur að lokiun að lenda á framleiðs'lunni, og hvar verður okkar samkeppnishæfni við aðr ar þjóðir ef afborganir og vext ir, ásamt ljósi og hita af meðal- íbúð, verða sem svarar núver- andi árslaunum verkamanns með 8 stunda vinnudag. f næstu köf-lum, mun svo lítillega veira vikið að því, hvernig hægt væri að draga úr húsnæðiskostnaðinum, og hvernig bezt myndi að afla fj-úr til íbúðabygginga. Hannes Pálsson. 6 T í M I N N , fimmtudaginn 21. maf 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.