Tíminn - 21.05.1964, Blaðsíða 15

Tíminn - 21.05.1964, Blaðsíða 15
34 BROTLEGIR Framhald af 1. síðu. uppreisn æru og við að fá varð- haldsdómum breytt í fósektir, svo að sitthvað sé nefnt. Starfið færist ætíð í aukana, og ef borið er saman við fyrstu sex árin, þegar afgreidd voru að með- altali 65 mál árlega, kemur í Ijós, að þetta síðasta starfsár af- greiddi Fangahjálpin 354 mál. Nú voru fjórir menn aðstoðaðir Ivið að losna úr fangelsinu og sækja um náðun. Síðan hefur 'enginn þessara manna gerzt brot- tíegur á ný. í júlí s. 1. voru flest- ár. sakamenn á landinu náðaðir í 'tilefni Skálholtshátíðarinnar og *peim gefnar upp sakir. Þeirra á imeðal var 31 skjólstæðingur Fangahjálparinnar, og hefur eng- inn þeirra gerzt brotlegur síðan þeir fengu náðun, heldur hafa þeir tekið sig á og betrað líferni sitt, svo að þeir vinna nú að stað- aldri og rækja borgaralegar skyld ur sínar. Fyrir tíu árum fékk dómsmála- ráðuneytið heimild ■ til þess að fresta ákæru á hendur ungum mönnum, ef um fyrsta eða smá- vægilegt brot væri að ræða. Hyrstu fimm árin var frestað ákæru á hendur 296 unglingum og þeir settir undir umsjón og eftirlit Fangahjálparinnar, og er þetta mikilvægasti þáttur nefnd- arinnar. Nú í fjögur ár hefur tvöfaldazt tala þeirra unglinga, sem hafa fengið umsjón og um tveggja ára skeið til síðustu ára- móta var frestað ákæru á hend- ur 575 ungmenna, Árangurinn er viðunanlegur, sem hér segir: Eftirlitstímanum luku 340 án þess að verða sekir aftur, 89 féllu í sekt á ný en helmingur þó smá- vægilega, en 146 voru undir eft- ■ irliti nú 1. maí. Heildarárangur af ákærufrestun á hendur ung- linga er 84% eftir tíu ára reynslu. Oscar telur, að þeir fáu piltar, sem brutu af sér á ný, hafi fallið fyrir freistingunni skömmu eftir að þeir voru úrskurðaðir undir eftirlit, og staðfesti það, að þeim sé hættast fyrstu mánuðina og þurfi þá mestrar aðhlynningar við. Aðstoð við þá er oft út af fjárhagnum, sem hjá mörgum er í óreiðu og sumum í fullkomnu öngþveiti. Þeir hafi t. d. skuldað bæði útsvör og skatta og þá ver ið kyrrsettur hluti af launum þeirra eða megnið upp í opinber gjöld. Þá eiga sumir piltar til að missa kjarkinn, gefast upp í bar- áttunni og hætta að vinna. „Marg ir piltanna hafa látið orð falla að því, að þeim hafi verið mikil uppörfun og stoð í að geta snúið sér til mín sem eftirlitsmanns og sótt ráð, þegar örðugleikar hafa steðjað að þeim, því að allflestir þessara pilta eiga fáa aðstand- endur og eru háðir erfiðum heim ilisástæðum“. Ágæt aðsókn Ágæt aðsókn hefur verið að málverkasýningu Eiríks Smith í Bogasal Þjóðminjasafnsins, og nokkur málverk hafa selzt. Sýn- ingin er opin daglega kl. 2—10. MJÓLKIN FRA STRÖNDUM Framhald af 16. síðu Strandasyslu. Til þessa hafa einnig 3 bændur í Óspakseyrarhreppi sent mjólk til Hvammstanga, og koma þeir henni til Guðlaugsvíkur, þar sem mjólkurbíllinn, sem fer í Hrúta- fjörðinn tekur mjólkina. Þangað yrðu aðrir Strandamenn að koma mjólk sinni, en það getur orðið nokkuð kostnaðarsamt, ef ekki er um nægilega mikið magn að ræða. Runólfur Sigurðsson bóndi í Húsavík í Iíirkjubólshreppi sagði okkur, að í þeim hreppi væru 12 bændur að hugsa um þessa mjólk urflutninga. Nokkru færrj bændur i Fellshreppi vilja einnig senda mjólk til Hvammstanga og svo bætast fleiri við í Óspakseyrar- mjólk til Mvammstanga og svo hreppi. Hafa þessir bændur allir mikinn áhuga á onjólkurfluting- unum, þar sem ekki eru mögu- leikar á að losna við mjólkina á Hólmavík, því mjólkurbú er þar ekkert. Brynjóifur mjólkurbústjóri sagði, að mjólkurbúið á Hvamms- tanga-væri 5 ára gamalt í sumar, og er þar aðallega framleitt smjör mjólkurostur og skyr. Aukningin hefur verið mjög'ör þessi fimm ár, meðaltalsaukning milli 15 og 20% á ári, en á síðasta ári nam innvegið mjólkurmagn 2.207.295, 5 kg. Meðalfitumagnið var 3.78%, og meðalflutningskostnaður á kg. 30 aurar. Verð á mjólkurlítranum til bænda var kr. 5.534. BÖRÐUST MEÐ HNEFUM Framhain ai 16. siðu. lyst, og hvöttu þess á miilí fé- laga sína til nýrra óláta. 50 unglingar komu fyrir rétt- inn í Margate í gær og fengu þunga dóma. Dómarinn, George Simpson, var harðorð- ur í garð þeirra og sagði, að Margate hefði aldrei verið út- svínuð af slíkum bullum áður. — „Þessi langhærðu, geðtrufl uðu ræflar, sem eins og rott- urnar, safna einungis nægi- legu hugrekki, þegar þeir eru margir saman í hóp, komu hingað í þeim eina tilgangi að vaða uppi með skrílslæti“, — sagði hann. Þyngsti dómurinn var þriggja mánaða fangelsi og annar fékk sex mánaða vist á uppeldishæli. Hinir fengu sektir að upphæð 6000—10.000 krónur. ÞAKKARÁVÖRP ____________ wms Innilegar þakkir öllum þeim, er auðsýndu mér vin- áttu með gjöfum og heillaskeytum, eða á annan hátt, í sambandi við sjötugsafmæli mitt. Sérstaklega þakka ég vinum og vandamönnum á æskustöðvunum fyrir eftirminnilegar viðtökur á afmælisdaginn. Lárus F. Björnsson Innilega þakka ég öllum þeim, er auðsýndu mér vin- áttu á sextugsafmæli mínu. Þórarinn Stefánsson, Laugarvatni Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför Þórólfs Jónssonar frá Litlu-Árvík. Börn, tengdabörn og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð.og viináttu við andlát og útför Arnbjargar Sigurðardóttur Árni Einarsson, synir, tengdadætur og barnabörn. Sæbjörg með krakka á sjó FB—Reykjavík, 20. maí. f gær fór Sæbjörg í siglingu út í bugt með milli 20 og 30 krakka, sem staðið höfðu sig vel í merkja- sölu Slysavarnafélagsins á loka- daginn, en það er venja að bjóða duglegustu sölubörnunum í slíka ferð skemmtu krakkarnir sér mætavel, og fengu þeir að renna eftir fiski, og komu allir með ein- hvern afla að landi aftur. Skólaslítavika á Ólafsfirði BS—Ólafsfirði, 14. maí. S.l. vika var sannkölluð skóla- slitavika hér á Ólafsfirði. Á upp- stigningardag var iðnskólanum slit ið. f skólanum voru 16 nemendur í öðrum bekk og luku þeir allir prófi í janúar s.l. Hæsta einkunn fékk Friðrik Gunnarsson, 8,96. Seinni hluta vetrar var þriðji bekk ur starfræktur og voru I honum 13 nemendur. 12 luku prófi og hlaut Friðrik Gunnarsson einnig hæstu einkunn, 8,66. Skólastjórinn, Björn Stefánsson sagði í skólaslitaræðu sinni, að ánægjulegur áfangi hef)>i náðst í fræðslumálum skólans með því að nú kenndu tveir kennarar alla iðnteikningu, en áður þurftu sum- ir nemendanna að fara til Akur- eyrar eða Siglufjarðar til þessa náms. Við skólann störfuðu 6 stundakennarar auk skólastjóra. Föstudaginn 8. maí var barna- skólanum slitið. Björn Stefánsson, skólastjóri, sagði í skólaslitaræðu sinni, að reynt hefði verið að færa kennsluna inn í starfræn vinnu- brögð. Þá gat hann þess, að heilsu fár nemenda hefði verið með áf- brigðum gott. Flestir þeirra nutu Ijósbaða í vetur. í barnaskólanum voru 112 nem- endur. Barnaprófi luku 15, og hlaut Ermenga Stefanía Björns- dóttir hæstu einkunn, 9.47, sem er hæsta einkunn í skólanum. Að lokum hvatti skólastjórinn börn- in til að duga vel í framtíðinni og koma ávallt fram sem sönn prúð- menni, Við skólann störfuðu 4 fastir kennarar auk skólastjóra og tveggja stundakennara. Þá var miðskóla Ólafsfjarðar slitið laugardaginn 9. maí. Skóla- stjórinn, Kristinn Jóhansson, fluttii skólaslitaræðuna. Hvatti hann i nemendur mjög til áframhaldandi j náms og aukinnar þekkingar. í skólanum voru 64 nemendur, 23 í 1. bekk, 26 í öðrum bekk og 15 í þriðja. Við skólann störfuðu 2 fastráðnir kennarar auk skóla- stjóra og 5 stundakennara. f fyrsta bekk hlaut hæstu ein- kunn Þóra Þorvaldsdóttir, 9,02, sem jafnframt var hæsta einkunn í skólanum. 24 luku unglinga- prófi og hlaut Stefán Björnsson hæstu einkunn, 8.68. 15 luku mið- skólaprófi og hlaut Jóhanna Stef- ánsdóttir hæstu einkunn, 8.33. Ráðgert er að skólinn starfræki landsprófsdeild næsta vetur og einnig 3ja bekk verknámsdeildar. Athugaðir munu möguleikar á heimild um að útskrifa gagnfræð inga í íramtíðinni, sennilega þeg- ar næsta vetur. KRUKKUSLETTA (Framhald ai 2. síðu) sléttu í 24 klukkustundir og notað vópn frá Norður-Vietnam. Vestrænn herforingi, sem kom til aðalstöðva Lees hershöfðingja í gær, sagði, að herlið hlutlausra hefði orðið að skilja eftir 300 fallna menn og særða á flótta sín- um, og auk þess mestan hluta vopna sinna. SliMARBUÐIR SUMARBÚÐIR á vegum íþrótta sambands íslands verða í júní- og júlímánuði í Reykholti í Borgar- firði. Stjórnandi verður Sigurður Helgason, skólastjóri. Tekið verður á móti piltum og stúlkum á aldrinum 8—13 ára. — Verður skipt niður í þrjá flokka og stendur hvert námskeið yfir i 10 daga. Dvalarkostnaður er kr. 90,00 á dag, og er skipting námskeiða þessi: Frá 23. júní til 2. júlí fyrir drengi 11—13 ára. Frá 9. júlí til 18. júlí fyrir drengi 8—10 ára. Frá 20. júlí til 29. júlí fyrir telp ur 8—12 ára. Þá er ákveðið námskeið í frjáls- um íþróttum dagana 3. júlí til 6. júlí, sem er sérstaklega fyrir æsku fólk úr Snæfells- og Hnappadals sýslu og Borgarfirði. Allar nánari upplýsingar gefur skrifstofa ÍSÍ, Suðurlandsbraut 4, sími 14955 og Sigurður Helgason, skólastjóri, Stykkishólmi. Íþréttfr Framhald af 5. síðu. kemur aftur til að sækja knött- inn, ef ekki betra vill til. í því efni gætu aðrir kantmenn lært af honum. Hörður Felixson er nú aftur kominn inn í liðið í mið- varðarstöðu og gerði henni góð skil. Sveinn Jónsson lék innherja í þessum leik og einhvern veginn finnst mér hann ekki eiga heima í þeirri stöðu. Þess má geta, að Ellert Schram lék ekki með. Hjá Val Var Hermann Gunnars- son beztur og einnig átti Ormar dágóðan leik. „Utanbæjarmenn- irnir“ í Valsliðinu, Ingvar og Reynii;, virðast ekki ætla að verða Val til styrktar. Sérstáklega má Reynir athuga sinn gang, en hann Jiefur mjög slæm áhrif vegna óhóflegs einleiks. Dómari var Haukur Óskarsson, eins og fyrr segir, og dæmdi mjög vel. Veður var ágætt og áhorf- endur um þrjú þúsund. ATHUGIÐ! IYfir 75 þúsund manns l«sa Tíraamj dagiega, Auglýsiisgar í Timanum koma kaup- endum samdxgurs i samband við seljand- ann. irn—nn.im.nr Féll á götu í Firðinum - fluttur til Rvíkur GB-Reykjavík 20. maí. UM HÁLFNÍIJ-leytið i kvöld var beðið um sjúkrabíl héðan suð- ur í Hafnarfjörð til að fiytja mann, sem fallið hafði á götu og var ó- sjálfbjarga, en lögreglan í Hafnar- firði gat ekki annazt flutninga þá stundina vegna sjúkrabílsleysis. Maðurinn, sem hér um ræðir, er roskinn Hafnfirðingur, sem á varida til, vegna æðasjúkdóms, áð falla, þar sem hann er kominn, Var hann fluttur i Borgarsjúkra- húsið hér til umönnunar, en hafði þó á leiðinni rankað við sér. Fóstbræður syngja blandað og óblandað Karlakórinn Fóstbræður held ur hina árlegu samsönkva sína fyrir styrktarfélaga nú um næstu helgi í Austurbæjarbíói. Hefjast samsöngvarnir n.k. föstudag kl. 7,15 e.h. og verða síðan á laugar- dag kl. 3.00 e.h. og á sunnudag kl. 7.15 e.h. Flutt verður söngskrá bæði fyr ir karlakór og 60 manna blandað- an kór, sungin lög eftir Þórarinn Jónsson, Jón Nordal og þjóðlag í utsetningu söngstjórans, Ragnars Björnssonar. Blandaði kórinn syng ur m.a. verk eftir Hans Leo Hess- ler, Thomas Morley, Antonio Lotti Orlando di Lasso og lög efti'r tvö lettnesk tónskáld. Ragnar Björns- son, stjórnar. 21 Salan Skipholti 21, sími 12915 Höfum til sölu: HURÐIR í: Ford ’42—’55, Dodge ’47—’52 Merkury ’52—’54, Buick ’49— ’54 Old-Mobil ’49—’54, Moskvich ’55 Reno ’59—’62 GÍRKASSAR í Bens 180, Dodge ’41—’55, Ford ’49— ’54 VÉLAR í Skoda ’47—’55, Bens Diesel ’52, Dodge ’42—’53, Chevrolet ’49—’53, Ford Préfect ’42—’47 DRIF OG HUSINGAR í Ford ’49—’56, Dodge ’41—’54, Chevrolet ’42—’53, Pontiak ’51—’56 Willis ’42—’47. Höfúm fyrirljggjandi: Stuðara, hjólkoppa, kveikjur, Iböndunga, dinamóa og start- ara. Öxla í ælestar tegundir bif- reiða. 21 Salan Skipholti 21, sími 12915 VERZLUNARSTARF SUMARVINNA - LAGERSTARF Viljum ráða ungan mann í sumarvinnu til lagerstarfa. Umsækjandi þarf að hafa bílpróf og geta byrjað strax. STAR F S MAN NAHALD TÍMINN, fimmtudaginn 21. maí 1964 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.