Tíminn - 21.05.1964, Blaðsíða 14

Tíminn - 21.05.1964, Blaðsíða 14
CLEMENTINE KONA CHURCHILLS í þeirri hlið hússins er aftur snýr, ér skrifstofa ráðsmanns, eldhúsið og aðalskrifstofa heimilismála og mála er lúta að opinberum sam- kvæmum og öðru álíka, er forsæt- isráðherrann og frú hans þurfa að taka þátt í. Á fyrstu hæð er matsalur, og þaðan er gengt inn í lítið her- bergi, sem venjulega er kallað morgunverðarstofan. Á þessari hæð er einnig hin stórkostlega dagstofa, en henni breytti Cle- mentine eftir sínum smekk, og var hún notuð til opinberrar mót- töku og samkvæma. Svefnherbergin eru beint fyrir ofan ráðuneytisskrifstofuna, en það er rétthyrnt herbergi, sem stærðar borðferlíki fyllir næstum út í. Umhverfis það eru stólar. Þerripappír, blöð og blýantar eru alltaf lagðir fyrir framan hvern þeirra í hvert sinn, sem það er notað. Oft sat Winston einn í ráðu- neytisherberginu, löngum stund- um, eftir að ráðherrarnir voru famir af fundi. Þá sat hann þarna einn við enda þessa mikla borðs í djúpum stól forsætisráðherrans. „Clementine gaf öllum strangar reglur um, að forðast að ónáða hann ef hann sat þarna eftir ráðu- neytisfundi", segir Ismay lávarð- ur. í hinni stríðsráðuneytisskrif- stofunni í Annexíunni, sem var þar rétt hjá, var enginn eldur, sem hitað gæti Winston. í tómri eldstónni var hins vegar ösku- skúffa, sem á einhvern furðulegan hátt tókst að gleypa vindilstúf- ana, sem Winston fleygði yfir öxl sér, án þess að hirða um að gá að því, hvar þeir lentu. í aðalgangi hússins var að finna litlar dyr, en á hurðinni var tré- spjald er á var málað: Forsætis- ráðherra. Þar á bak við var lítið herbergi með veggina alla þakta kortum. Þar stat Winston og vann, gaf út fyrirmæli og skip- anir, gerði útvarpsræður og út- jaskaðj þar venjulega öllum öðr- um. Clementine hafði annað lítið svefnherbergi, en þar svaf Mary Churchill venjulegast, þegar hún var í orlofi frá loftvarnabyssunum. Rennandi vatn var ekki að fá í svefnherbergjunum. Þar var ekki að sjá annað en vatnskönnu og skál á borðinu, sápuskál úr postu- líni og rammaspegil. Fyrir neðan voru svefnherbergi fyrir starfsliðið. Þau voru svo djúpt niðurgrafin, að klóakrör Lundúna, aðalæðar vatns og gass lágu í gegnum herbergin og helj- arstórar rottur bjuggu sér þar heimkynni. Þrátt fyrir stærð hússins tókst Clementine einhvern veginn að koma öllu haganlega fyrir og hafa góða stjórn á heimilishaldinu. Verstu óþægindin voru fólgin í erfiðleikum á að halda aðskildu heimilislífinu og opinberu lífi. Var þetta Clementine og starfs- fólkinu stöðug martröð. Gangur var á milli Downing Str. 10 og Annexíunnar, og margan morguninn gátu menn, sem komu til að hitta einkaritarann, séð Winston birtast, á leið sinni frá baðherberginu til svefnherbergis- ins eingöngu „klæddan" hvítu baðhandklæði, án þess að láta sér bregða hið minnsta, heilsaði for- sætisráðherrann gestinum með virðulegri og tignarlegri kveðju eins og öldungaráðsmaður í hinu forna Rómaveldi og fyrir bragðið varð sýn þessi enn kynlegri og afkáralegri. Mabell, frænka Clementine, greifynjan af Arlie kom til síð- degistedrykkju til Storeys Gate. Þegar hún kom, vísuðu éinkennis- klæddir verðir henni upp stigana í litla forstofu, og þaðan inn um litlar dyr inn í setustofu, sem var iagurlega búin húsgögnum. Þar var afsteypa af höfði móður Cle- mentine yfir arninum og nýtízku landslagsmálverk á veggjunum. Þægileg birta og notalegur hús- búnaður gerði sitt til að auka gest inum vellíðan og hjálpa honum til að gleyma hörmungum styrj- aldarinnar. Þegar Mabell frænka hafði orð á þessu, rak Clemen- tíne upp stór auga. „Veiztu annars hvar við erum staddar?“, spurði hún. Og þá rann skyndilega upp fyrir frænku hennar, að þessi friðsælu herbergi voru beint fyrir ofan hina stóru Loftvarnamiðstöð Lund úna! Þegar hún var í þann veginn að fara, sagði hún. „Ertu ekki stolt af Winston, Clemmie?““ . „Jú, það er ég“, svaraði Cle- mentine, „og það hef ég alltaf verið.‘“ Nokkrum mánuðum síðar snæddi Mabell hádegisverð í Downing Str. með Clementine og Winston. Frá því atviki segir greifynjan á þessa leið: „Þegar ég kom, voru þar fyrir fáeinir gestir, þar á meðal Alan- brooke, sir Dudley Pound aðmír- áll og Ismay hershöfðingi. Á með- an við biðum, sagði Clemmie okk- ur frá því, að hún hefði ætlað um morguninn að hafa tal af forsætis- ráðherranum í svefnherbergi hans, á meðan hann rakaði sig, enda hafði liann farið seint á fætur. Þegar hún lauk upp dyrunum, var herbergið eitt reykjarhaf af tó- baksreykingum, og inni í miðju kafinu kom hún auga á Winston í rúminu klæddan morgunslopp, og umhverfis hann sá hún allt ráðu- neytið sitja. Þarna var ráðuneytis- fundur á ferðinni svo snemma.“ LUFTWAFFE gerði ítrekaðar tilraunir til að sprengja Downing Str. 10 í loft upp. „Þeir vita ofboð vel, hvar húsið okkar er, og þeir gera ítrekaðar tilraunir til að hitta“, sagði Cle- mentine. „Þeir vörpuðu einni hér niður rétt hjá. Bóndi minn segir, að þegar hans tími komi, muni hún hafna hér — en fyrr ekki.“ Það var víst og satt. Þremur sprengikúlum var skotið að 35.000 tonna herskipinu Nelson af kaf- báti vestur af Orkneyjum. Engin þeirra geigaði, en engin þeirra sprakk að heldur. Um borð í Nelson var þá stadd- ur Winston Churchill. Karl Dönitz, yfirflotaforingi Hitlers, sagði á eftir gremjulega: „Herskipið sprakk ekki vegna gallaðra sprengjukúlna og vegna þess að Churchill var um borð.‘“ Clementine var einn liður í þeim öryggisráðstöfunum, er gerðar voru til verndar Winston á með- an á styrjöldinni stóð. Hitler mundi hafa lagt nálega hvað sem var í sölurnar til að geta náð lífi þessa mikla leiðtoga Breta- veldis eða handtekið hann. Og 'dví var mikil áherzla lögð á, að hverr- ar hreyfingar hans væri strang- lega gætt. Gott dæmi um hve rík áherzla var lögð á að leiða óvin- ina á villigötur. , Eitt sinn er flugskeytaárás var gerð á London, minntist Clemen- tine á það við lafði Reading, að hún vildi gjarnan fá að «já, hvernig sjálfboðaliðssveitir kvenna störfuðu, á meðan á loft- árásunum stóð. Lafði Reading segir svo frá: „Ég fór til hádegisverðar á heim- ili þeirra í Downing Str., og á eftir kom bifreið mín þangað, og með henni fréttir um árásimar í síðdeginu. Hún fór oft til að hitta fólk, sem vissi fyrir fram um komu hennar, en nú sagði hún: „Við skulum bara fara, án þess að láta nokkurn vita að við séum á íeið- inni‘“. Á þennan hátt vonaðist bún til að sjá hlutina í raunveru- legu ljósi staðreynda. Það er sjaldan, sem miklir menn sjá hlut- ina í réttu ljósi, þar sem oftast er gert svo mikið veður út af komu þeirra og vilja þá staðreynd- irnar hverfa á bak við umstangið. Hún vildi sjá, þar sem gerðist án þess að hitta fyrir móttökunefndir og annað þvílíkt. Hún vildi gera sínar eigin athuganir. „Þegar við vorum í þann veg- inn að fara, tók ég eftir að hún hafði á fótum nýja, fallega skó, 41 sig til að tala skýrt og rólega: — Ég komst að því hjá kunn- ingja mínum, sem er lögfræðing- ur. Hann þekkti nakkuð til for- tíðar Lindkvists. Og hann kom mér á sporið. Lindkvist er sonur mjög framtaksams og duglegs kaupsýslumanns. Faðirinn lézt að vísu fyrir finntán árum, þegar Lindkvist var aðeins sextán ára. Hann varð gjaldþrota og framdi sjálfsmorð. Móðir Lindkvist var látin þá og við dauða föðurins varð Lindkvist munaðarlaus, fé- laus og allslaus. Storm kinkaði kolli. — Þetta var mér þegar kunnugt um. Ég veit auk þess að Lindkvist hafði ofan fyrir sér sem sendill, en tókst að komast í gegnum nám utanskóla og ná þannig stúdents- prófi. Síðan gerðist hann nætur- vörður í ríkisverksmiðju: Hann lauk lögfræðiprófi á þremur ár- um. Tuttugu og átta ára varð hann sýslufulltrúi. Og nú hefur hann komið sér upp lögfræði- skrifstofu hér í höfuðstaðnum og ! hefur mjög góð sambönd. Ilarri varð vonsvikinn í bragði. — Jájá . . . En þér þekkið ekki kjarna málsins, er það? — Nú, sé hann ekki þetta, þekki ég hann ekki. Augu Harris ljómuðu: — Þetta j er ekki svona einfalt mál. Þetta j eru aðeins ytri staðreyndir, en i það sem liggur á bak við, er þetta: Lindkvist átti við erfið- leika að stríða í uppvexti sínum. Hann leið skort og svona snöggar breytingar til hins verra hafa áreiðanlega fengið mjög á hann. Eg á við, að hann var sonur auð- ugs manns . .. — Já, ég veit það. Harri hélt áfram af þrákelkni: — Hann þurfti að liggja yfir bók- unum allar nætur, á meðan félag- ar hans skemmtu sér. DAUÐINN í KJÖLFARINU MAURI SARIOLA — Það er mér einnig kunnugt um. Reynið nú að - komast að málinu. — Ég á aðeins við, að al-lt þetta var sök fru Berg. Storm kipraði saman augun. — Hvað eigið þér við? — Jú, sjáið þér til . . . Harri pataði út í loftið. Ég hef komizt að því, að frú Berg gerði föður Lindkvists grikk, sem var mjög l einkennandi fyrir hana. Hún j hafði lánað honum fé og kippti síðan að sér hendinni, þegar verst stóð á, skyndilega og án sýnilegra ástæðna. Það hafði svo í för með sér, að fyrirtækið — málmverk- smiðja — var selt á nauðungar- uppboði, þar sem frú Berg varð hæstbjóðandi og innlimaði síðan verksmiðjuna í fyrirtæki sitt. Með öðrum orðum, hér var um fjármálabragð að ræða, sem að vísu var fyllilega lögmætt, en í rauninni níðangurslegt bragð, sem stríddi gegn góðum verzlun- arreglum. — Ójá, sagði Storm hægt. — Frú Berg hrifsaði sem sagt til sín auðæfi Lindkvistsfjölskyld- unnar og rak föðurinn út í sjálfs- morð, en soninn út á götuna. Harri kinkaði kolli og beit á vörina. — Einmitt það. Faðir Lindkvists var persónulegá ábyrg- ur fyrir skuldbindingum fyrirtæk- is síns, svo að jafnvel heimilið og allir búsmunir lentu á opinberu uppboði til greiðslu skuldanna; — Einmitt Jþað, sagði Storm hugsandi. — Eg get rétt ímynd- að mér, hvað þér haldið um málið nú. — Ég held ... Harri var að vona, að Storm tæki af honum orðið og lyki við setninguna. EN þar sem hann sat rólegur og beið þess að heyra, hvað leynilögreglumaðurinn segði neyddist Harri til að halda áfram: — Mér flaug í hug, að Lind- j kvist . . . hm . . . ef til vill leitaðist við að nó hefnd. Ef til vill brauzt hefndarfýsn hans út, þegar hann sá frú Berg. Ef til vill vildi hann ná sér niðri á henni vegna dauða föður síns og allra erfiðleikanna í æsku. Ég á við . . . hm. . . að þetta sé allavega möguleiki. . . hm ... Harri lauk máli sínu og varð hálfvandræðalegur. Nú, sem hann sat gegnt Storm og horfði á, hvernig hann hallaði höfðinu á ská og hóf brýnnar, fannst hon- um sjálfum kenning sín vera gloppótt á einhvern hátt og hon- um gramdist. Áður en hann kom inn hafði honum fundizt hann hafa í raun- inni svipt hulunni af leyndar- dómnum. Nú velti hann því hins vegar fyrir sér, hvað hrærðist á bak við ólundarlega ásjónu Storms. Augnaráð hans hafði sömu óhrif og köld vatnsgusa og ákafinn hvarf af honum eins og dögg fyrir sólu. Eftir drykklanga stund hristi SKULDABRÉF Hitaveítu Reykjavíkur sem út voru gefin í maí 1963, vertSa endurgreidd eftir 4 ár. Lánsupp- hæíin var kr. 20.000.000.- til aukningar Hitaveitu Reykjavíkur. Vextir af bréfunum eru: 9*2% Á ÁRI ' Bréfin fást hjá hönkunum i Reykjavík og öllum útibúum þeirra. 14 TÍMINN, fimmtudaglnn 21. maí 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.