Tíminn - 21.05.1964, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.05.1964, Blaðsíða 8
Jón Sigurðsson, Yztafelli: GYLFAGINNING HIN NÝJA I. Menning, íslendinga saga, og þjóðerni er nátengt búnaði á ein- stökum jörðum. Hér voru engin þorp fyrr en á 19. öld og ekki borg ir eða borgarmenning fyrr en í minni þeirra, sem enn eru á lífi. Þorpin á 19. öld voru raunar hálf- gerð sveitaþorp. Tún og landbún- aður voru í miðjum þorpum, jafn- vel í sjálfri Reykjavík. Sumir mikilsmetnir borgarar, eins og t.d. biskupinn, voru bændur að öðr- um þræði. í byrjun þessarar aldar heldur stóriðjustefnan erlenda innreið sína í útveginn. Ríkir menn eign- uðust þilskip, sumir mörg saman, og síðar togara. Þeir réðu yfir verkun aflans og sölu hans. „Millj- ónafélög“ drottnuðu í Reykjavík en í smáþorpunum ráða þorps- drottnar, sem áttu útgerðartækin, réðu aúir verzlun og atvinnu. Skáldsögur, eins og t.d. „Salka Valka“, lýsa vel lífinu á þeim ár- um. Fyrstu áratugi tuttugustu ald- arinnar eflist þessi þróun. Tog- aramir voru þá góð tæki til auð- söfnunar. — Þessir tímar eru af sumum kallaðir „hinir gömlu, góðu dagar“. En nú er orðin stefnubreyting, togararnir liggja í höfn, eða eru gerðír út með milljónatapi og ríkisstyrk. Smærri skip og bátar koma með meginaflann og færa þjóðinni mestan hluta gjaldeyris- ins til útlanda. Eignarráð skip- anna og bátanna eru að allmiklu leyti í höndum þeirra, sem sjálfir sækja sjóinn. Víða um land hafa sjómennirnir sjálfir reist fisk- iðjusamlög, sem annast vinnslu fisksins og sölu. Stóriðnaður hefur ekki þróazt hérlendis, svo að nokkru nemi, sem atvinnugjafi, þegar undan eru skildar verksmiðjur ríkisins og verksmiðjur S.Í.S., en sam- kvæmt hlutarins eðli eiga þær að starfa með almenningsheill fyrir augum, en ekki sem gróðatæki, Mörg smærri iðnfyrirtæki eru í borgum og þorpum og veita mönnum ýmiss konar þjónustu. í sveitum er einnig margt smærri verkstæða, sem geta þó keppt við stærri fyrirtæki í kaupstöðunum, vegna þess að stjórnar- og skrif- stofukostnaður er nær enginn. Allt bendir til þess að íslendingar uni illa framleiðslu- og atvinnu- háttum stóriðjunnar og kjósi flest- ir sjálfstæðan atvinnurekstur, þótt smærri sé í sniðum. Af sama toga er það spunnið, hve illa íslendingar una því að búa í leiguhúsnæði, það má heita takmark hverrar íslenzkrar fjöl- skyldu að eignast íbúð sína. II. Búnaður hefur frá alda öðli JÓN SIGURÐSSON verið sérstæðari annarri atvinnu, bóndinn einráður og í beinni snertingu við móður náttúru, þetta á öllu framar við íslenzka bænd- ur. Á flestum jörðum er enn mikið ónumið land og verkefni komandi kynslóða. Uppeldi í dreifbýli mun valda því, hvað íslendingar eru frábitn- ir stóriðju og auðræði. Haustið 1963 birtir æðsti vörð- ur íslenzkrar menningar, mennta- málaráðherra Gylfi Þ. Gíslason, þann vilja sinn, að fækka skuli bændum á íslandi. Hann telur þá ómaga á þjóðarbúinu, sem ekki vinni fyrir mat sínum. Næstum samtímis birtir Hag- stofan tölur, sem sanna að bænd- ur hafa minni tekjur en aðrar stéttir og eru því léttir á fóðrum. í annarri ræðu sagði Gylfi, að fagmenn, sérfræðingar, eigi að ráða fram úr vandamálum, frem- ur en þeir sem þjóðin hefur til þess kjörið. Sjálfur er hann hag- fræðingur að mennt, og kann hann auðsjáanlega utan að öll þau rök sem stóriðja og auðræði færa fyrir réttmæti sinna yfirráða. Sérfræðingur í búnaðarmálum veitir þessu áhugamáli mennta- málaráðherrans stuðning. Gunnar Bjarnason bændaskólakennari, fyrrverandi skólastjóri og ráðu- nautur í mörgum búgreinum, hef- ur gert bændafækkunina að sínu meginmáli. Hann hefur í mörg- um og löngum blaðagreinum sýnt frábæra elju til að sækja þetta mál. Hann hefur mætt sem .frum- mælandi á fjölmennum fundum um málið. Það fer nú að verða ljóst þeg- ar rök þeirra Gylfa og Gunnars eru til rótar rakin, að fyrir þeim vakir ekki fækkun bænda, heldur í raun og veru útrýming bænda- stéttar og búnaðar, á þann hátt, sem hann hefur verið rekinn af sjálfstæðum bændum. í staðinn á að koma stóriðja við framleiðslu matvæla. Þetta er ekki ný eða frumleg kenning þeirra. Henni hefur áður verið haldið fram og hún reynd erlendis og mun síðar að því vikið. Gunnar Bjarnason ritaði í fyrra grein um sauðfjárbúskap. Hann ætlast til, að stór sauðbú rísi með þúsundum fjár á sama stað. Þar bryddir á stóriðjuhug- sjónum hans, og er auðséð að stórhjarðir Ástralíu og Argentínu eru fyrirmyndir. Hér eins og þar á sauðfé að lifa á útigangi. Gunn- ar gleymir snjónum á íslandi og öllu misæri hins norræna veður- fars, hann gleymir höfuðnauðsyn þess að dreifa sauðfjárbeitinni um landið. Hvort tveggja er jafn háskalegt, ofbeitin, sem yr landið til örtraðar, og vanbeitin, sem hleypir því í sinuþófa, eða arð- lausa viðarfláka. Nú virðist mergurinn málsins hjá Gunnari vera sá, að sanna, að sauðfjárræktin sé heimska. Gunnar viðurkennir, að dilka- kjötið sé dýrindisfæða, og raunar of gott handa íslendingmn. Þeir verði að eta annað kjöt, sem ódýrara sé að framleiða. Gunnar ætlar að sanna þetta vísindalega, Framhald á 13. . slðu. UNDANFARNA daga hefur stað ið yfir hin árlega Húsmæðravika Fræðsludeildar SÍS að Bifröst í Borgarfirði. Núna dvöldu á Hú'- mæðravikunni 59 ikonur víðs vegar að af landinu. Þessi þáttur í starfsemi Fræðslu deildar SÍS hefur átt auknum vin- sældum að fagna hjá húsmæðrum, ■n þama dveljast þær í um viku t íma í góðu atlæti, og fallegu um hverfi. Margt er þeim til fróðleiks og skemimtunar gert, haldnir fyrir- lestrar, farið í ferðalög, sýni- kennsla í matartilbúningi og snyrtingu, kvöldvökur og margt íl. Páll H. Jónsson ritstjóri og Guð- laug Einarsdóttir húsmóðir á Bif- rastarheimilinu, hafa undanfarin ár haft allan veg og vanda að und irbúningi og framkvæmd Hús- mæðravikunnar og svo var einnxg að þessu sinni. Er- fréttamaður blaðsins leit þar við um daginn. voru húsmæðurnar nýkomnar úr íerðalagi um Borgarfjörð undir leiðsögn Snorra Þorsteinssonar yf- irkennara, þá höfðu þau Þóra Ein arsdóttir, Óli VaLur Hansson, Björn Th. Björnsson, Vilhjálmur Einarsson og .Snorri Þorsteinsson haldið erindi um hip ýmsu efni. Það var auðséð að konurnar kunnu vel að meta dvölina að Bif- röst, og létta af sér áhyggjum dag- legra anna. Er fréttamenn blaðs- ins bar að sátu konurnar í setu- stofunni yfir kvöldkaffinu sínu, og höfðu auðsjáanlega um margt að skrafa. Þarna á Húsmæðravikunn’. mætast fulltrúar úr hinum ýmsu byggðarlögum landsins, og kunna svo sannarlega að meta þetta tæki færi til að fræðast um fjarlæg byggðarlög og binda varanleg vin áttubönd. — Kári. Guðbjörg Guðmundsdóttir hafði sýnikennslu í snyrtingu og Aða1.- björg HóLmsteinsdóttir sýni- kennslu í matargerð. Konurnar i áttu svo eftir að hlýða á erindi hjá þeim BaLdvin Þ. Kristjánssyni, Jón- asi Pálssyni og séra Guðmundi Sveinssyni. Þau bera hita og þunga dagsins á HúsmæSravikunni, frú Guðlaug Einars- dóttir og Páll H. Jónsson, ritstjóri. Aðalbjörg Hólmsteinsdóttir húsmæðrakennari leiðbeinir konunum um tilbúning ýmissa gómsætra rétta. — Húsmæður á Bifröst 8 T í M I N N , fimmtudaglnn 21. maí 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.