Tíminn - 21.05.1964, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.05.1964, Blaðsíða 5
RITSTJORI: HALLUR SIMONARSON Sigurþór á bak við TÍMINN, fimmtudaginn 21. maí 1964 — Alf-Reykjavík. KR sigraoi Val með 2 : 1 á Laugardalsvellinum í gærkvöldi og krækti þar með í sín fyrstu stig í 1. deild í ár. Maðurinn á bak við þennan sigur KR var fyrst og fremst Sigur- þór Jakobsson, sem sýndi afburðaleik og var iang-bezti maður vallarins. Hann skoraði annað mark KR og átti alian heiður af því fyrra. Valsmenn byrjuðu frekar vel og héldu uppi stöðugri sókn fyrstu 20 mínútur leiksins, og uppskeran var mark á 20. mínútu, þegar hinn kornungi innherji Vals. Hermann Gunnarsson, skoraði eina mark Vals með föstu skoti á vítateigslínu. En eftir þetta datt botninn úr spili Valsmanna og þeir náðu sér aldrei verulega á strik það sem eftir var, en áttu þóupplagt tækifæri í síðari hálfleik, til að skora, þegar vítaspyrna var dæmd á KR, en hún varmisnotuð. spyrnus. Kaupmannahafn- ar. Metupphæð ffyrír bakvörð Á laugardaginn keypti Tott- enham bakvörðinn Cyril Knowles frá Middlesbro fyrir 45 þúsund pund, sem er met- upphæð fyrir bakvörð á Eng- landi, en nokkru áður hafði Arsenal metið, keypti Don Howe frá WBA fyrir 40 þús. pund. Þessi kaup á hinum 19 ára Knowles koma á óvart. Hann hefur aðeins leikið 39 Ieiki með aðalliði Middlesbro — og tveir bakverðir, sem báðir liafa leikið í enska land- inu, McNeil og Gordon Jones, voru á sölulistanum hjá Midd- lesbro. En framkvæmdastjóri Tottenham veit áreiðanlega hvað hann syngur og fram- kvæmdastjóri Middlcsbro, hinn heimsfrægi Raich Carter, seg- ir: „Knowles er sterkur og fljótur, og ég er öruggur um að hann leikur fyrir England áður en hann verður mikið eldri“. Á nokkrum mánuðjum hefur Tottenham eytt 180 þús. pundum í nýja leikmenn, 40 þús. fyrir Laurie Brown frá Arsenal, 70 þúsund fyrir Alan Mullery frá Fulham, 25 þús. fyrir Robertson frá St. Mirren og nú Knowles. Boby Smith til Brighton Tottenham seldi nýlega Bobby Smith, fyrrum lands- liðsmiðherja Englands, til Brighton, sem er í 4. deild, fyrir 5000 þús. pund, sem mörgum finnst sjálfsagt „gjaf- verð“. — Þess má geta, að síðasti leikur Bobby Smith með enska landsliðinu 'var á síðasta hausti gegn heimslið- inu. KR — Vaiur 2 : 1 Kefiav< — Fram 6 : 5 Akranes — Þróttur 3:1 1. deildar keppnin í knatt- spyrnu, hófst samtímis á þrem- ur stöðum í gærkvöldi. KR vann Val á Laugardalsvelli með 2 : 1, Keflvíkingar sigruðu Fram með 6 : 5 á Njarðvíkur- vellinum og Akranes sigraði Þrótt á heimavelli með 3 : 1- Vegna rúmleysis verður nánari frásögn af leikjunum í Kefla- vík og á Akranesi, að bíða. fyrir uppbyggingu sóknarleiks, en auðvitað getur það komið með aukinni leikreynslu. Næstu mínúturnar á eftir átti Valur gullin tækifæri. Bergsteinn og Ingvar léku skemmtilega sam- an í gegnum KRvörnina, en Ingv- ari brást skotlistin, þegar á reyndi. Sama sagan endurtók sig mínútu síðar. KR jafnaði 1:1 á 40. mínútu. Allan heiður af þessu marki átti Sigurþór á vinstra kanti. Hann lék frá kantinum inn á miðjuna fram hjá varnarmönnum Vals og lagði knöttinn fyrir Gunnar Felix- son, sem gat ekki komizt hjá því að skora. Þetta var vel af sér vik ið hjá Sigurþóri og hann hafði ekki sagt sitt síðasta orð, því að á 12. mínútu í síðari hálfleik skoraði hann sigurmark KR al- veg snilldarlega, þegar hann elti miðvörð Vals uppi, klófesti knött inn og renndi honum fram hjá Björgvini. Þarna eygði Sigurþór möguleika, sem flestir hefðu tal- ið vonlítinn. En þarna sýndi Sig- urþór hvernig góður knattspyrnu- maður berst til þrautar. Sóknar- leikur KR var miklu jákvæðari í síðari hálfleik, þótt uppskeran yrði ekki meiri. Valsmenn fengu mjög gott tæki færi tií að jafna á 30. mínútu, þegar dómarinn, Haukur Óskars- son, dæmdi réttilega vítaspyrnu á KR. Bergsteinn var kominn einn inn fyrir vörnina, en áður en honum tókst að reka endahnút- inn, hindraði Þorgeir hann gróf- lega. Bergsteinn framkvæmdi sjálfur vítaspyrnuna og er ekki hægt að segja annað en hann hafi verið seinheppinn, því að tví- vegis fékk hann að spyrna á mark ið, en tókst í hvorugt skiptið að skora, Heimir varði bæði skotin, sem voru frekar laus á mitt mark- ið. Eftir þetta var í raun og veru gert út um leikinn. Þarna unnu KR-ingar réttlátan sigur, en hefði heppnin verið á bandi Vals í sam bandi við vítaspyrnuna hefði jafn tefli verið upp á teningunum. Bezti maður KR í þessum leik var Sigurþór, þessi sívinnandi út- herji, sem aldrei gefst upp, og Framhald é 15. síSu Björgvin Schram heiöraöur Björgvin Schram, for- maður KSÍ, var meðal þeirra, sem danska knatt- spyrnusambandið sæmdi gullmerki vegna 75 ára af- mælis sambandsins, sem var um síðustu helgi. Hin- ir voru Jörgen Jahre, for- maður norska knattspyrnu- sambandsins, O. Karttune, from. finnska knattspymu- sambandsins, John Gustafs son, form. sænska knatt- spyrnusambandsins, Gust- av Wiéderkehr, formaður knatíspyrnusamb. Evrópu, og Emil Sörensen, Knatt- Mynd'ma hér að ofan tók Ijósmyndari Tímans, Guðjón Einarsson, í gær- kvöldi, og er hún frá leik KR og Vals. Þarna hefur Gunnar Felixson sótf a5 Vals-markinu, en Árni Njálsson er til staðar og skallar frá. Tll hliSar er Guðmundur Ögmundsson miðvörður Vals. — KR vamn leikinn með 2 : 1 og krækti þar með í sín fyrstu stig í 1. deildar keppninni í ár. Norðurlönd - Evrópa 2:4 EVRÓPULIÐIÐ vann í gærkvöldi lið Norðurlanda j leiknum á Idrætspark- en í Kaupmannahöfn með 4 mörkum gegn 2. — Jlmmy Greaves skoraði tvö mörk fyrir Evrópuliðið í fyrri hálfleki. í seinni hálfleik skoraði Dennis Law frá Skotlandi og Eusebio frá Portúga! fyrlr Evrópuliðið og Jouni Peltonen frá Finniandi og Harry Bild frá Svíþjóð fyrir Norðurlandaliðið. — Á myndlnni hér að ofan sjáum við brezku leikmennina Jimmy Greaves, Wilso og Bobby Charlton við komuna til Kaupmannahafnar | sambandi við leikinn. Þótt leikurinn í gærkveldi telj- ist ekki í „gæðaflokki“ hvað góð- um samleik viðvíkur, var hann all skemmtilegur, enda leikur hinna gullnu tækifæra, sem því miður nýttust mjög illa - og oft var synd að sjá, hvernig leikmenn brenndu af í dauða- færi.. Vaísiiienn 'byrjuðu mjög vel og áttu - fyrstu 20 mínútur leiksins. Á þessum fyrstu mínútum skap- aðist oft mikil hætta upp við KR- markið, en Valsmenn áttu mjög greiðan aðgang að miðjunni vegna hinna máttlitlu framvarða KR, þeirra Þorgeirs Guðmunds- sonar og Kristins Péturssonar. Og einmitt eina mark Vals í þessum leik varð til vegna seinagangs framvarðanna, þegar Hermann fékk að athafna sig í næði rétt innan við vítateig á 20. mín. og skoraði með föstu skoti fram hjá Heimi. En bæði Þorgeir og Kristinn áttu eftir að bæta sig mikið, þeg ar lengra leið á — og stöðvuðu oft sóknartilraunir Vals í síðari hálfleik. En báða vantar þá auga FRETTIR sigur KR gegn Val 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.