Tíminn - 21.05.1964, Blaðsíða 13

Tíminn - 21.05.1964, Blaðsíða 13
SARDASFURSTINNAN Framhald af 9. síftu. spænis elskhuga sinum. Þetta set- ur oft vandræðasvip á sýninguna og er aðalmeinloka hennar. Er efcki blöðum um það að fletta, að engin ástæða var til að leita út fyrir landsteinana, hér hefði ver- ið hægur vandi að fá söngkonu eöa leikkonu, sem ráðið hefði miklu betur við þetta hlutverk. Má eiginlega merkilegt heita, hvað sýningin er stórskemmtileg þrátt fyrir þessi mistök. Guðmundur Jónsson leikur Feri, gamlan heimagang í veitingastaðn- um Orfeum og aðdáanda Ceciiiu. þegar hún vár þar söngstjarnar., sem gekk undir heitinu Sardas- furstinnan. Hann horfir með sökn- uði til þeirra gömlu góðu kvölda og hefur góð orð um að skrifa um þetta og hitt skáldsögu einn góðan veðurdag. Guðmundur sýnií mæta vel þennan gamla skemmtanafíkna dreymhuga. Annars fær hlutverk- ið hann ekki til að taka á sínuin stóra bæði hvað leik snertir og þá ekki síður söng, því að hér cr heldur varla þörf fyrir alla hans rödd. Af öðrum leikendum, sem fara með smáhlutverk en nýta þau mætavel er Baldvin Halldórsson, Benedikt Árnason, Gísli Alfreðs son og Jóhann, hinn fyrstnefndi, sem spilaóður fógeti, hinir í tvö- földum ‘hlutverkum síðast sem fyrrverandi eiginmenn og harla broslegir Ceciliu. Aðalþýðanda textans, Agli Bjarnasyni, héfur’ yfirleitt ekki brugðizt þágálistxþ ..hvað söngtext- ana áhrænr, rþe'ir ‘fáta aðii'' ih'jög vel í munni og verða áreiðanlega oft sungnir hér eftir, baqði utan sviðs og innan. Danfaná1* æfði Elisabet Hodgson qg sþngipn .Carl, Billich, seip hyort^tvéggja, hefur vel lukkazt.4 ögvdeÍKtjiMd og bún- ingar Lárusar Ingólfssonar skemma síður en svo hinn létta svip fýpingarinnar. .Gunnar Bergmann GYLFAGINNING Framhald iÍF 8. síðu. * en um þá röksemdafærslu verður ekki rætt hér. Hins vegar skulum við athuga þetta frá þjóðhagslegu og menningarlegu sjónarmiði. Það er efiaust rétt, að dilkakjöt er einstæð gæðavara. Dilkar okk- ar eru yrigrí; þegar þeim er> lógaS, • en erlendis gerist almennt um dilka. Það er viðurkennt, að kjöt og nú í vetur, þegar skipulögð var mjólkursala á Snæfellsnesi. Það er mjög ósennilegt, að ís- lendingar mundu sætta sig við það, eða vilja gera það fyrir Gunn ar, að hætta að eta dilkaket, og eta í þess stað svín og kjúklinga. Alkunnugt er að allar þjóðir eru íhaldssamar í matarsmekk og örð- ugt er að innleiða nýjar venjur í mataræði. Ef farið yrði að Gunn- ars ráðum, þyrfti að flytja inn er- lent dilkakjöt, það yrði dýrt í innkaupi og flutningi, með frysti- skipum frá suðurhveli jarðar o dýrt í geymslu á frystihúsum. það legðust tollar sem aðrar vör- ur og heildsölu- og smásölu-álagn- ing. Hætt er við, að mörgum mundi þykja hið erlenda kjöt minna lostætt en nýtt kjöt inn- lent. Þeim Gunnari og Gylfa ógna uppbætur, sem rikissjóður greiðir á útflutt kjöt. Nú fjölgar þjóðinni ört og meiri mun fjölgun landsbúa verða, ef Gylfi og hans menn ráða því, að hér rísi erlend stóriðja, sem áreið- anlega þarfnast innflutnings er- lendra tæknimanna. Misæri koma. Ef ekki er nema hæfilegt kjöt- magn í góðæri, mun skortur fljótt verða á kjöti. Dýrara verður að byggja að nýju eyddar sauðsveitir. en halda við byggðinni. Það er æ betur að koma í ljós, að ull og gærur eru álitlegast hrá- efni til aukins iðnaðar í landinu. Ullin okkar er sérstök og vel fallin til ýmissa nota. Sumt af gærunum hentar vel til dýrra klæða og skrauts í híbýlum, eigi aðeins gráar heldur og sumar hvít- ar, og talið er auðvelt að kynbæta fé til betri litar. Það er alkunna, að sauðfé hefur fæljkað síðustu tvö árin einungis véjpio.t ósanngjarnra verðlags- ákvæða. f stað þess að bæta úr þessu, er það nú kenning Gunn- ars, að hætta beri að framleiða dilkakjöt, en framleiða: aí þefis stað kjöt af svínum og :fuglúifa. Gunnar þykist byggja þessa kenn ingu á vísindalegum grundvelli. En -sá' grundvöUtir-hefur rrú verið niður rifinn af búvísindaimönn- um, svo að ekki sýnist standa þar steinn yfir steini. miklum landsnýtjum. Hins vegar mundk .*ví»ar8éÍ6t ;.og.v .' kjúkliriga verða bezt í grennd við Reykjavík þar er stærstur markaðurinn og er ljúffengara af ungum dýrum._ Vegna gæða sinná éí'jíktógt;:aö það vinni hátt verð erléndis, Sauðfjárrækt okkar . iíefur. §ér-. stöðu gagnvart öðrum búgrein- um hérlendis og í nágrannalönd- um. Sauðféð gengur sjálfala og án daglegrar umönnunar eigenda 3—4 mánuði á ári, þessir mánuðir eru bóndanum dýrmætastir til annarra starfa, þá fer fram sán- ing og uppskera, heyöflun, hvers konar jarðvinnsla og byggingar. Á þessum tíma safna dilkar hold- um. Efalaust er það að auka má þessa kjötsöfnun úti í náttúrunni án daglegrar hirðingar, með því að beita meira á ræktað land, láta dilkana aðeins ganga á afréttun- um þann tíma sem úthagagróður- inn er mestur og beztur. Bændur nágrannalandanna, t.d. Noregs, fá hærra verð fyrir dilka- kjötið en íslenzkir bændur, og neytendur þurfa að kaupa það hærra verði erlendis. Hið lága verð til neytenda hér- lendis á landbúnaðarvörum, staf- ar meðal annars af því, að bænd- ur hafa sjálfir skipulagt sölu bú- vara svo að dreifingarkostnaður- inn verður minni en víðast ann- ars staðar. En nokkrir andstæðingar bænda í höfuðborginni þreytast þó aldrei á því að deila á þetta skipulag og hefja nýja árás á hverja endurbót þess t.d. þegar stofnuð var Osta- og smjörsalan léttast. að flytja til sín aðkeypt fóður. * ■' : Kenningar Gunriars’ Bjarnason- •ar benda því til stórrekstrar mat-’ vælaframleiðslu, með allt öðrum hætti, en búnaður hefur verið stundaður hér og í nágrannalönd- unum. Af þessari breytingu mundi leiða vaxandi þéttbýli á litlum svæðum, en landauðn annars stað- ar. Nú er ljóst að auðveldara er að byggja en reisa, að halda við byggð en að nema að nýju. Þegar aldir líða, mun vera þörf alls gró- ins lands til að fæða mannkynið, bæði hérlendis og erlendis. Kenningin um stóriðju matvæla framleiðslu og búnað án sjálfstæðra bænda er ekki ný eða frumleg „skynvæðing“ Gunnars Bjarnasonar. Nýlega er komin út á íslenzku Rómverjasaga. Auðmenn Róma- veldis fyrir 2000 árum áttu sinn Gylfa og sinn Gunnar og fóru að ráðum þeirra. Bændur á Ítalíu voru teknir í herflokkana, sem lögðu undir sig löndin, sumir féllu, aðrir urðu fátæklingar í Róm, er heim komu. Jarðir þeirra fóru i eyði, en nú átti framleiða matvæli á stórbúum auðmanna, og voru víða hundruð eða þúsundir þræla á búi hverju. Ítalía hefur enn ekki beðið þess bætur. Sum- ar sveitir, sem þá fóru í auðn, urðu óbyggilegar. Fljótlega þraut framleiðsla stórbúanna og mat- væli varð að sækja til annarra landa. En framleiðsla á góðu General reiknivélin fyrirliggjandB Þessi ódýra og hentuga rafreiknivél er þegar seld í flesta kaupstafi iands- ins. Verð 6.897,- Sendum gegn póstkröfu Skrifvélin s/f Bergstaíastræti 3 Sími 19651 mannfólki brást líka, heimaþjóð- inni hnignaði. Hermenn til varn- ar heimsveldinu varð að fá frá skattlöndunum. Flest skáld þeirra og listamenn áttu þangað upp- runa sinn að rekja. Aftur og aftur hafa verið gerð- ar tilraunir með stóriðju í búnaði einkum í Frakklandi og Englandi á 18. og 19. öld. Allar féllu þær um koll. Fyrir þeim tilraunum stóðu hugsjónamenn. Stórfeng- legust tilraun í þessa átt hefiu- verið framkvæmd á okkar dögum í Sovétríkjunum. Rússar virðast standa jafnfætis auðvaldslöndun- um í iðnaði. Nú hefur sjálfur Krústjoff viðurkennt mistök skipu lagsins í landbúnaði og sér ekki önnur ráð en að veita bændum meira sjálfstæði. Stóriðju í bún- aði hefur einnig verið reynd hér- leudis, Má þp minna á Korpúlfs- staðábúið sém Sjáífstaéðismenn í Reykjavík ráku og Krísuvíkur ævintýri flokksbræðra Gylfa í Hafnarfirði. Ýmáír’auðmenn hafa ætlað að reisa stórbú til gróða. Eini hagur þeirra hefur verið að nota tapið á búunum til frádrátt- ar á skattskyldu. Samvinnustefnan á sterkar ræt- ur í sveitum, jafnvel í fornum ‘búnaðaMiáttUm'. “ Fjallskilin eru einstætt íslenzkt skipulag, þar gild ir samvinnureglan gullna „einn fyrir alla og allir fyrir einn“ Verzlun bænda er að mestu bundin við kaupfélögin, þau hafa vaxið upp með þjóðlegu og sér- stæðu sniði í sveitum landsins. Mestur hluti búnaðarvara er unn- inn og seldur af samvinnufélög- um. Samvinnufélögin hafa unnið mörg stórvirki í landinu t.d. iðn- aði og útgerð flutningaskipa. Víða um landið hefur hinum stærri jörðum verið skipt i þrjú til fjögur býli eða fleiri, sem standa saman. Yfir þrjáfíu slík býlahverfum er samlægt, svo sýslu samkvæmt nýútkominni bók. Það er sennilegt, að þróunin verði i þessa átt. í mörgum þessum býlahverfum er samlægt, svo margt fólk, að hægt er að hafa dálítinn félagshring. Þarna getur þróazt ýmiss konar hagkvæm samvinna, bændur eiga i félagi ýmsar vélar, sem ekki eru dag- lega í notkun, eða þá að sinn á hvert tækið og hver lánar öðrum. Hægt er að skiptast á um verk, ef einn verður lasinn eða fer frá, þótt venjulega hirði hver sinn fénað. Stærð þessara hverfa ætti að takmarkast af því, hvað hægt er að nýta mikið land heiman að til beitar vetur og sumar. Ef til vill væri sparnaður og hagkvæmni að byggja félagsfjós fyrir allt hverfið handa 50—100 kúm, þótt hver bóndi annaðist sínar að jafn- / STÓRFELLD VERÐLÆKKUN á rússneskum hjólbörðum OG TÆKIVI 560XÍ5 750.00 ' 650x16 1.148.00 670x15 1.025.00 750x16 1.733.00 700x15 1.163.00 650x20 1.768,00 820x15 1.690.00 750x20 2.834.00 500x16 702.00 825x20 3.453.00 600x16 932.00 - 900x20 4.200.00 1100x20 6.128.00 KUPPARSTKS 20 SfM11-7373 TRADINQ CO. HF. ( Framkvæmdastjórastarf Framkvæmdastjórastarf við Tunnuverksmiðjur ríkisins er laust til umsóknar. Umsóknir sendist stjórn verksmiðjanna, Austur- stræti 10 A, Reykjavík, (pósthólf 597) fyrir 10. júní n.k. Tunnuverksmiðjur ríkisins. aði og fóðurgeymslur væru sér- stakar. Á flestum stöðum mun bezt henta blandaður búskapur, með sauðfé og kýr til þess að nytja alla landkosti. Á sumum býla- hverfum eru nú 500—700 sauð- fjár og 50—70 kýr. Samvinna _með aukinni ,tækni mun eflaust þróast á næstu ára- tugum meðal bænda. En þessi þróun mun ekki verða með nein- um stökkbreytingum eða eftir fyr- ir fram gerðri áætlun skynvæð- ingarmanna, heldur eftir því, sem reynsla bendir til að heppilegt sé við ýmsa staðhættS. Yztafelli marz 1964. Jón Sigurðsson. TÍMINN, fimmtudaginn 21. mai 1964 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.