Morgunblaðið - 30.03.1947, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.03.1947, Blaðsíða 1
16 siður 34. árgangur 75. tbl. — Sunnudagur 30. mars 1947 tsafoldarprentsmiðja h.f. hAfjall heklu logandi eldhaf Gosmökkurinn yfir Heklu um miðjan dag í gær. Myndin er'tekin suður yfir fjallið. Hraunleðjan rennur norður hlíðarnar. (Ljósm.: C. Kronfeld). Aðrar myndir frá Heklugosinu víðsvegar um blaðið. METRfl í LOFT IIPP ÞAÐ EH NÚ LJÓST orðið, að Hekla er eitt iogandi eld- haf þvert yfir háfjallið. Miklir gígar eru á báðum Hekluöxium, bæði á suðvestur og norðvesturöxlinni, en á milli er sprunga,. sem gos kemur ur. — Pálmi Hannesson rektor flaug austur í gærkvöldi eítir að skyggja tók og eru lýsingar hans á ham- förunum í Heklu ferlegar. Er engu líkara, en að ótal gígir haíi myndast um alt fjallið, hraunleðjan vellur úr eldfjaíl- inu og er kominn alla leið suður að Vatnafjöllum og í aðrar áttir vellur hraunið einnig. Eldsúlurnar á háfjallinu ná um 800 metra í loft upp. Þyrla þær upp glóanái björgum feikilega miklum að stærð. Stórbjörgin þeytast í loft upp með kyngikrafti, en falla svo niður í eldhafið af tu.r. Hinsvegar virðist askan fara minkandi, því leiftur eru ekki mikil frá gosunum og þessvegna sjást eldsúlurnar ekki eins langt að, eins og gera heiði mátt ráð fyrir í þessum ósköpum, sem á ganga. Rannsóknarleiðangur er farinn austur. Mun hann ætla að hafa aðalbækistöðvar sínar á Galtalæk og einbeita sjer að því að rannsaka gosið á sem gagnkvæmastan hátt. í gærdag sendu Iðnaðarráð atvinnudeildar háskólans og Veðurstofan út ítrekaðar tilkynningar, þar sera skorað var á menn út um land, að þeir fylgdust sem best með öskufaíli og öllu því helsta, sem eldgosinu er samfara. Mun þetta einstakt tækifæri til að rannsaka þetta stórkostlega náttúruíyrirbrigði. Jarðfræðingor búast við langvarandi gosum í líeklu. — Drunurnar frá gosunum haía heyrst víða um land. — Lýsing a flugferð til Hekíu. — Heklugos, sem orðið hafa síðan land bygðisí og frjettir af Heklugosinu víðsvegar að af landinu. — Margar ljósmyndir inni í blaðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.