Morgunblaðið - 30.03.1947, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.03.1947, Blaðsíða 5
Sunnudagur 30. márs 1947 MORGUNBLAÐIÐ 5 HRIKALEG 8TIJIMD VIÐ HEKLLELDA ÞAÐ VAR hrikaleg sjón að horfa á Heklugosið úr flugvjel, í tveggja kílometra fjarlægð frá sjálfum eld- stöðvunum, um 11 leytið gærmorgun, aðeins nokkr- um klukkustundum eftir að eldgosið braust upp úr Heklu með hinni miklu sprengingu, sem menn í Austursveitum urðu varir Við skömmu fyrir klukkan 7 um morguninn. Fyrst þeg- ar flugvjelin hóf sig til flugs af Reykjavíkurvellinum sást ekki nema reykjarmökkur í austrinu, en er flugvjeiin færðist nær Heklu fór mökk úrinn að skýrast og taka á sig liti og form. Af Heklufjalli sjálfu sást lítið, ekki nema rjett á norður- öxlina og þar ekki nema upp í miðjar hlíðar. Þar sem sást í Heklu var snjór allur bráðn- aður, en lækir runnu frá fjall- inu út f hraunið og svo komum við auga á hina ferlegu Bjón, hraunflóðið, sem vall fram á þremur stöðum. Hraun- straumarnir voru eins og vegg- ur, sem færist fram moldar- brúnn á lit„ en upp af sjóðandi hraunleðjunni stje rauðbrúnn reykur hátt í loft upp. Sjálfur aðalmökkurinn upp af fjallinu var nærri svartur neðst og bólstraðist upp í há- loftin lýstist eftir því sem ofar dró og endaði í hvítleitri gufu, sem var eins og skýjabólstri á að sjá. Furðulegar andstæður. Suður og austur frá Heklu var svartur mökkur og móða yfir landinu, en nærliggjandi fjöll í þá átt voru þakin svörtu öskulagi, svo hvergi sást í snjó- blett. Úr flugvjelinni voru Vatnafjöllin og Tindafjöllin á að líta, eins og bingir úr kola- salla. Eins langt og augað eygði í suður og suðvestur, sem ekki var langt sökum mistursins, var alt landslagið þakið þessari svörtu slæðu. En norður og vestur af Heklu gaf að líta aðra sjón. Þar geisl- aði sólin á fannhvít fjöllin og útsýnið var dásamlegt norðdr og vestur á hálendið. Það vóru furðulegar and- stæður, annarsvegar hinar hrikalegustu aðfarir náttúrunn ar, sem boða hörmungar og eyðileggingu 'gróðurs og garða, en hinsvegar heiðríkjan, sólin og friður öræfanna, alt eftir því hvoru megin litið var út úr flugvjelinni. Eldsúlan, sem spúði björgum. Og alt í einu komum við í flugvjelinni auga á sjálfan eld- inn. Það var eins og sjálft víti opnaðist fyrir augum manna. Með berum augum mátti sjá hvernig stóreflis björg, á stærð við hæstu hús hentust til í eld- súlunni og í sjónauka sást hvernig eldurinn spúði frá sjer þessum hrikalegu björgum. Það var engu líkara, en að fjallið væri að opnast og það væri alt logandi að innan. En flugvjel- ina bar hratt framhjá Heklu og brátt var snúið við til að fara annan hálfhring framhjá eldstöðvunum. Þá fyrst gáfu / tveggja kílómetra fjarlægð frá i veltandi eldhrauni og ógnarmekki Eftir IVAR GUÐMUNDSSON Hlíðar norðvestur axlar Heklu. Hraunflóðið sjest greinilega á myndinni og vatnsflaumur á und- an hraunleðjunni í snjónum. Myndin tekin um hádegisbilið í gær úr flugvjel. (Ljpsm.: Mbl. Fr. Claugen). ----—-------.......... menn sjer tíma til að horfa á hin minni undrin, en það voru goshverir, sem gusu gufu hjer og hvar í fjallinu. Jarðfræðing- arnir sögðu, að þarna væru sprungur í fjallinu og hitinn brytist þar út. Frjett um Heklugos. Fyrir um 20 árum sagði Pálmi Hannesson rgktor í landafræðitíma í Mentaskólan- um við okkur: „Jeg er ekki að óska þess, að það verði Heklu- gos, en ef Hekla þarf að gjósa enn einu sinni, þá vildi jeg að jeg væri enn á lífi. Það yrði merkasti dagur æfi minnar“. . Þegar síminn minn hringdi rjett fyrir klukkan 7 í gær- morgun og kunningi minh sagð ist halda að um gos væri að ræða fyrir austan, því reykjar- mökk mikinn bæri við himinn, datt mjer ekki Heklugos í hug. En eftir símtöl austur í sveitir og við Pálma Hanne^son var það staðfest, að ekkí væri bara um gos að ræða, heldur að það væri Hekla gáhala sjálf, sem væri vöknuð. Fyrst var að koma frjettinni í Morgunblaðið og gekk það greiðlega, að koma út auka- blaði með helstu frjettum. Að vísu var Morgunblaðið farið á- leiðis til flestra kaupenda, er frjettin um Heklugos hafði verið staðfest, en> það fór eins og einn lesandi blaðsins sagði, er hann fjekk auka- blaðið: „Það eru nú meiri frjettirn- ar, sem maður fær með seinni sopanum í dag“. Flugferð ákvcðin. Eftir nýtt samtal við Pálma Hannesson og Orn Johnson forstjóra Flugfjelags íslands var ákveðið að leggja af stað flugleiðis austur að Heklu klukkan 9,30 með einni af Douglasvjelum F. í. Pálmi var fararstjóri, en í ferðinni voru auk hans, dr. Sigurðúr Þórar- insson, dr. Trausti Einarsson og Guðmundur Kjartansson jarðfræðingur, sem er sjerfræð ingur í öllu, sem að Heklu lýt- ur. Ennfremur voru blaða- menn, Ijósmyndarar og útvarps frjettamaður. Alls 21 maður. Það drógst í tímann að lagt yrði af stað og var klukkan nærri orðin 10,30, er flugvjelin var ferðbúin, en flugmaður var Þorsteinn Jónsson, fyrrum orr- ustuflugmaður, sem áður hefir komið _í eldlínuna, enda kom það á daginn, að hann var ó- deigur, er á reyndi. Varað við að koma of nálægt Heklu. Skömmu eftir að lagt var af stað bárust frjettir gegnum loft skeyti vjelarinnar frá Erni Johnson og nokkrum fjelögum hans, sem höfðu farið fyr um morguninn austur í annari flug vjel F. í. Örn sagði Þorsteini flug- manni, að hann mætti ekki fara of nálægt Heklu. Örugg- ast væri að fljúga ekki.nær eldstöðvunum, en sem svaraði 16 km. og ekki lægra en 2000 metra. Sagði Örn að það væri hættu legt, að fara of nálægt, þar sem grjótflug væri mikið frá gosinu, en neðar mætti ekki fljúga m. a. vcgna rafmagns, sem væri í loftinu niður við eldfjallið og ennfremur væru þarna miklir loftstraumar. Var bollalagt um þetta fram og aftur af ferðafjelögunum í vjelinni og Guðmundur Kjart ansson minti á, að það hefði einu sinni komið fyrir í Heklu- gosi, að *grjót úr gosinu hefði lent á manni á hlaðinu í Skál- holti og hefði það orðið hans bani. Aðrir rifjuðu upp svipað- ar sögur um menn og dýr, sem farist hefðu í Heklugosum. Hlaup í Rangá. - Flogið var frá Reykjavík sem leið liggur með flugvjelum beint í stefnu á Heklu. Flogið yfir Mosfellsdal og fyrir norð- an Hengil, yfir Alftavatn 1 Grímsnesi, austur yfir Biskups tungur, ofanverða Landssveit og suður fyrir Vatnafjöll. Fyrst í stað ljetu flugfarþeg- arnir sjer nægja að dást að út- sýninu norður yfir óbygðir Is- lands. Menn röbbuðu um hve einkennilegt það væri, að Bisk- upstungurnar og bygðin þar í kring virtist vera snjólaus, að mestu og það væri ekki einu sinni skíðafæri fyr en upp við jökla, Hvítárvatn og Kerlingar fjöll. En áhuginn fyrir því, hve skíðamenn þyrftu að sækja langt um páskana, hvarf brátt og athyglin beindist óskift að Heklu! Ein fyrsta athugasemdin, sem heyrðist upphátt í flugvjelinni í sambandi við Heklugosið var, að hlaup væri komið í Ytri- Rangá. Þóttu það til að byrja með tiðindi en varð brátt auka- atriði, sem gleymdist fyrir stærri atburðum. Gosið fór að taka á sig liti og form. Það sást greinilega hvernig mökkurinn bólstraðist og skifti litum, eins og sagt var í upphafi. Steinn kemur í flugvjelina. Flogið var í um 2000 metra hæð. Flugvjelin var stöðug í loftinu, þar til komið var all- nærri Heklu, þá fór hún að taka dýfur og alt í einu var eins og lyft væri undir hana og hún hækkaði flugið talsvert. Flugkunnugir skýrðu þetta fyrirbrigði sem uppstreymi og leikmenn ljetu sjer vel lynda, því nú var ekki tími til að hugsa um smámuni. Flugvjelin nálgaðist stöðugt Heklu og menn stóðu eða sátu eftir atvikum og undruðust stórum þá hrikasýn, sem fyrir augu bar. Skal ekki reynt að lýsa því frekar en gert var í upphafi þessa máls. Þrisvar sinnum flaug Þor- steinn flugvjelinni framhjá eld stöðvunum. Jarðfræðingarnir gerðu sínar athugasemdir og sögðu leikmönnum, sem með voru hvers þeir höfðu orðið vís- ari, en ljósmyndarar voru önn- um kafnir að smella af og voru á sífeldum hlaupum frá glugga til glugga. Þegar flogið var í annað sinn norður með Heklu fór flugmað- urinn allnálægt. Sennilega átt bágt með að átta sig á fjarlægð- inni frá fjallinu, eða harin hefir gleymt aðvörun Arnar forstjóra. En hvað um það, jeg vona að hann fái ekki skömm í hattinn, því það var ekki hægt að sjá, að neitt hættulegt væri á ferð- um, þarna norðan við fjallið. En alt í einu ráku nokkrir menn; sem sátu á bakborða í flugvjelinni upp undrunaróp. i Þeir höfðu sjeð sjálfan eldinn. Var nú uppi fótur og fit og all- ir þustu út í þá hlið vjelar- innar, sem sneri að fjallinu. Og það var stórfeld, hrikaleg og þó í raun og veru tígnarleg sjón, eins og fyr er sagt. Alt í einu þóttust menn verða varir við að eitthvað rækist í vjelina. Mundu menn þá eftir aðvöruninni um grjótflugið frá gosinu og flugmaðuririn sveigði frá fjallinu. Kom síðar í ljós eftir að lent var að steinn hafði lent á -flugvjelarskrokknum. En vár svo farinn einn hálf- hringur til og loks stefnt til Reykjavíkur eftir að vjelin hafði verið á sveinmi við eld- stöðvar Heklu í um einá klst. Það er of váegt að segja, að menn hafi verið höggdofa af þeim stórkostlega risaleik eld- fjallsins, sem þeir höfðu sjeð á þessum eina klukkutíma. Það var svona rjett, að menn hefðu rænu á að kveikja sjer í sígar- ettumf því það er leyfilegt að reykja í Douglasvjelunum á meðan þær eru á flugi. Hins- vegar höfðu menn góða lyst á súkkulaði, sem Jón Oddgeir Jónsson hafði verið svo hugul- samur a5 taka með sjer í ferð- ina, því þrátt fyrir eldgos og náttúruhamfarir segir maginn til sín þegar líða fer að mat- málstíma. „Kenslumálastjórinn í Heklu“. Á heimleiðinni var rætt um Heklu óg Heklugos og var fróð- legt að hlusta á þá sjerfróðu menn, sem vissu margt og mik- ið. Er sumt af því sagt á öðr- um stað hjer í blaðinu í sam- bandi við fráSagnir af sjálfu Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.