Morgunblaðið - 30.03.1947, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.03.1947, Blaðsíða 9
Sunnudagur 30. rnars 1947 MORGUNBLAÐIÐ 9 HEKLA HEFIR GOSIÐ 23 SINNUM Síðasta Árbók Ferðafjel. Islands fjallar um Heklugos og Heklu yfirleitt og er hin fróðlegasta bók með mörg- um myndum. Höfundur er Guðmundur Kjartansson jarðfræðingur og er eftirfar- andi yfirlit um Heklugos frá því sögur hófust úr Árbók- inni. , í JARÐELDASÖGU Þorvalds Thoroddsens er rakin saga Heklugosa, frá því er land byggðist, fram til síðustu alda- móta. Þar er talinn 21 Hekju- eldur, en á þessari öld hefir einn bætst við, 1913, svo að nú eru þeir orðnir 22. Eru þá með tal- in þau gos, sem orðið hafr skammt frá fjallinu. sjálfu. En því fer fjarri, að heimildir urr Heklugos sjeu svo áreiðanleg- ar, að þessi tala sje nákvæm. Skrá sú, sem hjer fer á eftir um Heklugos er að langmestu leyti tekin saman eftir Jarðelda sögunni. En bestu heimildirnai um Hekluelda á 12., 13. og 14. öjcT'eru mjög fáorðar, og verða sumar teknar í heild upp úr ís- ienskum annálum. 1104. „Eldsuppkoma hin fyrsta í Heklufelli“ (Annales regii). „Anno 1106 sandfallsvet ur hinn mikli .... Eldsupp- koma í Heklufjalli fyrsta sinn“ (Oddverja annáll). Annálana greinir á um ártalið. 1158. „Eldur annar í Heklu- felli“ (A. regii). Aðrir annálar geta Hekluelds 1157. , 1206. ^Eldur hinn þriðji í Heklufelli“ (A. regii). 1222. „Eldur hinn fjórði í Heklufelli“ (A. regii). „Sól rauð“ (Annales Reseniani). 1294. „Eldur hinn fimmti í Heklufelli með svo miklum mætti og landskjálfta, að víða í Fljótshlíð og Rangárvöllum „ og svo fyrir utan Þjórsá sprakk jörð. Og svo mörg hús fjellu af landskjálftanum, og týndust menn. Ganga mátti þurrum fæti yfir Rangá af vikjarfalli. Víða í lónum og þar sem af kastaði straumnum, í Þjórsá var svo þykkt vikurin, að fal ána. Svo sögðu og kaupmenn, er hingað komu um sumarið eftir, að þessum megin Færeyja voru víða svartir flakar á sjónum af vikrinni . . .“. Úti í Árnessýslu urðu breytingar á hverum. M. a. „komu upp hverir stórir“ hjá Haukadal, en aðrir hurfu. Ársgos 1300. 1300. ;,Eldsuppkoma í Heklu- felli með svo miklu afli, að fjall ið rifnaði svo, að sjást mun mega meðan ísland er byggt. I þeim eldi ljeku laus bjþrg stór sem kol á afli, svo að af þeirra samkomu urðu brestir svo stór- ir, að heyrði norður um land og víða annars staðar. Þaðan fló vikur svo mikill á bæinn í Næf- urholt; að brann þak af húsum. Vindur var af landsuðri, sá er bar norður yfir landið sand svo þykkvan“, að myrkt var norðan lands milli Vatnsskarðs og Öx- arfjarðarheiðar. Slíkt var þetta myrkur, „að enginn maður vissi hvort var nótt eður dagur úti nje inni, meðan niður rigndi sandinum á jörðina, og huldi svo alla jörðina af sandinum. Annan dag eftir fauk svo sand- Yfirlit yfir Heklugos frá 1104 til þessa dags Ilekla sjeð frá Bofnafjalli. (Úr Árbók F. í. Ljósm.: Þorsteinn Jósefsson). urinn, að menn fátu trautt leið sína í sumum stöðum. Þessa tvo daga þorðu menn eigi á sjó róa fyrir myrkri“ (Lögman"ns ann- áll). — Gos þetta hófs"t 10. júlí og stóð því nær 12 mánuði. — Því fylgdu landskjálftar á Suð- urlandi, og fjelli þeim bærinn í Skarði hinu eystra. Af ösku- fallinu hlaust hallæri og mann- dauði norðan lands. — Sigurður Þórarinsson hefir kornist að þeirri niðurstöðu af öskulaga- rannsóknum sínum, að í þess- um Heklueldi hafi gosið hvítum vikri og þá hafi myndast „efra ljósa lagið“, sem rekja má í jarð vegi víða um Norðurland, Mið- hálendið og uppsveitir Rangár- vallasýslu og Árnessýslu, en fer þykknandi og verður að sama skapi stórgervara í átt til Heklu. Rannsóknir Sigurðar leiða enn fremur í ljós, að í þessu vikurfalli eyddist byggð í Þjórsárdal og víðar í uppsveit um Árnessýslu. Dunur um allt landið. 1341. ;,Kom upp eldur , Heklufelli með óári og ösku- falli, og eyddust margar byggð- ir. Myrkur svo mikið um daga sem um nætur á vetur“ (A. regii). — „. . . Tók askan í ökla undir Eyjafjöllum“ (Skál holts annálar). — „. . . . sauð- fje og nautfjenaður dó mest um Rangárvöllu, og eyddi nálega fimm hreppa“ (Lögm. a.). — „Drunur um allt land, sem hjá væri. Öskufall um Borgarfjörð og Skaga, svo að fjenaður fell af, og hvarvetna þar í milli. Menn fóru til fjallsins, þar sem uppvarpið var, og heyrðist þeim sem bjargi stóru væri kastað innan um fjallið. Þeim sýndust fuglar fljúga í eldinum, bæðr smáir og stórir, með ýmsum lit- um. Hugðu menn vera sálir. Hvítasalt svo mikið lá þar um- i hverfis opnuna, að klyfja mátti hesta af og brennusteini“ (Flat eyjar annálar). — Þorvaldur Thoroddsen taldi sennilegt að Þjórsárdalur hefði eyðst í þessu gosi. 1389—90. „Eldsuppkoma í Heklufelli með svo mikium undrum, að dunur og brestir heyrði um allt land. Tók af tvo bæi, Skarð og Tjaldastaði“. „. . . eyddust Skarð og Tjalda- staðir af bruna. Var svo mikið vikrakast, að hest sló til bana. Öskufall svo mikíð, að margur fjenaður dó af. Færði sig rásin eldsuppkomunnar úr sjálfu fjallinu og í skógana litlu fyr- ir ofan Skarð og kom þar upp svo miklum býsnum, að þar urðu eftir t\ö fjöll og gjá í milli. Kom upp eldurinn á fvrra ári, en slokknaði í þessu. Urðu þar í nándir hverar og heit vötn“ (Flat. a., 1390). Hjer þrýtur hina gömlu ann- ála, og um næstu tvær aldir eru miklu lakari heimildir um Hekluelda. 1434. Um þessar mundir er getið Heklugoss, er eytt hafi 18 bæi á einum morgni, meðal þeirra Skarð eystra og Dag- verðarnes. En hjer mun eitthvað málum blandið, því að Skarð varð undir hraunflóði 1389—90 og hefir þar verið óbyggilegt síðan. (Sjá áður). — Aðrar heimildir telja gos þetta hafa orðið 1439 og enn aðrar 1440. 151-9. 25. júlí hófst Heklugos með landskjálfta og ægilegu grjótkasti um Landsveit, Rang- árvellý Holt og langt út í Ár- nessýslu. Steinar komu niður á Vörðufelli á Skeiðum, og einn drap mann úti í Skálholti, 45 km frá Heklu. Annar maður dauðrotaðist austur í Landsveit, og enn aðrir meiddust 1554. I lok maimánaðar kom upp eldur skammt frá Heklu og stóð sex vikur. Öskufall var ekki til skaða, en snarpir og tíðir jarðskjálftar. 1578. Lítið Heklugos í nóvem bermánuði. Bæir hrundu af jarðskjálfta úti í Ölfusi. 1597. 3. janúar kom upp eld- ur í Heklu með miklum ofsa og stóð fram í marsmánuð, en rauk enn úr fjallinu í júlí. Hekla. sýndist öll í báli, Og töldu menn 18 eldstróka uþp úr henhi. Aska fjell um mestan hluta landsins. Snarpir jarðskjálftakippir fund ust í Skálholti í byrjun gossins, | og um vorið hrundu bæir af jarðskjálfta í Ölfusi. 1619. Um sumarið kom upp eldur í Heklu með skaðræðis öskufalli, og fylgdi því myrkur norðan lands. í Bárðardal og víðar varð að hætta slætti í viku. Aska barst allt til Fær- eyja og Noregs. 1636. Hekla tók að gjósa 8. maí og var að 'allt sumarið. Eldurinn kom upp í mörgum stöðum. Öskufall olli grasbresti og fjárfelli. 1693. 13. febrúar hófst eitt hið ægilegasta Heklugos, sem sög- ur fara af. Gaus fyrst upp ösku mökkur með braki og brestum og óskaplegri grjót- og vikur- hríð um Landsveit, Þjórsárdal, ofanverða Hreppa og Biskups- tungur. Eyddust þegar 18 bæir í þessum sveitum, en flestir þeirra byggðust upp aftur síð- ar. Steinar á stærð við hús fjellu niður mílu vegar frá fjall inu, og nálægt Skarfanesi á Landi, 15 km frá Heklu, kom niður glóandi steinn, nokkurra faðma að ummáli, og sprakk sundur í mola í fallinu. Öllu þessu fylgdu snarpir jarð- skjálftakippir, þrumur, elding- ar og helliskúrir. I byrjun þessa goss telur Daði Halldórsson Litlu-Heklu þafa sprungið í loft upp. — Gosfð hjelst fram í miðj an septembermánuð, með mikl- um qfsa og öskufalli framþn af, en dró heldur úr, er á leið. Eld- urinn kom upp á mörgum stöð- um í fjallinu, en var einna stöð ugastur hæst á því. 14 gígar sáust gjósa samtímis. 1725. 2. apríl sást gjósa upp eldur í Heklu og beggja vegna við hana, alls á 9—11 stöðum. 1728. Sást eldur í hraununum vestur af Heklu, en aðeins þrjá daga. Stórgosið 1766. 1766. Að morgni 5. apríl hófst ■stórgos í Heklu og slóð með litlum hvíldum fram '4 apríl- mánuð 1768. Um þetta gos eru til allnákvæmar skýrslur, skrif- aðar af sjónarvottum, og er þar rakin saga þess frá upphafi til enda. En hjer skal aðeins drep- ið á fátt eitt. — Nóttina áður en gosið byrjaði fundu menn snarpa jarðskjálftakippi, og litlu síðar hófst mjór, svartur gosmökkur hátt í loft upp úr . fjallmu og lagði til norðvesturs. Tók þá að rigna grjóti, vikri og ösku um næstu sveitir. T. d. kom niður vikurflikki, sem var 2 m að ummáli, í 15 km fjar- lægð frá Heklu, og í 22 km fjarlægð steinn, sem vó 1.75 kg. Öskufallið eyddi 5 bæi í Land- sveit og nokkra í uppsveitum Árnessýslu. Mikil spjöll urðu á afrjettum Rangæinga. Hlaup kom í Ytri-Rangá, og bæði hún og Þjórsá báru kynstur af vikri til sjávar. Fám dögum eftir að gosið hófst, rann hraunflóð til suðvesturs frá Heklu í stefnu á Geldingafell. Síðar hefir það hraun stækkað að miklum mun og önnur kvísl þess runnið fram austar. Þá má enn fremur telja fullvíst, að í þessu gosi — senni lega eftir miðjan september 1766 —"hafi runnið bæði Hring landahraun og hraunið austur af Hekluöxl hinni innri. — Ofsi gossins var feikilegur fyrstu vikurnar, og sáu menn allt að 18 eldstólpa í einu upp úr fjall- inu. Síðan dró heldur úr gosinu, og urðu jafnvel alger hlje dög- um saman. 21. apríl mældist gosmökkurinn 5 km hár, en varð oft hærri. Aska fjell því nær um land allt, og í nærsveit um Heklu hrundu bæir af jarð- skjálftum. — Árið_eftir, 1767, lá eldurinn niðri allan febrúar- mánuð og fram yfir miðjan mars. Þá gaus hann upp aftut í norðanverðu fjallinu með meiri ofsa en nokkru sinni áð- ur. Fylgdi því ógurlegur hávaði og var um hríð að sjá sem allt fjallið stæði í Ijósum loga. Síð- ar, um vorið og framan af sumri, urðu goshrinurnar skap- legri og hlje á milli. — Frá ágústlokum og fram í mars- mánuð veturinn eftir, 1768, mátti heita hlje á gosum, en rauk þó úr fjallinu öðru hvoru. í mars'og apríl sást Hekla enn gjósa „reyk um daga og eldi um nætur“. Loks í maímánuði var gosinu slotað að fullu, en í lok hans fundust þó enn jarð- skjálftakippir í nágrenni Heklu. Síðasta stórgogið í Heklu 1845. Síðasta gos, sem upp hefir komið í Heklu sjálfri, hófst 2. september 1845, eftir algera hvíld allra Heklueldstöðva í 77 ár. Hjeldu menn þá í nærsveit- um Heklu, að hún væri meðt öllu kulnuð og gysi ekki framar. Gos þetta stóð sjö mánuði, en var þó eitt af hinum minni og meinlausari Heklugosum. Sch- ythe lýsir því allnákvæmlega í Heklubók sinni og fer þar eink- um eftir frásögnum og dagbók- um sjónarvotta, en einnig rann sóknum sínum á verksummerkj um árið eftir. Að morgni 2. september var Hekla hulhi skýjaþykkni. Um kl. 9 árdegis heyrðust víða um Rangárvallasýslu og Árnessýslu drunur og undirgangur í austri, og fylgdu því dálitlar jarðhrær- ingar. í sama bili sló blásvört- Framh. á bls. 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.