Morgunblaðið - 30.03.1947, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.03.1947, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 30. mars 1947 Hekla hefir gosið 23 sinnum t - % * '' ,^'M Gosmökkurinn mikli að norðan. Myndin tekin um hádegið í gœr úr flugvjel. (Ljósm.: Mbl. Fr. Clausen). Framh. af bls. 9 um myrkva á austurloftið. En þrátt rofaði til aftur, og var þá ekki um að villast hvað var á seyði. Hekla sást nú öll og gaus eldi hátt á loft í tveimur stöðum. Annað gosið kom upp ofarlega í vestanverðu fjallinu, og streymdi þaðan eldflóð of- an hliðina, ,en hitt stóð upp úr háfjallinu, og lagði þaðan svart an mökk til austurs og suðaust- urs. Þenna dag gerði ákaft ösku fall austur í Skaftártungu og Síðu; svo að þar varð svarta- myrkur um hádegið. Þá kom einnig hlaup í Ytri-Rangá og vöxtur .í Markarfljót — Fram undir lok nóvember- mánaðar gaus Hekla í sífellu, og lagði öskumökkinn í ýmsar áttir eftir vindstöðu, en til allra heilla mest inn og austur yfir óbygðir. Austurjöklarnir urðu svartir af ösku, og stórspjöll urðu á afrjettum Rangvellinga og Landmanna. Oskumökkur- inn sást oft greinilega úr Reykjavík. 9. nóv. var hann hærri en nokkru sinni öðru í þessu gosi og náði þá 4370 m. upp af Heklutindi samkvæmt mælingu Björns Gunnlaugs- sonar. Eldstraumar sáust belja í breytilegum rásum ofan vest- urbrekku Heklu, en fyrir neð- an þandist hraunhafið út og mjakaðist áfram í stefnu á (Gamla-)Næfurholt. 23. sept. flýði fólkið bæinn og flutti burt með sjer fjenaðinn og alt lauslegt úr húsunum. 14. nóv- ember hafði hraunið umkringt Melfell og tók nú að troðast fram um gil bæjarlækjarins sunnan við túnið í Næfurholti. 19. nóv. var það komið fram úr gilkjaftinum niður á jafn- sljettu, mjög nálægt því, sem það endar nú, en hefir þó síðar mjakast örlitlu lengra. Um þessar mundir var Næfurholts^ bærinn rifinn og hefir aldrei síðan verið bygður upp aftur á sama stað. I nóvemberlok lá eldurinn. niðri þrjá daga. En allan desembermánuð gaus eldi 'Og ösku í fjallinu, stundum á- kaft, en hægði á milli. Eftir áramótin sást oft illa til Heklu fyrir þykkviðri, en hún virtist gjósa með mjög stuttum hvíld- ;um fram til 20. mars 1946. fOskufall varð mest í Landsveit og Hreppum, en askan barst einnig norður um land, og Reykjavík fór ekki með öllu varhluta af henni. Eldflóð steyptust enn öðru hvoru ofan úr Heklu óg bættust í hraun- hafið fyrir neðan. En það var þá mjög tekið að storkna og hætt að breiðast út. Jarð- skjálftakippir fundust nokkr- um sinnum í nærsveitunum. I lok marsmánaðar dró mjög úr gosinu. 10. apríl sást eldur í fjallinu síðasta sinni, og má heita að þá væri gosinu lokið, Um vorið og sumarið eftir lagði þó mikla hvíta gufu upp úr gígum Heklu, einkum’ fremra stóra gígnum, og við og við rauk þar upp öskublandinn mökkur. Hvíta gufan sást öðru hvoru neðan úr sveitum fram í janúarmánuð 1847. Lítið gos 1878. 1878. 27. febrúar, nálægt nóni, kom upp eldur þar, sem nú heitir Nýjahraun, milli Krakatinds og Krókagiljaöldu. Gosið stóð fram í maímánuð og sást stundum úr Reykjavík. Þetta var lítið Heklugos og sjerstaklega meinlaust. í byrj- un þess gengu að vísu jarð- skjálftar um alt Suðvesturland, en ollu litlu eða engu tjóni. Einnig breiddist hraunið (Nýja hraun) um allstórt svæði, en eingöngu gróðursnautt og ónýtt land. Öskufall var mjög óveru- legt nema á litlu svæði á ör- æfunum hið næsta gossstöðv- unum. 1913. Aðfaranótt 25. apríl vöknuðu menn víða í Rangárvallasýslu og Árnessýslu við þráláta jarð- skjálftakippi, sem fundust einn ig í Reykjavík, en voru yfirleitt hægir. í birtingu sást, að eldur var kominn upp skamt austur af Heklu, og síðar um daginn sást annar eldur nokkru norðar og austar. Aðrar gosstöðvarnar voru undir Mundafelli, hinar á Lambafit. Mundafellseldur- inn mun hafa komið upp fyrr, og stóð hann 'aðeins fáeina daga. En á Lambafit gaus fram í miðjan maímánuð. Þetta voru smágos eins og næsta Heklu- gos á undan. Frá báðum eld- stöðvunum að samanlögðu rann öllu minna hraun en 1878, og Öskufall mun hafa verið svip-. að. Hið eina verulega tjón af völdum þessa síðasta Heklu- goss var, að áningarstaðinn góða, Lambafit við Helliskvísl, tók af með öllu. Kabaretfinn á mánudag Breytingar á hand- knatlieiksreglnnnm SIGRfÐUR ÁRMANN og- Lárus Ingólfsson hafa haldið kabarett-sýningar sínar fjög- ur kvöld samfleytt í Sjálf- stæðishúsinu við feikna að- sókn og ágætar undirtektir. — En sýningum fer nú að fækka, þrátt fyrir aðsóknina,: því að húsnæði hefur verið pantað fyrir margar aðrar skemtanir í Sjálfstæðishús- inu. Næst sýna þau annað kvöld og hefst sú sýning klukkan hálf-níu, stundvíslega, og verður því snemma lokið, enda verður ekki dansað á eftir. Hinsvegar mun Lárus syngja nokkrar af sínum vin- sælustu gamanvísum á milli þátta, en það hefur hann orð ið að gera hin síðari kvöldin sökum fjölda áskorana. i K|ólala@er { Af sjerstökum ástæðum er { til sölu nýkeyptur kjóla- | lager með innkaupsverði. { Tilboð merkt: „Kjólalager í með innkaupsverði — ■ 902“ sendist Mbl. EFTIRFARANDI breytingar hafa verið gerðar á handknatt- leiksreglum Í.S.Í. (inni) til sam ræmis við reglur Alþjóðasam- bandsfns I.H.F., sem stofnað var á sJL sumri: 1. gr. Niðurlag greinarinnar: Nú ber þess o. s. frv. falli niður. I stað þess komi: Þar sem sam- an fará veggir og takmarkalín- ur og völlur er minni en 15—25 X30—50 skal markið vera 2,00 m. á hæð, en 1,70 m. á breidd. Markbogi er hálfhringur með 2,50 m. geisla, dregnum út úr miðju markinu á marklínu (að öðru leyti sjá mynd nr. 2). 3. gr. Byrjun 3. gr. falli nið- ur, en í stað komi: Kapplið er skipað 10 leikmönnum, er skift ast á að leika þó þannig, að aldrei leiki fleiri en 7 í einu. a) Eigi mega færri en 5 hefja leik, en bæta má tveim inn meðan á leik stendur. Þó kapp- liðið fækki niður fyrir 5 meðan á leik stendur skal leik haldið áfram. b) Leikmenn, sem skift ast á með að leika, mega aðeins gera það á þeim stað, sem þeirra eigin leikmenn hafa til leikmannaskifta. Leikmaður, sem kemur í leik skal tilkynna það dómara (aukakast). Auka- kast skal tekið þar sem brotið gerist. Leikmaður má fyrst koma inn á völlinn eftir að sá, er hvílist, hefir yfirgefið hann (aukakast). Þeir, sem skifta, skulu vera þar sem tímavörð- urinn er svo að hann eigi hægt með að fylgjast með því að rjett Sje skift. c) Ef skift er ólöglega um leikmann skal hegnt með aukakasti frá þeim stað, sem hann gerðist þátttak- andi í leiknum. Ef ólögleg skift ing endurtekur sig, skal þeim, er síðast kom ólöglega á leik- völl, vísað úr leik í tvær mín- útur og fyrirliði liðsins kærður til viðkomandi handknattleiks- ráðs. d) Ekki má setja mann í stað annars, er vikið hefir verið hafa verið gerðar á handknatt- úr leik. e) Leyfilegt er að kasta knetti niður einu sinni og grípa aftur (á 30—50X15—25 m. velli. Greinin: Oheimilt er að leika o. s. frv. verði óbreytt. 4. gr. Leiktími í fjölkeppni, út-að: Ef tími fer forgörðum, falli niður, í stað komi: Leik- tími í fjölkeppni skal vera: 1. fl. karla 2X10 mín. ekkert hl«je í hálfleik. 1. fl. konur 2X7 mín. ekkert hlje í hálfleik. 2. fl. karla 2X10 mín. ekkert hlje í hálíleik. 2. fl. konur 2X7 mín. ekkert hlje í hálfleik. 3. fl. drengja 2X7 mín. ekkert hlje í hálfleik. Leiktími í tvíkeppni (ein- stakir leikir) skulu vera: L fl. karla 2X25 mín. 10 mín. hlje. 1. fl. konur 2X15 mín. 5 mín. hlje. 2. fl. karla 2X20 mín. 10 mín. hlje. 2. fl. konur 2X15 mín. 5 mín. hlje. 3. fl. d’-engir 2X15 mín. 5 mín. hlje. Greinin: Ef tími fer o. s. frv. út að: Nú fást ekki úrslit o. s. frv. falli niður. í staðinn komi: Sje jafntefli og leikið skal til úrslita, skal framlengja leikinn eftir 3 mín. hlje, og nýtt marka vál, í 2X5 mín. fyrir 1. fl. karla og 2X3% mín. fyrir aðra fl. (ekkert hlje í hálfleik). Ef ekki fást úrslit eftir þessa framleng- ingu skulu framlengingar fara fram (2X5 og 2X3Vz mín.), þar til úrslit íást að enduðum þessum leiktíma. Skifta skal um mark við hverja framlengingu. Ekki má skifta um leikmenn þegar leik er framlengt. Staðfest af í. S. í. 24. febr. 1947. Sænski íþrótlaþjálf- arinn Kreigsman látinn EINN kunnasti og besti íþróttaþjálfari heimsins, Sví- inn Wm. Kreigsman, ljest í byrjun þessa mánaðar, sextíu ára að aldri. Hafa fáir íþrótta þjálfarar unnið eins mikiði starf og hann. Hann á vini um heim allan og einnig fs- iand stendur í þakklætis- skuld við hann. í febrúar s.I. átti jeg m.a. tal við Jón Kaldal, og hafði Iiann þá nýlega fengið brjef frá hinum gamla vini sínum og þjálfara, Kreigsman. Jón þakkar Kreigsman það, að hann varð hlaupari. Kreigs- man var 1918—19 þjálfari danska íþróttasambandsins og þá „uppgötvaði“ hann Jón. Kreigsman fór frá Danmörku til Noregs og hin mikla fram för Norðmanna þá í frjálsum íþróttum, var mest honum að þakka. Rjett áður en Olvmpiuleik- arnir hófust í Amsterdam 1928 fann Kreigsman galla á hlaupábrautinni. Fjelck hann hann lagaðan, og þar náðist mjög góður árangur. Eitt- hvað svipað skeði í Berlín 11936. Benedikt Waage átti tal við Kreigsman 1939 í Kaup- mannaRöfn og sýndi honum uppdrátt að væntanlegu í- þróttasvæði í Revkjavík. —1 Kreigsman lofaði þá að koma hingað og vera hjálplegur við framkvæmdirnar, en því mið- ur gat ekki af því orðið. Wm. Kreigsman hafði mik- inn persónuleika. Hann hafði sjerstakt lag á að komast í náið samband við nemendur! sína og að koma auga á góð íþróttamannsefni. Kreigsman „uppgötvaði" marga bestu í- þróttamenn heimsins og gerði þá að „stjörnum“. — Gunnan Akselson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.