Morgunblaðið - 30.03.1947, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.03.1947, Blaðsíða 16
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói: Austan gola eða kaldi. L'jett- skýjað. OTTAST LANGVARANDI HEKLUGOS. — Sjá bls. 2. — Saga Heklugosa. Sjá bls. 9. Sunnudagur 30. mars 1947 Öskufall og hraunflóð kringum Heklu Uppdráttur af Heklu og umbverfi hennar. Svöríu strykin við sjálft fjallið sýna stefnu hraun- flóðsins. Á svæðinu innan punktalínanna var öskufall í gærdag úr Heklu. SKOMMU eftir að frjettist um gosið í gær, var einS og eitthvað æði gripi bæjarbúa og allir vildu óimir komast upp á Kambabrún og helst lengra, til að sjá náttúruhamfarirn- ar. Byrjuðu bílar að streyma úr bænum, og svo margir, að illmögulegt var að fá bíla á bifreiðastöðvum, en á Hellis- heiði lenti alt í óreiðu vegna bílaþvögunnar. P 500 bílar Maður, sem var að koma úr Skíðaskálanum, komst hingað til bæjarins klukkan sjö eftir rúmlega tveggja tíma ferð, en Agnar Kofoed-Hansen, lög reglustjóri, tjáði blaðinu, að um níu leytið hefðu um 500 bílar verið á heiðinni. Mátti heita að umferðin hefði alveg stöðvast um tíma — vildu sumir komast upp eftir en aðr ir til Reykjavíkur -— og varð. loks að senda fnenn á vett- vang til að greiða úr flækj- unni. Til lítils farið Reyndar sögðu flestir, sem upp á Kambabrún fóru, að þaðan væri í rauninni ekkert meira að sjá en hjeðan úr Eeykjavík — aðeins einn geyálstóran gosstrók, en eng- ar eldglæringar. Voru menn aðvaraðir við því í gærkvöldi að fara austur nema í nauðsynlegum erind- um. <s>- sinj Ruhr-hjeraði Dortmund í gærkvöldi. BRESKT herlið stóð til taks í dag, er verkföllum og'kröfu- göngum hjelt áfrdm í Ruhr. Fregnir herma, að einstaka borgir hafi nú matvæli aðeins til örfárra Rlukkustunda, en opinberlega var tilkynt, að ver- ið væri að undirbúa það, að breski herinn flutti alla þá fæðu, sem frekast væri unt, til hungursvæðanna. Kolanámumenn hófu í dag verkfall og neituðu að hefja vinnu 1 sumum af stærstu nám- unum í Dortmund. Opinberir embættismenn segja, að ef kola verkfallið breiðist út, sjeu lití- ar Iíkur fyrir því, að takist að ná því takmarki, að kolafram- leiðslan verði f maí orðið 250.000 tonn á dag. — Reuter. ÞORVALDUR Skúlason, listmálari, opna,ði málverka- sýningu í Sýningarskála myndlistarmanna í gær. — Höfðu í gærkvöldi um átta leytið þegar selst fimm olíu- málverk og átta vatnslita- myndir, en á sýningunni eru meðal annars málverk þau, sem voru á norrænu listsýn- ingunni í Noregi í júní s.l. ár. Þessi málverkasýning Þor- valdar er sú fyrsta, sem hann heldur hjer á landi síðan 1944, en fyrir stríð hafði hann nokkrar sýningar utan- lands. Á sýningu þeirri, sem hann nú hefur opnað, eru 34 olíö- málverk, sem máluð eru á tímabilinu frá 1934—1947. Þá sýnir hann einnig nokkr- ar teikningar og vatnslita- myndir. Ekki er að efa að þessi sýn ing Þorvaldar veki athygli bæjarbúa. Hún er bæði fjöl- breytt og efnisrík, auk þess sem marga mun fýsa að sjá, hvaða verk urðu fyrir valinu í fyrra, er dómnefnd ákvað, hvaða verk listamannsins skyldu send á norrænu list- sýninguna. Myndirnar fjórar, sem valdar voru, heita; Gjóst ur, Fuglar, Drama og Fjara. Sýning Þorvaldar verður opin til 8. apríl. í*fiSliíiíiíi II ii! Síðuslu Heklu-frjeffir — kl. 1. í nótf: Voru 600 m. frá braimstraummum RJETT FYRIR klukkan eitt í nótt símaði Ragnar Jónsson á Kellu, að hann hefði við þriðja mann farið upp í miðja Heklu og verið um 600 metra frá hraunstrauminum. Þeir fjelagar fóru upp Næfurholtsfjall á jeppa að Markhlíð, gengu niður hana yfir Næfurholtshraunið og á miðja Heklu vestanverða. Sáu þeir greinilega sjö hraunfossa koma niður hlíðina. Nyrsti hraunfossinn virtist koma úr stórum gíg úr sunnan- verðri öxlinni ofan við Sprengi- brekku. Var það mikið hraun, sem valt úr honum — virtist mörg hundruð metra. Komust þeir næst í 600 metra fjarlægð frá þessu hrauni, sem skreið hægt fram. Hinir sex hraunfossarnir, sem þeir fjelagar sáu, færðust sumir hratt niður fjallshlíðina. Syðsti fossinn var kominn nið- ur á jafnsljettu í Næfurholts- hrauni (hinu svonefnda nýja hrauni). Þessi foss virðist stefna beint á Markhlíð og álítur Har- aldur í Holti stefnu hans ná- kvæmlega sömu og hraunsins 1845. Nyrst sá Ragnar og förunaut ar hans ógreinilega áttunda hraunstrauminn. Var greini- legt, að hraunflóðið jókst mikið meðan þeir dvöldust við þarna, virtist vesturhliðin eitt eldhaf og hraunflóðið vaxa mikið við hrikalegar sprengingar, sem alt af annað slagið yfirgnæfðu all- an .annan hávaða. Aðalhraun- strauminn álíta þeir fjelag- ar sig ekki hafa sjeð. Hann sje fyrir norðan það sem þeir sáu. Oskufall var þarna ekkert, heldur bjart og sást alveg upp á brúnir fjallsins. Ragnar fór aftur upp eftir í nótt og mun meðal annars sækja börnin og gamla konu í Næfurholt, enda þótt bærinn sje ekki í yfirvofandi hættu eins og er. Rauði krossinn og Slysavarnafjelagið munu aðsfoða VEGNA útvarpsf rj ettar„ sneri blaðið sjer á ellefta tíra anum í gær til Sigurðar Sig- urðssonar, berklayfirlæknis, og spurðist fyrir um aðgerðir Rauða krossins í sambandi við gosið. Sagði hann, að rík- isstjórnin hefði í gær snúið sjer til Rauða krossins og Slysavarnafjelagsins og farið þess á leit, að þau hefðu sam- vinnu um að aðstoða fólk á’ gossvæðinu, ef með þyrfti. — Hafa fjelögin því snúið sjer til sýslumanna í Árnessýslu og Rangárvallasýslu og beðið þá að hafa samband við hreppstjóra og oddvita, ef ske kynni að fólk þyrfti að- stoðar við strax. Sagði Sigurður blaðinu, að enn hefðu engar beiðnir bor- ist um lijálp af neinu tagi. □- -□ IESSÓK fylgir blað- inu ekki í dag. -□ Flugferðir að eld- sföðvum Heklu FLUGFJELÖGIN hófu í gær ferðir austur að Heklu, en áhugi manna á að fljúga að eldstöðvunum og sjá gosið úr loftinu var mjög mikill Fóru flugvjelar Flugfjelags íslands als 11 slíkar ferðir, en flugvjelar Loftleiða í sex. Hátt á fjórða hundrað manns mun hafa tekið þátt í ferð- um þessum. Umræður um endurskoð- un bresk-rússneska samninpns Moskva í gærkvöldi. UMRÆÐUR eru nú byrjað ar í Moskva um endurskoðun bresk-rússneska sanmings- ins. Umræðunum verður haldið áfram í næstu viku. * I Beðið um uppiýs- íngar um Heklu- gos Morgunblaðið hefir ver- ið beðið að koma því á framfæri, að sem flestir menn, hvar sem þeir kunna að vera á landinu, reyni eftir getu að fylgj- ast sem best með Heklu- gosinu. Nauðsynlegt er að þeir, sem vilja leggja mál- inu lið sitt, athugi og geri nákvæmar mælingar á öskufalli, hæð gosmökks- ins og reyni að fylgjast vel með drununum úr eldfjallinu. Og vera vel á verði gagnvart öllu því, sem hægt er að setja í samband við gosið. Pálmi Hannesson rektor veitir slíkum upplýsingum mót- töku. T »*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.