Morgunblaðið - 30.03.1947, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.03.1947, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagrir 30. mars 1947 Heklugos Framh. af bls. 2. og ekki kvaðst hann hafa orð- var við ótta hjá neinum. Keflavíkurflugvöllur Seint í gærkvöldi hringdi Kjartan Jónsson lögregluvörð- ur við hliðið á Keflavíkurflug- velli. Hann sagði, að hann hefði sjeð strókinn upp í áttina að Heklu kl. 6,30 í gærmorgun. Sagði Kjartan að þá hafi gufu- bólstrarnir verið komnir hátt á loft. Hann sagðist þegar hafa hringt hingað til Reykjavíkur, en lögreglumenn hjer hefðu ekki sjeð neitt. Grímsey og Húsavík Norður í Grímsey heyrðist mikill dynkur um kl. 6,40. Það var símstöðvarstjórinn þar, sem fyrst heyrði einn þungan dynk, en síðan nokkra minni. Skíðamenn sem voru snemma á ferð norður á Húsavík urðu þeirra einnig varir. Þar mun ekki hafa orðið vart við jarð- skjálfta. Jarðskjálffar um land allf Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni mun jarðskjálft anna er urðu fcjett í því og Hekla tók að gjósa, hafa orðið vart um nær land alt. Raufarhöfn, en þangað mun vera lengst frá gosstöðvunum, eða 330 km., í beinni loftlínu, urðu menn þeirra varir. Þá varð fólk í Stykkishólmi vart við jarðhræringar, svo og í Boí- ungarvík. Hjer í Reykjavík sýndu jarðskjálftamælamir jarðhræringar og snarpasti kippurinn kom -kl. 6,50 í gær- morgun, og var sá allsnarpur. Við athugun jarðskjálftamæl- anna kom í ljós, að fyr um morguninn höfðu verið hjer lítilsháttar jarðhræringar, en þær vart mælanlegar. Fjelag lisfdansara sfofnað FJÓRTÁNDA þ. m. stofn- uðu listdansarar hjer í bæn- um fjelag með sjer, sem þeir nefna Fjelag íslenskra iist- dansara. — Tilgangur þessa fjelags er fyrst og fremst að gæta sameiginlegra hags- muna íslenskra listdansara og ennfremur að vinna að eflingu danslistarinnar hjer á landi, Stjórn fjelagsins skipa frú Ásta Norðmann, sem er for- maður, frú Sif Þórz, ritari, og ungfrú Sigríður Ármann, gjaldkeri. IVflinningarorð: Magnús Sigurjónsson MAGNÚS Sigurjónss., eða Maggi, eins og við fjelagar hans kölluðum hann, var fæddur 2. júní 1916. Andlát hans var með sviplegum hætti. Hann fór til æskustöðvanna, ætlaði að vera fljótur í ferðum, en „fótmál dauðans fljótt er stigið“, og það sannaðist þar — hann kom ekki lífs aftur. Okkur fjelögum hans og sveitungum finst við eiga svo erfit með að sætta okkur við, að hann er horfinn úr hó pokkar — hann, sem var svo hraustur og lífsglaður og virtist hafa óbilandi kjark og lífsþrek til starfa og dáða. Það er mikill skaði, ekki að eins fyrir ættingja hans og vini, heldur og líka þjóðfje- lagið, að missa slíkan af- bragðs mann á besta skeiði lífsins. Hann var sístarfandi og jeg hef fáa þekkt, sem hafa fundið eins mikla gleði í störfum sínum og hann eða lunnið þau með meiri áhuga og dyggð, enda sóttust menn eftir því að hafa hann í þjón ustu sinni og fyrir það naut jhann oft betri kjara en al- Gömlu dansarnir í nýju mjólkurstöðinni í kvöld kl. 10. Aðgöngumiðar við innganginn. Qx$>$X&<§>QX$x$x$»$>Q>Qx&&§>Q>Q><$><$><§X$><$*$>G>&$><$GX$x$X$><&<§x$X$><$>$X$<&&$x$Q><§X$x$x$X§> TILKYNNING Þar eð ráðherra sjávarútvegsmála hefur með brjefi dags. 27. þ. m. falið oss að annast framkvæmd á ó- leystum verkefnum varðandi byggingu hinna nýju síldarverksmiðja á Siglufirði og Skagaströnd, þá til- kynnist hjer með, að hjeðan í frá ber hlutaðeigend- um að snúa sjer til vor varðandi greiðslur og önnur erindi viðvíkjandi byggingamálum þessara verk- smiðja. — Reykjavík, 28. mars 1947. Stjórn Síldarverksmiðja ríkisins. ment gerist. Morguninn sem Maggi fór í sína síðustu ferð, skyldi hann óafvitandi ljósið eftir í berberginu sínu og má segja það sem tákn, að hvar sem hann fór og dvaldi, skyldi hann ávalt eftir yl og ljós og allir sem kynntust honum eiga fagra og ljúfa minningu um góðan dreng. — Gleðin var ein af hans góðu eigin- leikum. Hann var jafnan kát ur og ljettur í lund og ljet sjer ekki alt fyrir brjósti brenna og í hópi fjelaga sinna var hann hrókur alls fagnaðar. Skap hans var þó fast og ein arðlegt og hann Ijet hispurs- laust skoðun sína í ljósi við. hvern sem var. söng og söng ; | mikið í hópi góðra vina, þó dult færi hann með þá gáfu sína er ókunnir voru í ná- munda. — Kæri vinur þú fæddist inn í þennan heim er stjarna vorsins var að kalla fram af vetrarsvefninum blómin í j skauti móður náttúru — þú varst vorsins barn. Nú þegar hinar löngu skamdegisnætur eru að fjarlæjast fyrir hinnil hækkandi sól, kveður þú heim inn. 27. þ.m. fylgdum við ættingj ar og vinir þínir þjer að hmsta beðnum. Það var djúp ur söknuðuur í hjörtum okk ar allra — en við hugguðumst við vonina að þú sjert kominn til lands dýrðar og meira ljóss þar sem ný verkefni bíða þín og eilíft ljós vakir yfir þjer. „Þú er sæll, við syrgja megum ei. en sanna og ljúfa minning um þig geyma“. Fjelagi. Breskur liðsforingi drepinn Jerúsalem í gærkvöldi. OPINBERLEGA er til- kynt, að einn breskur Iiðs- foringi hafi látið lífið í Pale- stínu í dag og landi hans særst hættulega, er 5 Gvðing ar gerðu þeim fyrirsát og hófu á þá skothríð. Annar Breti, sem með þeim var slapp ómeiddur. London í gærkvöldi. Samkvæmt útvarpsfregn frá Sviss, gereyðilagðist þorp ið Stein í dag, er eldur kom upp í því, með þeim árangri, að um 30 hús brunnu til grunna, en 100 manns urðu atvinnulausir.. Eldurinn braust út á veit ingahúsi, en vegna mikils storms, breiddist hann mjög hratt út. Höfðu 12 hús í miðju þorpinu brunnið til grunna á einni klukkustund. —Hrikaleg stund... Framh. af bls. 5 eldgosinu og skal ekki rakið frekar. Aðeins þessi eina saga, sem Pálmi Hannesson sagði, sem dæmi um frægð Heklu gömlu, en það var lengi vel svo, að erlendis þektu menn aðeins tvo staði á íslandi, Heklu og Geysi. Virðist svo vera enn, því fyrir nokkru barst hingað brjef frá lítilli breskri skólastúlku, sem skrifar og biður um upp- lýsingar um Island. Utanáskrift brjefsins er: „The Inspector of Education, HEKLA, Iceland". (Kenslu- málastjórinn, Heklu, íslandi). — Helgi Pjelurss Framh. af bls. 7 hvað sem gott er. Því fremur : magnast þeir af betri verum. Því æðra tilverustig sem er, þeim mun fullkomnari er sam- stilling einstaklinganna, sam- hugurinn, samúðin; samtökin. Og því meir sem tilverustigum svipar saman að fullkompun því meira er sambandið milli þeirra. Þar sem sambandið við hinar fullkomnari verur á öðrum hnöttum er komið í rjett horf, þar fer allt að takast; þar verð- ur að öllu leyti farið að stefna að því, að lifa samkvæmt til- gangi lífsins, þar kemur líf- stefna í stað helstefnu. ♦ Sá, sem ekki vill reyna að skilja tilgang lífsins er ófrjáls hvernig svo sem högum hans er háttað að öðru leyti. Hann er eins og heimgæsin, sem hefir tapað sínu sanna eðli. En hann er ekki dæmdur. Raust sann- leikans getur vakið hann, þvx að sannleikurinn er rödd hins skapandi máttar, uppsprettu kraftarins. Dr. Helgi er vorboðinn, sem fer hærri vegleysur en aðrir. Hann beinir flug himinskaut- anna á milli. Hann er 75 ára á morgun. En enn má segja hið sama um hann eins og Guð- mundur skáld á Sandi kvað um hann eitt sinn: • Helga sindrar öllum af eins og skini í bylgju. Gaf þeim manni gull og raf guð í heimanfylgju. Árni Óla. • Ef Loftur gfetur það ekki — þá hver? X-9 & & & & & Eftir Roberf Slorm Racins at BREAKNECK ^ 5PEED, PMIL ; H/AZE'S CAR f CATAPULT<5 I INTO A FLOOD-SWOLLEN i CREEK... | WlTH PHIL, IN | THE CAR, ARE 5UERRY KRATER ' AND BIN6 CORRIGAN —^ FrO/M THE A1UDDV DEPTH5, A FIGURc PO?D TO THE GURFACE... BL-L-L3 ! H0WD...I GET OUTA THAT... CRATE ? A A10/MENT LATER — IT— IT'$ SHERRY fMfr mm Svndícatc. Inc., world ri^hts rescrvcd. Bíll Haze hefir steypst í fljót nokkurt og Bing hefir komist út og heldur sjer í trjábol í straumn- um. Hann sjer hvar Sherry kemur upp á yfirborðið og tekst að ná í hárið á henni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.