Morgunblaðið - 30.03.1947, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.03.1947, Blaðsíða 7
Sunnudagur 30. mars 1947 MORGUNBLAÐIÐ 7 - LÍFSPEKI ÐR. HELGA PJETURSS VJER skulum hugsa oss fagran vormorgun eftir langan og harðan vetur. Þeyvinflar eru komnir og loftið er þrungið af þessari einkennilegu angan, sem leggur af bráðnandi fönn- um og vaknandi gróðurlífi. — Sunnan af hafi koma gæsir í oddaflugi og hinn gjallandi söngur þeirra ómar um loftin blá og bermálar í hæðum og klettum. Og um leið gjalla við gæsir í túni. • Heimgæsirnar teygja álkurnar og baða vængj unum eins og þær ætli að hefja sig til flugs. Þær hafa orð- íð fyrir magnan af því að heyra til farfuglanna. Hljómurinn og vængaþyturinn hefir snortið dulinn streng í vitund þeirra. Fyrir hugarsjónum þeirra blasa alt í einu við óravíð höf í stað bæjarlæksins og endalaus blá- tær himingeimurinn í stað hlaðvarpans. Eðli heimgæs- anna hefir í einu vetfangi breyst í eðli farfugla. Frelsis- þráin, löngunin til að lifa lífinú samkvæmt tilgangi þess; hefir snortið þær sem aðkömandi magnan. Á líkan hátt fer oss, er vjer heyrum rödd sannleikans. ★ Snorri Sturluson segir svo frá fyrstu náttúrufæðingunum á þessari jörð: „Það hugsuðu þeir og undr- uðust hví það mundi gegna, er jörðin, dýsin og fuglarnir höfðu saman eðli í sumum hlutum, og þó ólík að hætti. Það var eitt, að jörðin var grafin í hám fjalla tindum og spratt þar upp vatn og þurfti þar eigi lengra að grafa til vatns en í djúpum döl- um; svo er og dýr og fuglar, að jafnlangt er til blóðs í höfði og fótum“. Helgi Pjeturs gerðist nátt- úrufræðingur. Hann vakti þeg- ar athygli á sjer fyrir framúr- skarandi athugunarhæfileika/ Hann fann það, sem reyndari vísindamenn höfðu ekki fund- ið. Hann varð brautryðjandi um skilning á jarðfræðisögu íslands. Það er ekki smávegis afrek. En honum fór eins og Snorri segir, að hann undraðist það, að hin líflausa jörð og hin lif- andi náttúra höfðu saman eðli í sumum hlutum, og þó ólík að hætti. Hann hneigðist því meir og meir að rannsókn lífsins og tengslum þess við jörðina, og hefir nú um aJlt að hálfrar ald- ar skeið unnið að þeim rann- sóknum með sívakandi áhuga. Um aldamótin byrjaði hann að. rannsaka eðli svefns og drauma og gerði sjer vonir um að fá með því auldnn skilning á eðli meðvitundarinnar. En þar fór sem oftar í rannsókn- um hans, að árangurinn varð miklu meiri, en hann hafði bú- ist við, og óvæntur. Hann segir sjálfur svo frá: ,,Jeg lifði við vesalli ástæður en flestir vís- indamenn og það virtist útilok- að að jeg mundi gera nokkrar af hinum stórkostlegri uppgötv- unum í náttúrufræði. Og svo fann jeg í mínum eigin huga hið stórkostlegasta rannsóknar- svæði“. Merkileg er sú magnan, sem leiðir af fjöfgisnámi lungnanna, andardrættinum. — Erá upp- sprettu kraftarins er hin sof- andi vera mögnuð til þess að geta haldið áfram að lifa. — í svefninum fær maður nýjan lífs þrótt. Aðeins nokkra sólar- hringa getur hann lifað, sje honum varnað svefns. Kraftur- inn, sem magnar manninn í svefni, er sá hinn sami, sem tendraði hina fyrstu örsmáu neista lífsins á jörðinni í upp- hafi. Einn þáttur magnanar þeirrar, sem verður í svefni, er vitmagnan, magnan af annar- legu víti. Meðvitund annars kemur fram í hinum sofandi heila. Draumar eru ekki hug- arbvrður mannsins sjálfs, held- ur fram komnir fyrir inngeislan frá öðrum huga eða hugum. — Þessi annar á venjulega heima á öðrum stjörnum. Hjer er um að ræða samband líkt og á mið- ilsfundi, enda er svefn, dásvefn og miðilsástand náskylt. Þessi hefir í fám orðum orð- ið niðurstaðan af rannsóknum dr. Helga á svefni og draumum. Um það segir hann: „Uppgötv- un þessi er upphaf hinnar sönnu heimspeki. Með henni er ljósi vísindanan brugðið yfir svæði trúarbragðanna. Þessi uppgötv- un er í senn uppgötvun í eðl- isfræði, sálufræði, líffræði, stjörnufræði og heimspeki. Sá, sem hefir skilið eðli drauma, veit jafn áreiðanlega að lífs- samband milli hnattanna á sjer stað, eins og að hann hefir sjeð sól og stjörnur. Framtíðin mun sanna það, að áreiðanlegri at- hugun í náttúrufræði, en þessi er, hefir aldrei verið gerð. Er þar fundin hin furðulegasta og þó traustasta sönnun fyrir fjar- geislan hinnar lifandi veru. Og áhrifum hennar á aðrar verur virðast ekki nein takmök sett „Þráðlaust samband" taugakerf anna getur orðið þrátt fyrir fjar lægðir slíkar, sem í stjörnu- geiminum eru, sólhverfanna og vetrarbrautanna milli. Jeg hefi fundið að svefninn, miðils- ástandið og spámannsástandið eru í aðalatriði sama eðlis, það er íleiðingarástand (bioindukt- ion). Með þessu er allri dul- rænu lokið og Ijós vísindanna komið í hennar stað. Er þar stigið þýðingarmeira þekking- arspor, heldur en þegar fundið var að eplið, sem fellur til jarð- ar, lýtur sama krafti og tunglið á ferð sinni kringum jörðina“. * Þegar dr. Helgi hóf þessar rannsóknir sínar var þekkingin svo langt komin, að vjer vissum hvernig jörðin hafði sl**past og gátum í stórum dráttum rakið sögu jarðlífsins. Jörðin er af- sprengi sólar. Um miljónir alda var hún glóandi eldhnöttur, þar sem voru ferleg gos, en ekkert líf og enginn lífsneisti og engin Íífsskilyrði. Lífið hlýt- ur því að vera aðflutt. Jörðin kólnaði og höf mynd- uðust. Þá hófst lífið hj.er fyrir tilsendan kraft, eins og segir í Eddu, örsmáar lífagnir, frum- neistar lífsins, fyrstlingar eða protistar, svo örsmáir að þeir hefðu ekki orðið sjenir nema á smásjá. Svo liðu miljónir aldá. Þá komu fjölfrumungar. Og enn liðu miljónir alda þangað til þróunin hafði náð því að Dr. Helgi Pjeturss hjer kom fram hugsandi vera, maðurinn. Lífspeki dr. Helga, sem kem- ur fram í Nýals-bókunum, hróflar ekki við þessari undir- stöðuþekkingu, heldur fylgir henni og sýnir hvernig á því stendur að hún er rjett. Hún er svör við þeim spurningum, sem mannkynið hefir verið að velta fyrir sjer frá órofi vetra: Hvað er lífið? Hvar er upphaf þess? Hver er tilgangur þess? Hvert stefnir það? Til þess að skilja það, verða menn að gera sjer grein fyrir því, að jörðin er aðeins örlítið brot úr einu sólhverfi. En sól- hverfi er örlítið brot úr vetr- arbraut, þar sem eru 1500 milj. sólna og 5000 kulnaðar sólir á móti hverri einni bjartri. Og vetrarbraut er ekki annað en lítið heimshverfi, brot úr heild, þar sem eru miljónir vetrar- brauta. Slíkur er mikilleiki heimsins. En um allan hinn ó- mælanlega geim, frá vetrar- braut til vetrarbrautar, frá sól- hverfi til sólhverfis, frá stjörnu til stjörnu, liggja geislar eins og taúgakerfi í mannlegum lík- ama. Nokkra af þessum geisl- um þekkjum' vjer, svo sem ljós- geisla, hitageisla, rafmagns- geisla og segulgeisla, og dr. Helgi bætir við lifgeislum og vitgeislum. Öllum geislum fylgir kraftur eða magnan. All- ir kraftar eru skyldir. Ein eru upptök þeirra allra. Krafturinn, sem heldur efnum stjörnunnar saman í mynd hnattarins, er kraftur sá hinn sami, sem á æðra stigi heldur efnum úr stjörnunni saman í þeirri mynd, er vjer köllum mannslíkama. Lífmagngeislan frá þessum krafti kveikti lífið á jörðinni. Þannig er saga alls heimsins. Hinn fulkomni verundur leit- ast við að framleiða sjálfan sig í hinu ófullkomna og fullkomna það. Hið ófullkomna getur ekki nálgast hið fullkomna, og þes vegna verður á hinn veginn. Til þess að gera éfnið sier líkt, verður hinn fullkomni verund- ur að leita að því, nálgast ó- fullkomnunina. Geislarnir frá honum til efnisins framleiðir ekki þegar í stað hann sjálfan, heldur hilndir efninu fram á leið verðandinnar og kemur fram sem kraftur í ýmsum myridum; aðdráttaraflið verður til, hiti og ljós, heimsþokurnar komá frarri' og sóíhverfin fara að skapast. Og seinna, þegar sögu sólhverfanna er nógu langt komið, kemur geislanin frá hin- um fullkomna fram sem líf á kólnandi hnöttum. Örlítilli ögn af hinu líflausa efni, er fyrir tilkomu kraftarins snúið til lífs. Hinn geislandi kraftur er alltaf sá sami, en efnið, sem fyrir geislaninni verður, magn- ast lengra og lengra, og sífelt margbreytilegri aflmyndir koma þar fram. Því lengra sem magnanin er komin, því full- komnari afltegund getur - hið magnaða tekið við. — Þannig magnar hinn fullkomni hið ó- fulkomna til sín. Atómin eru hverfi af frum- eindum og eðlisfræðingar hafa fundið, að eiginleikar frumefn- anna koma fram við hina ýmis- legu samstillingu þeirra. At- ómin samstillast og sameindin (molecule) verður til. Og enn kemur magnanin fram á nýjan hátt, hin samsettu efni verða til. Sú sameindin, sem marg- faldlegast er samstillt, verður síðan undirstaða lífsins, því að þegar samsafn er af slíkum sam eindum, getur magnanin komið fram sem líf. Enn samstillast hinar lágu, lifándi verur, fyrst- lingarnir eða frumverurnar, til ávalt margbrotnara lífs. Og hjá þessum mjög margfaldlega samsetta og samstilta niðja fyrstlingsins, eða einfrumungs- ins, sem kallast maður, getur loks magnanin farið að koma fram sem vit. Hjer er sögð sagan um upp- runa lífsins á jörðinni, og hjer er leyst sú gáta hvernig á því stendur að jörðin og dýrin og fuglarnir hafa saman eðli í sum um hlutum. Þetta er náttúru- fræði. En takmarkið, sem keppa verður að, er að lífið nái full- um yfirráðum yfir öflum hinn- ar líflausu náttúru, samstilla hina lifandi náttúru og hina líf- lausu á miklu fulkomnari hátt en verður áður en vitið kemur til sögunnar. Lífið er ekki bundið við þessa jörð. Lífið er árangur af viðleitni óendanlegs kraftar að laga hið ófullkomna eftir sjer, koma á fót sífelt fullkomnari samstillingu. Það er stefnt til sambands, eigi aðeins milli hundraða og þúsunda miljóna á einum hnetti, heldur milli alls hins óumræðilega fjölda af lif- andi verum í óteljandi sól- hverfum og vetrarbrautum. — Samstilling allra krafta er til- gangur lífsins, 'og samstilling mannlífsins við skylt, en feg- urra og íullkomnara líf á öðr- um hnöttum, er þar höfuð- atriði. / Eðlisfræðineurinn Faraday, ‘■í’m uppgötvaði íleiðslu-raf- magnið ( electric induktion) sacði að hver ódeilisögri (atóm) hefði áhrif á allar aðrar, það er að segja á allaij heiminn. Vier getum haldið áfram og saet: eigi einungis hefir hvert ódeili áhrif á allan heiminn, heldur einnig hver samögn, hvert efnasamband, hver _ lík- ami. Hver efniseind leitast við að framleiða sjálfa sig um all- an heim. Frá hv.erri veru, hinni stærstu og margbrotnusiu, til hinnar smæstu og einföldustu, : stafa geislar, sem miða, að því að framleiða sjálfa þessa veru. Þar kemur fram að það er til- gangur lífsins að taka undir með hinum æðsta krafti í sköp- un heimsins, verða heimssmiðn- um samtaka. Þetta er undir- stöðulögmál. Það stendur enn- þá dýpra en lögmálið um að- dráttarsamband hnattanna. ★ Af því að hver efnisögn leit- ast við að framleiða sjálfa sig í öllum heimi, leiðir það, að því nær sem er fullkominni samstillingu, því fremur verður máttur alheimsins í hverri eind og hverjum einstaklingi lifs- kraftur allra í einum og eins í öllum. Þær magna hver aðra þannig, að einnar kraftur er allra, og allra einnar, og þó er hver þeirra fullkomlega sjálf stæð. I hinum fulkomlega sam- stilta heimi verður eindin sem eind fullkomnari en áður. Að vita þetta og læra að stefna í áttina að þessu takmarki, er upphaf guðsríkis. Þegar menn skilja þetta, skilja þeir líka að maðurinn lifir áfram sem líkamleg vera og. á fyrir sjer að fullkompast endalaust að fegurð og krafti. Um alla ævi mannsins stendur af honum geislan, sem kalla má lífmagn og vitmagn og hagar sjer líkt og rafmagn. Það kem- ur fram og safnast fyrir á afl- svæði skylds en lengra komins og samstiltara mannkyns. Og það, sem þessi geislan stefnir án afláts að, er að endurfram- leiða líkama slíkan, sem hún stendur af. ★ En verðandi stefnurnar eru tvær. Önnur er ste|na vaxandi samstillingar, vaxandi líkingar við hina æðstu veru, lífstefnan, sem er leið til vaxandi vits og afls og fegurðar. Vaxandi fagn- aðar. Hitt er helstefnan, stefna vaxandi ósamræmis og ósam- þykkis. Sú stefna hefir verið ráðandi hjer á jörð. Þess vegna er dauðinn. Dauðinn þýðir það, að gefist er upp við tilraun að koma hinu ófullkomna efni á braut fulkomnunarinnar. íleið- ing kraftarins hefir ekki getað orðið eins og þarf. En þegar maðurinn andast losnar orka úr hinum deyjandi líkama og kem- ur fram á sama stað og öll hans ævi^geislan. Og nú skapar þessi geilsan sjer nýjan líkama. Sá, sem deyr burt af jörðu hjer þarf ekki að koma fram í betri stað. Hann kemur fram í sjer skyldum stað og samstiltari, alt eftir því hver lífgeilsan hans hefir verið. Það, sem leitt getur menn frá helstefnunni, er aukin þekking, sigur vísindanna. Að finna lífs- sambandið er upphaf þess sig- urs, fyrsta sporið í rjetta átt. Ef menn fara að hugsa um þetta fyrir alvöru hvað lífið er, og að hægt er að taka stefnubreyt- ingu, munu hollir straumar greiða fyrir sambandi við góða staði. Hugarfarið verður betra en áður. Eftir því, sem meiri samstilling er manna á milli á lífið er öflugra. En magnanin þeir frá tilverusviðum, þar sem lífið er öflugra. En magnarinn verður því endingarbetri og affarasælli, sem menn geta fremur orðið samhuga um eitt- Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.