Morgunblaðið - 30.03.1947, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.03.1947, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 30. mars 1947 ÓTTAST LANGVARANDI HEKLUGOS HEKLUGOSIÐ var sífelt að aukast í allan gærdag og svo virtist sem fleiri og fleiri gígir væru að mynd ast í fjallinu. Dunur og háv- aði var mikill frá fjallinu og skalf alt og nötraði á næstu bæjum við Heklu. Jarðfræð ingar búast við langvarandi gosum og marka það af ösk- unni, sem er stórgerð. Ösku- fall hefir orðið mikið í nær- sveitum Heklu og lagt á haf út. Á Rangárvöllum var myrkt sem um nótt og í Vest mannaeyjum var svo dimt í gærdarg vegna misturs og óskufalls, að menn urðu að kvt'ikja ljós í húsum sínum, en bílar í Eyjum og skip voru með ljósum um dag- inn. Hófst með mikiili sprengingu Gosið sjálft hófst með mik- illi og’ hrikalegri sprengingu rjett fyrir klukkan 7 í gær- morgun. Var eins og kollur- inn á fjallinu lyftist, en skömmu síðar gaus hinn mikli reykjarmökkur himinhátt og var 10—12 km. á hæð um tíma, en fór heldur lækkandi er leið á daginn. Þeir, sem horfðu á byrjun gossins úr nærsveitum Heklu lýsa því hvernig stórgrýti þyrlaðist upp úr gígnum, en síðan huld ist fjallið reykjarmekki. —. Jarðskjálftakippur kom' skömmu áður en gosið hófst,j eða svo að segja um leið, og samkvæmt jarðskjálftamæl- iinum hjer í bænum varð jarð skjálftakippurinn kl. 6,50. —• Fanst jarðskjálftinn greini- lega í austursveitum og einnig hjer í Reykjavík og Hafnarfirði. Dunur um alt land Dunur og dynkir heyrðust frá Heklu um alt land í gær- morgun, alt vestur á firði og norður til Grímseyjar, en það er svo með dynki frá eldfjöll- um, að þeir heyrast frekar langt í burtu, en skamt frá sjálfum eldfjöllunum. Stafar það af svonefndum hljóð- skuggum. 'Aðalgosið í mikilli sprungu Það er álit jarðfræðinga, að aðalgosið sje í mikilli sprungu, sem nái frá hátindi Heklu, norðaustur eftir fjalls- egginni og niður eftir hlíðum f jallsins að norðan og austan. En eins og áður er sagt var Ilekla þakin þoku og gos- mekki í gær svo að ekki sá til háfjallsins sjálfs og verð- ur því ekki sagt með neinni vissu hvar goshverirnir eru að svo stöddu máli, eða hvort þeir eru í aðalgígnum á sjálf um fjallstoppinum. En næstu 'daga munu jarðfræðingar sennilega fá nokkra vitneskj u um það hversu stórkostlegt þetta Heklugos verður, að því er Pálmi Hannesson rekt- oi’ skýrði blaðinu frá í gær. En nú er fengin nánari vissa um þetta sbr. frjett á 1. síðu. Flest Heklugos hafa staðið lengi eins og sjá má af yfir- litsgrein um Ileklugosin, sem Gosið sennilega í gígunum á hátindi eldfjallsins * Dunur og dynkir um land alt orðin átta millimetrar o g sagði, að að stærð og lit líkt- ist þetta einna helst mulinni móhellu. Hefur fólk öðru hvoru unnið að því að moka; þes^um sandmulningi af gang stjettum sínum og útitröpp- um. Þess má loks geta, að þeir, sem geta, ganga með hlífðar- gleraugu úti við, en í að minsta kosti einni verslun seldust þau gjörsamlega upp I gær. Hvolsvellir Á þessari mynd sjest hvernig gosmökkurinn bólstraðist upp frá gígnum. Myndin tekin að norðan og sjest á mistrið í kringum gosmökkinn. Myndin tekin úr flugvjel. (Ljósm.: Mbl. Fr. Clausen). birt er á öðrum stað hjer í blaðinu í dag. Gosin koma venjulega í hviðum Heklugosin koma ven j u- lega í hviðum og verður nokkurt hlje á milli og má vænta að þetta gos hagi sjer líkt. Geta gosin staðið yfir í marga mánuði og verið ýmist mikil eða lítil, eftir atvíkum. Ekjíi hætt við miklum jarðskjálftum Pálmi Hannesson telur að ekki sje mikil hætta á frekari jarðskjálftum vegna Heklugossins. Jarð skjálftar koma venjulega áður, en aðalgosið bvrjar eins og í gærmorgun, en jarðhræringar geta og orðið ef gosin koma í hviðum og þá helst á undan hverri hviðunni. Lítil hætta á öskufalli í Reykjavík Litla hættu telja jarðfræð- ingar á því, að öskufall berist ( vegna Ileklugosa í Reykjavík svo nokkru nemi vegna þess, \ að mjög sje það sjaldgæft að vindur sje svo af hreinni aust, anátt hjer í bænum, því að; venjulega sje .vindur suðaust anstæður hjer. Lítið um eiturefni í Hekluösku Menn hafa óttast, að hætta væri á að vatnsból myndu eitrast vegna öskufalls frá gosinu. Vafalaust bera lækir og ár mikið með sjer af ösku, en ekki ætti að vera rföin hætta á eitrun í venjulegum' vatnsbólum. Gufur 6g aska frá Iíeklu eru venjulega ekki eitruð að neinum mun úr Heklugosum, ólíkt því, sem verið hefur úr Grímsvatnagosum og gosum í Laka, sem eru full af fýlu og eitri. Mesta hættan af þessu Heklugosi er fyrir gróður á Suðurlandsundirlendi, eða þar sem aska nær að falla, en þó er það svo að talsverður á- burður er í Hekluöskunni, ef hún verður ekki svo mikil. að hún nái að kæfa gróðurinn. í gærdag lögðu af stað hjeðan úr bænum tveir leið- angrar jarðfræðinga og voru þeir þessir: Guðm. Kjart- ansson, Jóhannes Áskelsson, Steinþór Sigurðsson og Sig- urður Þórarinsson. Með í för- inni var Jón Oddgeir Jónsson, fulltrúi Slysavarnafjelagsins. Jarðfræðingar þessir munu kanna gosið og gera á því ýt- arlega rannsókn meðan á gos- unum stendur. í þessu skyni verður komið upp athugunar- stöðvum við bæina Galtalæk og Næfurholt. í dag mun Pálmi Ilannes- son og Trausti Einarsson fara þangað austur með öll nauð- synleg tæki, til rannsóknanna, sem verður haldið áfram þar til Hekla hefur hætt að gjósa, en þá munu verksummerki verða könnuð og á þenna hátt verður svo bygð upp rann- sókn á 23. eldgosi Hekhi. Asólfsslaðir Ásólfur Pálsson, bóndi að Ásólfsstöðum, mun einna fyrstur manna hafa orðið var við Heklugosið. í viðtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, skýrði hann svo frá, að þau hjónin hafi verið vakandi er fyrsti jarðskjálfta kippurinn kom. Er Ásólfi var litið út um glugga til Heklu, sá hann hvar gufustrókur hóf sig hátt í loft upp og breidd- ist út og umlukti fjallið. Fólk alt að Ásólfsstöðum klæddi sig í snatri og það sem var á efri hæð flutti niður. Þar fjell engin aska í gær. Er blaðið spurði Ásólf hvernig umhorfs væri við Heklu, sjeð frá bæjardyrum hans, kvað hann fjalltoppinn vera sem hann stæði í björtu báli. Þá sagði hann hraunflóð ið streyma niður suðvestur- hlið fjallsins og væri það komið nokkuð niður fyrir hestagirðinguna. Honum virt ist flóðið fara vaxandi. í allan dag hafa ægilegar drunur heyrst frá fjallinu og hafa Ásólfsstaðir leikið á reiðiskjálfi. Ásólfur sagði, að lokum að gosin væru að sjá frá sjer mest í suðvestur og norðaustur hornum fjallsins. Vestmannaeyjar f VESTMANNAEYJUM voru allar þakrennur orðnar | fullar af sandi og ösku í gær- kvöldi. Fyrri hluta dagsins lá gosmökkurinn svo yfir eyj , unum, að þar var hálfrökkur, t rafmagnsljós voru kvcikt í húsum og bifreiðar óku með ljósum. Seinni hluta dags birti heldur til, en allan dag- inn heyrðust drunurnar frá Heldu. Er blaðið átti tal við Eyjar klukkan rúmíega tíu í gær- kvöldi, virtust drunurnar heldur að aukast. Taldi heim- ildarraaður blaðsins, að dýpt- !in á sandi þeim, sem borist : hefur úr eldfjallinu, væri Árna Einarssyni, stöðvar- stjóra að Hvolsvelli, virtisti gosið heldur hafa aukist eft- ir því sem á daginn leið. ösku fall var þar lítilsháttar. Þar hefur fólk orðið vart lítils- háttar hræringa í allan gær- dag. ~ T u ’ I Geldingalækur Bóndinn að Geldingalæk á Rangárvöllum, Þorgeir Þor- leifsson, sagði, að þar hafi öskufall verið frá kl. 3,30 til 4,30 í gærdag. Þaðan sást greinilega hvar hraunflóðiði rann fram. Þorgeir sagðist hafa átt tal við mann frá Hvoli undir Eyjafjöllum og sagði maður (þessi, að öskufall hefði vericj jmikið í heimasveit. * j Múlakol í Múlakoti í Fljótshlíð varj mest öskufall fyrrihluta dagð og náði það rúmlega 3 þuml- unga dýpt í gærdag. Seinni- part dags dró úr því, eftir því sem ólafur Túbals sagði blað- inu í gærkvöldi. Á bæjunum: Fljótsdalir og að Bakkastöð- um hafi öskufallið orðið öllu meira og náð 4 þumlunga dýpi. Drunur voru þar mikl- ar í allan gærdag, en ekki taldi Túbals þær hafa aukist^ eftir því sem á daginn leið. Til vandræða horfði þar, með neysluvatn. Ekkert vatná ból er þar og hið rennandl vatn alt gruggugt af ösk- unni. Ekkert vatn er hægt að gefa búpeningi, eða neyta þess á annan hátt. Um kl. 8 í gærkvöldi barst Rannsóknar stofunni fjögur sýnishorn af vatni úr Fljótshlíð og verður það efnagreint og munu nið- urstöður þeirra rannsókna verða birtar í kvöld. Fellsmúli Sjera Ragnar Ófeigsson að Fellsmúla, sagði í viðtali við blaðið í gærkvöldi, að frá sjer virtust gosin í Heklu sjálfri vera í henni norðvestanverði og fyrir vestan Litlu Heklu. Aðal- hraunflóðið væri að sjá úr hin- um gamla Heklugíg. Þrumur voru miklar þar urd slóðir í gær. Ekki hafði ösku- falls orðið vart þar, vegnai vindáttarinnar. Sjera Ragnar sagði fólk þar á bæjunum í grend við Heklu vera rólegt Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.