Morgunblaðið - 30.03.1947, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.03.1947, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudag-ur 30. mars 1947 Á HEIMILI ANNARAR (ffptit' yifji(ftvion Q. cL erLart 26. dagur Sam svaraði: „Setjum svo að ekkert sje nýtt í málinu. Og setjum svo, að saksóknarinn hafi sagt við ríkisstjórann: Sleptu Alice úr haldi og láttu það berast út að ný rannsókn verði hafin í málinu, og sjáum svo hvað gerist þegar allir verða hræddir um sig“. Tim leit upp. „Nú, þjer hald- ið að þeir ætli að stokka spilin að nýju?“ „Alveg rjett“, svaraði Sam. „Og gefa að nýja og sjá hvaða spil menn fá á hendina og hvað þeir segja á þau og hvað þeir leggja undir“. í sama bili heyrðist útidyra- hurðinni skelt og fótatak í and- dyrinu. Richard kom inn, ber- höfðaður en með kápu á öxl- unum. Hann leit yfir hópinn og allra snöggvast á Myru, svo fljótlega að hún gat ekki lesið neitt í augnaráði hans. „Sæll Sam“, sagði hann. Sam reis á fætur og gekk á móti honum: „Sæll Dick. Jeg kom beint úr klúbbnum“. „Jeg skrapp til Webbs“. „Hvað varstu að gera þang- að?“ „Hann kemur hingað eftir fá ar mínútur“. Margt skeði nú í sömu svip- an. Barton kom inn með diska á bakka. Útihurðin var opnuð og henni skelt aftur. Cornelia þagfði pentudúkinn sinn milli handanna. Tim stökk á fætur og misti sinn dúk. Mildred Wilkinsson kom í dýrnar og horfði yfir öxl Richards á fólkið. „Hvers vegna fórstu til Manders?" sagði Sam við Ric- hard. Mildred sagði og bar ört á: „Jeg var á hælunum á þjer Ric hard, svo að jeg hringdi ekki“. Tim sagði: „Hvað gerði Webb af byssunni, ef það var hann, sem skaut Jack?“ Myra heyrði þetta alt og sá, en samtímts skaut nýrri hugs- un upp hjá henni: Ef Sam gat notað byssuna sem gildru, þá gat jeg eins gert það. Mildred hjelt áfram að mala: „Jeg vona að jeg trufli ykkur ekki. Jeg gat ekki beðið leng- ur. Jeg verð að fá að tala við Alice“. Cornelia sneri sjer að Myru. „Viltu gera svo vel að fylgja henni til Alice?“ En með aug- unum sagði hún: Komdu þess- um kvenmanni burtu. XIII. KAFLI En Mildred hinkmði við. Hún ljet kápuna falla af öxl- um sjer niður á gólfið og fum- aði heldur mikið við það að taka hana upp aftur, eða nógu lengi til þess að hún heyrði Richard svara Sam: „Mjer fanst það rjettara að við töluðum saman allir“. „Þú og Webb og Tim?“ Webb hefir nú meðgengið svo mikið að vera má að hann viti Jleira“. •Sam var ekki trúaður á það. Hann sagði: „Heldurðu að hann muni segja frá því?“ „Það getur vel verið, ef þú spyrð hann, Sam“. Mildred hafði sveipað káp- unni um sig en misti hana nú aftur á gólfið. Sam sagði: „Hvernig gastu fengið hann til að koma?“ „Jeg sagði honum eins og var. Jeg sagði honum að við hefðum tíma til morguns að reyna að hafa uppi á morðingj- anum. Einhvers staðar er lyk- illinn að því leyndarmáli“. „Ef Webb er sekur, þá mun hann verða orðvar“. „En ef hann er ekki sekur, þá eigum við að hjálpa hvor öðrum“. „Lofaðu mjer. að vera með“, sagði Tim. „Mjer er alveg ó- skiljanlegt hvernig Webb hefði átt að fara að því að myrða Jack. Jeg sá þegar hann ók fram. hjá mjer. Jeg heyrði þeg ar hann stöðvaði hreyfilinn í bílnum, og samtímis heyrði jeg skotin. Það er enginn tímf til þess fyrir hann að fara út úr bílnum, hlaupa bak við húsið og upp á veröndina“. Nú greip Cornelia fram í: „Tim, jeg hefi aldrei spurt þig um það, og jeg veit ekki heldur hvort þú hefir verið spurður um það í yfirheyrslunum — en ertu nú alveg viss um það að það hafi verið Webb, sem ók fram hjá þjer?“ Mildred tók upp kápuna sína og lagði hana á handlegg sjer. Tim mælti: „Það var bíllinn hans Webbs, sem ók fram hjá mjer. Og þegar jeg kom inn þá var Webb þar fyrir“. „Sástu hann í bílnum?“ „Nei, ekki beinlínis. Jeg fjekk Ijósin beint í augun. F.n hann sagðist hafa sjeð mig“. Nú varð stutt þögn. Svo sagði Sam: „Nú er alt breytt. Málií horfir nú alt öðru vísi við“. Richard sagði: „Hann kemur ekki vegna þessa. Hann kemur vegr«í. þess að hann er hrædd- ur -— —“. „Erum við það ekki allir?“ sagði Tim. „-----og hann langar til að vita hvað við hyggjumst fyrir“. Kápan hennar Mildred fór að síga, en nú greip Myra í hana og sagði: „Við skulum koma til Alice“. Svo gekk hún á undan út í fordyrið og upp í stigann. Mild red kom á eftir með semingi og Myru fanst hún vera að hlusta eftir því, sem sagt var í stofunni. Myra sneri sjer við í miðjum stiga. Þá hafði Mild- red staonæmst í neðstu riminni og hjelt um húninn á handriðs- súlunni. Myru brá mjög. Mildred? Nei, það gá't ekki verið að hún vissi neitt um byssuna. Og hún hafði aldrei verið víð þetta mál riði.v. Samt sem áður beið Myra og horfði á hana með eftir- væntingu. Sam hafði verið að tala um að st.okka spilin að nýju. Og hann hafði sagt að það væri mjög þýðingarmikið ef byss- an fyndist. Þarna hafði hún nú legið öllum að meinalausu síð- an Alice var sett í varðhald. Nú var öðru máli að gegna: Mildred fann það að Myra horfði á sig og hún leit upp með hægð. Þær horfðust í augu en Myra gat ekki lesið neitt út úr svip hennar. En í sama bili slepti Mildred hún- inum. Myra sagði: „Ó, hvað þetta er alt hræðilegt. Hvernig get- ur nokkrum dottið í hug að Webb hafi myrt bróður sinn?“ „Einbver myrti hann“, sagði Mildred og hjelt áfram upp stigann. Það skrjáfaði í græna kjólnum hennar er hann drógst við stigaþrepin. Allir sögðu og hugsuðu þetta sama: Einhver myrti hann. Þær komu nú að herbprgi Alice og drápu á dyr. Alice sagði þeim að koma inn. „Mild 'red“, hrópaði hún. Hún lá enn í legubekk'num og var að leika sjer að skartgripum sínum eins og barn að gullum sínum. Stórt skartgripaskrín stóð á gólfinu og á borðinu og í kjöltu Alice glóði á marga skartgripi. „Mild red“. hrópaði hún aftur og breiddi út faðminn með liend- urnar fullar af dýrgripum. Eitthvað datt á gólfið. Það var hlekkjaarmband með ofur litlu úri, og gimstienum sett. Mildred settist á skemil fyrir framan legubekkinn og ljet kápuna enn falla af öxlum sjer. „Alice, en hvað þú ert frísk- leg“, sagði hún. „Hvernig hef- ir þjer liðið? Áttirðu ekki hræðilega ævi? Og nú ertu komin hingað aftur í þitt ynd- islega herbergi — —“. „Mjer leið ekki svo illa. Jeg var ekki í fangaklefa. Það var nokkurs konar stofa, björt og rúmgóð og hreinleg“. „Nei, nú er jeg hissa. Þú veist að mjer hefir aldrei kom- ið til hugar að þú værir sek, Alice. Hvernig stóð á því að Webb gat gert þetta?“ Hún laut niður og tók upp djásnið, sem daft. Myra sagði eitthvað um það að hún ætl- aði að fara og opnaði dyrnar. Þá sagði Mildred hvelt: „Alice, hvað er þetta? Jeg hefi ekki sjeð það hjá þjer áð- ur“. „Hvað? Ó, þetta. Jeg hefi átt það lengi“, sagði Alice. „Hvar fjekstu það?“ „Hví spyrðu? Mig minnir að Richard gæfi mjer það, hann hefir gefið mjer svo margt“. EVki gat Mildred á sjer setið með forvitnina, þó Alice væri nýkomin heim. Myra lokaði dyrunum hljótt á eftir sjer og gekk hægt niður stigann. Hún varð að taka ákvörðun viðvíkjandi byssunni. Hvað átti hún að gera? Þetta var byssan hans Richards, og nú var hann grunaður um morðið. Hún mátti því ekki láta lög- regluna fá byssuna. og engan annan en Richard sjálfan. En það var líka hættulegt. Þeir gátu hafa fundið byssuna hjá honum og það mundi styrkja grunsemdirnar. Þarna hafði nú byssan verið geymd heima hjá honum allan tímann síðan morð ið vár framið. Mundi Richard ekk* „hafa farið með hana fyr- ir löngu ef hann væri sekur? Hvað^ekyldi lögreglan segja um það? Reikningshald & endurskoðun Mjóstræti 6 — Sími 3028 ÆfintýriH um móða lianga Eftir BEAU BLACKHAM. 1. JÁRNBRAUTARLESTIN Móði Mangi kom másandi og blásandi á leið sinni frá stað til staðar, og enda þótt þetta væri sólbjartur dagur og hann hefði verið smurður um morguninn og vjelin í honum gengi alveg ágætlega, var hann í versta skapi. Hann vissi ekki hvers vegna — hann var bara í vondu skapi. Alveg eins og verið getur með stelpur og stráka, getur legið svona á vjelum á stundum. Móði Mangi korn að stað, þar sem. járnbrautarteinarnir lágu yfir þjóðveginn og það lyftist svo lítið á honum brúnin, þegar hann sá að löng röð farartækja beið eftir því, að hann færi fram hjá. Alltaf þótti honum gaman að sjá umferðina stöðvast, svo að hann gæti komist leiðar sinnar; honum fannst hann vera svo fínn karl og þá sjer- staklega vegna þess, að sumir bílanna þeyttu óþolinmóðir flautur sínar. Og þá var það, um leið og hann fór fyrir beygjuna, að hann sá eitthvað voðalega stórt og hnöttótt og silfurgrátt, og það var beint fyrir framan hana. Hann varð að stoppa svo snögglega að hjólin gneistuðu á járnbrautarteinunum, og þegar hann stoppaði, rákust allir vagnarnir hans sam- an með hávaða og látum. Allir farþegarnir í Móða Manga kipptust til í sætum sínum og einstaka hentust' jafnvel úr sætum sínum og í þvögu á gólfið! Óskar litli var farinn að ganga í skóla. Móðir hans, sem var mjög annt um að hann yrði ekki fyrir neinu hnjaski, ritaði kennslukonunni og gaf henni nokkur ráð varðandi með ferðina á Óskari. — Ef hann gerir eitthvert prakarastrik, skrifar hún, þá skulið þjer hegna drengnum, sem situr við hliðina á honum, því að þá verður Óskar hrædd ur og verður þægur. 'k I skólanum. Það var heilsafræðitími. — . Kennslukonan var að útskýra mikilvægi hreinlætis fyrir nem endum sínum. Og tók þeim mjög mikinn vara fyrir því að kyssa og kjassa dýr. — Elsa mín, geturðu ekki nefnt mjer eitthvert dæmi um slíkt? spurði hún svo. — Jú, svaraði Elsa. Hilda frænka átti hund, sem hún var vön að kyssa á hverju kvöldi. —Nú hvað skeði svo? — Hundurinn dó. ★ — Útlitið er ekki gott, sagði læknirinn við sjúklin sinn, er hann var að rannsaka augu hans. Úr hægra' augana gétur maður lesið, að þjer þjáist af magakrampa, nýrnaveiki og móðleysi og ...... — Já, en viljið þjer ekki reyna það vinstra, sagði sjúkl- ingurinn hinn rólegasti, hægra augað er nefnilega glerauga. k Brunatrygðir vindlar. í Ameríku brunatrygði mað ur nokkur nýlega allmikið af dýrum vindlum. Þegar hann hafði reykt vindlana fór hann fram á það að fá brunatrygg- inguna greidda, því enginn gat borið á móti því að þeir hefðu logað upp. Vátryggingarfjelag ið hefir aftur á móti kært mann inn fyrir vátryggingarsvik, þar sem hann hefði sjálfur kveikt í vindlunum. ★ 90% skattar. Til þess að koma í veg fyrir það að einstakir Japanir geti safnað mikluih auði, eða þeir, sem högnuðust á stríðsárunum, haldi sínu fje, hefir 90% skatt- ur verið lagður á þá. Eftir því esm blaðið „Asahi“ skýrir frá hefir þetta orðið til þeSs að fjöldi manan hefir framið sjálfs morð. UMBOÐSMAÐUR óskast til að selja breskar og ítalskar vörur úr silki og ull. Uppl um sambönd, reynslu o. fl. Skrifið.' Box No. A. O. D. 109. Gordon House, Farringdon St., London, E. C. 4. England

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.