Morgunblaðið - 15.09.1950, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.09.1950, Blaðsíða 1
16 síður 37. árgangur 214. tbl. — Föstudagur 15. september 1950. Prentsmiðja Morgunblaðsins GEYSIS“ LOETLEIÐA ER SAKNAÐ í vjelinni voru 6 menn lar á leið til Islands með vörur MILLILANDAFLUGVJEL LOFTLEIÐA „GEYSIR“, sem var væntanleg hingað til Reykjavíkur um 11. leytið í gær- kveldi er ekki komin fram. Síðast frjettist til vjelarinnar kl. 10,25 í gærkveldi og var hún þá stödd fyrir sunnan land og átti eftir um 40 mínútna llug til Reykjavíkur. Með Geysi voru engir farþegar. Áhöfn vjelarinnar var sex manns. Var vjelin að koma frá Luxemburg með vöru- farm og átti að fara til New York. Áhöfn Geysis var þessi: Magnús Guðmundsscm flugstjóri. Dagfinnur Stefánsson, 2. flugmaður. Guðmundur Sivertsen, loftsiglingafr. Bolli Gunnarsson, loftskeytamaður Einar Runólfsson, vjelamaður Ingigerður Karlsdóttir, flugfreyja. Loftskeytasambandið rofnar. Flugumferðarstjórnin á Reykjavíkurflugvelli hafði eðli- ■legt loftskeytasamband við Geysi í gærkveldi, eins og venja er þegar flugvjelar eru á leið til landsins. Bar ekkert óvenju- legt til og gat loftskeytamaðurinn ekki um að neitt væri að um borð í vjelinni er hann hafði síðast samband við flug- turninn hjer. Geysir flaug í 8000 feta hæð. En þegar flugumferðarstjóri sendi skeyti til Geysis með íyrirmælum um flugleið, barst ekkert svar. Flugstöðvarnar í Prestwick og Shannon voru þá fengnar til að senda út skeyti til Geysis, en ekkert hefir til hans spurt síðan. Leit í lofti, sjó og landi. Strax í nótt voru mannaðar leitarflugvjelar hjeðan. Fóru fimm flugvjelar frá Keflavík, björgunarvjelarnar báðar, sem þar hafa bækistöð og þrjár björgunarflugvjelar, sem af til- viljun voru staddar í Keílavík. Hjeðan frá Reykjavík fór Vestfirðingur Loftleiða og' síðar Gullfaxi, Anson-vjel og Douglas-vjel. Skip, sem stödd eru á haíinu á því svæði, sem hugsanlegt er að Geysir hafi verið, voru látin vita og beðin að svipast um eftir vjelinni. Loks voru gerðir út leitarflokkar frá Hornafirði, Kirkju- bæjarklaustri og víðar á suðurströndinni. Geysir hafði bensín til klukkan 4. Geysir hafði bensínbirgðir til um fimm klukkustunda flugs íramyfir það, sem hami þurfti til að fljúga til Reykjavíkur, eða til klukkan 4 í nótt. Aldrei meiri sykur- uppskera í Dan- mörku KAUPMANNAHÖFN, 14. sept. — Sykurrófuræktin hefur geng ið með allra besta móti í Dan- mörku í sumar. Er jafnvel tal- ið, að sykuruppskera þessa árs muni nema 320 þúsundum smál. Er það 30 þús. smál. meira en í íyrra og um leið meiri upp- skera en nokkru sinni fyrr. — Reuter. SAMGÖIMGULEIÐIR INIM- RÁSARHERSINS ROFNAR Vígstaðan breyttist nauðalítið í gær Einkaskeyti til Mbl. frá NTB. TÓKÍÓ, 14. sept. — McArthur skýrði frá því í dag', að her- sveitum innrásarhersins í S-Kóreu berist nú engar birgðir, þai- sem risaflugvirki Bandaríkjamanna hafa unnið að þvi að ónýtá allar samgönguleiðir frá N-Kóreu. Þá hefur tekist með sífelld- um loftárásum að skemma svo iðju- og orkuver N-Kóreu, að framleiðsla hergagna m. a. er lömuð. Enn rætt um þátt Þýska- lands í vörn V-Evrópu Einkaskeyti til Mbl. frá NTB. NEW YORK, 14. sept. — Utanríkisráðherrar þríveldanna hjeldu áfram fundi sínum í dag. Ræddu þeir vígbúnað V-Þýskalands og þátttöku í vörnuih V-Evrópu. Ekki er talið, að þeir hafi komist áð endanlegri niðurstöðu, og verður frekari viðræðum um þessi 2 mál frestað til betri tíma. I kvöld komu ráðherrarnir* enn saman og ræddu þá eink- um ástæðurnar í Austurlönd- um. Á fundinum í dag voru þeir viðstaddir hernámsstjðrarnir 3 í V-Þýskalandi, en þéir höfðu ræðst við alla nóttina fil að und irbúa frumdrög að tillögum um aukningu þýsku lögréglunnar. Hann kyrfeti unnustu sina KAUPMANNAHÖFN, 14. sept. — í kvöld fannst 19 ára stúlka kyrkt í íbúð móður sinnar í Kaupmannahöfn. Móðir hennar var á ferðalagi og hringdi heim eins og ráð hafði verið fyrir gert. Er enginn ansaði, snjeri hún heim og fann dóttur sína hálf nakta í rúminu. — Vöndur rauðra rósa lá við hlið hennar. 1 gærkvöldi töluðust þær sein- ást við mæðgurnar, og var þá unnusti stúlkunnar með henni í íbúðinni. Lögreglan leitar hans. — NTB. Sprenging verður 19 mönnum að bana BERLÍN, 14. sept. — Blaðið Der Abend í V-Berlín skýrir frá því i dag, að nýlega hafi 19 verkamenn látið lífið vena ^prengingar í stálverksmiðjun- um, sem ríkið rekur í Hennings dorf á hernámssvæði Rússa. Að sögn blaðsins telur leynilögregla kommúnista að um skemmdar- verk sje að ræða og hefir hafið víðtækar rannsóknir vegna slyssins. Sagt er, að stjórnmála fangar sjeu látnir vinna í stál- verksmiðjunum. — NTB. RÆTT I 1ATLANTSHAFSRÁÐINU j Talið er, að ályktánir ráð- herranna gangi í þá átt, að V- Þýskaland megi auka lögreglu- liðið. Bretland og Frakkland hafa fallist á það sjónarmið Bandaríkjanna, að rætt verði í Atlantshafsráðinu, hvort þýskt lið eigi að verða innan vjebanda herafla Atlantshafsríkjanna. Ef L.L UAvlflíll horfið yrði að þessu ráði, yrði OOvQ VCInÍu!l það ekki fyrr en Atlantshafs- ríkin eru lengra á veg komin með eigin hervæðingu. Þá verður tekin til umræðu ályktun Bretlands þess efnis, að bundinn verði endir á hernað- arástandið milli V-Þýskalands og Vesturveldanna. Loks ræddu ráðherrarnir Austurlandamál. Fundum þeirra heldur áfram að loknum fundum Atlantshafs- ráðsins, sem hefjast á morgun (föstudag). Verkfill lyfjafræð- inga í Finnlandi HELSINGFORS, 24. sept. — Finnska stjórnin hefir lýst því yfir, að hún muni taka í taum- ana til að koma í veg fyrir að lyfjafræðingar geri verkfall. 1 dag fóru fram viðræður milli lyfsala og lyfjafræðinga, en ekki dró saman með deiluaðil- um. Verkfalli, sem hófst við ■ IF (|mn höfnina í Helsingfors í morgun, ■ illíll er nú lokið. — NTB. Málmiðnaðarmenn FRANKFURT, 14. sept. ‘STORSKOTALIÐ NORÐAN TAEGU Á vigstöðvunum var frekar kyrrt í dag. Fyrir norðan Taegu beittu Bandaríkjamer.n stærstu byssum í fyrsta sinn og sendu stórar sprengjukúlur inn í fylk- ingar óvinanna í baráttu um mikilvægar hæðir. HERFLOKKAR KOMMÚNISTA í HERKVÍ Fyrir sunnan Taegu hafa breskar sveitir umkringt flokka úr einni herdeild kommúnista, sem komin var yfir Naktong- fljót. SÆKJA FRAM Á austurvígstöðvunum hafa lýðveldisherirnir sótt fram 3 til 5 km. fyrir norðan og austan borgina Yongchon, en hún er afar mikilvæg. Rússar beifa neitunarvaldi LAKE SUCCESS, 14. sept. — Rússar hafa nú beitt neitunar- valdinu í 45. sinn í öryggisráð- inu. Kommúnistastjórnin í Kína hefur borið fram kæru þess efn (is, að herflugur Bandaríkjanna l hafi g'ert loftárásir á staði í í Mandsjuriu. Fulltrúi Bandaríkj dag hafa 50 þús. málmiðnaðar- anna, Warrin Austin, bar fram verkamenn í Hessen afráðið að þá tillögu, að skipuð vrði hlut- gera verkfall til að knýja fram laus nefnd til að rannsaka á launakröfur sínar. 92% verka- .vettvangi atburðanna, hvort manna voru með verkfallinu, |kæran hefði við rök að styðj- en samningaumleitanir fara enn ast. Rússinn Malik kom í veg fram milli þeirra og vinnuveit- j fyrir þessa lausn með því að enda. — NTB. jbeita neitunarvaldinu. Shaw er á góðum batavegi LUNDÚNUM, 14. sept. — Bern ard Shaw var skorinn upp á mánudag eftir að hann datt og mjaðmarbrotnaði. Hann er nú á góðum batavegi, og segja læknar hans, að gamli maður- inn sje kátur vel. í dag stje hann í heila fótinn nokkra stund. — Reuter. Breskt herlið llufit loit- leiðis til Austurlanda Einkaskeyti til Mbl. frá NTB. LUNDÚNUM, 14. sept. — Breska flugmálaráðuneytið skýrði frá því í dag, að breskt herlið yrði sent loftleiðis til Japans. Þaðan fer það svo til vígvallanna í Kóreu til aðstoðar hersveit- um S. Þ. Flutningaflugvjelar flytja hermennina og er gert ráð fyr- ir, að ferðin austur taki 8 daga. Verður flogið um Singapoore. Með hverri flugvjel vei'ða flutt ir 35 hermenn. I tilkynningu, sem gefin var út um þetta mál, sagði, að þess- ir flutningar hæfust mjög bráð- lega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.