Morgunblaðið - 15.09.1950, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.09.1950, Blaðsíða 16
VEÐURUTLIT. FAXAFLOl. MINNKANDI norðan og NA- átt. rmtttblaM' 214. tbl. — Föstudagur 15. september 1950. í FRÁSÖGUR færandi er g blaðsíðu 5. Nægjanlegt vatn til hita- veituhverfanna I vetur Sama hlutfall helst milli kola og vainverðs «UM 350 sekúndulítrar aí heitu vatni renna nú til bæjarins frá tutaveitusvæðunum að Reykjum og Reykjahlíð, þegar mest er. 'Meira vatnsmagni geta dælur hitaveitunnar ekki annað eins og ■er, þótt vatnsmagnið sem fæst þar efra sje nú um 380 sekúndu- •)> rar. Næsta verkefni hitaveitunnar verður að gera ráðstafanir 'tíi að hægt sje að dæla meira magni af vatni til geymanna í 'Eskihlíð. Og til þess eru ýms ráð, þótt ekki hafi enn verið ’nkveðið hvaða ráði verður hallast að í framkvæmdinni. Von á meira vatnsmagni f Mosfellsdal . Helgi Sigurðsson forstjói;i lutaveitunnar skýrði Morgun- biaðinu svo frá í gær, að und- anfarið hefði aðallega verið unnið að því að ganga frá U.eykjahlíðar-veitunni og er því verki senn lokið. Verður því næst farið að gera táðstafanir til að geta dæJt meira vatnsmagni til bæjarins. JEr. það hægt með því að breyta ■dælustöðinni á Reykjum, eða rneð því að byggja nýja dælu- etöð. t. d. hjá Grafarholti. Hef- ur enn ekki verið ákveðið hvort -fTöÍdur verður gert. Helgi sagðist fastlega búast við. að meira vatnsmagn feng- ♦sD.i-Mosfellsdalnum.er stundir tíða. FSeiri hverfi en áður 4ú vatn í vetur. Frá því að Reykjahlíðarveit- «n var tengd við bæjarkerfið, um áramótin í vetur, hefur ver- ♦ð-nægjanlegt heitt vatn í þeim fcisurn,' sem þegar hafa verið tengd við hitaveitukerfið i bæn urn. Er engin hætta á að vatns- nkortur verði í vetur, þótt. nýj- um húsum, sem byggð hafa ver- ♦ð-á- hitaveituhverfunu-m í bæn- «m hafi verið bætt við. Þá munu þau hverfi, sem undanfarna vetur hafa fengið heitf vatn með ýmsum skilyrð- urn, t. d. á Melunum og verka- rriannabústaðirnir í Rauðárholt- ánu,- fá heitt vatn án skilyrða 4 vetur. Það er að segja, að vatn *ö verður ekki tekið af þess- um húsum þegar -kólna fer í veðri, eins og gert hefur verið undanfarin ár. Verðhækkunin 40%, en ekki 55% í vetur. Þótt bæjarstjórnin hafi nú samþykkt að hækka hitaveitu- ..gjoldin og fjelagsmálaráðuneyt- ið Staðfesti væntanlega breyt- uiguna, verður haekkunin í vet- wr ekki 55% eins og margur hefur haldið, heldur tæp 40%. Hins vegar er gert ráð fyrir -rama verði allt árið. Sumarhit- unin hækkar því hlutfallslega rneira, þannig að meðal hita- kostnaður yfir árið hækkar sem svarar 55%. j í sumar hefur verðið verið :68, aurar fyrir hvern rúmmetra vatns og helst það verð þennan rnánuð eða til álestursdags sem næst liggur 1. október. Frá þeim degi hefði gjaldið að óbreyttri gjaldskrá orðið kr. 1,36 fyrir hvern rúmmetra, en verður rrieð breytingunni kr. 1,90. Sama hlutfall milli kola og vatnsverð. Með þessu verði verður sem næst sama hlutfall milli vatns- Verðs og kolaverðs og var í upphafi. Þegar gjaldskrá hita- veitunnar var sett árið 1943 kostuðu kol 200 krónur tonnið, en meðalverð á vatninu yfir ár- ið samsvaraði kr. 1,23 pr. rúm- metra. Nú verður verðið eins og fyr segir kr. 1,90, en kol hafa undanfarið kostað 310 kr. tonn- ið. Egg og vindlingar hækka í verði í GÆRKVELDI var tilkynnt hækkun á eggjum og eins á vindlingum. Stimpluð egg hækka úr 18 krónum upp í 23 krónur kg. og óstimpluð egg úr 16 kr. í 21 kr. Vindlingamir hækka nú um 20 aura pakkinn eða í kr. 6,60. Skoskl haf- og fiski- rannsóknarskip í GÆRDAG lagðist hjer. að bryggju í ReykjaVík, hafrann- sóknarskip frá Skotlandi. — Heitir skip þetta Scqtis og er frá Aberdeen. Skipið hefur fengið leyfi ís- lenskra stjórnvalda til að fást við fiskirannsóknir í landhelg- inni hjer. Mun skipið vera búið ýmsum veiðarfærum svo sem reknetum, dragnót og botn- vörpu. Scotis er 480 tonn að stærð og mun hafa verið vopnuð kor- vetta á styrjaldarárunum. Á skipinu er um 20 manna áhöfn, en að vísindastörfum vinna fimm menn. I sumar var skipið við rann- sóknarstörf við Færeyjar, en á síðastl. ári, var það hjer við land og þá aðeins við hafrann- sóknir. Forsetakjör í Sýrlandi. DAMASKUS — Sýrlends þing hef- ir kjörið Hashem ai-Atassi forseta landsins einum rómi. Forsetinn er 85 ára að aldri. Tíu vinddiga sformsveipir NORÐAN átt var mjög hvöss hjer í bænum í gær- kvöldi og moldryk 'mikið, einkum í úthverfunum. — Stórstreymt var í gær og var nokkur „ágjöf“ á Skúla götunni. Mjög fámennt var á götum bæjarins. Veðurstofan skýrði blað- inu svo frá í gærkvöldi, að veðurhæðin hefði verið um sjö vindstig að öllu jöfnu en í snörpustu stormsveip- unum komst veðurhæðin upp í 10 vinstig. Til að forSa slysum á þjóðvegum Talið er, að í Bandaríkjunum sjeu nú 33 milljónir bifreiða og 51 milljón manna með bíipróf Vegna geysimikiliat’ umferðar á þjóðvegum hefur verið m jög hætt við slysum. Hjer sjest hvernig leyst er úr umferðavandamálum á fjölförnustu brautunum. Vegamót þessi eru skammt fyrir utan New York. Er hjer gengið svo frá, að engar tvær akbrautir skerast. Síld veiðist í Jökuldjupi Síldarsvæðið nær alt frá Vestmannaeyjum SILDAR hefur nú orðið vart á mjög stóru svæði báðum megin við Reykjanes og allt til Vestmannaeyja. Síldar hefur t. d. orðið ,-art á þeim slóðum hjer í Faxaflóanum, þar sem hún hefur ekki veiðst tvö undanfarin haust. Sturlaugur H. Böðvarsson^ framkvæmdastjóri, sem fylgist manna best með síldveiðum hjer við Faxaflóa, skýrði Mbl. frá þessu í símtali í gær. í JÖKULDJÚPI í þessu sambandi gat Stur- laugur þess, að einn Akranes- bátanna, Böðvar, hefði í fyrri- nótt lagt reknet sín vestur í Jökuldjúpi, 40 mílna leið frá Akranesi. Veiðiveður var ekki hagstætt um nóttina, nokkur vindur og fór vaxandi með morgni og einnig var mikill straumur, en afli bátsirft eftir nóttina varð 36 tunnur síldar. Var það mjög falleg síld. Akranesbátar hafa sótt á þessi mið tvö undanfarin haust, en aldrei fengið bein úr sjó á þess- um slóðum. FRÁ EYJUM AÐ JÖKLI Með því að síld hefur veiðst í Jökuldjúpinu þá er rekneta- síldarsvæðið nú allt frá Vest- mannaeyjum, fyrir Reykjanes og norður undir Snæfellsnes. Um það hve síldin er gengin langt inn hjer í Flóann er ekki vitað. En í þessari veiðiför mældist síld á dýptarmælir Böðvars, er hann var aðeins um 26 sjóm. út af Akranesi. MEIRI VEIÐI Sturlaugur H. Böðvarsson sagði að með því að síldarveiði- svæðið væri nú orðið svo stórt um sig, þá væri það von manna að veiði í einstökum róðrum yrði meiri, því flotinn gæti nú dreift sjer yfir mikið svæði. — Hann sagði að lokum, að Akra- nesbátar myndu, næst er gefur á sjó, allir leggja net sín vestur í Jökuldjúpinu. K.HOFiN — StaSiS hefir yfir í Kaupinannahöfn a)jóðaráð»tefna um berklavarnir og berklalækn- ingar, sú 11. í röðinni. Eni nú 13 ár Iiðin siðan slík ráðstefna var seinast haldin. Nokkur sænsk sklp og rússneski flolinn ÞJÓÐVILJINN skýrir frá því í gær. að norsku síldveiðiskipin sjeu enn við Norðurland. Þetta er algjör :misskilningur. Norð- mennirnir eru allir farnir heim fyrir nokkru síðan, eins og NTB skeyti til.Mbl. í gær ber með sjer. Af erlendum síldveiðiskip- um, sem gnn eru hjer við land, eru nokkrir sænskir reknetabát ar, sem liggja á Siglufirði. Þeir bíða byrjar, og í fyrradag sá- ust mörg skip úr rússneska síld veiðileiðangrinum fyrir austan Langanes. Fyrsti viðskiptasamning- ur milli Irlands og íslands UTANRÍKISRAÐUNEYTIÐ birti- í gær frjettatilkynningu um að viðskiftasamningur hafi verið gerður milli íslands og írlands. Mun þetta vera fyrsti viðskiftasamningur, sem ísland gerir við Irland. — í frjettatilkynningunni segir á þessa leið: UTANRÍKISRÁÐHERRARMR HAFA RÆTT MÁLIÐ í viðræðum, er þeir .Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra og Mr. McBride utanríkisráð- herra írlands hafa nýlega átt, hafa þeir rætt um möguleika á auknum viðskiptum milli ís- lands og írlands. SÖLUMÖGULEIKAR ATHUGAÐIR Niðurstaðan af þeim samtöl- um hefur orðið sú, að nýlega fór Jóhann Þ. Jósefsson alþing- ismaður, til írlands á vegum íslensku ríkisstjórnarinnar til að athuga möguleika á sölu ís- lenskra afurða þar og semja við írsk stjórnarvöld um viðskipti milli landanna, ef skilyrði væru fyrir viðskiptasamningi. UNDIRRITAÐUR TIL BRÁÐABIRGÐA Hinn 13. þ. m. fór síðan fram bráðabirgðaundirskrift Undir viðskiptasamning milli íslands og írlands. Viðskiptasamning- urinn skal staðfestur af ríkis- stjórn hvors lands um sig, áð- ur en hann öðlast gildi endan- lega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.