Morgunblaðið - 15.09.1950, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.09.1950, Blaðsíða 11
Föstudagur 15. sept. 1950. \lORGV N BLAÐIÐ 11 Kristinn Guðlaugsson \ujii M sjonurhóli sveitamanns 1 Minningarorð X DAG er til moldar borinn, vestur á Núpi í Dýrafirði, einn ágætasti bóndi og hjeraðshöfð- ingi Vestfjarða, Kristinn Guð- laugsson fyrverandi bóndi þar á staðnum. Með honum er ekki aðems genginn mikilhæfur leið togi í vestfirskum búnaðarmál- um, helduf þjóðkunnur sæmdar maður og ljúfmenni. Kristinn Guðlaugsson ljetst hjer í Reykjavík þann 4 þ.m. 32 ára að aldri. Hann var fædd ur að Þremi í Garðsárdal í Eyja firði 13. nóv. árið 1868. — Voru foreldrar hans hjónin Guðlaug ur Jóhannesson og Guðný Jón- asdóttir. — Missti hann þeirra ínnan við tvítugsaldur. Tuttugu og tveggja ára gam all fór hann í bændaskólann á Hólum og lauk námi þar á tveimur árum. Það var árið 1892. Rjeðst hann síðan starfs- maður búnaðarfjelagsins i Mýrahreppi í Dýrafirði. — Eftir það rofna í raun og veru aldrei tengsl hans við það byggðar- lag. Hann giftist árið 1894 Ra- kel Jónasdóttir frá Ásgeirs- brekku í Skagafirði. — Reistu þau fyrst bú að Meira-Garði, en árið 1895 kaupir Kristinn Núp í Dýrafirði. Þar hóf hann bú- skap ári síðar og dvaldi þar meðan honum entist líf og heílsa. Konu sína misti hann árið 1948. Áttu þau níu börn og eru átta þeirra á lífi, dæturnar Hólmfvíður, Unnur, Ólöf og Guðný og synirnir Sigtryggur, Haukur, Haraldur og Valdi- mar. Tvö fósturbörn ólu þau hjón upp. Þeir bræður Valdi- mar og Haukur hafa fyrir nokkru tekið við búi föður síns á Núpi. —X— Kristinn á Núpi tók margvís- legan þátt í hverskonar fjelags starfsemi í hjeraði sínu. Yrði of langt upp að telja öll þau störf er honum voru falin. — Nefna má þetta: Hann var for- maður Búnaðarfjelags Mýra- hrepps í yfir 50 ár, varaformað ur Búnaðarsambands Vest- fjarðafjarða frá stofnun þess, en formaður þess eftir að sjera Sigurður í Vigur ljet af for- mennsku þess og fram til árs- íns 1947, formaður Kaupfjelags Dýrfirðinga í nær þrjá ára- tugi, oddviti Mýrahrepps í 35 ár, formaður yfirkjörstjórnar Vestur-ísafjarðarsýslu í 33 ár, brautryðjandi í bindindismál- um og skólamálum. Ásamt sjera Sigtryggi bróð- ur sínum átti hann ríkastan þátt í stofnun hjeraðsskólans á Núpi, sém er einn fyrsti hjer- aðsskólinn, sem stofnaður var hjer á landi. Voru þeir bræð- ur jafnan sem einn maður. Svo samhentir voru þeir. Fyrir störf sín í þágu búnað- arsamtakanna var Kristinn kjör ínn heiðursfjelagi Búnaðarfje- lags Mýrahrepps, Búnaðarsam- bands Vestfjarða og Búnaðar- fjelags íslands, Ennfremur var hann sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku Fálkaorðu, ár- ið 1933. Enda þótt Kristinn Guðlaugs son tæki ungur og efnalítill við höfuðbóli, þar sem oft áður höfðu búið ríkir menn, dró hvorki úr risnu þar á staðnum nje myndarbrag. Þvert á móti. Þau hjón voru í senn gestrisin ög samtaka um hverskonar framkvæmdir og umbætur í bú- skap sínum. Var jörðin bætt ir.jög að húsum og landkostum í hinni löngu búskapartíð þeirra. Þótti það jafnan til fyrirmyndar er Kristinn á Núpi hafðist að þó að stundum væri hann nokkuð á undan samtíð sinni á ýmsum sviðum búnaðar. —X— Kristinn á Núpi var hár mað ur vexti, grannur og vel limað- ur. Enni hans var hátt og yfir bragð milt og gáfulegt. — Jeg heyrði hann aðeins einu sinni halda ræðu. Var hann þá aldr- aður orðinn og heyrnarleysi tekið að há honum. En auð- heyrt var engu að síður, að hann hafði óvenjulegan tal- anda. Er það og á allra máli, er hann muna yngri, að hann hafi verið einn hinn flugmælsk asti og málsnjallasti maður er í ræðustól hafi stigið hjer á landi. Málflutningur hans var eins og maðurinn sjálfur, mild- ur og drengilegur. Kristinn á Núpi mátti ekki vamm sitt vita. Hann vann störf sín af dæmafárri óeigin- girni. Hann trúði alltaf á fram- tíðina og gekk bjartsýnn og gunnreifur að hverju verki. — Þessvegna sóttust verk hans vel og greiðlega. Landbúnaður og sveitabúskapur var hjart- fólgnasta hugðarefni hans. — Ræktun landsins var honum háleit hugsjón. Hana sá hann rætast bæði á sínu eigin býli og í umhverfi sínu. En hann vildi jafnframt vinna að ræktun þess hugarfars, sem skapar hollustu við jörðina, tengir æskuna traustum tengslum við gróður moldina og hvetur til skapandi starfs. Á þeim grundvelli byggði hann fjölþætt afskipti af fræðslumálum hjeraðs síns. Þessi friðsami og góðgjarni hjeraðshöfðingi er nú horfinn. En um minningu hans leikur hugþekkur blær. Og vist mun honum hvíldin góð við barm Dýrafjarðar. S. Bj. - í frásögur færandi Framh. af bls. 5. SÆNSK TIMBURHÚS tilbúin til uppsetningar, er nú hægt að útvega. Stærð húsanna er frá 1—5 her- bergi og eldhús. Verð frá 1500 til 14,000 krónur „loko“ Reykjavík. Upp- drættir og nánari upplýs- ingar hjá O. Johnson & Kaaber. Þessi auglýsing birtist í Morgunblaðinu um það bil ári eftir lok fyrri heimsstyrjald- ar. — G. J. Á. Málflutningur \ Fasteignasala SamningagerS ; \ Gufiiauizur Einarsson hdl. \ \ Laugaveg 24. Simar 7711, 6573 \ IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIItllllllllllllllll Á ekki að segja frá staðreyndum? Á SÍNUM tíma sögðu blöðin frá því, hlutlaust' og blátt áfram, hvernig til tókst um björgun mannanna af rússneska skip- inu, sem strandaði í Þorgeirs- firði. Þess var getið, að skip- brotsmenn vildu hvorki njóta aðstoðar íslendinganna, sem á vettvang komu, nje nota skýl- ið, sem er á þessum slóðum og ætlað er þeim mönnum, er lenda í sjávarháska. Skyldi nokkrum heilvita manni með óbrjálaða dómgreind hafa kom- ið til hugar að hallmæla blöð- unum fyrir þessa frásögn? Nei, ! yfirleitt þykir okkur það gott, og eins og það á að vera, að blöðin sjeu hlutlaus og halli ekki rjettu máli í frjettaflutn- ingi — skýri frá staðreyndun- um eins og þær eru. — En það : er samt því miður einn hópur manna í landinu — og hann : ekki fámennur, — sem aldrei [ má vita til þess að Rússland sje ' nefnt eða neitt það sem rúss- ' neskt er, án þess að þeir falli flatir niður á fótskör Stalins. Það eru Moskvamennirnir — I kommúnistarnir. I Djúpt sokknir. I Svo svínbeygðir eru þessir menn undir ánauðarokið i Moskvu að það hvarflar ekki að þeim að það þurfi að halda sjer . viðstaðreyndir þegar Rússinn ,og Sovjetið eða leppríkin eru annars vegar. Meira að segja .telur Þjóðviljinn (20. ág.) að |Mbl. sje „djúpt sokkið“, af því að það sagði frá strandinu í { Þorgeirsfirði eins og rjett var (eftir bestu heimildum. Þjóðvilj- inn hneykslast á því, að það er talið sjerkennilegt framferði þegar skipsbrotsmenn hvorki ^vildu þiggja flutning út í móð- urskipið nje leita skjóls í skýl- (inu, sem þeim var bent á. Þetta (sýnir, segir Þjóðv., hve Mbl. er ^djúpt sokkið í hinn tryllta á- róður gegn Rússum!! Skyldi nokkurs staðar, vestan járn- . tjalds vera um að ræða einlæg- ^ ari þjónkun við Stalin og þegna jhans? . Friðarviljinn og frelsið. Aldrei þreytast kommar á að þjóna húsbændum sínum með því að fullvissa fólkið um frið- •arvilja Sovjetríkjanna og dá- I sama frelsið í paradís komm- júnismans. En í hverju kemur j þessi friðarvilji fram? Hann birtist m. a. í því að í Evrópu hafa Rússar 175 dívisjónir her- manna gráar fyrir járnum, studdar 40 þús. skriðdrekum, 19 þús. flugvjelum og auk þess ! fleiri og fullkomnari kafbáta en j nokkur veit um. í þessu birtist friðarviljinn. Og frelsið má nokkuð marka af því, að það [ hefur verið upplýst samkv. i þeim öruggustu heimildum, !sem hægt er að afla sjer aust- an járntjalds að í Sovjetríkj- unum sjeu nú hvorki fleiri nje I færri en 10.000.000 — segi og ! skrifa tíu milljónir — manna, : sem sviptir hafa verið frelsi I sínu og settir í nauðungarvinnu. ■ Hvað myndu kommar segja um frelsi og friðarvilja borgaralegs lýðræðisríkis, ef slíkt birtist í framangreindum tölum? I * |Árbók landbúnaðarins. ,| Nú alveg nýlega er komin út bók, sem ber nafnið „Árbók landbúnaðarins 1950“. Er þetta ekkelrt smáræðis rit, 260 bls. í Skírnisbroti. Við að fletta bók- inni sjer maður að all-mikið af innihaldinu er skýrslur og skrár, enda mikið af því eftir skýrslukónginn Arnór Sigur- jónsson frá Laugum, sem um mörg ár hefur verið traust- hjálparhella margra við alls- konar skýrslusöfnun allt frá því að launamálanefndin (gamla) og Rauðka (skipulags- nefnd atvinnumála) voru við lýði sællar minningar. Mikið af þessum skrám og skýrslum get- ur verið gagnlegur fróðleikur, en satt að segja virðist óþarfi að vera að gefa þær út í dýrri bók á þessum tímum pappírs- skorts og skömmtunar. Það virtist vera nóg að þær væru til á sínum stað, hjá ýmsum stofnunum og fyrirtækjum, (Búnaðarfjelagi, Framleiðslu- ráði o. s. frv.) þar sem menn ættu aðgang að þeim ef vildu, En almenningur virðist ekki vera laginn á að notfæra sjer þennan fróðleik, svo að hann sýnist lítið erindi á prent eiga, og hæpið er að kosta til slikrar útgáfu álitlegum upphæðum af almannafje eins og þessi árbók hlýtur að hafa kostað. Árbók — handbók. Eins og nafnið „árbók“ bend- ir til má búast við því að bók þessi sje sú fyrsta en ekki síð- asta sinnar tegundar, enda er í formála vitnað í lög um frám- leiðsluráð, þar sem gert er ráð fyrir að það gefi út árlega skýrslu um framleiðslu, vinnslu og sölu á búvörum og yfirlit um markaðshorfur og afkomu landbúnaðarins á hverjum tíma. Hjer virðist þvi eiga að verða -framhald á og er því hægast úr að bæta og prófa sig áfram og breyta til frá ári til árs. .—* Fljótt á litið sýnist ekki vera úr vegi að sámeina í eitt rit þessa fyrirhuguðu ársskýrslu [landbúnaðarins og handbók fyrir bændur, sem landbúnaðar -ráðherra mun hafa hug á að láta gefa út. Þörfin á slíkri handbók er ærið brýn orðin, því að nú mun liðinn aldar- fjórðUfigUr síðan þeir fjelagai’ Pálmi, Steingrímur og Þórir Hvanneyri gáfu út „Handbok fyrir bæn.dur“, sem mörgurn hefur að gagni komið. En þótt „margt hafi breyst" síðan sú bók kom út, hafa breytingarn- ar þó ekki verið eins örar á neinu sviði eins og hjá land- búnaðinum síðustu 10—20 ,ár- ^in. Þess vegna er margt orðið úrelt í þessari gagnlegu, 25 a- n gömlu bók eins og eðlilegt er. En þáð er nú orðið ennþá fleira, sem vantar í bók eins og þessa, svo mikið, að tæplega er heppi- legt að hrúga því öllu saman i eitt rú. Þess vegna væri ein- mitt hentugt að koma slíkum fróðleik á framfæri í árbók- arformi ásamt yfirliti um hag og horfur landbúnaðarins á [hverjum tíma. En —' í öllum bænum — þetta þarf allt að ívera ljfandi og læsilegur froðy leikur, en ekki steindauðar og stirðnaðar töflur og skrár. Þaú hlýtur að vera til nóg af plássi á öllum skrifstofunum til að hýsa svoleiðis fróðleik handa þeim sem vilja nota sjer hann Ruth Hermanns | fiðluleikari ; byrjar kennslu í fiðluleik 1. okt. — Uppl. i síma 81868, Laugarnesveg 42. VÖRULAGER Tilboð óskast í vörulager. — Byggingarvörur o. fl. Allar upplýsingar gefúr FINNUR ÁRNASON, Skólabraut 25. Akranesi. Sími 135. ........................... ■ Einbýlishús Húsið Hverfisgata 3 í Hafnarfirði er til sölu. •- STEFÁN JÓNSSON. * ; : i 4ra herbergja íbúð : : j óskast til kaups, helst í Vesturbænum eða á hitaveitu- : ■ svæðinu. — Uppl. í síma 1243. Grjófmuiningsvjelar — Malarsigfi Hrislisigli — Bigunarstöð m\ptm HEK. VERKSTED OSLO — NORGE 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.