Morgunblaðið - 15.09.1950, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.09.1950, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 15. sept. 1950. Útg.: H.f. Árvakur. Reykjavík. ( Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ristjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Askriftargjald kr. 14.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 60 aura eintakið. 85 aura með Lesbók. „ Viðskiptafrelsi" kommúnista ÞEGAR svo er komið að kommúnistar þykjast vera orðnir aðalstuðningsmenn frjálsra viðskipta og verslunar, þá er ekki fjarri lagi að telja höfuðið hafa verið bitið af skömminni. Allir vita að kommúnisminn er sem stefna fjandsamlegur öllu verslunarfrelsi eins og öðrum tegundum frelsis í mann- legum samskiptum. í samræmi við það berjast kommúnistai allra landa fyrir afnámi allrar samkeppni í verslun og við- skiptum. Ríkið á ekki eingöngu að reka alla milliríkjaverslun heldur yfirleitt alla verslun í hverju landi. Þetta er ekki aðeins veigamikið atriði í fræðikenningum kommúnista, heldur er það framkvæmt í hverju því landi, sem þeir komast til valda í. Þetta er svo almennt viðurkennd staðreynd að óþarfi er að ræða hana. Svo kemur blað kommúnista nú og þykist vera hinn eini sanni málsvari frelsis í verslun og viðskiptum!!! Hvaða sönn- unargagn leggur svo Þjóðviljinn fram fyrir þessum sinna- skiptum sínum og flokks síns? Jú, Einar Olgeirsson, sem nýlega er kominn af Kominform fundi í Prag og klíkufundi með kommúnistum í Austur- Þýskalandi, hefur meðferðis „brjef upp á það“ að stjórn A-ustur-Þýskalands vilji kaupa íslenskar afurðir fyrir 33 millj. kr. í vöruskiptum. Þetta á að vera sönnun þess að kommúnistar berjist fyrir viðskiptafrelsi. Það hefur verið margtekið fram hjer í blaðinu að íslend- ingum er ánægja að því að fá tilboð í kaup á afurðum þeirra hvaðan sem þau berast. Stefna okkar í afurðasölumálum hefur fyrst og fremst verið sú, að vilja skipta við alla, sem við okkur hafa viljað kaupa. — En hverskonar verslunar- frelsi er það eiginlega, sem Einar Olgeirsson er að krefjast? Hann krefst aðeins frjálsra viðskipta við þau lönd, sem kommúnistar stjórna án tillits til þess hvaða vörur við get- um keypt þar. En hvernig stendur á því að verslun og viðskipti eru ekki frjáls á íslandi í dag? Orsökin liggur í augum uppi. Gjaldeyrisskortur hefur skorið innflutningi þjóðarinnar mjög þröngan stakk. Stjórn- arvöldin hafa því neyðst til þess að hafa hönd í bagga með honum til þess að reyna að tryggja sem skynsamlegasta nýtingu gjaldeyrisins. Að sjálfsögðu vilja t. d. núverandi stjórnarflokkar langhelst að verslunin gæti verið frjáls. Einn megintilgangur gengisbreytingarlaganna var einnig sá að leggja grundvöll að auknu frelsi í verslun og viðskiptum með því að koma á jafnvægi í búskap þjóðarinnar. En aflabrestur, verkföll og verðfall afurðanna hafa hindrað þau áhrif geng- isbreytingarinnar. Það er hægt að benda á ýms fleiri lönd en Austur-Þýska- land, þar sem hægt er að selja íslenskar vörur fyrir sæmi- legt verð, ef ekki er litið á neitt annað. Tökum t. d. Spán. Þar er áreiðanlega hægt að selja saltfisk við góðu verði. En hvaða vörur er hægt að fá í staðinn og á hvaða verði? Það skiptir meginmáli. Það er ekki sama hvaða vörur fást. Að vísu er hægt að selja flestar vörur á íslandi af því að hjer ríkir mikill vöruskortur. Þess vegna er það auðvitað augljós hagur fyrir innflytjendur að flytja þær inn, jafnvel þó að verð þeirra sje miklu óhagstæðara og hærra en hægt væri að kaupa þær á annars staðar. Að sjálfsögðu hlyti það að hafa í for með sjer stóraukna dýrtíð. Einar Olgeirsson varðar ekkert um neitt af þessu. Honum finnst það hrein goðgá að fulltrúar íslendinga skyldu í vor nefna sykur, fóðurvörur og rúgmjöl við austur-þýsku stjórn- ina. En hvað sem segja má um öll fíflalæti kommúnista í sambandi við tilboð Einars Olgeirssonar er þó sjálfsagt að freista allra ráða til þess að leiða þær samningaviðræður til jákvæðra lykta í Austur-Þýskalandi, sem hafnar voru í vor. Það sýnir svo að lokum samkvæmni kommúnista að ýmist skámma þeir ríkisstjórnina fyrir að gera ekki viðskiptasamn- ing við ríkisstjórn Austur-Þýskalands eða krefjast þess að einstakir útflytjendur og innflytjendur semji við Þjóðverja uin viðskipti, Þannig rekur eitt sig á annars horn hjá'þessum IIR DAGLEGA LlHNU AMAST VIÐ AUMINGJUM DÚFUM hefir fjölgað mjög hjer í bænum hin síðari árin og virðist ekkert stoða, þótt mjög sje amast við þessum vesalings fuglum, sem fæstir virðast eiga skjól yfir höfuðið. Piltar á ýmsum aldri fá áhuga fyrir því, sem þeir kalla „dúfna- rækt“. Þeir smíða sjer eða kaupa dúfnakofa og koma upp stofni hjá sjer. En áhuginn dofnar og smátt og smátt hætta piltarnir að gefa fugl- unum og hugsa um þá. En dúfunum, sem eng- inn hugsar um, fjölgar jafnt og þjett. Margir bæjarbúar láta sjer ekki nægja að amast við þessum friðsömu fuglum, sem raun- ar gera engum mein, heldur líta til þeirra og gefa þeim mola af borðum sínum. • ILLA SJEÐ GÓÐGERÐAR- STARFSEMI EN ÞÓTT einkennilegt megi virðast er þessi góðgerðarstarfsemi illa sjeð í nágrenni þeirra, sem gefa dúfunum mola til að jeta. Nágrann- arnir ségja sem svo: „Kerlingin þarna í nr. 8 hænir að þessar dúfur í nágrennið, sem skíta allt út, 'svo ekki sjest hreint þak, eða þakskegg nje gluggasylla í öllu nágrenninu. Það skiftir ekki máli, þótt nágrennið sje að öðru leyti svo sóðalegt, að til stórskammar sje, ef sá skítur er bara ekki eftir umkomulausa og eigendalausa fugla! • SETTIR Á GUÐ OG GADDINN VAFALAUST er það ekki leyfilegt að hafa ali- fugla í bænum umkomu- og eigendalausa. Það mun vera skylda lögreglunnar að sjá til þess, að hvorki húsdýr nje alifuglar sjeu á almanna- færi umhirðulaust innan bæjarlandsins. Þessa skyldu mun lögreglan rækja vel og meðal annars með því að byrja á að gera dúf- ur húsnæðislausar. Hafi strákar hróflað upp dúfnakofa einhversstaðar í leyfisleysi, kemur lögreglan og rífur kofann. Þar með eru dúfur þær, sem þar áttu heima, komnar á Guð og gaddinn, því hvorki er hugs- að um, að ná í þær dúfur, sem þarna áttu heima, nje heldur er hlaupið að því fyrir ó- fleygan lögregluþjón. • VILLIDÚFUNUM FJÖLGAR DÚFNAKOFARIFRILDI lögreglunnar verður til þess, að með hverjum kofanum sem rifinn er, fjölgar villidúfunum í bænum. Og um leið fjölgar kerlingunum, sem af gæsku sinni gefa dúfnagreyj unum eitthvað uppí sig. En þá fjölgar nágrönnunum, sem verða óánægðir með skitinn á gluggásyllunum éftir fuglana. — Það eykur róginn og illindin í heilum bæjarhverf- um. — Allt er þetta vegna þess, að lögreglan reif dúfnakofa, sem hróflað hafðí verið upp í leyfis- leysi. • NOKKUR ORÐ, ÁN GAMANS OG SVO lýk jeg dúfnapistlinum í dag með nokkrum orðum, án gamans. — Og þau eru þessi: Ef að rifnir eru dúfnakofar og villifuglum með því fjölgað, ejrkst óþrifnaðurinn, sem kann að stafa af dúfum. Þessvegna er það tilgangs- laust að rífa dúfnakofa, nema að gera um leið út af við þá fugla, sem þar áttu heima. Það er bókstaflega ómannúðlegt, að rífa hús- næði fuglanna, einmitt nú undir veturinn. Ef ekki á að þola dúfur í bænum, þá er að gera gangskör að því að útrýma þeim öllum, en ekki murka úr þeim lífið einni og einni með hungri og kulda. • REYNSLAN FRÁ GULLFOSSI „ÞAÐ ER sennilega hárrjett, sem þú hefir eft- ir útvarpsvirkjanum um tæknilegu hliðina á útvarpi frá frjettastofu útvarpsins við Klapp- arstíg“, skrifar lesandi. ,,Nú skal jeg nefna dæmi, sem styður hugmynd hans“: Þegar Gullfoss var staddur í Leith í fyrstu ferð sinni til íslands í vor, reyndi loftskeyta- maður skipsins að ná sambandi við Útvarp Reykjavík. Það tókst vonum fremur og heyrð- ist prýðilega er þulur las tilkynningar. En er komið var að frjettunum, heyrðust ekki lengur orðaskil. • LAGFÆRING SJÁLFSÖGÐ FARÞEGARNIR um borð, sem hlustuðu á þetta þökkuðu það skýrri rödd Pjeturs Pjeturssonar þuls, að til hans heyrðist svo greinilega, en ekki til frjettamanns. Kann það að hafa verið rjett að einhverju leyti, en hitt mun og eiga sinn stóra þátt í hve illa heyrðist, að frjettun- um var einmitt útvarpað frá frjettastofunni við Klapparstíg". Fleiri brjef hafa borist um þetta atriði. — Meðal annars frá mönnum, sem segjast hafa orðið fyrir sömu reynslu úti á landi. Sje’ það á rökum reist, að tæknihliðin í frjetta stofuútvarpinu sje ábótavant, verður að bæta úr því. Það er sjálfsagt xnál. Dráttarvjelainnflutningurinn Nokkrar fyrirspurnir tii Sigurðar Þórðarsonar bónda að Laugabóli í MORGUNBL. þann 30. ágúst s.l. ritar Sigurður Þórðarson bóndi að Laugabóli, grein, sem hann nefnir „Um dráttarvjelar og reynsluna af þeim“. í grein sinni skýrir S. Þ. svo frá, að hann hafi keypt „Fergu- son“ dráttarvjel sumarið 1949 og telur hann kosti vjelarinnar, eftir að hafa notað hana í aðeins eitt ár svo mikla, að hann á ekki aðra betri ósk stjettarbræðrum sínum til handa, en þá, að hver einasti þeirra ætti þessa vjel- tegund. Að sjálfsögðu væri ekkert við þetta að athuga, ef hann sam- tímis gerði sig ekki sekan um þá vítaverðu framkomu að telja fram ýmsa kosti „Ferguson“- vjelarinnar, en sem hann í sum- um tilfellum heldur og í öðrum tilfellum fullyrði að aðrar drátt arvjelar hafi ekki. Sjerhver maðal athugull mað ur hefði að sjálfsögðu talið það skyldu sína að kynna sjer ná- kvæmlega kosti og lesti annara dráttarvjela tegunda, sem til eru í landinu, áður en hann t. d. hefði haldið því fram, að „Ferguson“ dráttarvjelar væru búnar framúrskarandi góðum og hentugum lyftitækjum, sem væri nýjung, en sem hann hjeldi að aðrar vjelar hefðu ekki. Það er hætt við því, að stjettarbræður S. Þ., sem notað hafa slík tæki á dráttarvjelum sínum, sem fluttar voru til landsins löngu áður en ein ein- asta „Ferguson“ dráttarvjel var flutt hingað, brosi góðlátlega að þessum stjettarbróður sínum. Jafnframt gætu þeir hugsað sem svo, hvers vegna kynnir maðurinn sjer ekki betur þá hluti, sem hann er að skrifa um áður en hann byrjar slíkt verk. Hjer er aðeins bent á eitt víta- vert dæmi í grein S. Þ., en ýms slík fleiri dæmi mætti nefna. Að sinni verður það hinsvegar þó ekki gert, en þess í stað vilj- um við biðja S. Þ. að svara skýrt og greinilega eftirtöldum spurningum. 1. Hve margar dráttarvjelar af þeim gerðum (John Deere, Massey-Harris, Fordson, Volvo og Allis-Chalmers), sem við undirrituð fyrirtæki höfum flutt til landsins s. 1. 1 til 2 ár eru ekki búnar vökvalyftum. 2. Hjá hve mörgum bændum hafið þjer fengið upplýsingar um sláttuhæfni þeirra sláttu- vjela, er þeir hafa keypt hjá oss undirrituðum. 3. Hve margar af dráttarvjel- um þeim, sem undirrituð fyrir- tæki hafa annast innflutning á s. 1. 1 til 2 ár lyfta ekki sjálf- virkt sláttuvjelargreiðunni og öðrum þeim tækjum, sem þannig eru tengd við dráttar- vjelina sjálfa. að hægt sje að lyfta þeim sjálfvirkt. 4. Greinið frá bensíneyðslu „Ferguson“ dráttarvjelarinnar og ofangreindra dráttarvjela- tegunda. 5. Á einum stað í grein sinni. kemst S. Þ. þannig að orði: „. .. . og margt annað hefir hún til síns ágætis, sem aðrar vjel- ar hafa ekki enn“. Gerið svo vel að skýra greinilega frá hinu marga, sem „Ferguson“ drátt- arvjelin hefur til síns ágætis, en sem aðrar dráttarvjelar hafa ekki enn. Að svo stöddu höfum við und irrituð fyrirtæki ekki ástæðu til að spyrja S. Þ. fleiri spurninga, en vonumst hinsvegar til að hann svari ofangreindum spurn ingum fljótt og greinilega. Ef svör S. Þ. verða samvisku- samlega af hendi leyst, sem ekki skal, að minsta kosti að svo stöddu dregið í efa, þá geta þau ef til vill leitt í ljós að óhætt sje fyrir bændur þá, sem enn ekki hafa aflað sjer drátt- arvjela, að kaupa einhverja aðra tegund en eingöngu „Ferguson“ dráttarvjelina. Herídverslunin Hckla h. f. Orka h. f. Sveinn Egilsson h. f. Sveinn Björnsson & Ásgeirsson. H. f. Ræsir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.