Morgunblaðið - 15.09.1950, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.09.1950, Blaðsíða 5
Föstudagur 15. sept. 1950. MORGUHBLAÐtB o í FRÁSÖGUR FÆRANDI Efri myndin er úr skemmu Þjóðminjasafnsins og sýnir brjóst- myndir af karli og kerlingu frá 17. og 18. öld. Sú neðri er úr ekrúðhúsinu, af altarisklæði frá Hóladómkirkju frá því um siðaskiptin. Á klæCinu eru myndir af dýrlingunum þremur, biskupunum Guðmundi, Þorláki og Jóni Ögmundssyni. -— (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) SKOTAR I MEIRIHLUTA Undirrituðum ljek nýlega for- vitni á að vita, hvernig aðsókn væri að Þjóðminjasafni okkar Islendinga og sneri sjer í því skyni til Ólafíu Einarsdóttur fornminjafræðings, sem er „nýbakaður“ fornminjafræð- ingur að heita má. Undirritað- ur ræddi við Ólafíu „uppi á safni“, eins og sagt er um nær öll nöfn hjer í Reykjavík og fjekk greið svör og góð við spurningum sínum. Ólafía segir svo frá, að að- sóknin að Þjóðminjasafninu sje vægast sagt ákaflega mis- jöfn, tíu manns kunni að koma einn daginn, en ckki færri en 60—70 þann næsta. í sumar, segir hún, hafa að- allega utanbæjarmenn heim- sótt safnið, þar af margir út- lendingar, ekki síst Skotar í „Hekluferðum“. Þeir hafa komið í flokkum — 50—60 manns í hverjum — að heita má aðra hvora viku. Sjerstak- ir fylgdarmenn islenskir hafa verið í för með þeim og grun- ur liggur á, að þessir skosku ferðalangar hafi fæstir verið eins „spenntir“ fyrlr heim- sókninni og góður fornminja- fræðingur kym.i helst að kjósa; Skotarnir hafi jafnvel sumir hverjir komið í safnið við Hverfisgötu, til þess eins að geta sagt löndum sinum heima, að þangað hafi þeir sv.o sem komið, laxmaður. Geta má þess í sambandi við Skotana, að þeim finnst skrít- ið, er þeir rekast á kirkju- gripi í Þjóðminjasafninu. Þeir eru því vanastir, að slíkir gripir sjeu geymdir í kirkj- um. VIL.TA KAUPA SILERIÐ Af öðrum útlendingum, sem heiðrað hafa Þjóðminjasafnið í sumar, má nefna bandariska ferðamenn. Það mun fæstum koma á óvart, að þeir banda- rísku virðast hafa mest yndi af skartgripunum í sýningar- kössum safnsins, einkum kven silfrinu, enda spyrja þeir sumir, hvort gripirnir sjeu ekki falir. En þegar svarið er neikvætt, er næsta spurning- in gjarnan sú, hvort ekki sje þá hægt að eignast eftirlíking- ar. — Um spurningar gesta í Þjóð- minjasafninu er það að segja í örstuttu máli, að útlending- ar, sem á annað borð þekkja einhver deili á víðfrægustu íslenskum sögustöðum, spyrja fyrst eftir gripum frá þessum stöðum. íslend.ingurinn virðist fyrir sitt leyti hafa mestar mætur á víkingaöldinni og vill tíðum fá að sjá minjar úr heimahög- um. NÚ Á AÐ SPARA Jeg veit ekki, hvort frá því hefur verið sagt áður, en að líkindum verður Þjóð- minjasafnið ekki opið oftar og lengur en nú er, eítir að það hefur verið flutt í nýju húsa- kynnin við Melaveg í Há- skólahverfinu. Nú er safnið opið gestum á þriðjudögum, fimmtudögum og sunnudög- um frá kl. 1—3. Ein ástæðan til þess, að Misjöfn aðsókn að Þjóðminjasafniniii rýndir mtinir fyrir þúsundir króna breytingar á sýningartíma er vart að vænta, er sú, að það er dýrt að hafa gæslumennina marg'a í safninu og nú er jú krafist ýtrustu sparsemi í rík- isrekstrinum og þá auðvitað jafnt á Þjóðminjasafni íslend- inga sem í Áburðarsölu ríkis- ins — svo dæmi sje nefnt. Önnur ástæða liggur og til þessa og ef til vill auðskilj- anlegri en sú fyrri: Aðsókn að Þjóðminjasafninu hingað til bendir ekki til þess, að nauð- synlegt sje að fjölga sýningar- dögum og lengja sýningar- tímann. En óneitanlega verð- ur ólíkt aðgengilegra að skoða þjóðminjar okkar i nýja stór- hýsinu, þar sem Þjóðminja- safnið mun ráða yfir allt að þrisvar sinnum stærra hús- rúmi en nú. Það skal þó tekið fram, að engin endanleg ákvörðun hef- ur enn verið tekin í ofan- greindu máli. NÝ EIGNASKRÁ Byrjað verður sennilega að flytja safnið í haust, en það mun taka langan tíma, og ef til vill verða sýningarherberg- in ekki opnuð öll í einu, held- ur eitt og eitt í senn, eftir því sem verkinu miðár. Þegar flutningnum er lokið, verður aðalsafnið á 1. hæð, en ýmiskonar sjersöfn i kjallara Þá fyrst múnu gestir og fá að sjá marga merka gripi, sem ó- kleift hefur verið að sýna al- menningi til þessa, sökum skorts á húsnæði. Þar má til nefna svokallað Ásbúðarsafn, sem Andrjes Johnson í Hafn- arfirði safnaði og haft verður í sjerdeild. LÍTIL TASKA LÍTILLAR TELPU Ef móðir telpunnar, sem í júní síðastliðnum týndi rauðri handtösku hjer í bænum, hringir í síma 5925, er ekkert líklegra en hún geti samdæg- urs sótt töskuna niður í Frí- kirkjuveg 11 og sagt dóttur sinni þau óvæntu gleðitíð- indi, að „dömuveskið“ henn- ar sje loksins fundið. Þetta er nýlegt veski, eldrautt og í líkingu við fisk, og það er varla blöðum um það að fletta, að litla telpan hefur grátið mörgum beiskum tárum, þann daginn sem hún týndi því. Þeg ar þar á bætist, að i þessu for- láta veski er alveg samskonar varalitur og stóru konurnar nota, geta menn svo sem sjeð, að það voru hreint ekki lítil auðæfi, sem litla telpan ólán- sama týndi þarna á einu bretti. En taskan hennar er sem sagt þessa dagana í vörslu Sakadómaraskrifstofunnar á Fríkirkjuvegi 11, þar sem Har aldur Jóhannesson hefur ,um- sjón með öllum óskilamunum, sem „skilvísir finnendur" á annað borð skila. MARGT AÐ SJÁ Jeg leit inn til Haraldar fyrir nokkrum dögum og fjekk að líta á sumt af því, sem týnist í Reykjavík og ná- grenni — og óvandaðir ná- ungar ekki kasta eign sinni á. Hann sýndi mjer inn í eina átta skápa, þar sem úði og grúði af allskonar varningi, sumpart ljelegum og sumpart góðum, eins og gengur og ger- ist. blekungum — og kvenskraut „í tonnatali“. Þarna voru eyrnalokkar og hálsfestar, nælur ýmiskonar og armbönrl — jafnvel heklaðir skraut- dúkar undir vínglös. Þarna voru tvær skúffur fullar af veskjum — peninga- veskjum, handtöskum og buddum. í sumum veskjunum voru peningar. Þarna voru höfuðklútar og hanskar og skóhlífar, skjala- töskur og ferðatöskur — ein sneisafull af allra handa fatn- aði. Þarna voru lyklar — bil- lyklar og húslyklar tugum saman. Þarna var meira að segja öxull í bát, gerður úr dýr- asta kopar. Hann var svo fyr- irferðarmikill, að hann komst ekki fyrir í skápunum. MIKIÐ VERÐMÆTI Sumt af því, sem þama er í vörslu Sakadómaraskrifstof- unnar, hafði jeg ekki tíma til að skoða. En Haraldur skýrði mjer svo frá, að hann hefði í geymslu geisimikið af fatn- aði, sem enginn vissi eigendur að. Barnakerru geymdi hanu líka og bildekk á felgu, sem enginn gerði kröfu til. Og um 60 reiðhjól biðu eftir því, :úS eigendur þeirra gæfu sig fram, þótt það sje staðreynd, a3 hjól sjeu varla fáanleg fjrrir minni pening en 700 krónur. Það er því ekki lítið verð- mæti, sem þarna er saman komið á einum stað og' Reyk- vikingar og aðkomumenn hafa týnt hjer síðustu mánuðina. Reikni maður til dæmis hvert reiðhjól á 700 krónur, er sam- anlagt andvirði þeirra sextíu reiðhjóla, sem geymd eru á Fríkirkjuveginum, yfir 40,000 krónur! Á efri myndinni eru nokkur þeirra 60 reiðhjóla, sem nú eru í vörslu Sakadómaraskrifstofunnar. Á þeirri neðri er hrúgað saman allskonar óskilamunum. (Ljósm. Mbl.: Öl. K. M.) Loks má geta þess, að ný skrá yfir eigur Þjóðminja- safnsins . verður væntanlega prentuð strax og búið er áð flytja það í Háskólahverfið, en sú síðasta var gefin út 1914, og því æskilegt — að ekki sje meira sagt — að fá „aukna og endurbætta út- gáfu“. Þarna voru kai'lmannsúr og kvenúr, alls umv16 talsins og flest gæðagripir. Þarna voru fingurgull, stór og smá, sum merkt og sum ekki og sum rjettir ög ' sljettir giftingar- hringar, ýmist merktir eða ó- merktir. Þarna voru sjálfblekungar — einhver urmull af sjálf- AUGLÝSINGAHERFERÐ Það verðmæti, sem kemst til óskiladeildar Sakadómara- skrifstofunnar, er geymt í eitt ár, en síðan selt á uppboði, hafi rjettir eigendur þá ekki gefið sig fram. Þessi uppboO eru haldin að vorinu, oftast, í maí, eftir að þau hafa verjiF rækilega auglýst í blöðum og útvarpi. Sú auglýsingaherferff ber raunar jafnan þann gleði- lega árangur, að allmargir eigendur týndra fjármuna gefa sig fram á síðustu stundu. Margir láta þó aldrei sjá framan í sig. Enn aðra finn- ur Haraldur, og þá oft eftir mikla leit, og biður þá að vera svo vinsamlega að koma og sækja úrið sitt, veskið sitt eða hvað það nú kann að vera, sem þeir hafa týnt og talif* með öllu glatað. Þannig tókst honum fyrir skömmu að losna við skjalatösku talsvert stóra, sem erlendur blaðamaður og rithöfundur virðist hafa týnt hjer í Reykjavík, sama daginn sem hann hjelt heim á 3eið. I töskunni voru handrit og dagbókarblöð með heilmiklu af upplýsingum um ísland og Islendinga. Já, og svo var líka í tösk- unni hálf flaska af brenni- víni. í ÞÁ DAGA....... Að endingu er hjer auglýs- ing, sem jeg get ekki stillt mig um að birta, þó jeg gangi ekki að því gruflandi, að hún hlýt- ur að koma við kaunin á mörgum manninum: Framhald á bls. 11,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.