Morgunblaðið - 15.09.1950, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.09.1950, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐID Föstudagur 15. sept. 1950. Framhaldssagan 37 Hiaunuiiuuiiiiaiiiiniui FRÚ mike Effir Nancy og Benedicf Freedman UUIIIIIIllHlimUUUIIlHIIIIIIIIIIIIHIIIUIIIIIIIlllll Jeg veitti því athygli hvern- Mike horfði á unga manninn, Hann horfði á hendur hans. — Fjær voru hreinar og vel hirtar. Neglurnar voru hreinni en mín- ar og höfðu verið pússaðar þar til þær glönsuðú. spurði Mike með hægð. Peters virtist þessu óviðbú- inn. Hann vatt sjer svolítið til í stólnum. „Jeg geri ráð fyrir að jeg hafi verið of stórtækur, fiegar jeg nefndi sjálfan mig gullleitarmann. Jeg hefi ekki enn leitað neitt en jeg er á leið iiini norður til Yukon til að freista gæfunnar“. ..Þú hlýtur að hafa komið hingað í eftirmiðdaginn. — Jeg get ekki ímyndað mjer að þú hefðir komist hingað án þess að jeg tæki eftir þjer, nema um )>að leyti sem bátarnir voru að fara“. „Rjett ályktun, undirforingi. Jeg kom rjett þá á eftir. Mætti bátunum þegar þeir höfðu far- ið um það bil mílufjórðung“. „Þú ert Amerikani, er það ekki?“ spurði Mike. „Jú, frá Detroit“. „Og hvað gerðir þú í Detro- it?“ Mike horfði ennþá á hend ur hans. Þær virtust vera hon- um mikið undrunarefni. „Jeg seldi skó fyrir Thomas & Bailey verslunina í Church- stræti. Mike glotti. „Jæja, þá máttu segja okkur svolítið frá birn- unni, Peters“. Um leið og bjarndýrið var nefnt á nafn, fölnaði Peters og íeygði sig eftir whisky-flösk- unni. Jeg hellti í glas fyrir hann. Hann saup á, hóstaði og settist aftur niður. „Það var hræðilegt ferðalag ið hingað með kajakinum. Jeg bjóst við að stansa hjerna um vikutima til að hvíla mig og hressa eftir volkið. Það fyrsta sem jeg gerði var, að fá lánað- an hest og ríða dálítið um. Vilai sjá landið“. „Það er fallegt umhverfið hjer, finnst þjer það ekki?“ spurði jeg. Hann leit á mig tómlega. „Oh, jú. En hjer er ógrynni af björnum“. Mike hló. „Þetta er þeirra tími. Sumrin og vorin“. „Já“, sagði ungi maðurinn rólega, eins og hann væri að reikna þeirra tíma nákvæmlega út í huga sjer. „Nú. Jeg Ijet hestinn aðeins fara fetið. svo jeg nyti betur landslagsins, en eins og þú segir, ungfrú, þá er þetta fallegt landslag, öldu- myndað og fjöllótt, og gróður- inn nýr og ferskur. Jeg var einmitt að taka eftir því að gróðurinn er Ijósari þegar hann er nýkominn undan snjónum,. Einhvernveginn gulgrænn“, „En hvar fannst þú bjarnar- ungann?“ spurði Mike óþolin- móður. Peters leit á hann álasandi augnaráði. „í gulgrænu kjarri. Hesturinn nam staðar til að íjaka niðri. Allt í einu sperti hann aftur eyrun og hætti að bíta. Á sama augnabliki varð j#g var við einhverja hreyfingu ífkjarrinu. Jeg varð forvítinn £$ð vita, hvað þetta væri. Jeg jptti til runnunum með byss- r|nn. Ef það væri eitthvað hættu Ifegt, ætlaði jeg að skjóta það. „Hvað hefir þú leitað Vtða?“ En þá sá jeg að þetta var lítill bjarnarungi, sem hnipraði sig þarna saman. Þegar hann sá mig ýlfraði hann. Hann var á- kaflega fallegur, feitur og patt- aralegur. Jeg steig af baki til að geta sjeð hann betur. — Hann veinaði dálítið er jeg tók hann upp, en hann streyttist ekki mikið á móti. Skinnið hans var mjúkt og fallegt. Jeg hugsaði með mjer að gaman væri að fara með hann heim til skálans. Hesturinn fann bjarnarþefinn og jeg átti í erfiðleikum með að komast á bak með ungann í fanginu, en það tókst þó að lok- um. Jeg hafði aðeins snúið hest inum heim á leið, þegar.birnan birtist allt í einu. Hún hljóp í áttina til okkar og öskraði reiði lega. Hesturinn tók viðbragð og hljóp eins og hann ætti lífið að leysa en tókst ekki að hlaupa birnuna af sjer. Jeg held að ófreskjan hafi hiaupið á eftir okkur minnsta kosti fimm mílna spotta. Jeg heyrði, hvernig hún bljes af mæði. Eitt skipti leit jeg aftur og sá gráleitt höfuð birnunnar og upp í opinn skoltinn. — Jeg hugsaði til þess, ef jeg mundi falla af hestinum og sú tilhugs- un kom mjer til að knýja hest- inn áfram allt hvað jeg gat“. „En hversvegna sleppturðu ekki bjarnarunganum?" spurði Mike. „Sleppa honum?“ endurtók Peters. „Jeg var búinn að gleyma honum. Jeg mundi ekki eftir neinu nema ófreskjunni sem á eftir mjer hljóp og glefs- aði stöðugt nær hestinum. Það suðaði fyrir eyrum mjer, og mjer er næst að halda að það hafi verið jeg sem æpti“. „Já, það varst þú“, sagði Mike. Og síðan bætti hann við: „Tæmdu glas þitt, Peters“. Peters lyfti snyrtilegri hendi sinni að munni sjer. Hún var hvít og bláar æðarnar skáru sig greinilega úr. Hann hjelt að hann væri með glasið í hend- inni. En svo var ekki. Það var enginn vafi á því, að atburður- inn hafði haft mikil áhrif á Peters. Til þess að hætt yrði að tala um birni, fór jeg að segja frá tönninni, sem dregin var úr Atenou. Hann hlustaði með mik illi eftirtekt, þegar jeg lýsti kvölum hans og hugrekki. — Hann ljómaði af ánægju þegar jeg hafði lokið við að segja frá aðgerðinni. „En hvar er tönnin?“ spurði Mike. Jeg leit á borðið. Töngin var þar ennþá, en tönnin var farin. Jeg sneri mjer að Atenou. Hann glotti og benti á brjóst sjer. í leðuról, sem hann haf ði um háls sjer, hjekk lítill skinnpoki. „Er hún þarna?“ spurði jeg. Hann hvolfdi úr pokanum -í lófa sjer. Fyrst kom silfur- hnappur, síðan nokkur grasstrá bundin saman og loks tönnin. Blóðíð var orðið storkið á henni. Atenou tók tönnina upp með mikilli varúð og rjetti hana til Peters. „Aftasti jaxlinn", sagði hann með hægð. ,,Endajaxlinn“, leiðrjetti Mike. Peters rjetti Atenou tönnina aftur. „Til hvers ætlar þú að bera tönnina á þjer?“ „Hún getur læknað — Peters hló. ,Indíánahjátrú“. Atenou, sem ekki skildi svona langt orð, gladdist engu að síð- ur yfir því. „Já“, sagði hann. „Mikið sterk. Hún læknar kval- ir milli beinanna“. „Gigt“, útskýrði Mike. „Jæja?“ sagði Peters og brosti gleitt til okkar. — Hann var farinn að hafa gaman af þessu. „Og hvað getur þessi tönn gert meira?“ „Hún kemur þeim manni, sem elskaður er, til að endur- gjalda ástina“, sagði Atenou alvarlegur á svip. Peters fannst þetta sjerstak- lega hlægilegt. „Ver hann líka gegn björn- um“. Peters hætti að hlæja. „Er það satt?“ Peters sneri sjer að okkur. „Vitið þið, að stundum finnst mjer hjátrú Indíánanna þess verð að henni sje gaumur gef- inn. Þeir búa þó hjerna stöð- ugt og hafa því reynsluna“. „Birnir koma ekki þar sem þessi tönn er. Geðjast ekki að henni. Sterkt meðal", sagði Atenou. Jeg varð upp með mjer af Atenou, besta veiðimanni Must agans. Honum tókst að full- vissa skósölumanninn frá Detro it um lækningamátt tannarinn- ar. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiniiiiiiiii = 2 | Málverkabók | | Jóns 1 Stefánssonar I | Fögiu* og vönduð gjöf til vina | hjerlendis og erlendis, HELGAFELL iHiiimiiiiiiiniiiiiiiiiiifiiiiiiiniiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Góð gleraugu eru fyrir öllu. Afgreiðum flest gleraugnasecept og gerum við gleraugu. Augun þjer hvílið með gler- augu frá 1 í LI H. F. Austurstræti 20. Þegar Kalli varð göldróttur 4. Tj „Er ekki neitt til, sem þeir eru hræddir við?“ spurði KallL „Jú, það er eitt og það er vatn, vegna þess, að þegar þeir, eru í brynjunum, geta þeir ekki synt. En jeg get ekki sjeð, að það hjálpi okkur neitt.“ Allt í einu byrjaði Kalli að hoppa um í miklum æsingi, , Stál“, kallaði hann, „sagðirðu stál?“ „Já,“ sagði Tvistur steinhissá. „Hvað er eiginlega aði þjer?“ „Jeg veit hvað við eigum að gera. Sýndu mjer fljótt, hvar þeir eiga heima“. „Niður í hola -trjenu við ána — en hvað —?“ byrjaði Tvistur. Kalli greip í höndina á honum. „Jeg skal segja þjer það, þegar við komum þangað“, sagði hann og hljóp eins hratt og hann gat í áttina til trjesins. Þeir voru báðir, lafmóðir, þegar þeir komu þangað. Kalli brosti til Tvists. „Jeg kann dálitla galdra líka“, sagði hann. „Horfðil bara á mig“. ’ Hann tók stóran segulstein upp úr vasanum og batt hann í endann á langri snúru. Svo klifraði hann upp í trje þang- að til hann gat horft niður í opið efst á því. „Svartálfur15, kallaði hann niður í trjeð. „Ef þið skilið Tvisti ekki aftur bókinni undir eins, skal jeg galdra ykkur og lyfta ykkur upp úr trjenu og henda ykkur niður í ána“. Hann heyrði að álfarnir Tóru að skellihlægja. „Vertu ekki svona heimskur. Þú getur ekki hrætt okkur“, kölluðu þeir. „Þú ert ekkert göldróttur11. „Jæja, er jeg það ekki?“ sagði Kalli. „Bíðið þið bara við“. Og svo Ijet hann segulsteininn síga niður í trjeð og dró hann síðan upp aftur. Þið hafið aidrei heyrt neitt þvílíkt eins og hræðsluvæl- ið og skrækina, sem kváðu við inni í trjenu, því að þegar steinninn kom upp, dingluðu sex hjálparvana og vesældar- legir svartálfar á honum. Þeir gátu ekki losnað vegna þess að segulsteinninn hjelt fast í stálbrynjurnar þeirra. „Jæja, ætlið þið að skila Tvisti bókinni hans eða á jeg að henda ykkur 1 ána?“ sagði Kalli og setti upp strangan svip. Þegar í stað skriðu tveir dauðhræddir svartálfar upp úr; trjenu með bókina og rjettu Kalla hana. „Hjerna er hún, taktu hana, og farðu burt með hana fljótt“, æptu þeir í kór. 'TflfbjcT* nnrLo’iqusnkal JUTUlX ★ Erfið viSgerð. Maður nokkur fó, til gistihúss, að leita sjer herbergis yfir nótt. Var honum sagt, að öll herbergin væru upptekin nema eitt er væri við hlið- ina á taugaóstyrkri konu og ef hann fengi það, mætti hann livorki láta heyrast í sjer stunu eða hósta. Mað- urinn lofaði að hafa lágt um sig, og var síðan vísað til herbergisins. Þegar hann háttaði, Ijet hann annan skó- inn detta ó golfið, svo að small í, en mundi þá eftir konunni og lagði lxinn skóinn hljóðlaust niður. Sofnaði hann síðan, en vaknaði, er liðið var ó nótt, við mikla barsmíð ó dyrnar. Þegar hann opnaði, stóð fyrir utan kona nokkur, títrandi af æsingi, og hrópaði. „Hvers vegna í ósköpunum farið þjer ekki úr hinum skónum?" ★ Fimm króna smásögurnar eru stundum spennandi 1 einni þeirra stendur: Stúlkan hrærði í teinu sínu með andvarpi, fór út í garðinn og sópaði stíginn með yndislegu augun- um sínum“. ★ Maður einn ætlaði að láta gegnum lýsa sig, og lagði af stað inn á berklaeftirlit. Kom hann inn í troð- fulla stofu, sem horum fannst dólítið grunsamleg, en fór samt út í hom og beið þar góða stund. Að lokum fór honum að þykja nóg um hin einkenní legu augnatiliit, sem hann fjekk hvaðanæva að, svo að hann sneri sjer að konu, sem var við hliðina á honum og sagði: „Er þetta ekki berklaeftirlitið?“ Konan kímdi: „Nei,“ sagði hún, „þetta er eftirlit fyrir vanfærar kon- ★ ..Þvi miður, þá get jeg ekki tekið þennan kjól, sagði ung stúlka vi8 afgreiðslukonuna. „Hann er annað* hvort of víður mjer eða of þröngur, og passar hvergi.“ „Einmitt það“, saggði af- greiðslukonan. „Jeg býst ekki við, að við getum breytt kjólnum svo að hann passi á yður, en ef þjer viljifS fara upp á loft til fegurðarsjerfræð- inga okkar, er jeg viss um, að þeir breyta strax vextinum á yður, svo a3 þjer passið i kjólinn." iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiliiiiiliillliUO Til sölu | Vandað þýskt orgel, 2 þrísettir 5 \ klæðaskópar, Eldhúsborð og koll 1 | ar, sófaborð, lítill stofuskópur, | \ bollastell o. fl. Uppl, Bergstaða i \ stræti 10 A, í dag. 5 llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllgg EINAR ÁSMUND. 30N hæstaréttarlögmaður SKRIFSTOFA: Tjamargötu 10. — Sfml 5107

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.