Morgunblaðið - 31.03.1954, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.03.1954, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 31. marz 1951 lifhGufun lista- mannastyrkja ÚTHLUTUN til skálda, rithöf- Tinda og listamanna 1954: Kít. 15000. Ásgrímur Jónsson, Davíð Stef- ámsson, .Guðm. G. Hagalín, Hall- <lór K. Laxness, Jakob Thoraren- áen, Jóhannes S. Kjarval, Jón Htefánsson, Kristmann Guð- xnundsson, Tómas Guðmundsson, Þórbergur Þórðarson. £it. 9000 Ásmundur Sveinsson, Elinborg Xiárusdóttir, Finnur Jónsson, Guðm. Böðvarsson, Guðm. Dan- áelsson, Guðm. Einarsson frá Mið- <dal, Gunnlaugur Blöndal, Gunn- laugur Scheving, Jóhannes úr ICötlum, Jón Björnsson, Jón Engilberts, Jón Þorleifsson, Kristín Jónsdóttir, Magnús Ás- igeirsson, Ólafur Jóh. Sigurðsson, Rikarður Jónsson, Sigurjón Jóns- son, Sigurjón Ólafsson, Steinn Steinarr, Sveinn Þórarinsson, Þor sleinn Jónsson. XK. 5400 Eggert Guðmundsson, Friðrik Á Brekkan, Guðm. Frímann, Guð mundur Ingi, Heiðrekur Guð- xnundsson, Jakobína Johnson, Jó- hann Briem, Jón Leifs, Jón Nor- <íal, Karl Ó. Runólfsson, Páll ísólfsson, Sigurður Einarsson, Sigurður Sigurðsson, Sigurður Þórðarson, Snorri Arinbjarnar, Snorri Hjartarson, Stefán Jóns- son, Svavar Guðnason, Vilhjálm- ui. S. Vilhjálmsson, Þorvaldur Skúlason, Þórunn Elfa Magnús- dóttir. KR. 3600 Árni Björnsson, Árni Kristjáns son, Björn Ólafsson, Brynjólfur Jóhannesson, Elías Mar, Eyþór Stefánsson, Guðrún Árnadóttir frá Lundi, Halldór Sigurðsson (Gunnar Dal), Hallgrímur Helga- son, Helgi Pálsson, Höskuldur Björrísson, Jakob Jónsson, Jón úr Vör, Jón Þórarinsson, Jórunn Viðar, Kristján Einarsson frá Djúpalæk, Kristinn Pétursson, Magnús Á. Árnason, Ólafur Túbals, Rögnvaldur Sigurjónsson, Sigurður Helgason, Tryggvi Sveinbjörnsson, Þórarinn Jóns- son, Þorsteinn Valdimarsson, Ævar Kvaran. KR. 3000 Agnar Þórðarson, Ármann Kr. Einarsson, Bjöx-n Blöndal, Emilía Jónasdóttir, Friðfinnur Guðjóns- son, Gísli Ólafsson, Gretar Fells, Guðrún Indriðadóttir, Gunnar Gunnarsson yngri, Gunnfríður Jónsdóttir, Gunnþórunn Halldórs dóttir, Halldór Helgason, Helgi Valtýsson, Hjörleifur Sigurðsson, Jónas Jakobsson, Kjartan Guð- jónsson, Kristján Davíðsson, Ólöf Pálsdóttir, Sigurður Róbertsson, Steingerður Guðmundsdóttir, Veturliði Gunnarsson, Vilhjálm- ur frá Skáholti, Þóroddur Guð- mundsson, Þorsteinn Jónsson á Úlfsstöðum. I úthlutunarnefndinn áttu sæti: Þorsteinn Þorsteinsson sýslumað- ur, formaður, Þorkell Jóhannes- son prófessor, ritari, og Helgi Sæmundsson ritstjóri. Fimm hefti komin út af Oröa- hók Alexanders FJÓRÐA og fimmta hefti Orða- hókar Alexanders Jóhannessonar, sem gefin er út í Sviss, og mun verða yfir 1200 blaðsíður, eru mýkomin og hafa þá verið prent- •aðar 800 síður. Orðabók þessi hefur vakið mikla athygli ger- xnanskra málfræðinga víða um heim og hafa margir ritdómar biizt í tímaritum, sumir all ítar- legir og ýmsar athugasemdir gerðar um orðaskýringar höfund -ar eins og venja er um slík verk. í Bandaríkjunum reit hinn kunni málfræðingur, próf Alb. Mocey Sturtevant um fyrsta heftið í „THE JOURNAL OF ENGLISH AND GERMANIC PHILOLOGY" 1952, en enginn núlifandi málfræðingur í heimin- um hefur samið jafnmargar rit- gerðir og hann um íslenzkar orðaskýringar. Hann komst svo að orði, að rit þetta myndi án "Vafa verða talið eitt af meiri háttar afrekum í germönskum fræðum á vorum dögum. Próf. Kemp Malone (í Balti- 7nore) birtir langan ritdóm í „Language"1 1952, prófessor Stef- án Einarsson sömuleiðis í „Scandinavian Studies“ 1953 og próf. Richard Beck gat ritsins i „Books Abroad“ 1953. í Þýzkalandi var ritsins getið í ,,Anglia“ 1952 (próf. Herm M. Flasdieek í Heidelberg) og í „Niederduetsche Mitteilungen“ 1951 eftir próf. E. R., er m. a. kemst svo að orði: „Fyrir rann- sóknÍL- í germönskum fræðum i víSari merkingu verða til mik- Hlar uppörvunar og léttis — og í sannleika (ásamt orðabókum Jxeirra Hellquist, Holthausen, Franck van Wijk og Kluge) ®kjpa nýjan grundvöll að endur- skópun rits Alf Torps: „Worts- ehatz der Germanischen sprach- einheit“. í Hollandi birti dr. F. de Toll- Jóhannessonar enaere í Leiden í „Museum“ 1954 ritdóm um þrjú fyrstu heft- in og kemst þar m. a. svo að orði: „Það er ekki hægt að meta nógu mikils þetta afrek hins íslenzka fræðimanns, verkið mun skipa heiðurssess meðal rita um íslenzkar orða- skýringar og íslenzkra orðabóka. I Frakklandi hefur próf. Fern- and Mossé í París birt ritdóm í „Etudes Germaniques“ 1953 og' kemst m. a. þannig að orði: „Þessi orðabók mun áreiðanlega verða mikilsvert höfuðrit, það er mjög auðugt að skýringum og mun verða að miklu gagni.“ Á Ítalíu hefur birzt ritdómur í „Paideia" eftir próf. Vittore Pisane er kemst svo að orði m. a : „Mun rit þetta ávallt verða mik- ilsvert safn af íslenzkum orða- skýringum og verða stúdentum að gagni.“ íslenzkir áskrifendur a§ rit- verki þessu eru beðnir að vitja 4. og 5. heftisins til Óskars Bjarnasens, Háskólanum. Akranesbáfar með 7-8 lesfir í gær AKRANESI, 30. marz, — Síðast- liðinn laugardag var afli bátanna samtals 55 lestir. f dag voru tólf bátar á sjó. Afli þeirra, sem að voru komnir, var 7—8 lestir á bát. Bátur kom hingað í dag með 60 tunnur af loðnu, sem veiðst hafði á Keflavíkurhöfn. Loðnubáturinn Ármann fór suður-eftir í dag, þar sem frétzt hafði af allmikilli loðnu suður af Stafnesi. Bjarni riddari kom hingað í dag með 205 lestir af fiski, — O. Bezla kvikir-ynda- Eeikkonan Þetta er Audrey Hepburn, 24 ára gömul kvikmyndadis, sem var óþekkt þar til á fyrra ári. Gagn- rýnendur í Bandaríkjunum og Englandi eru sammála um að hún sé ,bezta kvikmyndaleikkona ársins 1953“. Uppsögn öryggls- varða - rangfærslur ÞJóðviljans í DAGBLAÐINU Þjóðviljinn í gær birtist grein um brottrekstur 70 öryggisvarða á Keflavíkurflug velli. Þar sem um miklar rang- færslur er að ræða í frásögn blaðsins, vill ráðuneytið taka fram eftirfarandi: Laust eftir áramótin beindu fyrirsvarsmenn Metcalfe, Hamil- ton þeirri fyrirspurn munnlega til Kaupskrárnefndar, hvort þeir gætu ekki samkvæmt íslenzkum lögum ráðið menn til gæzlu eigna félagsins, þar sem þeir hyggðust leggja niður ráðningar á sérstök- um öryggisvörðum. Kaupskrárnefnd gaf upplýsing- ar um kaup og kjör slíkra manna eins og þau tíðkast í Reykjavík. Þessi breyting var því ákveðin áður en öryggisverðirnir sendu kæru sína á Mr. Mack Hall með bréfum, dags. 26. janúar s.l. og 12. febrúar s.l. Vinnumálanefnd ráðuneytisins rannsakaði kær- una og skilaði áliti til ráðuneyt- isins, þar sem lagt var til, að Mr. Mack Hall yrði látinn hætta sem yfirmaður öryggisvarðanna. Hafa fyrirsvarsmenn félagsins lofað, að svo yrði gert. Persónu- legar skýrslur um þetta mál frá Hallgrími Dalberg hafa aldrei borizt ráðuneytinu. Ekki heldur neinar skýrslur frá Mr. Mack Hall eða Guðmundi Arngríms- syni. Rétt er að geta þess til leið- réttingar, að öllum öryggisvörð- um hefir verið sagt upp starfi með 10 daga fyrirvara. Að lokum skal það tekið fram, að ráðningar á vaktmönnum munu eingöngu fara fram gegn- um ráðningaskrifstofu ráðuneyt- isins á Keflavíkurflugvelli. (Frá utanríkisráðuneytinu) 1000 hundar I mét- mælagöngu FYRIR nokkru fóru 1000 hundar, með svört sorgarbönd um háls- inn, í mótmælagöngu ásamt eig- endum sínum í Lúbeck. Gerðu þeir þetta í mótmælaskyni við það að nokkru áður höfðu 15 hundar og 10 kettir verið skotnir af lögreglunni vegna þess að einn hundur og einn köttur höfðu gripizt hundaæði. Lögreglan ætl- aði þá í öryggisskyni að útrýma öllum hundum og köttum í borg- inni. Um 10 þúsund manns- röð- uðu sér upp við þær götur semi fylkingin gekk um. Hundarnir voru auðsjáanlega raunamæddir vegna atburðarins og ekki kom til áfloga í hópnum. Siglufirði, 30. marz. GÆR var fundur í bæjar- stjórn Siglufjarðar og stóð hann í 10 klukkustundir. Á dag- skrá var fjárhagsáætlun bæjar- sjóðs fyrit' árið 1954 og var hún afgreidd. Níðurstöðutölur áætl- unarinnar urðu 6,258,200 kr. HELZTU GJALDALIÐIR Helztu gjaldaliðir eru áætl- aðir þessir: Stjórn kaupstaðarins 347 þús., löggæzla 251 þús., fram- færsla 400 þús., Barnaskólinn 565 þús., Gagnfræðaskólinn 65 þús., bók'asafn 73 þús., íþróttir 85 þús., brunamál 306 þús., Al- mennar tryggingar og sjúkrasam- lag 600 þús. Svo og aðrar lög- og samningsbundnar greiðslur. ÁÆTLAÐAR TEKJUR Helztu tekjur sem áætlaðar eru, eru útsvör 3 millj., umsetn- ingsgjöld Síldarverksm. ríkisins 50 þús., umsetningsgjald Áfeng- isverzl. ríkisins 150 þús., fast- eignagjöld 265 þús., endurgreidd- ur fátækrastyrkur 100 þús., end- urgreiðsla úr ríkissjóði og endur- greidd lán 236 þús. Einnig lán- tökur vegna skuldabreytinga. Málverkssýning Magnúsar Árnasonar framlengd um 3 daga MÁLVERKASÝNING Magnúsat' Árnasonar, sem staðið hefur yfir í Listamannaskálanum undan- farið, og átti upphaflega að vera lokið í gærkvöldi, hefur nú ver- ið framlengd um þrjá daga og lýkur henni á föstudagskvöldið. Á sýningunni voru upphaflega 65 olíumálverk, 28 teikningar og 6 höggmyndir. Hefur aðsókn verið góð og hafa selzt 18 málverk og nokkrar teikningar. Ákveðið hefur verið, að pen- ingar sem inn koma sem aðgangs eyrir fyrir þessa þrjá daga sem sýningin verður framlengd, skuli renna til byggingarsjóðs hins nýja Listamannaskála, sem fyrir- hugað er að byggja og er þetta fyrsta fjáröflunin sem hafin er í því skyni. — Á sýningunni hafa einnig verið seld sönglagahefti og rennur ágóði þeirra einnig til byggingarsjóðs nýja Listamanna- skálans. Stýri vélbátsins Aðalbjargar brotnar í hafi SÍÐASTLIÐIÐ föstudagskvöld reri vélbáturinn Aðalbjörg ásamt hinum Akranesbátunum og lagði línuna að venju. En þegar dreg- in höfðu verið 3 bjóð af 36, sem hún hafði lagt, varð hún fyrir því óhappi, að stýrið brotnaði. Varð þá að kalla Sæbjörgu til hjálpar. Vélbáturinn Fanney kom á vettvang í stað hennar, því að Sæbjörg hafði þá nýverið verið sett til landhelgisgæzlu. — Dró Fanney Aðalbjörgu til Akra- ness. Var hún þegar sett upp í slipp til viðgerðar. í gær, mánudag, kl. 11 fyrir hádegi, lagði svo skipshöfnin á Aðalbjörgu af stað á Sæfaxa vestur á Kanta til þess að leita línunnar. Voru þeir svo heppnir að hitta á endabaujuna. Tókst þeim að ná 23 bjóðum. Má það eftir atvikum teljast gott, þar sem línan hafði legið á djúpu vatni síðan aðfaranótt laugar-t dags. Sæfaxi kom heim aftur kl. 13,30 í dag. — Oddur. BÆJARÚTGERÐ SIGLUFJARÐAR Minnihluti bæjarstjórnar flutti aðeins smávægilegar breytingar- tillögur, sem voru flestar felld- ar. Á þessum fundi var á dag- skrá bæjarútgerð Siglufjarðar- bæjar, sem eins og aðrar togara- útgerðir á landinu á við mikla erfiðleika að etja. Samþykkt var að vísa þeim dagskrárlið til lok- aðs bæjarstjórnarfundar. — Stefán. Ný verzlun í Keflavik KEFLAVÍK, 27. marz — í dag var opnuð hér í bænum ný verzl- un að Hringbraut 99. Er verzl- un þessi mjög fullkomin í alla staði. Má segja að húsmóðirin fái þarna allt, sem hún barf til daglegrar notkunar, brauð, ný- lenduvörur, kjöt og fisk. Er verzl uninnni skipt í fjórar deildir eftir þessum vörum. Enn hefur verzlunin ekki fengið mjólk, en vonir standa til að úr því muni rætast. Er athyglisvert hve snyrti lega er búið um allar vörur, en í brauðbúð og nýlenduvöruverzlun eru allar óinnpakkaðar matvörur í lokuðum hyrzlum. Þá er stór frystiklefi fyrir kjöt og kjötmeti, og stór og rúmgóð vörugeymsla, — Teikningar að verziuninni gerði Sigurður Halldórsson, enn- fremur sá hann um allar bygg- ingframkvæmdir. Raflögn annað- ist Þorleifur Sigurþórsson, Kefla- vík, málningu annaðist Jón Páll Friðmundsson málarameistari hér í bæ. —■ Múrverk Valdimar Guðjónsson, múrarameistari hér, Innréttingar voru gerðar af tré- smíðaverkstæði Sturlaugs Björns sonar hér. Loks lagði miðstöðina Magnús Indriðason. Kælivélar eru frá Vélaverkstæði Björgvins Frederikssen. Alla glerslípun ann aðist Guðmundur Guðjó'nsson. Eigendur þessa fyrirtækis eru þeir Sölvi Ólafsson og Sigurður Halldórsson og reka þeir enn- fremur verzlun að Túngötu 12, en þar hóf Sölvi verzlun 12, ferbr. 1950. Nú vinna alls 10 manns hjá fyrirtækinu. Aðalfundur Félags ísl. rafvirkja AÐALFUNDUR Félags íslenzkra rafvirkja var haldinn sunnudag- inn 28. marz s.l. Á fundinum var lýst úrslitum stjórnarkjörs, er fram hafði farið að viðhafðri alls herjaratkvæðagreiðslu. Alls neyttu 209 félagsmenn atkvæðis- réttar af 230 sem á kjörskrá voru, og féllu atkvæði þannig, að A- listi, borinn fram af stjórn og trúnaðarmannaráði, hlaut 161 atkvæði og alla menn kjörna, en B-listi, borinn fram af Birni Júlíussyni o. f 1., hlaut 43 atkvæði (kommar). Auðir voru 4 seðlar og einn ógildur. Samkvæmt þess- um úrslitum er stjórn félagsins nú skipuð eftirtöldum mönnum: Óskar Hallgrímsson, formaður; Þorvaldur B. Gröndal, varaform.; Gunnar Guðmundsson, ritari; Kristján Benediktsson, gjaldkeri og Guðmundur Jónsson, aðstoðar gjaldkeri. Varastjórn: Páll J. Pálsson og Áslaugur Bjarnason. Fráfarandi stjórn flutti skýrslu um starfsemi félagsins á liðnu starfsári og gerði grein fyrir fjár- hag þess. Skuldlaus eign félags- ins nemur 226.926,20 kr. og hafði eignaaukningin á árinu orðið kr. 79.490.11. Hrein eign sjóða félagsins nemur kr. 210.433.43. Aðalfundarstörfum varð ekki lokið, og verður framhaldsaðal- fundur haldinn á næstunni. _,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.