Morgunblaðið - 31.03.1954, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.03.1954, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 31. marz 1954 Hljómplötur 1000 félagar í Nóttúru lækningafél. Rvíkur Á UNDANFÖRNUM árum hafa rslenzk fyrirtæki gefið út tölu- vert af hljómplötum, — aðallega íslenzk dægurlög sungin af ís- lenzkum söngvurum, en auk þess nokkrar plötur með eriendum söngvurum. Hér í blaðinu hefur fyrir skömmu verið sagt frá hljómplötum, sem gefnar hafa verið út á vegum Fálkans h.f. — Annað íslenzkt fyrirtæki: íslenzkir tónar & Musica hefur einnig á síðustu árum gefið út allmargar hljómplötur og verður reynt að gera stutta grein fyrir þeim nú og í nokkrum greinum síðar hér í blaðinu. Árið 1952 gáfu íslenzkir tónar út fjórar hljómplötur með átta sönglögum eftir Sigfús Halldórs- son. Eru það þessar plötur: I.M.2 Litla Flugan — Tondeleyo, upptekin hjá Ríkisútvarp- inu. — Textar: Sigurður Elíasson — Tónias Guð- mundsson. l.M.7 í dag — Við vatnsmýrina, upptekin af Ríkisútvarp- inu. — Textar: Sigurður frá Arnarholti — Tómas Guðmundsson. I.M.8 Játning — Við tvö Og blóm- ið. Upptekin hjá Norska út varpinu. — Textar. Tómas ; Guðmundsson — Vilhj. frá Skáholti. I.M.9 Til Unu — Þú komst. — Upptekin hjá norska út- varpinu. — Textar- Davíð Stefánsson — Vilhj. frá Skáholti. Öll þessi lög syngur höfund- urinn sjálfur við eigin undir- leik. Sigfús Halldórsson er fjölhæf- ur listamaður og þjóðkunnur fyr- ir löngu af lögum sínum, enda eru þau flest mjög snotur og sum ágætlega samin. Hafa þau hlotið almennar vinsældir og eru sung- in af ungum og gömlum um all- ar byggðir lardsins, og að .minnsta kosti eitt þeirra Litla flugan, hefur vakið nokkra at- hygli erlendis. Best þessara laga finnst mér „í dag“, við hið ágæta kvæði Sigurðar Sigurðs- sonar frá Arnarholti. Er það prýðilega gert lag, svipmikið og fellur afbragðsvel við Ijóðið. Furðar mig á því, að söngvarar vorir hafa ekki gefið þvi meiri gaum en raun ber vitni. — Tondeleyo, Játning og Litia flug- an, eru einnig athyglisverð lög, Játning einfalt en innilegt og Litla flugan skemmtilegt lag og fullt af glettni. — Öll eru þessi lög Sigfúsar betri tónlist en svo, að þeim verði skipað í flokk þeirra dægurlaga íslenzkra, er nú flæða hér yfir. Eins og áður er sagt syngur höfundurinn sjálfur lögin og leikur undir á píanó. Hetur Sig- fús allmikla tenor-rödd og bjarta, en skjálftinn í röddinni er til lýta. Hann fer oftast vel með lögin, af mikilli söngnæmi, en stundum bregður fyrir í með- ferð hans einhverskonar drama- tiskri tilgerð, ef svo mætti segja, með sterkum áherzlum. an þess að textinn gefi tilefni tii þess. (í laginu „í dag“ á það þó við). Raskar þetta mjög heiidarsvip lagsins og samræminu milli lags og ljóðs og lögin verða síst áhrifameiri fyrir það, eins og söngvarinn (og tónskáldið)) mun þó hafa ætlast til. . Sigfús fer yfirleitt vel með textana og undirleikur hans er léttur og skemmtilegur. — Hann hefir einnig til að bera þann listasmekk og þá menningu, að hann semur lög sín eingöngu við vandaða texta, og mættu ís- lenzkir dægurlagahöfundar taka hann til fyrirmyndar í því efni. Mun ég víkja að þessu atriði síðar. Sigfús Halldórsson Upptakan á plötum þessum er dágóð, en ekki fram yf:r það, því að stundum bregður fyrir óþægilegu urgi, einkum á hæstu tónunum, þegar sterkt er sungið. ________________Oddvar. Enginn bað um viðræður KAIRO, 23. marz — Nagíb for- seti Egyptalands svaraði í dag yfirlýsingu Edens utanríkisráð- herra um það að Bretar væru ekki fáanlegir til að taka upp um- ræður um Súez-skurðinn fyrr en kyrrð væri komin á í Egypta- landi. Nagíb sagði: — Hver sagði að við vildum taka upp viðræður? — Það viljum við alls ekki nema Bretar viðurkenni fyrst full yfir- ráð Egypta yfir Súez-skuðrin- um. Hann minntist einnig á undir- búninginn fyrir kosningarnar, sem haldnar verða í júní-lok. Sagði hann að fyrir kosningarn- ar yrði aflétt herlögum í landinu og pólitískum föngum gefið frelsi. —Reuter. NÁTTÚRULÆKNINGAFÉLAG Reykjavíkur (N.L.F.Í.) hélt aðalfund sinn síðastliðinn fimmtu dag í Guðspekifélagshúsinu við Ingólfsstræti. — Formaður fé- lagsins, Böðvar Pétursson, kenn- ari, setti fundinn, og tilnefndi Hjört Hansson, kaupm., fyrir fundarstjóra. Flutti formaður síð- an skýrslu um störf félagsins á liðnu starfsári. Á árinu bættust félaginu 90 nýir félagar, og var tala félags- manna um síðustu áramót alls 962. Síðan höfðu bætzt við 21 nýir félagar, og er því tala fé- lagsmanna nú 983. Síðastliðið ár beitti stjórn N.L.F.R. sér fyrir að félagið kæmi sér upp pöntunarfélagi, og var því gefið nafnið Pöntunarfélag N.L.F.R. Húsnæði var tekið á leigu á fyrra helmingi ársins í húseigninni Týsgötu 8, þar sein pöntunarfélagið hóf starfsemi sína, með skrifstofu fyrir það og N.L.F.Í. — í pöntunarfélagið gengu strax um 200 manns. — í október sama ár, var pöntunar- félaginu breytt í nýlenduvöru- verzlun með pöntunardeild. Hef- ur verzlunin á boðstólum aðal- lega þær fæðutegundir er tald- ar eru hollastar, samkv. kenn- ingum náttúrulækningastefnunn- ar, og hefur beitt sér fyrir út- vegun slíkra vara. Enn fremur eru seldar þar allskonar hrein- lætisvörur. Keypti félagið einnig á árinu kornmyllu, er sett var upp í verzlunarhúsnæðinu og er malað í henni nýtt korn, sem selt er daglega í verzluninni. Verzlunarstarfsemi þessi hef- ur unnið sér traust og álit fé- lagsmanna, sem og annarra við- skiptamanna, síðan hún hóf göngu sína, og á hún ekki hvað minnstan þátt í aukningu félaga- tölunnar á starfstímabilinu, enda njóta félagsmenn þeirra fríðinda að fá hinar ýmsu vörur á lægra verði en ella. í byrjun yfirstandandi mán- aðar tók Náttúrulækningafélag íslands (N.L.F.Í.) á leigu skrif- stofuhúsnæði i húseigninni Hafn- arstræti 11, og rekur þar starf- semi sína, Skrifstofumaður er Þórður Halldórsson. í febrúar þessa árs réði stjórn N.L.F.Í. framkvæmdastjóra fyrir félagið, Sigurjón Danívalsson, er var áð- ur starfsmaður hjá Ferðaskrif- stoíu ríkisins. Eitt af aðaláhugamálum N.L. F.í. hefur verið að koma upp heilsuhæli. Hefur félagið þegar hafizt handa með byggingu slíks hælis í landi því er það gat feng- ið úthlutað í Hveragerði. Er mein ingin að byggja hæli þetta í á- föngum, eftir því sem fjárhags- legar ástæður leyfa. Hyggst fé- lagið að koma upp fyrsta áfang- anum á næsta sumri, svo að hægt verði þá að hefja fyrirhugaða starfsemi. Félagið hefur í undan- farin sumur rekið sumarheimili bæði í Hveragerði og upp í Borg- arfirði, er hefur gefizt vel og verið fjölsótt. Með því að fé það sem þegar er fyrir hendi í Heilsu- hælissjóði mun hrökkva skamt til að fullgera þessa byrjunarbygg- ingu, með nauðsynlegum hús- munum og áhöldum, þá hefur stjórn N.L.F.Í. ákveðið að hefja fjáröflun með ýmsu móti, svo sem útgáfu skuldabréfa að verðmæti kr. 100,00 og kr. 500,00, vöru- happdrætti o. f 1., í von um að félaginu verði vel ágengt í því efni, og í trausti þess að almenn- ingur, og þá ekki sízt félagsmenn, séu viðbúnir að greiða götu þessa þjóðþrifa fyrirtækis, með því að leggja fram fé, eftir efnum og ástæðum til kaupa á nefndum bréfum og vöruhappdrætti. Hef- ur þegar safnazt nokkurt fé fyr- jr seld skuldabréf. Enn fremur væntir stjórn N.L.F.Í. fjárhags- pegs stuðnings frá ríkinu, svo að hægt verði að ljúka byggingu nefnds hælis hið fyrsta. Meðal þeirra mála er rædd voru á þessum aðalfundi N.L.F.Í. var áfengislagafrumvarp þa3 sem nú liggur fyrir Alþingi tii úrlausnar, og var samþykkt svo- hljóðandi tillaga: „Með hliðsjón af þeirri hættu, sem hverri þjóð stafar af svo- kallaðri „hófneyzlu“ áfengra drykkja, með tilliti til heilbrigði, vinnuafkasta, umferðaslysa, for- dæmis o. fl. og með því að eng- ar líkur eru til þess, að neyzla léttra áfengra drykkja dragi úr ofneyzlu áfengis, þá beinir aðal- fundur Náttúrulækningafélags Reykjavíkur þeirri eindregnu á- skorun til Alþingis, að það leyfi á engan hátt sölu eða bruggun áfengs öls í landinu“. I stjórn félagsins voru kosnir: Böðvar .Pétursson, kennari, for- maður, og meðstjórnendur þau Hjörtur Hansson, kaupm., Stein- unn Magnúsdóttir, frú, Marteinn M. Skaftfells, kennari og Ingólf- ur Sveinsson, lögregluþjónn. í varastjórn: Frú Svava Fells, Hannés Björnsson, póstmaður og Kjartan Þorgilsson, kennari. — Endurskoðendur þeir Björn Svanbergsson og Dagbjartur Gíslason. Fór aðalfundur þessi í alla staði mjög vel fram, og ríkti mikill áhugi fyrir stefnu stjórnar N. L.F.R. og N.L.F.Í. í þeim mál- um er áður hefur verið getið. Fréffabréf úr ■ ■ Oræfðsveif KIRKJUBÆJARKLAUSTRI, 22. marz: — Hinn 20. þ.m. átti frétta- ritari Mbl. á Klaustri tal við Sig- urð Arason oddvita á Fagurhóls- mýri og fékk hjá honum eftir- farandi fréttir úr Öræfasveit. SKEPNUHÖLD OG TÍÐARFAR Eins og um allt land hefur tíðin hér verið einstaklega mild í Ör- æfunum í vetur. Harðindakafla með talsverðum snjó gerði þó hér fyrripartinn af góu. Komu þá all miklir skaflar í austurhluta sveit- arinnar og urðu vegir ófærir bíl- um. Þrátt fyrir milda tíð hefur fénaði verið talsvert gefið, nema á beztu beitarjörðum eins og til dæmis Skaftafelli. Svo hlýtt hef- ur verið að undanfarna daga er farið að slá grænum lit á skjól- beztu blettina kring um bæina á Hofi. REKI Fiestar jarðir í Öræfasveit eiga einhverjar fjörur, en lítið hefur verið um reka undanfarin ár. I vetur hefur þó rekið talsvert af spýtum og hefur komið á fjör- urnar í vetur meðal annars 20— 30 álna langt sívalningstré Rak það á Svínafellsfjöru. Ekki hefur tréð þó ennþá verið sótt, þar sem aldrei. hafa komið svo traustir ísar að hægt hafi verið að aka því heim. HEILSUFAR Talsvert kvillasamt hefur ver- ið í sveitinni í vetur. Þó hefur læknir ekki verið sóttur, enda langt að leita austur til Hafnar í Hornafirði. í samráði við lækn- inn hafa nokkrir sjúklingar farið til Reykjavíkur til lækninga. Samgöngur við Reykjavík hafa verið ágætar, vikulegar flugferð- ir hafa haldizt í allan vetur. MANNSLÁT Nýlega er látin Ingunn Þor- steinsdóttid á Hnappavöllum, ekkja Gísla Bjarnasonar. Eftir lát manns síns bjó hún lengi með börnum sínum að Hnappavöllum. í vetur var hún flutt til lækninga til Reykjavíkur og andaðist hún þar. Hún var jarðsett að Hofi 19. þ.m. — Gísli. X BF.ZT AÐ AIIGLÝSA jL T I MORGUHBLAÐIMJ T í IRELLI hjólbarðar í eftirtöldum stærðum fyrirliggjandi: 650 x 15 6 strigalaga 710 X 15 6 — 700 X 15 6 — 760 X 15 6 — 820 X 15 6 — 500 X 16 4 — 525 X 16 4 — 550 X 16 6 — 600 X 16 6 — 650 X 16 6 — 700 X 16 6 — 450 X 17 4 — 525 X 17 6 — 550 X 17 6 — 700 X 20 10 — 750 X 20 10 — 825 X 20 12 — 900 X 20 12 — 1000 X 20 14 — allar aðrar algengar stærðir væntanlegar bráðlega. Afgreiðum hjólbarða beint frá P I R E L L I verksmiðjunum til leyfishafa. — Stuttur afgreiðslutími. Nafnið f IRELLI tryggir gæðio Einkaumboð: fclueuzlun ^fóc^eiró SicjiA,rc)óóonar L.f Símar 3308 — 3307.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.