Morgunblaðið - 31.03.1954, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 31.03.1954, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 31. marz 1954 MORGTJJSBLAÐIÐ 7 Gætis fjttrl Sutpsiínim útflutnmgs- % ' • .V- p* ,v. . fðnaðarins, ef elnahagsöryggf ó að haldost með þjóðinni yarhugavert, segir í bréfi tii Aiþingis, að IGÆR barst Morgunblaðinu til birtingar eftirfarandi bréf, sem LÍÚ hefir sent Alþingi, svo og Sölusamband ísl. fiskfram- leiðenda og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Tilefni bréfsins er frumvarp það sem nú iiggur fyrir Alþingi um breytingar á Tollskránni. Bréfið er svohljóðandi: HINN 18. apríl 1953 skipaði fjármálaráðherra í samráði við iðnaðarmálaráðherra, nefnd til þess að endurskoða lög um tollskrá o. fl., og skyldi tilgangur nefndar þessarar vera sá, að end- wrskoða lög þessi með tilliti til þess, að iðnaðurinn hafi hæfilega og skynsamlega vernd gegn sam- keppni erlendra iðnaðarvara. — Ennfremur skyldi nefndin í sam- ráði viS fjármálaráðuneytið, taka til athugunar önnur þau atriði, sem nauðsynlegt kynni að þykja að endurskoða í tollskrárlögun- um. Nefndin var skipuð opin- berum starfsmönnum, ásamt þeim Pétri Sæmundsen, skrif- stofustjóra Félags íslenzkra iðn- rekenda og Harry Frederiksen, framkvæmdastjóra iðnaðardeild- arS. í. S. I tilefni af skipan þessarar nefndar, leyfum vér undirritaðir oss að benda á, að Félag íslenzkra íðnrekenda er ekki fultlrúi út- flutningsiðnaðarins (hraðfrysti- húsa, síldarverksmiðja, hval- vinnslustöðva, niðursuðuverk- smiðja, fiskimjölsverksmiðja og annarar fiskvinnslu. Þótt svo þessi samtök taki þennan iðnað með, þegar um er að ræða skýrslugerðir og blaðagreinar, sem túlka eiga hlutdeild iðnað- arins , þjóðarbúskapnum. VANTAÐI FULLTRÚA FRÁ ÚTFLUTNINGSIÐNAÐINUM Nefndin hefir því ekki verið skipuð neinum fulitrúa útflutn- ingsiðnaðarins, þótt svo hann sé nú meir en helmingur alls verk- smiðjuiðnaðar, sem starfræktur er hérlendis, enda kemur það glöggt í ljós í áliti nefndarinnar, sem nú liggur fyrir Alþingi í frumvarpsformi, að nefndin hef- ir ekki álitið það hlutverk sitt, að koma með neinar tillögur til að bæta hag útflutningsiðnaðar- ins. Hinsvegar virðist frumvarpið vera nokkurskonar óskalisti þeirra framleiðenda, sem fram- leiða fyrir innlenda neyzlu og eru tillögurnar ósk um, að þessi iðn- aður njóti nú allra þeirra tolla- ívilnana, og í mörgum tilfellum meiri, en útflutningsiðnaðinum hafa verið skapaðar vegna skiln- jngs valdhafanna á hinu mikil- væga starfi útflutningsiðnaðarins í þjóðarbúskap íslendinga. NOKKUR DÆMI Sem dæmi má benda á það, að þegar tollalögin voru samin 1939, voru hvalveiðar ekki stundaðar af hérlendum aðilum og eru veið- arfæri til slíkrar starfsemi nú tolluð eftir sömu reglum og veið- arfæri til laxveiða með 30% verð tolli, þótt svo að flestöll önnur veiðarfæri séu tolluð, vegna mikilvægis atvinnuvegarins, með aðeins 2% verðtolli. Utvegsmenn höfðu hinsvegar sent Fjármálaráðuneytinu, sem nefndin starfaði í samráði við, er- indi um, að tollar á hvalveiði- tækjum yrðu lækkaðir, eða feild- ir niður með öllu, en nefndin hefir hinsvegar ekki séð ástæðu friliubáfa Ræí! við lnga GuS'mannsscn báfasmiS á Ákranesi AKRANESI, 24. marz. — í dag BYRJAÐIR AÐ DYTTA til að bera fram tillögu þar að lútandi. Ennfremur má benda á það, að öll veiðarfæri til fiskiðnaðarins eru skv. núgildandi lögum und- anþegin greiðslu söluskatts, en á þessu eru þó undantekningar, eins og t. d. bambusstengur og ankeri og virðist nefndin ekki hafa komið auga á þetta eða ekki álitið það hlutverk sitt, að koma með breytingartillögur þar að lútandi. Þá má og benda á það, að þegar núgildandi tollalög voru samin árið 1939, voru einungis notuð fiskinet úr jurtaefnum og bera þau öll 2% innflutningstoll, en síðan hafa þær breytingar átt sér stað, að fiskinet úr gerfiefnum, svo sem nylon, eru nú mikið not- uð til fiskveiða, og eru þau toll- uð með 5%, en nefndin virðist ekki hafa séð ástæðu til þess, að óska eftir breytingu á þessu ákvæði tollalaganna til samræm- is. Þetta eru aðeins örfá dæmi, er sýna glöggt, að nefndin hefir ekki skoðað það hlutverk sitt, að stuðla að bættri aðstöðu þess iðn- aðar, sem enn verður þó að teljast mikilvægastur fyrir þjóðarheild- ina. GENGIÐ Á HLUT HINS LÍFRÆNA IÐNAÐAR Vér álítum, að með frumvarpi því, sem nú liggur fyrir Alþingi um tollaívilnanir á hráefni iðn- aðarins, sé verið að auka erfið- leika þá, er fyrir eru og ganga á hlut hins lífræna iðnaðar í land inu og útflutningsverzlunarinnar. En á erfiðleika útflutningsiðnað- arins er nú vart bætandi. Sumir virðast vera þeirrar skoð unar, að iðnaður fyrir heima- markað, sem svo mjög hefir auk- izt hér á landi á s.l. áratug í skjóli j innflutningshaftg og verðlags- laga, sé sá eini iðnaður eða at- vinnu grein, sem nú þurfi bættrar aðstöðu. Vér viljum hinsvegar benda á, að þessi iðnaður, ásamt öðru, hefir á undanförnum árum dregið úr framleiðslumöguleik- um útflutningsiðnaðarins og meðál annara skapað það háa verðlag, sem allir munu nú vera sammála um, að þurfi að lækka, en það hafa aðgerðir ríkisstjórn- arinnar oft á síðari árum miðast við. VARLEGA SÉ STUDDUR HINN ÓSAMKEPPNISHÆFI Aðstöðu iðnaðar, sem aðeins þrífst vegna hárra verndartoila, þarf að fara mjög varlega í að bæta frekar en orðið er, því mik- ill hluti hans á ekki tilverurétt, m. a. vegna þess, hve hann hefir j fáa neytendur og svo hins, sem af því leiðir, að hann getur ekki j notið hinnar miklu verkaskipt- j ingar, sem er undirstaða mikilla afkasta, og ‘getur því ekki keppt við iðnað annarra þjóða, sem oss , íslendingum er hinsvegar nauð- synlegt að selja framleiðsluvörur útflutningsiðnaðarins, þar sem ís- lendingar standa erlendum þjóð- um framar bæði vegna náttúru- auðlinda og afkasta. Aiþingi íslendinga virðist, með setningu tollskrárlaganna 1939, hafa verið umhugað um, að skapa með verndartollum möguleika fyrir uppbyggingu fjölbreytts iðnaðar, en það hefir sýnt sig, að þrátt fyrir þessa háu verndartolla sem vart eiga sína líka hjá þjóð- um, sem búa við sambærileg lífs- kjör, að íslendingar hafa ekki nema í fáum tilfellum getað fram leitt iðnaðarvörur á samkeppnis- færu verði. Verndartollarnir 1950 munu hafa jafnað sig niður með um 20% af heildarinnflutningi þjóð- arinnar, en til samanburðar má geta þess, að árið 1950 nam þessi tala í Danmörku 2—3% og í Noregi 3—4%. Síðan hafa margar greinar liins verndaða iðnaðar íslendinga fyr- ir heimamarkað, notið viðbótar- verndar vegna reglugerðar um innflutningsréttindi bátaútvegs- ins, en hafa þrátt fyrir alla þessa vernd ekki getað staðizt sam- keppnina við aðrar iðnaðarþjóðir. SKORTUR Á VINNUAFLI SÝNIR IIVE LANGT ER GENGIÐ Oss er fullkunnugt, að fjöl- breytni innlends iðnaðar skap ar aukna atvinnu í landinu. En þegar svo er komið, að hinn lífræni iðnaður, sem er þýöð- ingarmestur fyrir afkomu þjóðarinnar, vegna þess að hann nýtir náttúruauðlindir landsins og þar höfum vér meiri afköst en hjá öðrum þjóðum, er hann stunda, hefir nú ekki verið nægt vinnuafl, þá hlýtur það að verða hlut- verk valdhafans, að greina á milli útflutningsiðnaðarins og hins verndaða iðnaðar fyrir heimamarkað og bæta fremur aðstöðu þess liluta iðnaðarins, sem er nauðsynlegri fyrir þjóðarheildina og helzta und- irstaða gjaldeyrisöflunar henn ar. ÍSL. KRÓNAN í HÆTTU Vér leyfum oss að benda á að til lengdar mun ekki vera hægt að halda stöðugu gengi á íslenzku krónunni, jafnhliða því, sem auk- ið er á samkeppnina um vinnu- aflið og verðlagið hækkað í land- inu og mælum vér því eindregið gegn því, að frumvarp það, sem nú liggur fyrir Alþingi um breyt- ingar á tollalöggjöfinni, verði samþykkt. Viljum vér þá jafn- framt láta í Ijósi þá skoðun vora, að nauðsynlegt sé að breyta nú- gildandi tollskrá, en sú breyting þarf að vera á öðrum grundvelli en umrætt frumvarp. Tollskráin ætti að vera skýr og fábrotin og tollalögin öll auðveld í fram- kvæmd. Jafnframt því, að afla ríkissjóði tekna á íslenzka tolla- löggjöfin að stuðla að aukinni framleiðslu til útflutnings og yfirleitt að styrkja allan heil- brigðan iðnað og fyrst og fremst þann, sem notar íslenzk hráefni. Núgiidandi tohskrá er ekki sam- in út frá þessu sjónarmiði og verði umrætt frumvarp sam- þykkt, mundi tollskráin verða mun fjær sínu rétta hlutverki. NOKKRAR ÓHEPPILEGAR AFLEIDINGAR Það er skoðun vor, að verði umrætt frumvarp samþykkt, hafi það í för með sér a. m. k. eftir- farandi óheppilegar afleiðingar: 1. Dragi vinnuafl frá útflutn- ingsframleiðslunni, sem nú á í vök að verjast í þcim efnum. 2. Torveldi sölumöguleika út- flutningsvara vorra, þar sem auk- in iðnaður til innanlandsneyzlu myndi draga úr kaupum iðnaðar- vara í þeim löndum, er vér verzl- um við á vöruskiptagrundvelli, (clearing). sá ég út um gluggann minn, að maður gekk eftir götunni með heflað borð í hendi. Sá var með svarta derhúfu á höfði, búldu- leitur, rjóður í kinnum og bros- leitur. Hann var nokkuð hár og þrekinn þar eftir. Þetta var Ingi Guðmannsson skipasmiður og auðvitað var einn trillubátaeig- andinn í fylgd með honum. BÁTUR Á STOKKUM Ég heimsótti Inga í smíðahús hans og var hann þá að sýna þrem ungum mönnum bát, sem þarna stóð á stokkum og tók stafnhöfuðið nærri undir loft á smíðahúsinu. Piltarnir sögðu ekkert, en ég sá ,að þeim svall hugur í brjósti, er þeir hugðu að bátnum. Síðan bauð Ingi mér inn í stofu, í hinu vistlega húsi, er hann byrjaði að byggja 1947 og flutti í ári síðar. AÐ BATUNUM Greinilegt er að menn hér eru. farnir að ditta að og setja trillu- báta sína í stand fyrir vorið. Gera. þeir það eftir vinnutíma, því a'S allir þessir menn hafa unnið ít vertíðinni, ýmist á togurunum, á stóru bátunum eða í hraðfrysti- húsunum. Enda þótt þeir hefðie viljað standsetja bátana fyr»v hefði það ekki verið hægt, þajr sem ekki hefur þornað af spýtu í allan liðlangan vetur. Ingi bátasmíðameistari sagði mér að lokum, að. margir hér væru að fá sér nýjar vélar f trillubáta sína. Eru það einkunv „dísilvélar" af „Listertegund- inni“. Um leið og ég kveð Inga. þakka ég fyrir upplýsingarnar o£ óska honum heilla i starfi hans. — Oddur. 28 TRILLUBÁTAR Ingi er ættaður af Ströndum, en fluttist til Akraness 1943 frá Drangsnesi. Á unglingsárum var hann mikið við smíðar hjá hin- um þekkta bátasmið Jóni Magn- ússyni í Árvík í Árneshreppi. Fyrst eftir að hann kom hing- að vann hann í 2 ir í dráttar- braut Þorgeirs Jósepssonar. Þá setti hann á stofn sína eigin bátasmíðastöð. Síðan hefur hann smíðað 25 trillubáta á stærð frá 3—9 tonn. Auk þess hefur Ingi smíðað fjölda annarra báta af ýmsum tegundum. Nú eru þrír bátar að auki um það bil að verða fullbúnir í skipasmíðastöð hans. I NÝTT BYGGINGARLAG Einn hinna nýju báta á Hall- dór Árnason skipstjóri og er hann 7 tonn að stærð. Annan bátinn eiga Guðjón Jónsson og Sigurjón Þorsteinsson, og er hann 5 tonn. Þann þriðja á Magnús Finnbogason og er sá bátur með nýju byggingarlagi, sem enginn annar trillubátur hefur hér á Akranesi. Þessi bát- ur, er frambyggður sem kallað er, þ. e. að vélin er framm í bátnum. Hér á Akranesi eru nú 27 trillubátar með þessum þrem nýju, sem eru að bætast í hóp- inn. Verðið á þessum bátum er frá 24—29 þús. kr. án vélar. — Segir Ingi að það hái mikið starf- semi sinni, hvað hann er í slæm- um og aðþrengdum húsakynnum við skipasmíðarnar, því að eftir- spurn er mikil. 12 BÁTANNA í EIGU AKURNESINGA — Hve marga af þessum bátum hefurðu smiðað handa Akurnes- ingum? spyr ég. — 12, svarar Ingi, hinir hafa farið út um hvippinn og hvapp- inn. — Hvað heldurðu að trillu- bátafloti Akurnesinga sé mörg brúttótonn. — Yfir 100 tonn áreiðanlega. 9. bandalags Hafnaríj. HAFNARFIRÐI — 9. ársþing íþróttabandalags Hafnarfjarðar" var sett 18. marz siðastliðinn. —- Seinni hluti þingsins verður 4. apríl n.k. 20—30 fulltrúar sitja þingið. — Gestir voru forseti ÍSÍ, Benediht G. Waage, íþróttafulltrúi ríkisins, Þorsteinn Einarsson, og formað- ur íþróttanefndar Hafnaríjarðaiv Hallsteinn Hinriksson. Fyrsti forseti var kosinn Her- mann Guðmundsson og til vara Gisli Sigurðsson. Formaður ÍBH, Jón Egilsson, flutti skýrslu stjórnar og gjald- keri lagði fram reikninga. — Þá var kosið í fastar starfsnefndir og framkomnum tillögum vísað til þeirra. Hér fara á eftir nokkrar tillög- ur, er stjórn ÍBH leggur fyrir 9. ársþing íþróttabandalags Hafn- arfjarðar 1954. 11. — 9. ársþing ÁBH lýsir yfir þeirri skoðun sinni, að mjög að- kallandi sé, að hefjast nú þegar handa um undirbúning að bygg- ingu fullkomins íþróttahúss, er fullnægi í framtíðinni skólum. bæjarins og íþróttafélögunum, og athugað verði um möguleika áð koma þar fyrir félagsheimili fyr- ir íþróttafélögin. Að Víðistaðir verði keyptir og hafizt handa um byggingu íþrótta. leikvangs eftir skiplagsuppdrætti þeim nr. 2 af íþróttaleikvangi 2 Víðistöðum, sem stjórn Iþrótta- bandalags Hafnarfjarðar hefur samþykkt. Skorar ársþingið eindregið á bæjarstjórn að samþykkja, að í Víðistöðunum skuli framtíðar- íþróttaleikvangur bæjarins vera. 33. — 9. ársþing ÍBH samþykkir að skora á bæjarstjórn Hafnar- fjarðar að hækka fjárframlag til ÍBH og íþróttafélaganna upp £ kr. 20 þús. 8. — Þingið skorar á alla Hafn- firðinga, yngri sem eidri, að gera sitt til þess að þátttaka Hafnfirð- inga í Samnorrænu sundkeppn- inni, sem fram á að fara á sumri komanda, verði sem allra mest. — G. E. 3. Hækki vöruverð innanlands og þarmeð kaupgjald. 4. Minnki tolltekjur ríkissjóðs (áætlað 5 millj. kr.) og auki þar með beina skaíta eða dragi úr stuðningi ríkissjóðs við útflutn- ingsframleiðslrma. Vér endurtökum að lokum mótmæli vor gegn frumvarpinu og mælumst til þess, að skiþuð verði ný nefnd til þess að endur- skoða tollskrána. í þeirri nefnd eigi útflutningsiðnaðurinn full- trúa í réttu hlutfalli við magn hans og þýðingu i þjóðarb’Mnu. Virðingarfyllst, Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna Landssamband íslenzkra útvegs manna Sölusamband ísl. fiskframleið- enda. HÍRningargjafir HJÓNIN Jórunn Guðnadóttir og: Jón Guðmundsson forstj. Belgja- gerðarinnar hér í bæ, til heimilis- að Nökkvavogi 27, hafa fært bygginganefnd Dvalarheimilis aldraðra sjómanna, veglega minn ingargjöf, 15 þús. krónur til minn ingar um son þeirra hjóna, Ing- ólf. Hann drukknaði á Þingvöll- um sumarið 1941. Er svó ráð fyrir gert að eitt herbergið í heimilinu verði látið bera nafn Ingólfs. Þá hefur Kjartan Ólafsson rak arameistari hér í bæ, fært bygg- inganefndinni 1000 kr. að gjöf, til minnigar um sjóferð, sem Kjartan fór fyrir 50 árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.