Morgunblaðið - 31.03.1954, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.03.1954, Blaðsíða 8
MORGUNtíLAÐIÐ Miðvikudagur 31. marz 1954 Útf.: H.f. Arvakur, Reykjavík. 1‘ramkv.stj.: Sigfús Jónsson. ' Ritstjórl: Valtýr Stefánsson (ábyrfðarm.) Stjórnmálaritatjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Laabók: Árni Óla, sími 3049. Auglýaingar: Árni Garðar Kristinsson. Rltstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Auaturstræti 8. — Simi 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintaklB. I ÚR DACLEGA LIFINU í Meinlaus gleðskapur við Austurvöll! ít í GÆR voru fimm ár liðin frá skrílárás kommúnista á Alþingis- húsið. Af því tilefni er nokkur ástæða til þess að rifja þá atburði lauslega upp. Alþingi sat að störfum og ræddi utanríkis- og öryggismál. Hinar vestrænu lýðræðisþjóðir voru að unidrbúa varnarsamtök sín, Norður-Atlantshafsbandalag- ið. Allir lýðræðisflokkarnir á ís- landi höfðu ákveðið að ísland skyldi gerast aðili að þessum samtökum til verndar heims- friðnum. En einn stjórnmálaflokk ur, kommúnistaflokkurinn, ham- aðist gegn þeirri ráðagerð. Inni í þinghúsinu héldu kommúnistar uppi trylltum árásum á ríkis- stjórnina, sem studd var af öllum lýðræðisflokkunum. — Orðbragð þeirra og allt atferli var eitthvert hið dólgslegasta og lágkúruleg- asta, sem heyrzt hefur í sölum Alþingis. En leiðtogar kommúnista létu ekki við það eitt sitja. Þeir stefndu liði sínu á Aust- urvöll. Þetta lið vildi líka sýna að það kynni að berjast fyrir „málstað íslands". f giaða sól- skini tók það að rífa upp grjót úr blómabeðum Austurvallar og styttu Jóns Sigurðssonar og grýta með því þinghúsið. — Rúður brotnuðu og grjót flaug um borð og bekki í þingsal- anna. En Alþingi hélt störf- um sínum áfram og samþykkti aðild íslands að varnarsam- tökum lýðræðisþjóðanna. Afleiðingarnar af skrílárás kommúnista á þinghúsið urðu engar aðrar en þær að nokkrir löggæzlumenn slösuðust hættu- lega og fáeinir friðsamir borgar- ar, sem skipað höfðu sér til varn- ar löggjafasamkomunni, fengu smáskrámur. Flestar rúður þing hússins voru brotnar. Hámarki sínu náðu „afrek“ kommúnista þennan dag er einn af þingmönnum þeirra laumaðist inn í þinghúsið er rokkið var orðið að kveldi og sneri brjóstmynd af Jóni Sig- urðssyni til veggjar. Allt þetta sögðust kommúnist- ar hafa gert í nafni „íslenzku þjóðarinnar“. En haustig 1949, nokkrum mánuðum eftir skrílárás komm- únista á Alþingi, fóru fram kosn- ingar. Þá fékk þjóðin tækifæri til þess að svara fyrir sig, sýna komAiúnistum álit sitt á atferli þeirra. I þessum kosningum byrjaði hrun hins fjarstýrða flokks á ís- landi. Hann tapaði einu þingsæti. Leið hans niður hjarnið var haf- in. I næstu alþingiskosningum sumarig 1953 tapaði hann tveim- ur þingsætum og miklu atkvæða- magni. í bæjarstjórnarkosning- unum, sem fram fóru í janúar s.l. biðu kommúnistar enn stórfelld- an ósigur. íslenzka þjóðin hafði séð, að grjótatkvæðagreiðsla kommún- istaskrílsins á Austurvelli 30. marz árið 1949 átti ekkert skylt við íslénzkar lýðræðis- og þing- ræðisvenjur. Þar var hið „aust- ræna lýðræði“ að verki. Slíkt „lýðræði“ kunna íslendingar ekki að meta. Þess vegna hefur fylgið hrunig af kommúnistum undanfarin 5 ár. Þrátt fyrir þessar beizku staðreyndir halda kommúnist- ar, að íslendingar séu svo gleymnir, að þeir hafi gleymt því, sem gerðist við Austur- völl 30. marz árið 1949. í gær kemst einn af frammámönn- um þeirra þannig að orði í blaði þeirra, að það sem gerð- ist þennan sólbjarta vordag fyrir 5 árum hafi verið „mein- laus gleðskapur“ „nokkurra pilta“ „eins og títt er í mann- fjölda'!!! Þannig er mat kommúnista á þeim atburðum, sem þarna gerð- ust. Árás á löggjafarsamkomuna, limlestingar og tilraunir til stór- felldra manndrápa eru að áliti þeirra „meinlaus gleðskapur“!!! Geta íslendingar farið í nokkr- ar grafgötur um eðli og innræti þeirra manna, sem þannig mæla? Áreiðanlega ekki. Slíkan „gleðskap" eru komm- únistar reiðubúnir til þess að endurtaka, hvenær sem þeir þora. Þess vegna verður lýðræðis sinnað fólk í hinu íslenzka þjóð- félagi jafnan að vera r,eiðubúið til þess að verja sig gegn ofbeldi þeirra og árásurmá frelsi þess og mannréttindi. Það getur svo verið öllum heiðarlegum íslendingum gleði- efni, að einmitt þau varnarsam- tök vestrænna lýðræðisþjóða, sem Alþingi samþykkti 30. marz árið 1949, að ísland skyldi gerast þátttakandi í, hafa siðan átt rík- an þátt í að hindra þá ógæfu að ný styrjöld brytist út í heimin- um. Fyrir starf þessara samtaka hafa friðarhorfur glæðst. Sókn ofbeldismannanna hefur verið stöðvuð. Hinn frjálsi heimur get- ur í dag dregið andann léttar en fyrir fimm árum, Og kommúnist- ar eru á undanhaldi, bæði á ís- landi og annars staðar. Þeir eru einangruð klíka skemmdarverka- manna, sem engir vilja eiga sam- starf við nema örfáir ráðleysingj- ar, sem ekki vita hvað þeir eru að gera. Þessi er þá uppskera komm- únista af hinum „meinlausa gleðskap“ við Austurvöll 30. marz árið 1949. Ef þeir eru ánægðir með hana er þeim það að sjálfsögðu ekki of gott. En íslenzka þjóðin fagnar því, að hin rússneska fimmtaher- deild stendur í dag einöngruð og. fyrirlitin í landi hennar. Það er svo kapítuli út af fyrir sig, að lögfræðingur frá Há- skóla íslands, skuli Ieggja nafn sitt við aðra eins ritsmíð og þá, sem blað kommúnista birti um1 þetta mál í gær. Þar er ekki I aðeins Alþingi og ríkisstjórn I ausið auri, heldur er sjálfur forseti hæstaréttar og forseti íslands, sem þó standa utan við stjórnmál svívirtir á hinn freklegasta hátt. Það er mikill misskilningur ef kommúnistar halda að þeir hindri frekaia hrun flokks sins með slikri málafylgju. — Því fer einnig áreiðanlega víðs fjarri að þeir skapi grjótkasts- liðinu frá 30 marz samúð með henni. Þvert á móti mun þessi ritsóðaháttur ciga drjúgan þátt í að firra hinn fjarstýrða flokk enn fylgi meðal íslenzks almennings. BS SETJUM svo, að maður B skilji eftir ferðatösku á Grand Central járnbrautarstöð- inni í New York, annar maður gleymi skjalatösku undir Lin- coln-minnisvarðanum í Washing- ton og þriðji maður setji böggul í bankahólf í Síkagó. Skömmu-seinna hefir uggur og kvíði náð hámarki í heiminum. Bandarikjiínum eru sendir úr- slitakostir 'frá Moskvu og svars er krafizt innan sólarhrings. Ef svarið verður ekki jákvætt, verða kjarnorkusprengjur sprengdar samtímis í-New York, Washing- ton Og Síbagó. Og sprengjunum hefir þegar verið komið fyrir á jsínum stað, þær eru nefnilega í ferðatöskunum á járnbrautar- stöðinni, í skjalatöskunni undir minnisvarðanum og í bögglinum ^JJjamorLuópren^Ja óL ^a latöihu í bankahólfinu. Og þær eru firð- stýrðar. ® @ ® 1313 ÞÚ SEGIR, að þetta sé E3 heilaspuni, sem orðið hafi til í kollinum á Rayburn eða ein- hverjum svipuðum körlum, en þér skjátlast. Þetta er raunveru- lega möguleiki, sem Bandaríkin ■ og öirnur stórveldi verða að hafa í huga — og hafa í huga. Það er hægt að koma kjarnorkusprengj - junni fyrir í landareign þeirrar | þjóðar, sem gera á árás á og áð- ’ ur en árásin er gerð. Pearl Har- uu andi óLri^ar: Hafa brugðizt vel við. FORSTJÓRI Gróðrarstöðvarinn ar hefuí orðið: „Hundruð garðeigenda brugð- ust skjótt við hvatningunni um að nota góða veðrið til að láta 1 úða trén í görðum sínum í tíma. Fjöldi fyrirspurna hafa borizt okkur um, hvort nauðsynlegt muni að úðta trén oftar en einu sinni. Við höfum því hér til að svara að úðunin á að draga að mestu úr óþrifnaðinum, þó að við viljum hvergi nærri ábyrgj- ast hundrað prósent árangur. Þá er og annað, sem vert er að gera sér grein fyrir, þ.e., að úðunin gerir trén ekki ónæm fyrir utan- aðkomandi óþrifum. Margir garð ar eru hér svo illa farnir af van- hirðu og grómagn skordýranna orðið svo mikið, að ein úðun á garði innan um marga vanhirta garða, er ekki nema bráðabyrgð- arúrlausn. Tilraun með „hverfis- úðun“. EG hef verið að velta því fyrir mér“, heldur forstjórinn áfram, „hvað hægt væri að gera í þessum efnum til úrbóta án þess að beita garðeigendur nokkr um þvingunum af hálfu hins opin bera. Úðun heilla hverfa sam- tímis yrði auðvitað bezt. Til að gera tilraun til að fá garðeigend- ur til þess að taka höndum sam- an um „hverfisúðun" hef ég ákveðið að veita hverjum þeim garðeiganda, sem vill gangast fyrir því, að fá tíu nágranna sína til að láta úða hjá sér samtímis, 50% afslátt af úðunargjaldinu og nágrönnunum 10% afslátt. Verður að vera svipaður að stærð. ÞAÐ er þó rétt að taka fram, að garður milligöngumannsins verður að vera svipaður að stærð og garðar nágrannanna. Sé garð- ur hans mun stærri verðum við að breyta eitthvað prósenthlut- föllunum. Einnig verðum við að gera milligöngumanninn að nokk urs konar ábyrgðarmanni um greiðsluna til þess að fyrirbyggja, að hann fái aðeins lauslegt sam- þykki nágrannanna. — Jón H. Bjrönsson". Hljótt um „Vatnajökul". SJÓMANNSKONA ein, gift manni, sem er á m.s. Vatna- jökli, kvartar yfir því, hve sjald- an fréttist nokkuð um ferðir skipsins. „Við vitum yfirleitt ekkert um hvar hann er niðurkominn“, seg- ir hún, „nema þegar hann er hér í höfn. Við konurnar, sem eigum okkar nánustu á skipinu, unum þessu illa, og glaðar skyldum við borga kostnaðinn, ef það er hann, sem stendur í veginum fyrir, að blöð og útvarp birti fregnir af ferðum hans. — Sjómannskona". Það er í alla staði eðlilegt, að sjómannskonunni þyki súr'. í broti að fá ekki fregnir af manni sín- um, nema með höppum og glöpp- um. Hins vegar get ég frætt hana um, að bæði dagblöðin og út- varpið taka endurgjaldslaust við fréttum af ferðum skipanna eftir því sem hlutaðeigandi skipafélög senda þær frá sér. Ég vona að bráðlega rætist úr fréttaleysinu af Vatnajökli. í „lestrarklúbb" um aldamótin. O. ff SKRIFAR: ijl „Það er leiðinlegt að heyra hve mikið óhóf er komig í saumaklúbbana á síðustu tímum. Hér þyrfti sannarlega að stemma stigu við eyðsluseminni. Lang- ar mig þá til að rifja upp gamlar minningar frá því er ég var ung stúlka hér í Reykjavík skömmu fyrir aidamótin. Minnist ég þess að þá komu konur saman á lestrarfundi, t.d. hjá Oddasystrum, dætrum sr. Ás- mundar í Odda og Stephensen- systrum og hófust fundirnir yfir- leitt kringum kl. 8,30 og stóðu til kl. 11. Þarna lásum við upp ýmsar erlendar skáldsögur, sem þá voru efst á baugi. Til veitinga var venjulega te og smurt brauð. Þannig gafst góður tími til lestr- ar og voru þessir tímar okkur öllum til mikillar ánægju. Ég held að stúlkur í saumaklúbbum nú ættu að athuga, hvort þær myndu ekki hafa alveg jafn gam- an að þessum kvöldstundum með því að reitt væri fram aðeins te og smurt brauð. — St. H.“. „Maður er ég en ekki tunna“ bor atburðir geta gerzt aftur — í þessu falli innan frá. ® ® ® 00 FYRIR SKÖMMU kom út 0 bók eftir James Burnham, sem áður var Trotzki-sinni, en kennir nú við háskólann í Prince- ton. í bók þessari er fjallað um njósnir kommúnista í Bandaríkj- unum. Höfundur ber hér fram getgátu, sem skiljanlega hefir skotið Bandaríkjastjórn skelk í bringu. Hann bendir á ummæli Medfords Evans, sem hefir veítt forstöðu skrifstofu kjarnorku- málanefndarinnar í Washington og starfað í kjarnorkurannsókna- stöðinni í Oak Ridge. Evans tel- ur að gera megi ráð fyrir, að nægilega miklu sprengiefni, U-235 og plutóni, hafi verið stol- ið af birgðum Bandáríkjanna til að gera 20 kjarnorkusprengjur af „venjulegri stærð.“ Sá mögu- leiki, að þessar sprengjur hafi verið búnar til og séu nú í Banda- ríkjuijum, er fyrir hendi. ® ® ® BB í ÖNVERÐUM janúar ga£ B bandaríska ríkislögreglan út viðvörun til allra lögreglustöðva landsins, þar sem varað er við meðfærilegum kjarnorkusprengj- um, sem með hægu móti megi flytja inn í landið, fela þar — og sprengja, þegar tími þyki til. Á bak við tilkynningu lögregl- unnar stóð forsetinn, bandaríska öryggisnefndin og kjarnorku- málanefndin. í orðsendingu þessari sagði m. a., að þetta leynda vopn gæti verið i málm- eða plastumbúð- um, svo að ókleift gæti reynzt að finna það með könnunar- tækjum. Og þar var líka gefin nákvæm lýsing á tveimur slík- um leynivopnum, sem eiga sam- merkt um, að þau verða hæglega borin í skjalatösku eða litlum böggli, jafnvel í djúpum kápu- vasa. i Slík vopn mætti jafnvel senda með pósti inn í landið. Kjarnorkumálum er nú svo komið í heiminum, að sakleysis- legur maður með skjalatösku undir hendinni getur tortímt heilli höfuðborg. ® ® ® 00 EF ANNAR aðilinn á nokkr- 0 ar sprengjur, sem nægja til að sprengja hálfan heiminní loft upp, er þá í raun og sannleika nauðsynlegt, að hinn aðilinn eigi til andvægis sprengjur, sem geta sprengt í loft upp % heimsins? .... Þar sem báðir aðilar hafa nú sýnt, hve geta þeirra er hræði leg, væri þá úr vegi, að reynt yrði að koma á alþjóðlegri sam- vinnu í líkingu við það, sem Churchill hefir barizt fyrir? (Ur forystugrein í Times). Beiting kjarnorkusprengju mundi tákna sigur hins illa. (Pandit Nehru). Heimurinn má ekki lenda í nýrri styrjöld. Ég er hermað- ur og veit, hver ógn getur fylgt kjarnorkusprengjunni. En ég veit líka, að takmörk eru fyrir notk- un þessa vopns. (Eisenhower). Bræðrasjóður Rockefellers NEW YORK — Undanfarin þrjú ár hefur John D. Rockefeller yngri gefið 58 milljónir dala virði í verðbréfum og öðrum eignum til Rockefellerbræðra- sjóðsins. Sjóðinn stofnuðu fimm synir Rockefellers árið 1940. — Fyrstu 10 árin voru styrkir ein- göngu veittir menntafrömuðum á sviði þjóðfélagsfræði. En síðan 1951 hafa styrkir einnig verið veittir til ýmiss konar mannúðar- starfsemi, þjóðlegrar og alþjóð- legrar, og til verklegra vísinda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.