Morgunblaðið - 31.03.1954, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.03.1954, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 31. marz 1954 MORGVNBLAÐIÐ Frú Aðalbjörg Brand- son í Winnipeg látin NÝKOMIÐ LÖGBERG skýrir frá því að frú Aðalbjörg Brandson, ekkja hins þjóðkunna Vestur-ís- lendings B. J. Brandson, hafi lát- izt að heimili sínu í Winnipeg, fimmtudaginn 18. febrúar. Frú Aðalbjörg var fædd að Stóru-Völlum í' Þingeyjarsýslu 2. september 1878 og var því rúmra 75 ára að aldri er hún lézt. For- eldrar hennar voru Benedikt Jónsson og Nanna Arngrímsdótt- ir og fluttust hún með þeim til Winnipeg fjögurra ára gömul. Frú Aðalbjörg giftíst dr. B. J. Brandsyni 5. október 1905 og varð heimili þeirra brátt orðlagt fyrir alúð og risnu, enda sat gest- risnin þar ávallt á guðastóli. Þeim Brandson-hjónum varð fjögurra barna auðið, Jón dó í bernsku, Thomas fórst með kanadíska herskipinu Athabask- an í síðari heimsstyrjöldinni, en á lífi eru tvær dætur, frú Mar- grét Hillsman og fi-ú Theodóra Chevier. Frú Aðalbjörg tók alla sína starfsævi virkan þátt í starfsemi Kvenfélags fyrsta Lútherska safnaðarins og hún skipaði um hríð forsæti í Betelnefnd. Hún var búin traustri skapgerð og gekk ávallt heilsteypt til verka. Hún var ástúðleg eiginkona og móðir og í mildu fasi hennar speglaðist sál hennar og kær- leiksríkt hjartaiag. Útför frú Aðalbjargar var gerð frá fyrstu Lúthersku kirkjunni laugardaginn 20. febrúar að við- stöddu míklu fjölmenni. Var dáfe i fimsR mmíilur KONA nokkur sbb lögð var á sjúkrahús i Vín iyrir skömmu, dó á skurðarborífeu, en var vak- in aftur til li&ins eftir fimm mín- útur, með því að vera hraðfryst. Konan kom. á sjá&rahúsið í því skyni að láta skera sig upp við magasjúkdóm. En strax eftir svæfinguna hætti hjartað að slá, andardrátturinn hætti og konan kólnaði upp. L.ifgunartiíraunir reyndust árangurslausar. Þegar konan var búm að vera dáin í fimm mínútur, datt tveim sér- fræðingum í hug að hraðfrysta hana. Það átti að vera síðasta til- raun til lífgunar. Strax og konan kom í frystirinn lækkaði blóð- hiti hennar niður í 34. gr. á Celsius og blóðþrýstingurinn féll einnig mjög mikið. Að mínútu liðinni byrjaði konan að draga andann. Konan kom þó ekki til reglulegrar meðvitundar í heila viku á eftir, en lá í einskonar dvala, líkt og skordýr í vetrar- ástandi. Meðan hún var í þessu ásigkomulagi fékk hún heilablóð- fall og var mjög tvísýnt um líf hennar af þeim orsökum. Eftir 26 daga var hún samt orðin það hraust að hún fékk brottfarar- leyfi af sjúkrahúsinu og byrjaði vinnu sína nokkrum dögum seinna. Á meðan á þessum veik- indum stóð var gerð rhaga"ann- sókn á henni, sem leiddi i liós að uppskurður mundi ekki vera nauðsynlegur. Lára I. Lárusdéttir Bræðraborgaistíg 15 In memorian Kæra Lára, leyf mér nú um stund að leita þín á minninganna grund. Og þó að dauðinn hafi háð sinn dóm, um helga minning gróa fögur blóm. Ég lengi bý að brosi þínu og trú og blessun þeirri, er sífellt veittir þú. Göfugt eðli var þín vöggugjöf vermt af júnísól við norðurhöf. Sólu skírð var sál þín Ijúf og blíð og sendi frá sér geisla alla tíð. Þín ástúð var sem indælt, heiðríkt vor, sem öllum létti hvers kyns þungbær spor. Þú óskastundir áttir vinum með við óð og söng og dýrmætt, ljóðrænt geð. Þú skildir vel, að andinn á sinn rétt, þótt engin skylda sé til hliðar sett. Gjöful sáí með guðdómseðli sitt var gullið, fagurt aðalsmerki þitt. Ég veit ei slíkan ijóma um marga menn af manngæzku og fórnarlund í senn. Þó ber þig hæst í hjálp við hruman vin, hjarnrek lífsins, brotinn, veikan hlyn. Þar var stór þinn sigur, styrk þín önd, og stærri en þeirra, er vinna ríki og lönd. Leifur Eiríksson. Helga Bergþéra Friðrtksdóffir, Eskifirði - ntinning F. 30. jan. 1925. ÉG HLUSTA á minningarathöfn- ina, sem fer fram í dag. Ung kona, með allt lífið framundan, margar vonaboorgir byggðar, 'heimili stofnað, ung og sterk hjón albúin að bjóða erfiðleik- unum byrginn, en svo — þá er það, sefn hvíti dauðinn ber að dyrum, hríjúr þessa glæsilegu konu heljargreipum, skilur hana frá maka og yndislegum litlum syni, og næsti áfanginn — hælið — setur mót sitt á líf hennar. Þar heyir hún fjögurra ára bar- áttu — erfiða baráttu — sem ekki getur lokið nema á einn veg. Og nú hefur þessi vinkona mín og frænka kvatt okkur vini sína. Stríðinu er lokið Sunnudaginn 21. þ. m. var sál hennar kvödd á æðra tilverustig. Ósjálfrátt fær hryggðin tók á hugum okkar. Við hörmum hvernig þessari sögu lauk. Við sem höfðum hugsað okkur framhaldið allt öðru vísi, höfum alltaf lifað í von um að birti til. En við elda minning- anna þorna öll tár. Helga sál. var óvenjulegur unglingur Lífsfjörið, gleðin, æðruleysið, allt þetta sem gerir hverja manneskju betri og sterk- ari, var í fylgd með henni. Það var eins og léltlyndi hennar væru engin takmörk sett. í mestu raun unum var hún sterk. Þá kom í Ijós hvem mann hún hafði að geyma. Hún var ekkert fyrir að berast mikið á, enda þurfti hún þess ekki Það var ósjálfrátt tek- ið eftir henni, fas hennar og þokki var þannig. Innan við títugt gift- ist hún Gunnlaugi Péturssyni frá RannveigarstöSum eýstra, sem reyndist henni sterkur förunaut- ur. Þau hófu búskap með miklar vonir framundan, einn elskulegan dreng eignuðust þau, en urðu í fyrra fyrir þeirri raun að sjá af honum á mjög óvæntan og snögglegan hátt. Var það mikið áfall og héldum við vinir Helgu að þetta yrði henni ofraun. En mitt í sorginni sást hin sanna tign. Því verður ekki gleymt, hvernig hún, móðirin, tók þessum umskiptum. Kannske hefur hún fundið á sér að ekki yrði langt til endurfundanna Hún trúði vissulega á lífið, það líf, sem aldrei bregst og aldrei deyr. Hún var því sannarlega lífsins barn. Helga mín. Þessi fátækiegu orð eru þakkir til þín fyrir viðmót þitt og vináttu. Guð blessi þér umskiptin og vaki yfir þér og þínum ástvinum. Hans miskun og náð varir þó allt annað bregð- ist. Stykkishólmi 25. marz 1954. A. H. Heimsækja BERLIN, 29. marz. — Rússnesk sendinefnd, undir forsæti Mikoy- ans viðskiptamólaráðherra Rússa kom í dag til Austur Berlín tii þess að vera viðstödd aðalfund austur-þýzka kommúnistaflokks- ins. — Reuter. _________________________ 11 I llria Sigurðardéffir - minning HINN 19. nóvember s.l. ár and- aðist ?ð Kálfsstöðum í Hjaltadal fróðleikskonan Una Sigurðar- dóttir, tæplega 89 ára að aldri. Þó kynni okkar hafi verið minni en ég hefði kosið og ég viti fátt svo vel um hana sem æskilegt væri, vildi ég þó minnast hennar að nokkru; fyrir mér var hún sérstæg kona, góður fulltrúi þeirrar alþýðumenningar sem var fyrir síðustu aldamót. Una var gæðakona, hæglát í framkomu og viðmótshýr, hún bar góðan þokka hvar sem hún fór; hennar mun því lengi verða minnzt meðal þeirra er þekktu hana og í minnum höfð fyrir þann fróðleik sem hún hafði að. miðla þeim er á vildu hlýða. Var þar af mörgu að taka: minningar um einstaka menn dregnar skýr- um dráttum, eða röð atburða og atvika. — Það hvarflar að mér nú, þegar hún er gengin, að harla fróðlegt hefði verið að eiga eitt og annað af því er hún sagði, skráð á því látlausa og Ijósa máli, sem henni var svo eiginlegt. Er rætt var við hana um liðna tím- ann, var þar allt gott að heyra. Ég get mér til, að í frásögninni hafi hún náð að tjá bezt sjálfa sig, þá snilld er með henni bjó, án þess að ýkja nokkuð. Fór þar saman ágætur frásagnarhæfileiki og traust minni. Henni var létt um að segja svo frá löngu liðn- um atburðum úr sveit sinni og næstu byggðarlögum, að þeir urðu ljósir og lifandi. Sjálf mundi hún langt fram, og hafði numið margan fróðleik af gömlu og greindu fólki í ungdæmi sínu. Una Sigurðardóttir var af góð- um stofnum komin, lágu ættir hennar um Skagafjörð og Skaga- strönd. — Foreldrar hennar voru Sigurður Jónsson frá Hofdölum, Hafliðasonar bónda á Hofdölum Jónssonar. Kona Sigurðar og móðir Unu var Rannveig Guð- mundsdóttir yngra frá Vindhæli á Skagaströnd Olafssonar á Vind- hæli .Sigurðssonar (d. 1817, 54 ára). Gefur Gísli Konráðsson þessa lýsingu af honum: . . . Ol- afur var með hinum merkustu bændum á sínum dögum. mesti maður í hverju sem var, smiður góður og heppnuðust vel lækning ar, sjófaramaður mikill og afla- sæil“. — Rannveig Sigurðardótt- ir hét kona Ólafs (d. 1829, 68 ára), væn kona og vel að sér, af ætt séra Björns Jónssonar bisk- ups Arasonar. Steinunn Péturs- dóttir hét kona Guðmundar Ól- afssonar, ættuð frá Ási í Hegra- nesi, systir Sigurðar hreppstjóra í Ási, föður Ólafs umboðsmanns og alþingismanns Skagfirðinga. Bræður Rannveigar voru þeir séra Pétur í Grímsey og Sigurð- ur málari og fornfræðingur. — Lágu sterkar list-, hagleiks- og sagnahneigðir í ættinni. Una Sigurðardóttir var fædd að Ytri-Hofdölum 4. janúar 1865, yngst í hópi systkina sinna, sem voru fimm á lífi af ellefu, Óist hún upp hjá foreldrum sínum í góðu yfirlæti. Föður sinn missti hún 1896 aðeins 49 ára gamlan. Hafði hann verið traustur og umhyggjusamur heimilisfaðir. — Rannveig, móðir hennar tók þá við forsjá heimilisins og naut að barna sinni, en 1878 giftist Jón. elzta barn þeirra hjóna, og tók við búi, réðst Una þá til hans í vinnumensku. — Rannveig and- aðist 1885, 63 ára gömul, hafði hún verið greind kona og hag- mælt vel, en hélt þeirri gáfu lítt, á lofti. Jón fluttist búferlum að Skúfsstöðum í Hjaltadal sama ár og bjó þar um langa æfi. Á þessum árum bjuggu á Reykjum í Hjaltadal, Jóhannes Þorfinnsson og Herdís Bjarna- dóttir. Una réðst til þeirra sama árið og hún missti móður sína, og á heimili þeirra dvaldi hún óslitið i 34 ár. Voru Reykir með stærstu heimilum í dalnum, en lágu afsíðis frá öðrum bæjum. Jóhannes og Herdis áttu þrjá syni: Bjarna, Friðrik og ÁstvaM. Þegar þeir voru uppkomnir var Bjarni meira laus frá heimilinu, en hann fór um sveitir og seldi hesta. Þ.egar er Jóhannes faðir þeirra andaðist 1894, ráku synirn- ir búið með móður sinni. — Um líkt leyti bundust þau Una og Friðrik heitum, þrem eða fjórum árum síðar missti Friðrik heils- una með skjótum hætti, og varS að liggja rúmfastur upp frá því. Var á orði haft hve mikið þrek og sálarró hann sýndi gegn þess- um þungu örlögum. Honum og dóttir þeirra, sem fæddist 1896,- nokkru áður en Friðrik missti heilsuna, helgaði Una stundirnar milli verka, og hélzt órofa tryggð með þeim meðan Friðrik lifði. Friðrik Jóhannesson hafði þótt hið mesta mannsefni, greindur og sk.ilningsskarpur cg frábær barnakennari. Hann lézt 1909, 46 ára gamall. Að sjálfsögðu fór ekki hjá því að jafn greind og aðlaðandi kona og Una var, eignaðist marga vini á langri ævi. Ytri-Hofdalir lágu í þjóðbraut og margan göngu- lúinn gest bar þar að garði, þá má minna á að ,,heim að Hólum“ lá leið margra, og í hugum unga fólksins utan ur sveitinni var það einn af hátíðisdögum ársins að sækja þann stað heim einu sinni á sumri hverju. Á ungdóms- árum Unu, dvaldi ekkjufrú Þóra Gunnarsdóttir á Hólum, hún. hafði flutt frá Sauðanesi 1869 til frú Sigríðar dóttur sinnar er þá bjó á Hólum og síðast é Hofi. Lindiseinkun hinnar ungu órríót- uðu stúlku mun hafa fundið hljómgrunn svipaðra tilfinninga hjá hinni öldnu og lífsmæddu ekkju, sem allir litu upp til, það fór orð af henni um sveirina fyi- ir hjálpfýsi hennar og líknar- semi við alla er voru hjálpar þurfandi. Það var í senn fróðlegt og heillandi að hlíða á frásög'n. Unu af þessari mætu konu, í látlausum búningi, 60 ■ árum síð-* ar en hún hafði lifað það. Ekki vil ég svo ljúka þessu að minn- ast ekki lítillega séra Páls Jóns- sonar í Viðvík. Una minntist hans af virðingu, enda var séia Páll^ mætur maður og unnandi allra góðra fræða, það var hann sem. bjargaði hebresku biblíunni af hlóðarsteininum í Hólaeldhúsi og. flutti heim með sér, en þessa biblíu hafði Guðbrandur biskup gefið Hóladómkirkju og áritáð hana, hún er nú geymd meðal dýrgripa kirkjunnar. Þá mun Herdís á Reykjum, eins og hún var æfinlega kölluð, hafa kunn- að, að segja Unu frá mörgum hlutum, var hún fróð og lang- minnug, en faðir hennat hafði, um mörg ár búið á Reykjum. Una kunni nöfn á fjölda eyði- býla í dalnum og staðsetningu margra, hefði það getað orðið fróðlegur þáttur í byggðasögu dalsins. Una fluttist frá Reykjum að Kjarvalsstöðum 1919 með Sigur- veigu dóttur sinni og Árna Sveins syni tengdasyni sínum, 1923 flutt ist hún með þeim að Kálfsstöð- um og dvaldi þar óslitið. Síðustu árin var hún blind og rúmliggj- andi og naut að dóttur sinnar og barnabarna. Ætíð var hún vakandi og hress í bragði, flestir eða allir samferðamenn hennar frá uppvaxtarárunum voru löngu gengnir á undan henni, svo sem hún minnist á í frásögn sinni „Kirkjuferð fyrir 70 árum“, og birtist í „Nýju kvennablaði“ í okt. 1951, sett á pappínnn af Unu dótturdóttur hennar, mcð þeim látlausa frásagnarhætti sem einkenndi Unu. Að lokum vil ég enda þessar línur með orðum hennar þai: „Um samferðafólkið er það að segja, að það er allt horíið yfir móðuna miklu, sem skilur heim- ana tvo, ég er ein eftir á bakk- anum hérna megin, og get me<5 Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.