Morgunblaðið - 31.03.1954, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.03.1954, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 31. marz 1954 MannaSæti í Austur-Þýzka- landi ® BERLÍN-, 30. marz. — For- maður kommúnistaflokks Aust- ur-Þýzkalands, Walter Ulbricht, tilkynnti í dag, að Austur-Þjóð- verjar muni ekki leyfa hernaðar- sendinefndum vestrænna þjóða að ferðast gegnum landið. ® Ulbricth hélt því fram, að austur-þýzka þjóðin hefði fengið fullt forræði lands síns, og stjórn- in væri fús til að taka upp venju- legt stjórnmálasamband við vestrænar þjóðir. ® Stjórnmálamenn skoða þetta tiltæki sem klaufalega tilraun til að neyða Vesturveldin til að taka upp beint samband við ríkis- stjórn, sem þau hafa einráðið að viðurkenna alls ekki. ® Kunnugt er um, að franska stjórnin hefir í hyggju að bera fram andmæli við Rússa vegna þessa brölts kommúnista. Drengjamól Sigíu- fjarðar í svigi og göngu SIGLUFJÖRÐUR 30. marz: — Drengjamót Siglufjarðar í svigi og göngu var háð um helgina er leið. í göngu voru keppendur 50 talsins. Úrslit urðu sem hér seg ir: 7—8 ára, fyrstur varð Sig- þór Erlendsson á 9,12 mín., 11.— 12., fyrstur varð Valur Jóhanns son á 12,17 mín., í svigi voru kepp endúr 44. Úrslit urðu þessi, 7—8 ára, fyrstur Haraldur Erlendsson á 45,6 sek., 9—10 ára, fyrstur varð Gísli Kjartansson á 61,0 sek., 11—12 ára, fyrstur varð Hákon Ólafsson á 41,8 sek. 13—14 ára, fyrstur varð Bogi Níelsson á 46,6 sek. — Stefán. Viðræður við foringja Mau Mau NÆRÓBÍ 30. marz — í Kenía hafa fulltrúar stjórnarinnar átt fund með 6 leiðtogum Mau Mau manna. Voru þeir hvattir til upp gjafar. Frekari fundir eru vænt- anlegir. - Vandamél Framh. af bls. 6. vörum þeirra manna, sem um það tala. Máske er það rétt frá hag- fræðilegu sjónarmiði, að vera ekkert að arða upp á þessa staði, láta bara þetta litla land minnka ofurlítið. En væri það talið ein- hvers virði, að láta það ekki minnka a.m.k. meira en orðið er, er vissulega tími til kominn að taka málið fastari tökum en til þessa hefur verið gert. Ég veit að þetta er vandamál, og sízt af öllu ber að líta svo á, að hér sé um ölmusu að ræða til handa því fólki, sem enn byggir þessa staði, því þetta vandamál er vandamál allrar þjóðarinnar. Ég legg ekki fram hér neinar tillögur um hvað gera skal, en tel rétt að málið væri falið dug- legum hagfræðingi, sem yrði nokkurskonar ráðunautur í þess- um málum. Hann kæmi á þessa staði og athugaði í samráði við fólkið, hvað hægt væri áð gera, Og legði sínar tillögur fynr ríkis- stjórnina, sem svo tæki ákvörðun um hvort hún teldi hægt að tryggja framtíð þessara byggða, eða ekki. En verði það ekki hægt á það fólk, sem enn byggír þessa staði fullan rétt á því að ríkið kaupi allar afsteignir sem það verður af yfirgefa og stofna til heimila annars staðar vegna gjör- breyttra þjóðfélagshátta. Sætúni, 17. 3. 1954. Bindindisfél. ökumanna mun hefja öflugf úlbreiðslusfarf EINS OG kunnugt er, var stofnað hér í Reykjavík á síðastliðnu sumri félagsskapur er nefnist Bindindisfélag ökumanna. Var það stofnað hér um svipað leyti og norræna bindindismálaþingið var háð hér í Reykjavík. Aðalstjórn félagsins er skipuð 7 mönn- um og eru deildarstofnanir nú í undirbúningi á nokkrum stöðum utan Reykjavíkur. í vor hyggst stjórn félagsins1^ hefja öfluga útbreiðslustarfsemi og er áformað að gefa út út- breiðslupésa sem dreift verður hér í Reykjavík og víðar um landið. ÁFENGIÐ SVIPTIR MENN AÐGÁT í riti þessu er bent á að lítill skammtur af áfengi, svo lítill að menn finni lítt eða alls ekki á sér sem kallað er, getur svipt menn svo miklum hluta af hæfm þeirra til að aka bíl að þeír verði hættulegir við stýrið. Það sé hin æðri andlega starfsemi, sem fyrst dragi úr við neyzlu á- fengis, svo sem sjálfsgagnrýni, siðgæðisvitund, aðgát og kæru- semi. Einnig dragi fljótlega úr hinum ósjálfráðu viðbrögðum handa og fóta, sem öryggi öku- mannsins er svo mjög undir kom ið. Ölvaður maður telur sig oft- ast til alls færan. ________ LEIKUR SÉR AÐ LÍFI SJÁLFS SÍN OG ANNARRA Þá segir einnig, að hver sá, sem lætur sig henda að aka undir áhrifum áfengis, sé með því stór- hættulegur allri umferð, leiki sér að lífi sjálfs sín cg annarra. Hann drýgir stórt afbrot, enda þótt ekki verði slys, þar sem hann hef ur með því að aka „undir áhrif- um“ stuðlað að því að svo gæti orðið. — Stórslys og líftjón af þessum orsökum eiga sér þvi miður oft stað. SAMVINNA VIO LÖGREGLUNA Bindindisfélag ökumanna mun svo sem unnt er hafa samvinnu við lögregluna og umferðaeftir- litið yfirleitt með úrbætur á um- ferðamálum hér á landi. Utaná- skrift til félagsins er: Bindindis- félag ökumanna, Eskihlíð 11, Reykjavík. NauSsyn kartöflu- geymslu í Slykkish. STYKKISHÓLMI 30. marz: — Á síðasta fundi hreppsnefndar bar Hinrik Jónsson sýslumaður fram tillögu um það að hreppsnefndin beitti sér fyrir að koma upp geymslu í kauptúninu fyrir garð ávexti, en á því hefur verið til- finnanlegur skortur í Stykkis- hólmi. Var tillagan samþykkt ein róma. — Á. H. Bretar flyija vörur lil Rússlands LUNDÚNUM 30. marz: — Brezki viðskiptamálaráðherranna skýrði frá því í neðri málstofunni í gær, að brezka stjórnin hefði fallizt á, að vélar yrðu fluttar til Rúss- lands fyrir um 70 milljónir kr. Hann sagði ennfremur frá því, að fyrir lægju umsóknir um að flytja vörur til Rússaveldis fyrir um 1000 milljónir króna. — Reuter-NTB. — Minning Framh. af bls. 11. sanni tekið mér í munn vísuna gömlu: Fyrir handan hérvistar harmi drifna móðu, sé ég í anda sólfagrar sælustrandir himneskar". Og nú er hún einnig horfin yfir móðuna miklu. Ágúst Sigurmundsson. BÆJARBÍÓ — Sunnudagur í ágúst ANNA BALDINI — FRANCO INTERLENGHI Myndin hefur ekki verið sýnd áður hér á landi. Danskur skýringartexti. — Sindrandi ítalskt sólskin. Sýnd kl. 7 og 9. — Sími 9184. ítölsk verðlaunamynd, sem gekk meira en heilt ár á sama kvikmyndahúsinu í París. B. T. gaf myndinni 4 stjörnur. Heimdaffur SpilakvöEd í kvöid kl. 8,30 í Sjálfstæðishúsinu. Húsið opnað kl. 8. Spiluð félagsvist. Ræða: Valgarð Briem, lögfr. Dans. Aðgöngumiðar verða seldir í skrifstofu Heimdallar, Vonarstræti 4, frá kl. 4—6,30 og við innganginn. Spánskar BLÓÐAPPELSfl\iUR Ódýrar — Ljúffengar — Safamiklar — fást í næstu búð. RAFGEYIHAR 6 og 12 volta. Flestar stærðir fyrirliggjandi. Rafgeymaverksmiðjan PÓLAR h. f. Borgartúni 1 — Sími 81401 STJÓRNIN Svikmyndafiœki Bolex 16 mm tökuvél með 3 linsum og í leðuikassa, Quick-sett, þrífótur, Weston ljósmælir, Bell & Howell, 16 mm. hljóð- og talsýningarvél með innbyggðum há- talara. Screenmaster sýningartjald 52”—70” á þrífæti, Brush míkrófónn, Craig Rewinders, Baia Wiewer, Gris- wold Splicer og Multi-Flood ljósaútbúnaður til þess að taka innimyndir. Til sýnis hjá Jóni H. Björnssyni, Kjartansgötu 2, íkjall- ara). — Til sölu aðeins ef viðunandi tilboð fæst í öll tækin saman eða sitt í hvoru lagi kAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAOAAAAA^áiiAAAAAAAAAAAAAi MAKKt* 'SOit R* W 1) — Þegar ég kom út að hest- linsuna niður og hún síðan kveikt 3) — Ég vildi óska, að ég hefði. 4) Og hún kastar lisunni niður húsinu, þá hlýt ég að hafa misst í öllu saman. aldrei séð þennan Sigga og Togga í djúpa tjörn. og þessa bölvuðu linsuu. I . i lii'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.