Morgunblaðið - 31.03.1954, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.03.1954, Blaðsíða 16
Veðurúflif í dag: Austanátt, allhvass síðd.; dálítil rigning-. Lisfakademia Danmerkur 200 ára. Sjá grein á bls. 9. 75. tbl. — Miðvikudagur 31. marz 1954 Starfsmenn á Kcflavíknr- flugv. undirbúa verkfall i Hafa litlar sem engar úrbæfur fengið í húsnæði og mataræði. JJTARFSMANNAFÉLAG Keflavíkurflugvallar hélt fund í Bíó <?afé í Keflavík s. 1. mánudagskvöld 29. þ. m. Formaður félagsins Gtefán Valgeirsson, setti fundinn og tilnefndi sem fundarstjóra Böðvar Steinþórsson, fundarritara Hauk Magnússon. Til umræðu voru kaup- og kjaramál starfsmanna á Keflavíkurflugvelli, og önn- nr velferðarmál starfsmannanna, og tóku margir þátt í umræðum. Stóð fundurinn yfir fram yfir miðnætti. Meðal þeirra ályktana er fund- virinn gerði skulu hér nefndar þessar tvær. Í. UM VERKFALL Á KEFLA- VÍKURFLUGVELLI: „Fundur haldinn í Starfs- mannafélagi Keflavíkurflugvall- «ir, mánudaginn 29. marz 1954, lýsir yfir, að þar sem sýnt þykir, ekki á að verða við óskum fé- lagsins um að gerðir verði sér- í takir kaup- og kjarasamningar fyrir Keflavíkurflugvöll þar sem ■tekið er fyllsta tillit til allra að- ■íJ.æðna, sér félagið sig tilneitt, að hefja nú þegar undirbúning að allsherjarvinnustöðvun á Keflavíkurflugvelli. Skorar fundurinn á verka- jýðsfélög þau, er aðild eiga að Keflavíkurflugvelli og á Alþýðu- Bambands íslands að styrkja og í;tyðja Starfsmannafélagið til að knýj a fram viðunanlega samn- ánga. Ennfremur skorar fundur- ánn á Alþýðusamband íslands að }>að vinni í nánu sambandi við tamninganefnd Starfsmannafé- lagsins að væntanlegu samnings- nppkasti, og ekki verði gengið frá samningum, fyrr en eftir alls- herjaratkvæðagreiðslu um þá í íltarfsmannafélagi Keflavíkur- flugvallar." 2. Um MATARÆÐI HJÁ METCALFE HAMILTON SMITH BECK COS: „Fundur haldinn í Starfs- roannafélagi Keflavíkurflugvall- ar mánudaginn 29. marz 1954, roótmælir algjörlega þeirri ráð- stöfun Hamiltons-félagsins, að það starfsfólk þess er býr utan ílugvallarins, fái aðeins eina máltíð nema þá að greiða hærra ^íjald en þeir sefn búa innan vall- •trgirðingarinnar, þar sem hinir -tcrlendu atvinnurekendur hafa «kki á boðstólum húsnæði, sem hægt er að telja að mönnum sé bjóðandi, sem þQir eru þó skyld- njgir til að hafa. Telur fundurinn það algjöra óhæfu, að tilskipun þessi nái fram að ganga, a. m. k. þar til forsvaranlegt húsnæði er til reiðu á flugvellinum fyrir allt starfsfólk, og það sé ekki að neinu leyti lakara en það, sem hið erlenda fólk hefur til afnota. Ennfremur vill fundurinn mót- mæla þeirri framkvæmd, er hef- ur orðið hjá Hamiltonfélaginu á loforðum þess um breytt matar- æði. Aldrei sést íslenzkur mat- ur á kvöldborðinu eins og lofað var þegar atkvæðagreiðslan fór fram á s. 1. hausti. Þeir sem vinna hjá Sameinuð- um verktökum fá þrisvar sinn- um meiri mjólk en þeir, sem hjá hinum erlendu atvinnurekendum vinna, en þó hefur dagfæðið hjá verktökum verið lægra enn fram að þessu.“ Báðar þessar tillögur voru. samþykktar samhljóða. Vinnumálanefnd utanríkismála ráðuneytisins mætti á fundinum og svaraði formaður nefndarinn- ar, Hallgrímur Dalberg, stjórn- arráðsfulltrúi, ýmsum fyrir- spurnum er fram komu. Vara- fundárstjóri var Elísabet Sigurð- ardóttir. 101 lislamanni veiiiur slyrkur 1 ÚTHLUTUNARNEFND lista- mannastyrkja lauk störfum í gær, og vár styrkur veittur 101 manni. Er þeim, sem styrkinm hijóta skipt liiður í fimm flokka, í efsta fiokki (15 þús. kr.) eru skáldin og rithöfundarnir DavíSS Stefánsson, Guðm. G. Hagalín, Halldór K. Laxness, Jakob Thor arensen, Kristmann Guðmunds- son, Tómas GuSmundsson og Þór bergur Þórðarson og listmálar- arnir Ásgrímur Jónsson, Jóhann- es S. Kjarval og Jón Stefánsson, í néfndinni áttu sæti: Þorsteinra Þorsteinsson, sýslumaður, for- Myndin hér að ofan er tekin í fordyri sýningarinnar. Á lienni eru, maður, Þorkell Jóhannesson, talið frá vinstri: Hörður Ágústsson, listmálari, Skarphéðinn Jó- Pr*>fessor,*ritari og Helgi Sæ- hannsson, arkitekt, Axel Kristjánsson, Sveinn Valfeils og Gunn- mundsson, rr s jori. — i u un ar Friðriksson. (Ljósm. Mbl.: ól. K. M.) m er blrt 1 heUd a bls' 2‘ Islandsdeiidin á vörusýnlngunni í ílriissel send utan með Brúarfossi lenikiii Vtimlm, land og þjéS kynnt þar SpilakvÖld Heimdallar HEIMDALLUR, félag ungra Sjálf s tæðismanna, gengst í kvöld fyrir típilakvöldi. Verður það í Sjálf- siæðishúsinu og hefst kl. 8.30. Að aflokinni spilakeppninni verður flutt ávarp: Valgarð Briem, lögfræðingur. Síðan verð- Ur dansað tii kl. 1. Spilakvöld Heimdallar eru ineðal vinsælustu skemmtana iittga t'ólksins í höfuðborginni. Ætíð hefur fiar verið húsfyllir seskufólks og er ekki að efa að f. vo verður enn í kyöld. Sex blaðamönnuni boðið lil Danmerkur og Nsregs DANSKA og norska utanríkis- ráðuneytið hafa boðið sex ís- lenzkum blaðamönnum' utan í tilefni af komu forseta Islands til þessara landa. Áttu blaðamennirnir að fara með millilandaflugvél Loftleiða snemma í morgun. Blaðamennirnir sem fara, eru: Sverrir Þórðarson (Morgun- blaðið), Andrés Kristjánsson (Timinn), Helgi Sæmundsson (Alþýðublaðið), Thorolf Smith (Vísir), Jón Bjarnason (Þjóðvilj inn) og Haukur Snorrason (Dag- ur á Akureyri). Félag leikdém- SIÐASTLIÐINN sunnudag var formlega stofnað hér í bæ félag íslenzkra leikdómenda. í stjórn félagsins voru kosnir: Sigurður Grímsson, formaður, Ásgeir Hjartarson, ritari og Lárus Sig- urbjörnsson, gjaldkeri. Hlutgengir meðlimir geta orðið fastir leikdómarar þeirra blaða og tímarita, sem að staðaldri flytja leikdóma. SÝNINGARNEFNDIN sem haft hefur með höndum undirbúning að þátttöku íslands í fyrstu erlendu vörusýningunni, bauð nokkrum gestum í gær að kynna sér að nokkru fyrirkomulagið á íslandsdeildinni, en sýningin hefst í Brússel 24. þ. m. — Ellefu fyrirtæki sýna -framleiðslu sína, en að auki eru sérstakar land- kynninga- og ferðamannadeildir. ír á góðum bafavegi IJNGI maðurinn, Meyvant Mey- vantsson, er bíll féll niður á s.l. laugardag, og slasaðist mikið á j höfði, er nú á góðum batavegi. j Hann var strax fluttur í Landa I kotsspítala eftir slysið og hefir { legið þar síðan. | ATHYGLISVERÐ TILRAUN Gunnar Friðriksson, fram- kvæmdastjóri og formaður sýn- ingarnefndar gat þess, að hér væri um mjög athyglisverða til- raun að ræða af hendi ísl. iðn- rekenda, sem væru þeirrar skoð- unar, að tími væri til kominn að kynna íslenzkan iðnað á er- lendum vettvangi. íslenzkur iðnaSur er ungur og byggir framtíð sína á hinni miklu vatnsorku hinna ís- lenzku fossa og hvera. — Með þessum orðum er ís- landsdeildin kynnt með franskri áletrun við hliðina á mynd af Skógarfossi. UPPSETNINGIN TÓKST VEL Þeir Skarphéðinn Jóhannsson arkitekt og Hörður Ágústsson listmálari hafa sett sýninguna upp, og var það mál manna, að þeim hefði tekizt vel. — Þó að deildin væri ekki stór, hefði þeim tekizt að gera uppsetningu henn- ar listræna, í litum og línum. 11 FYRIRTÆKI SÝNA Deildinni er skipt í tvennt: Annars vegar er landkynningar- og ferðamannadeildin, sem Eim- skipafélag íslands, Loftleiðir, Ferðaskrifstofan Orlof og Ferða- skrifstofa ríkisins hafa mcð höndum. — Er þar margt fallegra mynda, auk þess sem ritlingm-, sem fjalla um lóind og þjóð, liggja þar frammi. -— Sérstakt rit á ensku og frönsku. fjallar um íslenzkan iðnað. Gegnt þessari deild, en í henni miðri, er súld og hringlagður sófi við hana, sýna 11 fyrirtæki framleiðslu sína. — Vinnufatagerð íslands sýnir ásamt Belgjagerðinni kulda úlpur. — Verksmiðjan Álafoss sýnir gólfteppaband. — Vefarinn sýnir sýnishorn af gólfteppi úr þessu Álafoss-bandi. — Raf- tækjaverksmiðjan Rafha sýnir eldavél. — Áburðarverksmiðj- an nýja sýnir framleiðslu sína, Lýsi & Mjöl í Hafnarfirði sýiiir fiskimjöl, — Súkkulaðisgerðin Linda á Akureyri sýnir suðu- súkkulaði. Jón Loftsson sýnir einangrunarplötur úr vikri og lausan vikur og Nýja skóverk- smiðjan sýnir karlmannaskó. — Hinar einstöku deildir hafa ritl- inga til að kynna framleiðslu sína. DEILDIN VEL I SVEIT SETT Sýningin fer utan með Brú- arfossi, sem fer héðan fyrir næstu vikulok. — Gunnar Friðriksson, sem er formaður sýningarnefnd- ar, fer utan í dag með Gullfossi og verður hann viðstaddur opn- un þessarar miklu vörusýning- ar, sem fram fer í húsakynnum heimssýningarinnar. — Deild íslands er þar mjög vel í sveít sett. — Pétur Sæmundsen skrifstofu - stjóri Félags ísl. iðnrekenda, verður forstjóri sýningarinnar. — í sýningarnefndinni hafa átt sæti auk Gunnará Friðriksson- ar, þeir Sveinn B. Valfells og Axel Kristjánsson. Einnig hefur Pétur Sæmundsen veitt nefnd- inni aðstoð í störfum hennar. Ólafiir G’iðmundsson ráðinn sveltarsfjóri Síykkíshélms STYKKISHÓLMUR, 30. marz- — S.l. fimmtudag var ákveðið á fundi hreppsnefndar Stykkis- hólmshrepps að ráða Ólaf Guð- mundsson verzlunarmann sem sveitarstjóra. Hafði staða þessi verið auglýst með umsókniar- frelsti til 20. marz og sóttu fjórir um stöðuna. Varð Ólafur fyrir valinu með 5 atkvæðum af 7 í hreppsnefr.d. Er gert ráð fyrir að hann taki við starfinu 1. apríl og fjárhagsnefnd falið að semja um launakjör við hann og starfslið. _______________— Á. H. Fimm aura frímerki VEGNA skorts á 5-aura frímerkj um hefur póst- og símamálastjórn in látið yfirprenta rauð 35-aura Heklufrímerki með „5 aurar“ og gilda þau sem 5-aura frimerki á allar tegundir póstsendinga frá og með 31. marz 1954. (Fréttatilkynning frá Póst- og símamálastjórninai) i á Kefia- Góður afli á báta í gær, KEFLAVÍKURHÖFN 30. marz: — Þrír loðnubátar eru gerðir út frá Keflavík, Ver, Tjaldur og Gull þór. Fengu þeir um 150 tunnur samtals í gær, rétt við bryggj- una hér. Keflavíkurbátar öfluðu vel í gær. Var afii þeirra frá 7—17 lestir. Þeir bátar, sem beittu loðnu öfluðu áberandi betur en hinir. Netjabátar héðan hafa afl- að lítið sem ekkert. — I. Hjálmar Bárðarson skipaðw’ skipaskoð- unarsijóri Á FUNDI ríkisráðs í dag var Hjálmar Bárðarson, verkfræð- ingur, skipaður skipaskoðunar- stjóri frá 1. maí n.k. Þá var Haraldur Kröyer, sendi- ráðsritari í París, skipaður sendi- ráðunautur þar og Sigurður Haf- stað, fulltrúi í utanríkisráðuneyt- inu, skipaður deildarstjóri í því ráðuneyti. (Frá ríkisráðsritara). m arseðla hefsl í Géð- lemplarahúsinu ídag ÚTHLUTUN skömmtunarseðla fyrir næsta ársfjórðung fer fram í Góðtemplarahúsinu uppi í dag, á morgun og föstudag frá kl. 10 —5 e. h. alla dagana, Seðlarnir verða eins og áður afhentir gegn árituðum stofnum af núgildandi skömmtunarseðli (jan.-—marz). Skákeinvígið KRISTNES fip & j§§§ VÍFILSSTAÐIR 2. leikur Kristness: b£8—c5 _J3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.