Morgunblaðið - 31.03.1954, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.03.1954, Blaðsíða 6
6 MGRGIJTSBLAÐIÐ Miðvikudagur 31. marz 1954 Íaxveíðíme/in ■ Fitjá í Þorkelshólshreppi ofan Kera, er til leigu næsta ■ ■ sumar frá 15. júní til 15. ágúst. — Einnig Gljúíurá í : ■ sama hreppi frá 15. júní til 30. ágúst. — Tilboð séu j : komin til undirritaðs fyrir 30. apríl 1954. | Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er, eða ; : ■ ; hafna öllum. : : : ■ ■ : Oskar B. Teitsson, Víðidalstungu ; 2 ■ Símstöð: Víðidalstunga. : ■ ■ ■ : : . ...................................... !■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ DODLVR í lausu og pökkum. JJ^ert ^JJriótjánóóon (Jo. h.p. T'öskurnar ■ ■ ■ ■ : úr kúluplastefnunum, eru nú komnar. ; ■ ■ : Verzlanir eru vinsamlegast beðnar að endurtaka ; J ■ ; pantanir sínar. | Verksm. Merkúr h.f • Ægisgötu 7, sími 6586. • Til sölu notuð SKRIFBORÐ SYNINGARSKÁPAR með glerhillum. JJcflCflert ^JJriótjánóóovi ÉJ CJo. h.j^. Innlagningadeiid | Hafmagnsveitu Beykjavíkur | I er flutt úr Tjarnargötu 12 í Tjainargötu 11, i : efri hæð. — Sími 81222. ÚRVALS TEGUND: SPÁMSKAR BLðDAPPELSÍniUR fyrirliggjandi. JJcjCjert ^JJrióti ijanóóovi &Co. L/ j BÓKHALDARI ■ ■ : Ungur maður með nokkra bókhaldsþekkingu óskast : ■ ■ • nú þegar eða 1. maí n. k., til starfa við bókhald hjá einu ; ; af stærstu fyrirtækjum bæjarins. Framtíðaratvinna. — ; ■ . ■ S Eiginhandarumsókn, er greini aldur, menntun og fyrn : • : : störf, sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 6. apríl n. k. merkt: ; j „Bókhald — 202“. ; ■ ■ ■ ......■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■.■■■■■.............. fandumál afskekktu byggðanna er vandamál allrar þjóðarinnar EINS og kunnugt er hefur Sléttu- hreppur í Norður-ísafjarðarsýslu tæmst af félki á undanförnum ár- um svo rækilega að nú býr þar engin manneskja. Hreppur þessi var á sínum tíma einn fjölmennasti hreppur landsins með milli 4 og 5 hundr- uð ibúa. Þarna höfðu myndast þrjú þorp með útgerð og landbúnað sem aðalatvinnugreinum auk þess voru mörg stórbýli, sem bú- ið var á við mikla rausn og land- búnaður og útgerð stunduð jöfn- um höndum, auk ýmissa annarra hlunninda. í hreppnum voru þrjú barna- skólahús, þrjár og fjórar verzl- anir, prestsetur, læknisbústaður, síldarverksmiðja og yfir höfuð að tala virtist þarna allt leika í lyndi og á þeirra tíma vísu ríkti þarna blómlegt athafnalíf. En nú er, eins og fyrr segir, þarna ekkert líf. Hin myndar- legu og sum alveg nýbyggðu hús standa þar sumstaðar í röðum auð og yfirgefin. Er það furðuleg sjón fyrir vegfaranda, hvort held ur er séð úr lofti eða af legi. En er nú þessi saga aðeins saga Sléttuhrepps eins? Því miður verður að svara þeirri spurningu neitandi. Við skulum bregða okkur yfir í Grunnavíkurhrepp, sem liggur næstur honum að sunnan og er svo stór að flatarmáli að hann breiðir sig að miklu leyti utanum Sléttuhrepp og er að líkindum víðáttumesti hreppur landsins. Um sextíu kílómetrar eru frá nyrzta bænum, Reykjarfirði og að þeim vestasta, Nesi í Grunna- vík. Um og eftir aldamótin voru byggðar hér um þrjátíu jarðir og á mörgum margbýli svo sem Bol- ungavík, Furufirði, Dynjanda og víðar. Þá mun hafa búið um 3—4 hundruð manns í hreppnum. Nú eru 20 af jörðum þessum í eyði eða tveir þriðjuhlutar, en fólkinu hefur fækkað meira en sem því svarar, því nú eru hér aðeins 75 manneskjur. — Hver jörðin eftir aðra hefur lagzt í eyði og fólkið streymt til kaup- staðanna og annara sjávarþorpa, svo að á tímabili eða fyrir tveim- ur árum, þegar flóttinn var sem ákafastur, var ekki annað sýnna en að allt færi á sömu leið í Grunnuvíkurhreppi eins og í Sléttuhreppi. Ég, sem þetta rita, hafði þá bú- ið á Dynjanda í rösk 29 ár, fyrst i fjórbýli en síðustu árin einn. Jörðin var þá orðin afskekkt og einangruð, útþráin komin í börn- in og heilsa mín biluð, svo að röðin var komin að mér og ég ákvað að hætta búskap á Dynj- anda. En þar sem sýnt þótti að ef ég flytti úr hreppnum yrði það til þess að hann eyddist með öllu af fólki, þar sem ekkert mátti fækka úr þessu sem komið var, varð það því úr, í samráði við vini mína og kunningja, hér heima og fyrir áeggjan ýmissa ráðandi manna, svo sem nýbýla- stjóra, aiþingismanns kjördæmis- ins o. fl., að ég færði mig aðeins til í sveitinni og með því yrðu þessar fáu manneskjur, sem eftir voru, þéttara og gerðu með því tilraun til þess að spyrna við fót- um og koma í veg fyrir frekari eyðingu. Hafist var handa um bygging- ar og ný jarðvinnslutæki kevpt og fyrir ágæta frammistöðu alþingismanns kjördæmisins og góðan skilning ýmsra forráða- manna, var veittur styrkur í þessu skyni. En erfitt og kostnaðarsamt hef ur þetta orðið fyrir þá, sem að þessu verki hafa staðið. En þó stafa aðalerfiðleikarnir af fólks- fæðinni og því, hvað öll ræktun eflir Hallgrím Jónsson frá Dynjanda. Hallgrímur Jónsson er skammt á veg komin, því það sem hefur sérstaklega einkennt þessa hreppa er að þar liefur öll ræktun orðið nokkuð á eftir tím- anum. En aftur á móti mun húsa- gerð víða hafa verig á undan, því fyrir aldamót voru að rísa hér góð íbúðarhús og nú síðustu árin fyrirfinnast varla torfhús sem manr.a- eða skepnubústaðir. En þótt hægt væri fyrr á ár- um að reka búskap á óræktuðu landi kemur það varla til mála úr þessu af þekktum ástæðum. Sú reynsla, sem fengizt hefur af þessari tilraun er því í stuttu máli þessi: Fólkinu heldur enn áfram að fækka. Sex ungar manneskjur fluttu héðan alfarnar á s.l. ári. Bændurna skortir rekstursfé til að geta ræktað sem skyldi. Engin aðgengileg Ján fást til þeirra hluta, en þá vantar um- fram allt meira ræktað land. En þag er dýrt að rækta nú, fróðir menn telja að níu þúsund krónur kosti að fullrækta einn hektara. Fólkið þráir rafmagn, félags- heimili og meira félagslíf, betri samgöngur, en allt þetta kostar peninga nú á þessum tima, Enn- þá ríkir því þessi mikla óvissa um framtíð þessa byggðarlags og hefur staðið og stendur enn fyrir ýmsu því, sem menn ætla að gera og mundu annars gera. En nú spyrja menn, af hverju stafa öll þessi ósköp, að heil byggðarlög eyðast af fólki á skömmum tíma, yfirgefa eignir sínar og flýja til annarra tsaða? Margir hafa nú rætt og ritað um þetta, talað um þetta sem háska- legt fyrirbrygði, sem sé mjög ó- eðlilegt, og sem verði að vinna gegn með einhverjum ráðum. En minna hefur til þessa orðið úr framkvæmdum og því er komið sem komið er. En sé málið athugað .vel. er það ofur eðlilegt að svona er komið. Engin þjóð í veröldinni hefur tekið annan eins fjörkipp nú hin síðari árin eins og okkar þjóð. Hún hefur á tiltölulega fáum árum breyzt úr bjargálna bænda- og útvegsmannaþjóð í efnaða iðn- aðar-, skrifstofu- og verzlunar- þjóð, ef svo mætti segja. Yfir þjóðina hefur gengið peninga- alda og upp úr henni hefur svo risið hin svonefnda nýsköpunar- alda. Það hafa á skömmum tíma risið upp hraðfrystihús, iðnaður í ótal myndum, Keflavíkurflug- völlur, stórvirkjanir til rafmagns framleiðslu, nýtízku togarar og stór kaupskipafloti o. fl. o. fl. En allt þetta er bundið við vissa staði á landinu og aðdrátt- arafl þess hefur verið svo sterkt, að sveitirnar og þá einkum þær aískekktustu hafa ekki á neinn hátt orðið samkepnisfærar eða fylgst með í þessu kapphlaupi. Fólkið heyrði og las um öll þessi ósköp. Erlendu fjármagni var veitt inn í landið, sem for- ráðamenn hennar veittu svo aftur til vissra staða, en útkjálkarnir gleymdust þar til of seint. Fólkið svimaði af tilhugsuninni um alla þessa fljótteknu peninga, sem var hægt að afla með svo auðveldum hætti og að því er því virtist næstum því fyrirliafn- arJaust, það brást því flótti í lið sveitanna og því er nú komið sem komið er. En nú vaknar sú spurning, livort hægt hefði verið að stöðva flóttann og hvort hægt sé að stöðva hann ennþá og láta nú reynzlu undanfarandi ára opna augu forráðamanna þjóðarinnar fyrir nauðsyn þess. Það hefur eins og getið var um hér að framan, verið rætt um hvað gera skyldi, bæði á Alþingi og víðar. Á þinginu í fyrra var samþykkt tillaga sem stefndi að því að gera aðstöðumuninn minni á milli sveitanna og kaupstað- anna. Lítið hefur maður orðið var vig aðgerðir á áframhaldi af þessari samþykkt og má þó vera að það hafi eitthvað orðið. Það var t.d. unnið að jöfnunarverði á ohu og bensíni og talað um að sama verð ætti að gilda á þess- um nauðsynjum um land allt. — Margir hugsuðu gott til þessa. En hver var reynzlan hjá þeim, sem búa utan kaupstaðanna? 13 aurum dýrari hver lítri af olíu hjá okkur, sem búum í nágrenni ísafjarðar. Hefði t.d. þessi Jiður átt að vera til jafns við kaup- staðina, átti sama verð að gilda alls staðar hvar sem var á land- inu. Eins og getið var um hér að framan, hefur gífurlegu fjár- magni verið veitt frá Ameríku hingað til landsins, hinu svo- nefnda Marshall-fé. Því hefur verið m.a varið til að virkja stór vötn til að leiða Ijós og yl til Reykjavíkur og fleiri staða á landinu, og er ekkert nema gott um það að segja. En ég hygg að einmitt rafmagnið hafi valdið mestum straumhvörfum . í lífi þjóðarinnar og hefði farið fram réttlát skipting á þessu fé, þannig að jafnframt því að virkja Sogið fyrir Revkjavík, hefði verið byrjað á virkjun t.d. norður í Aðalvík, því ég er þess fullviss að hefði það verið gert væri öðru vísi umhorfs í Sléttu- hreppi, en nú er, þar væri þá nú blómlegt atvinnulíf. Það var á sínum tíma rætt um byggingu hraðfrystihúss í Sléttuhreppi. En allir vita að til þess þarf raf- magn. Nei, Reykjavík og aðrir kaupstaðir fyrst og sveitirnar ein hverntíma seinna. En það er of seint, fólkið er flúið. Það er talað um að fara nú að gera eitthvað til að fá fólk til að setjast að í Sléttuhreppi á ný. — Frá mínu sjónarmiði verður það erfiðara viðfangs heldur en það hefði verið að stuðla að því að það fólk, sem þar var og átti þar hús og heimili, hefði getað verið þar áfram. En þegar maður heyrir talað um að fara að vinna að því að Sléttuhreppur byggist aftur, hlýtur að vakna þessi spurning: Væri nú ekki rétt að athuga fyrst, kvað hægt er að gera til þess að Grunnavíkurhreppur fari ekki í eyði líka og jafnvel Snæfjalla- hreppur, sem er nú fast að því hálfur í eyði, miðað við það, sem var fyrir nokkrum árum, og ef til viJl fleiri hreppar. Ef til vill er allt þetta skraf um þetta fólksflóttamál bara á Framh. á bls 12 .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.