Morgunblaðið - 03.03.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.03.1957, Blaðsíða 2
2 MOnCVTSTtL 4 DIÐ Sunnudagur 3. marz 1957 STAK8IEIIVAR „Hreinir afglapar“ ÞJÓÐVILJINN svarar í gær fréttum Alþýðublaðsins og Tím- ans af ferðum Einars Olgeirsson- ar í grein undir nafninu: „Hnekkja ölíum fyrri af- rekum í pólitískum lubba- skap“. Þessi skorinorða lýsing á sam- starfsmönnunum tekur yfir þrjá dálka á fremstu síðu Þjóðviljans. í greininni sjálfri er síðan enn hert á og segir m. a.: „Það hefur einkennt Alþýðu- blaðið og Timann í vaxandi mæli að undanförnu, að það er eins og þeim sé stjórnað af hreinum af- glöpum------ Ferðir Einars Um sjálft efni málsins segir Þjóðviljinn: „Tíminn og Alþýðublaðið, mál- gögn forsætisráðherra og utan- ríkisráðherra, hnekktu í gær öll- um fyrri afrekum sínum í póli- tísku siðleysi og er þá iangt jafn- að. Alþýðublaðið birtir þriggja dálka fyrirsögn á forsíðu með stóru letri: „Fær Einar Olgeirs- son nýja línu í Helsinki? Einar varð eftir í Finnlandi, er hinir fulltrúar íslands á fundi Norður- landaráðsins héldu heim“. — Og Tíminn birti hliðstæða frásögn einnig með þriggja dálka fyrir- sögn: „íslenzkir kommúnistar sækja nýja Moskvulínu á fund í HeIsingfors“. Mikið geta litlir karlar gengið langt í lubbaskapnum. Einar Ol- geirsson fór til Helsinki sem full- trúi Alþingis, kjörinn af því ásamt Ieiðtogum annarra stjórn- málaflokka til þess að sækja fund Norðurlandaráðsins þar. Einar tók þar þátt í öllum störf- um ráðsins ásamt öðrum íslend- ingum, og var hann samferða þeim til Kaupmannahafnar. Þetta vita ritstjórar Tímans og Alþýðublaðsins fullvel — — — En það er ekki vitneskjan sem skortir, heldur heilindi og heið- arleikur“. Kjörinn af Framsókn Morgunblaðið hefur fregnir af því, að það sé raunar ekki rétt, að Einar Olgeirsson hafi orðið hinum fulltrúunum samferða til Kaupmánnahafnar. Hitt hafi þeim verið kunnugt frá upphafi, að hann ætlaði ekki að verða þeim samferða heim heldur halda tii Austur-Þýzkalands að því er þeim skildist og vist er, að hann fór til Kaupmannahafnar frá Finnlandi. En vissulega er það rétt hjá Þjóðviljanum, að Einar fór nú úr landi sem kjörinn fulltrúi Al- þingis. Blaðið hefði m.a. getað bætt því við, að Framsókn lét honum eftir annað sæti sitt í Norð urlandaráðinu. Ef það reynist rétt, að Einar sé nú að undirbúa þátttöku í nýrri „friðarhreyf- ingu“ undir miklu traustari stjórn frá Moskvu en áður var“, eins og málgagn forsætisráðherra sagði á föstudag, þá geta Fram- sóknarmenn engum kennt um nema sjálfum sér. Illgimi Tímans Tíminn í gær tekur þetta upp eftir Morgunblaðinu: „Blaði forsætisráðherrans væri nær að athuga þessar staðreynd- ir, en að vera með staðlaus brigsl yrði í garð Sjálfstæðismanna, um að þeir spilli „vinnufriði“, sem því miður er ekki til staðar". Síðan bætir Tíminn við: „Þau ummæli Bjarna, að það sé því miður ekki til staðar, að Sjálfstæðismenn spilli vinnufriði, taka af öll tvímæli um það hug- arfar, sem býr inni fyrir“. Allir heilskygnir menn skilja hins vegar, að harmað er að vinnufriðurinn skuli ekki vera fyrir hendi. — Vígsla Heilsuverndarstöðvarinnar Frh. aí bls. 1. sen borgarstjóri til máls og mælti á þessa leið: „Endur fyrir löngu, fyrir nær 1900 árum, mælti Rómverjinn Juvenalis þessi spaklegu og fleygu orð: „Orandum est ut sit mens sana in corpore sano“. En það er útlagt: „Biðjum þess, að búi jafnan heilbrigð sál í heil- brigðum líkama". Alla stund síðan hefir það verið keppikefli hins hrjáða og oftlega heilsutæpa mannkyns að vernda og varðveita heilbrigði líkams og sálar. Hefir það þó gengið misjafnlega hjá ýmsum þjóðum og ekki sízt með íslendingum. En mörg öfl hafa samt oftast að verki verið, til þess að efla hreysti, bæta heilsu og koma i veg fyrir sjúkdóma. Þar, sem víðar í mannúðar- og menningar- málum, áttu konur forg. Með stofnun Hjúkrunarfélagsins Líkn- ar í Reykjavík fyrir rúmum 40 árum var hafin skipuleg starf- semi til ýmiss konar heilsuvernd- ar. Flyt ég félaginu, forystukon- um þess og starfskonum innileg- ar þakkir fyrir þýðingarmikla þjónustu í þágu Reykvíkinga. 11 ár eru nú liðin frá því er bæjarstjórn Reykjavíkur ákvað að kjósa nefnd manna til þess að gera tillögur um byggingu og fyr- irkomulag fullkominnar heilsu- verndarstöðvar. Á þessu tíma- bili hefir hinu merka máli skilað áfram öruggum skrefum. Nefndin vann ötullega. Hinn 13. septem- ber 1947 ákvað bæjarráð að til- lögum hennar, að bygg. skyldi reist við Barónsstíg og fól um leið húsameistara að gera upp- drætti í samráði við nefndina. Snemma á árinu 1950 voru byrj- unarframkvæmdir hafnar. Fyrsta deildin hóf starf hér um áramót- in 1953—4. Nú eru allar deild- ir teknar til starfa og Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur má heita fullgerð. f heilbrigðis- og menningarmál- um íslenzku þjóðarinnar er stofn- un Heilsuverndarstöðvar Reykja- víkur sögulegur atburður. Reyk- víkingar og íslendingar allir fagna þeim áfanga og þakka öll- um, sem hér hafa lagt hönd að verki, undirbúningsnefnd, bygg- ingarnefnd, stjórn stöðvarinnar og þá fyrst og fremst þeim manni sem hefur verið formaður þeirra allra, dr. Sigurði Sigurðssyni. En um leið og vér fögnum þessum áfanga, tengjum vér tnikl ar vonir við starf stöðvarinnar. Og vér skulum eins og Rómverj- inn spaki, biðja þess, að búi jafn- an heilbrigð sál í heilbrigðum líkama, og að þessi stofnun stuðli að því að svo megi verða“. FORYSTUMÖNNUM ÞAKKAÐ Þessu næst tók frú Sigríður Eiríksdóttir, form. Hjúkrunar- kvennafélags íslands til máls. Rakti hún starfsemi Líkncu: og minntist hlýlega frú Bjarnhéð- insson og forystustarfs hennar. Þá lýsti hún nokkuð skilyrðum þeim, sem Líkn hefði unnið við á ár- um áður allt þar til nú að þessi glæsta bygging væri tekin til starfa. Þakkaði hún öllum þeim, sem forystu hefðu haft með höndum svo og öllum þeim, er hún hefði haft samstarf við, læknum og h j úkrunarf ólki. Bað hún þess að stofnun þessi mætti í framtíðinni njóta gæfu og gengis í starfi sínu og að for- ystumenn hennar mættu jafnan tileinka sér þær nýjungar er gætu orðið til hjálpar í heilsuvernd- arstarfi hennar. MAT Á MANNSLÍFUM Þá tók Jón Sigurðsson borg- arlæknir til máls. Ræddi hann um mat á mannslífum og hlutverk heilsuverndars cai ísins, sem væri að fyrra menn þjáningum og bjarga verðmætum. Benti hann á að beinlínis fyrir starf heilsu- gæzlunnar spöruðust mörg hundr uð mannslíf á ári hverju. Rakti síðan þróun heilsugæzlunnar í heiminum og í hvaða átt hún hefði beinzt á undanförnum ár- um. Þakkaði hann að lokum þeim er forystu hefðu haft um þessa stofn un og þann ríka skilning er þeir hefðu haft á þessum málum. Síðastur flutti Hannibal Valdi- marsson heilbrigðismálaráðherra nokkur ávarpsorð og óskaði Reyk víkingum til hamingju með þessa glæstu stofnun. Sexfugur 1 dag: Sr. Sigarjón j MARGIR hugsa í dag til síra Sigurjóns með vináttu og þakk- læti. Ég veit að þeir sem kunna að meta hið sanna manngildi, örugga sannfæring og einbeittan kjark til stuðnings góðu málefni, líta á starf síra Sigurjóns með einlægum vinarhug og aðdáun. Þar fer saman trú og góð sam- vizka, og verkin eru fyrst og fremst unnin frammi fyrir aug- liti Guðs. Þess vegna er aðal- atriðið að starfa samkvæmt vilja hans, hvort sem mönnunum líkar vel eða ekki. Sannur prestur geymir þessi orð í huga sínum: „Drottinn er sá sem dæmir mig“. En þá skal um leið kostað kapps um, að sá sem þetta veit, reynist trúr. Þetta var snemma fyrir honum brýnt. Til góðra á hann að telja. Það var honum hið mikla lán að eiga góða foreldra, sem létu sér annt um heill barna sinna. Gott er að minnast þeirra hjóna, síra Árna Björnssonar prófasts og frú Líneyjar Sigurjónsdóttur. Ber síra Sigurjón sterkan svip María Jónsdóttir, 75 ára SJÖTÍU og fimm ára er í dag María Jónsdóttir, Höfðaborg 97, Reykjavík. Á þessum tímamót- um ævi hennar, senda vinir og ættingjar henni einlægar ham- ingjuóskir með afmælisdaginn. María fæddist 3. marz 1882 á Litla-Gerði í Grindavík. Hún er Árnesingur bæði í föður- og móð- urætt og voru foreldrar hennar fæddir í sama hreppi, Hruna- mannahreppi, en þau hétu Jón Jónsson frá Skrautási og Gróa Rögnvaldsdóttir frá Reykjadal. Jón faðir hennar var sonur Jóns bónda í Skrautási, Jónssonar Ein- arssonar bónda í Hvítárholti og Helga Gísladóttir Jónssonar bónda á Sóleyjarbakka. Gróa, móðir Maríu, var dóttir Rögn- valdar bónda í Reykjadal, Odds- sonar bónda á Kluftum og Gróu Jónsdóttur, Sigmundss., bónda á Syðra-Seli. Er hún því komin af traustum bændaættum, og verða þær ekki raktar nánar hér. Á áttunda árinu fer María með móður sinni upp í Borgarfjörð. Gengu þær mæðgur frá Hval- fjarðarströnd að Hraunsási í Hálsasveit. Þar ólst hún upp hjá móðursystur sinni, Elínu. Tvær aðrar móðursystur henriar voru í sveitinni, Þóra á Fróðhúsum og Vilborg Ijósmóðir á Hofsstöðum. Sigríður, systir Maríu, dvaldist einnig uppi í Borgarfirði um svipað leyti og María. Hún dó ung að árum eða innan við þrítugt. Beztu bernskuminningar sínar á María frá Hraunsási, þótt sveitalífið væri erfitt, mikil vinna, en fólk var vinnufúst og iðjusamt í þá daga. Fegurð sveit- arinnar er rík í huga hennar. Skömmu fyrir aldamótin eða 1898 kemur María til Reykjavík- ur og hefur átt heima þar síðan. Árið 1906 giftist María Gunn- ari Jónssyni, en hann var Rang- ; æingur. Þau eignuðust sex börn og eru fjögur þeirra á lífi, 2 syn- ir og 2 dætur, öll fullorðin og hið mætasta fólk. Öll eru þau búsett í Reykjavík. Mann sinn, Gunnar, missir María 8. júlí 1921. Var hann þá 49 ára að aldri. Það hefur reynt fast á krafta Maríu um dagana, en þann vanda hefur hún leyst með mikilli prýði. Hún hefur glaðlegan svip og rólegt lundarfar. í dag dvelur hún á heimili dóttur sinnar og tengdasonar á Langholtsvegi 81 og senda vinir hennar heilla- og hamingjuóskir og beztu þakkir fyrir samfylgd á lengri eða skemmri leið æv- innar. G. V. H. kjarnmikillar ættar. Verður mér oft, er ég virði síra Sigurjón fyrir mér, hugsað til móðurbróð- ur hans, Jóhanns Sigurjónssonar skálds. Sigurjón ólst upp í fjölmennum mennta settur, lauk stúdentsprófi systkinahópi. — Var hann til 1917 og guðfræðikandídat varð hann 1921. Var við framhalds- nám í Khöfn um eins árs skeið. Vígðist prestur 29. okt. 1922, er hann gerðist aðstoðarprestur föð- ur síns. Varð sóknarprestUr í Vestmannaeyjum vorið 1924, «g gegndi því starfi með miklurn dugnaði um 20 ára skeið, og ávann sér með ósérpiægni og trúaráhuga hylli sóknarbarna sinna. Á því tímabili var hann 1 ár aukaprestur hér við Dóm- kirkjuna, og var siðar, eða frá ársbyrjun 1945, kjörinn sóknar- prestur Hallgrímsprestakalls. Kvæntur er síra Sigurjón ágætri konu, frú Þórunni Eyjólfs- dóttur Kolbeins. Er kona hans manni sínum til hjálpar í heilla- ríku starfi og eiga þau því láni að fagna að eiga fagurt heimili og mannvænleg vörn. Af alhug gengur síra Sigurjón að störfum sínum. Hann horfir beint fram að settu marki. Þar er enginn veifiskati á ferð. Prédikanir hans bera því vitni, að vandað hefur verið til undir- búnings. Hver einasta ræða bygg- ist á lestri og gaumgæfilegri íhugun. Síra Sigurjón er síles- andi og þyrstir eftir lestri þeirra bóka, er benda mönnum á sann- indi hinnar Kristnu trúar, en það er honum um fram allt hug- leikið, að það verði mönnum ljóst, að hann er boðberi hinnar sönnu, réttu trúar, og það dylst engum, að presturinn talar af sannfæringu, hann talar af því að hann trúir, og ræður hans grund- vallast á orðum Biblíunnar og lestri þeirra bóka, sem lýsa sannleika hins evangelisk-lút- erska kristindóms. Síra Sigurjón er rétttrúaður í anda þess orðs, er segir: „Tali einhver, þá sé það sem orð Guðs, hafi einhver þjónustu á hendi, þá þjóni hann eftir þeim mætti, sem Guð gefur“. Þessi er starfsaðferð síra Sig- urjóns. Boðskap trúarinnar flyt- ur hann einarðlega og afdráttar- laust. Þar er ekki fálm, ekki ó- ijósar, þokukenndar hugleiðing- ar, en bent er með persónulegri trú á orðið, sem verður ekki fjötmð. Á f«rð minni erlendis prédikaði ég í kirkju, og er ég gekk upp í prédikunarstólinn blöstu við mér þesai orð, greypt í stólinn að innanverðu: „Haf gát á sjálfum þér og luenningunni". Þetta er holl áminning þeim, er á að prédika. Ég veit, að presturinn, sem á afmæli í dag, hefur í starfi sínu og dagfari viljað breyta sam- kvæmt þessu orði. Þess vegna samgleðst ég honum og árna hon- um framtíðarheilla. Bj. J. Sbák-beppnin 2. BORÐ Svart: Reykjavík (Björn Jóhanness.-Sv. Kristinss.) ABCDEFGH ABCDEFGH Hvítt: Akureyri (Ingimar Jónss. - Kristinn Jónss.) 38. Kg7—f8 ABalfundur Víkings Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Víkings verður haldinn í félagsheimilinu við Réttarholtsveg sunnu- daginn 10. marz kl. 2 stundvíslega. — Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar. STJÓRNIN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.