Morgunblaðið - 03.03.1957, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.03.1957, Blaðsíða 9
Sunnudagur 3. marz 1957 M o p n ri ?v n r, A nr n S Reykiavíkurbráf 2 Laugardagur 2. marz Kosningar í verbalýðsfélögunum - Stórhuga þjóð - Svipmót með íslendingum - Dæmdir að ó- sekju - Eiríkur Juuranto - Þing Norðurlandaráðsins - Islendingar atliugi sinn gang - Undan- brögð Eysteins - Eysteinn segir aðeins hálfan sannleikann - Staða fyrir Steingrím - Eflum vin- áttu við frændur og granna Kosning'ar í verkalýðsfélögunum ÚRSLIT stjórnarkosninganna í Iðju og Trésmiðafélaginu hafa að vonum vakið alþjóðarathygli. Bæði þessi félög voru undir stjórn kommúnista og þeir höfðu áreið- anlega ekki hug á að sleppa völd- unum. Allir muna lögleysurnar í sam- bandi við Iðju-kosningarnar í haust. Ætlun kommúnista var sú að endurtaka sama leikinn nú. 3>ess vegna voru koshingarnar dregnar eins lengi og framast voru föng á. í haust var Her- manni Jónass., einnig att fram og hann látinn hindra samvinnu lýðræðissinna. Með því tókst að tryggja kommúnistum yfirráðin í Alþýðusambandinu um tveggja ára skeið. Hermann Jónasson var óhvik- ull í stuðningi sínum við komm- únista en verkamenn í Alþýðu- flokknum risu nú gegn kommún- istaþjónustunni og sameinuðust Sjálfstæðismönnum, sem af heil- indum og óeigingirni hafa unnið að sameiningu lýðræðisaflanna. Árangur þess heillaríka samstarfs hefur ekki aðeins komið fram í Iðju og Trésmiðafélaginu heldur fjölda annarra félaga. Straumur- inn er allur í eina átt. Hér í Reykjavík eru Sjálf- stæðismenn vafalaust fjölmenn- asti verkalýðsflokkurinn. Hið mikla afl, sem í þeirri staðreynd býr, verður að nota verkalýðnum sjálfum til framdráttar en ekki í flokksþágu með þeim hætti, er hinir sjálfskírðu „verkalýðsflokk ar“ hafa gert. Svikaferill núverandi ríkis- stjórnar hefur sannfært fleiri verkamenn en nokkru sinni fyrr um að Sjálfstæðisflokkurinn er hinn tryggasti málssvari þeirra og þjóðarheildarinnar. Þó að Sjálfstæðismenn þekki styrk sinn mega þeir aldrei misnota hann heldur vinna af drengskap með hverjum þeim, er vill veita góðu máli lið. Stórhuga þjóð ÍSLENDINGUR, sem í fyrsta skipti kemur til Finnlands, hlýt- ur að hrífast af hetjulund og stór- hug finnsku þjóðarinnar. Sízt er ofmælt það, sem einn norski fulltrúinn sagði á þingi Norðurlandaráðs í Helsingfors, að Finnar eru sú Norðurlandaþjóð, sem nú á dögum hefur átt við mesta örðugleika að etja og hef- ur sigrað þá svo að vakið hef- ur aðdáun allra frjálshuga manna. Stórhugurinn lýsir sér m. a. I hinum miklu byggingum, sem eru að rísa í Helsingfors. Hið stórfenglega þinghús, sem er milli 20—30 ára gamalt, er aðeins eitt dæmi. Helsingfors er í örum vexti, auðsjáanlega í sköpun, en hefur þó nú þegar á sér sýnu meiri stórborgarbrag en t. d. Osló. Stundum heyrist talað um gest- risni íslendinga og að vísu má segja, að fyrir kemur, að við veit- um fremur of vel en illa. Okkar gestrisni bliknar þó hjá hinni finnsku, enda vildu þeir nú eink- ar vel gera, þar sem þetta var í fyrsta skipti er þing Norðurlanda ráðs var haldið þar í landi. Finn- ar vilja mjög leggja áherzlu á samstöðu sína með öðrum Norð- urlandaþjóðum. Svlpmót með íslendingmn MJÖG greinilegur munur er á svip manna og öllu yfirbragði á götu í Helsingfors og öðrum höf- uðborgum Norðurlanda, t. d. Stokkhólmi. Merkilegt er, að ís- lendingum svipar mun meira til Finna en Svía. Sú líking nær til fleira en út- litsins eins, því að Finnar eiga i stöðugum vanda um lækning verðbólgu og eru í leit að sæmi- lega tryggum grundvelli stjórn- arsamstarfs. Eins konar vopnahlé var á milli stjórnarflokkanna á meðan Norðurlandaráðs-þingið stóð. Baráttan hefur nú brotizt út á ný og er stjórnarsamstarfi bændaflokksins og verkamanna- flokksins nú slitið. Búist var við því, að svo mundi fara. Hörð átök eiga sér stað inn- an verkamannaflokksins. Þau varða raunar fleira en stjórn- arsamstarf um sinn, en allt er þetta meira og minna tengt. Sá hópur innan verkamannaflokks- ins, sem vill hvort tveggja í senn gera flokkinn óháðari Alþýðu- sambandinu þar í landi og losa um samstarfið við Bændaflokk- inn, var talinn mundu ná yfir- ráðum í flokknum. Foringi þess- ara manna er Leskinen, maður um fertugt, rösklegur að sjá, al- þekktur sundkappi og einarður í hann að heilsa nokkrum nafn- greindum kunningjum sínum og mun þeirri kveðju komið áleiðis eftir því, sem færi gefst til. Eiríkur Juuranto MAGNÚS V. Magnússon sendi- herra í Stokkhólmi er einnig sendiherra íslands í Finnlandi. Á meðan á Norðurlandaráðsþing- inu stóð komU þau hjón 2 daga til Helsingfors og höfðu þar veglegt samkvæmi fyrir ýmsa ráðamenn Finna og íslenzku fulltrúana. Að öðru leyti mæddi margs konar fyrirgreiðsla mest á aðal- ræðismanni Islands í Helsing- fors, Eiríki Juuranto og frú hans. Er þessa hér getið vegna þess, að þau hafa unnið einstakt afrek sem fulltrúar íslands í Finnlandi. Kom í einn stað niður, hvort for- sætisráðherrann finnski minntist Juurantos í ræðu, utanríkisráð- herrann talaði um hann í einka- viðtali eða íslenzkur stúdent í Helsingfors ræddi um hann við samlanda sína. Allir mæltu þeir það einum rómi, að Juuranto hefði unnið verk sitt með ágætum og greitt svo fyrir íslenzkum mál- um sem bezt mætti verða. markað, tollabandalag eða öðru heiti. Nokkur ágreiningur var um, hvort þær ráðagerðir mundu greiða fyrir hugmyndinni um tollabandalag Norðurlanda eða gera hana úrelta. Sú deila skal ekki rifjuð upp hér. Það, sem máli skiptir, er, að allir, sem til sín létu heyra, voru sammála um, að ef úr hinu raunhæfa samstarfi frjálsra Evrópuþjóða yrði, þá mundu Norðurlönd'n sjálfra sín vegna verða að taka þátt í því. íslendingar athugi sinn gang HVORT úr því samstarfi verður eða ekki, veltur að langmestu leyti á Bretum. Efnahagsmála- ráðherrar bæði Svíþjóðar og Noregs, sem nýlega höfðu verið á fundi um þessi mál í París, létu uppi, ýmist á þingfundum eða í einkasamtölum, mikla trú á því, að nú yrði ekki látið sitja við orðin ein í þessum efnum. Leyndi sér ekki, að þessi boð- skapur þótti helzt tíðindum sæta á þinginu og vakti hjá flestum aukna bjartsýni. Samtímis bárust fregnir um það, að Rússar hefðu látið uppi skoðunum. Hann fór ekki dult með, að ágreiningur væri innan flokksins og yrði að fást úr hon- um skorið. En þó að ágreiningur væri um margt, þá væru allir sammála um eitt, að samvinna við kommúnista kæmi ekki til greina. Dæmdir að ósekju TALIÐ var, að hin gamla kempa Tanner, mundi fylgja Leskinen að málum en þó beita sér gegn klofningi flokksins. Tanner er nú 76 ára og var nýlega kosinn full- trúi á þing flokksins með fleiri atkvæðum en nokkur annar. Hann er einn þeirra, sem dæmd- ur var fyrir „stríðsglæpi" eftir kröfu Rússa og sat í fangelsi rúm- lega 3 ár. Ekki hafa þeir dómar orðið þeim, er fyrir urðu, til álits- hnekkis. Hitti sá, er þetta ritar, við opinbera athöfn tvo fyrrver- andi forsætisráðherra, sem hlotið höfðu sams konar dóma. Annar, Linkonies er nú rektor Háskól- ans, nýlega kosinn, prófessor í forntungunum, hinn gjörvilegasti maður Og hrifinn af ritum Hall- dórs Kiljans. Hinn var Rangell, sem nú er bankastjóri, einnig óvenjugeðfelldur maður, for- ystumaður íþróttamanna og hafði komið hér þeirra erinda. Bað Finnska þinghúsið Okkur fslendingum þykir vænt um að heyra, þegar sendiherrar okkar geta sér gott orð. En þeir eru launaðir og sérstaklega vald- ir embættismenn og af þeim verð um við því mikils að krefjast. Því fremur ber að halda á lofti, ef erlendur maður tekur að sér launalaust að vinna verk í þágu íslenzku þjóðarinnar og gerir það svo, að af ber. í»ing Norðurlandaráðsins ÞEGAR huganum er rennt til þess, sem gerðist á þingi Norð- urlandaráðsins verður að játa, að fátt stendur eftir eða er líklegt til að marka djúp spor. Ofmælt væri þó, ef þátttakendur segðu þinghaldið eða för sína þangað með öllu þýðingarlausa. í fyrsta lagi þokaði ýmsum málum í áttina til lausnar. Fæst eða engin hafa þau þó þýðingu fyrir íslSnd, svo að orð sé á ger- andi. Flest eru þau og minni háttar en þó ekki öll, eins og samstarf í atom-málum. f öðru lagi varð þess mjög vart, að menn hafa nú meiri trú en áður á raunhæfu samstarfi hinna frjálsu Evrópuþjóða í efnahags- málum, hvort sem þeir nefna það frjálsa verzlun, sameiginlegan fullkomna andúð á slíku sam- starfi hinna frjálsu Evrópuþjóða, en litu tollabandalag Norður- landanna mun mildari augum. Þarf því ekki að spyrja að því, hverjar skoðanir viðskiptamála- ráðherrann íslenzki núverandi verði látinn boða, ef undir hans gerð kemur. Þeir fslendingar, sem dug hafa til þess að mynda sér sínar §igin skoðanir, verða aftur á móti að gera sér grein fyrir, að hér er um að ræða ákvarðanir, sem miklu geta ráðið um framtíð okk- ar. Á sínum tíma tóku fslending- ar þátt í undirbúnings- athugun- um að tollabandalagi Norður- landa. Síðan lcom í ljós, að eins og málin horfðu, þá hafði ekki þýðingu fyrir okkur að taka þátt í rannsóknunum. Með ráðagerð- unum um hina víðtækari sam- vinnu Evrópuþjóðanna er skapað alveg nýtt viðhorf í þessum efn- um og komast íslenzk stjórn.völd ekki hjá því að gera sér og þjóð- inni grein fyrir þeim. Undanbrögð Eysteins EF við ákveðum fyrirfram að haf ast ekki að, þá er sú hætta yfir- vofandi, að við verðum með öllu ósamkeppnisfærir á hinum sam- eiginlega Evrópumarkaði. Slíkt mundi hins vegar gera okkur enn háðari Austur-Evrópu en áður, og mun þó flestum nú þykja nóg að gert, þegar nær helming- ur útflutnings okkar fer til járn- tjaldslandanna. Er það hlutfallslega miklu meira en nokkur önnur frjáls þjóð selur þangaði Hafa Finnar t. d. farið mun varlegar í þess- um efnum en núverandi valdhaf- ar á íslandi. Allir skynibornir menn gera sér sem sé grein fyrir því, að hættulegt er að eiga af- komu þjóðar sinnar að mjög veru legu leyti undir dutlungum ein- ræðisherranna í Kreml. Eysteinn Jónsson er einn meðal þeirra, sem ber kvíða í brjósti af þessum sökum. Það mátti glöggt heyra af orðum hans í útvarpinu á dögunum, þegar hann sagði Sjálfstæðismenn hafa haft foryst una um aukningu viðskiptanna austur á bóginn. Eysteinn hefði sannarlega ekki haldið þessu fram, ef hann innst inni teldi það Sjálfstæðismönnum til lofs. Hinu gleymdi Eysteinn, að Sjálf- stæðismenn hafa ætíð miðað stefnu sína í viðskiptamálum við, að þjóðin yrði engum einum of háð. Þess vegna hafa Sjálfstæðis- menn viljað dreifa viðskiptunum og afla markaða svo víða, að eyð- ing eins markaðar kippti ekki stoðunum undan efnahag lands- ins. Eysteinn segir aðeins hálfan sannleikann SJÁLFSTÆÐISMENN beittu sér því mjög fyrir að afla markaða í Austur-Evrópu, Ameríku og Afríku. Hitt brýtur bág við stefnu Sjálfstæðismanna fyrr og síðar að gera þjóðina eins háða Járntjaldslöndunum og núver- andi ríkisstjórn hefur gert. Framhjá þessum staðreyndum kemst enginn, er satt vill segja, hvort sem Eysteinn Jónsson er í þeim hóp eða ekki. En svo virðist sem hann í þessu og of mörgu öðru sé haldinn því að sjá aðeins þau atvikin, er honum koma bezt hverju sinni. Tíminn hefur t. d. mjög haldið því á lofti, án efa með samþykki Eysteins, að hann hafi með mikl- um tekjuafgangi ríkissjóðs unnið á móti verðbólgunni. Þessu til styrktar hefur æ ofan í æ verið á villandi hátt vitnað í ummæli fjármálarits Landsbankans. Að vísu er það rétt, að vegna drengi- legs stuðnings Sjálfstæðismanna tókst Eysteini oft að hafa drjúg- an tekjuafgang í árslok. Hinu er þá gleymt að skýra frá, að þessum tekjuafgangi var yfir- leitt öllum eða nær öllum úthlut- að jafnóðum eða eftir á. Raunar til þarflegra hluta að mestu, en með úthlutuninni var eytt þeim áhrifum, sem söfnun raunveru- legs tekjuafgangs hefði getað haft til eyðingar verðbólgunni. Á þessari stefnu ber öll fyrr- verandi ríkisstjórn og stuðnings- lið hennar ábyrgð. En að svo vöxnu máli er það meira en vill- andi, þegar Eysteinn Jónsson hef- ur sérstaklega látið þakka sér, að hann hafi unnið á móti verð- bólgunni með tekjuafgangi, sem hann sjálfur var allra manna ákafastur í að eyða. Staða fyrir Steingrím SVO að aftur sé vikið að þingi Norðurlandaráðs, þá er aðstaða íslenzku þingfulltrúanna lakari en annarra að því leyti, að þá skortir mjög sérfræðilega aðstoð. Á Norðurlandaráðsfundum eins og öðrum svipuðum þingum hafa þingmenn nær allra þjóða með Frh. á bls. 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.