Morgunblaðið - 03.03.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.03.1957, Blaðsíða 12
12 MORCUNBLAÐ1Ð Sunnudagur 3. marz 1957 GULA lllll herbertfið eftir MARY ROBERTS RINEHART Fram.haldssagan 66 Þegar til kom reyndist þetta furðu auðvelt. Floyd hafði bersýni lega gefið varðliðinu lausn eftir að Greg var handtekinn, og hjúkr unarkonan var sennilega á ein- hverjum afviknum stað að fá sér vindling. Vegna hitans voru all- ar dyr opnar, svo að honum reynd ist auðvelt að finna herbergi Elinor. Hún lá í rúminu, nýgreidd og snyrt. Silkiábreiða var yfir rúm- inu og allavega litir koddar allt í kringum hana. — Þessir geta það, hugsaði hann með sér. En Elinor sjálf bar það enn með sér, að hún hafði orðið fyrir einhverju verulegu áfalli. Jafnvel þótt hún væri dálítið máluð, sást á andliti hennar, að hún var dauð hrædd. Hún næstum hljóp upp úr rúminu, þegar hún sá Dane. — Fyrirgefið þér, sagði hann hughreystandi. — Eg ætlaði ekki að hræða yður. Má ég setjast nið ur? Ég þyrfti að tala um bróður yðar. Hann hafði byrjað samtalið heppilega. Hún leit á hann með reiðisvip. — Þessir bölvaðir asnar að fara að taka Greg fastan! Hann hefur aldrei myrt þessa stelpu! Aldrei! Hann dró stólinn að rúminu. — Nei, það held ég heldur ekki. En þar fyrir getur hann orðið dreg- inn fyrir dóm, frú Hilliard, vegna þess, að sumt fólk vill ekki segja það, sem það veit. — Hvaða fólk? LTVARPIÐ Sunnudagur 3. marz: Fastir liðir eins og venjulega. 11,00 Messa í Hallgrímskirkju — (Prestur: Séra Sigurjón Þ. Árna- son. Organleikari: Páll Halldórs- son). 13,15 Erindi: íslenzk skreið á meginlandsmarkaðnum að fornu (Bjöm Þorsteinsson sagnfræðing- ur). 14,00 Hraðskákkeppni í út- varpssal: Friðrik Ólafsson og Her man Pilnik tefla tvær hraðskákir. Guðmundur Arnlaugsson lýsir keppninni. 15,00 Miðdegistónleik- ar. 17,30 Barnatími Helga og Hulda Valtýsdætur). 18,30 Hljóm plötuklúbburinn. — Gunnar Guð- múndsson við grammófónini. — 20,20 Um helgina. —. Umsjónar- menn: Björn Th. Björnsson og Gestur Þorgrímsson. 21,20 Is- lenzku dægurlögin: Marz-þáttur S.K.T. — Hljómsveit Óskars Cortes leikur. Söngvarar; Ingi- björg Smith, Svava Þorbjarnar- dóttir og Sigurður Ólafsson. — Gunnar Pálsson sér um þáttinn. 22,05 Danslög: Ólafur Stephensen kynnir plöturnar. 23,30 Dagskrár lok. — Mánudagur 4. marz: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Búnaðarþáttur: Um æðar- fugl (Jens Nikulásson bóndi á Sviðnum og Gísli Kristjánsson rit- stjóri ræðast við). 18,30 Skákþátt ur (Guðmundur Amlaugsson). 19,10 Þingfréttir. — Lög úr kvik- myndum. 20,30 Útvarpshljómsveit in; Þórarinn Guðmundsson stj. — 20,50 Um daginn og veginn (Bjöm Jónsson alþingismaður). 21,10 Ein söngur: Guðmundur Guðjónsson syngur; Fritz Weisshappel leikur undir á píanó. 21,30 Útvarpssag- an: „Synir trúboðanna" eftir Pearl S. Buck; II. (Séra Sveinn Víkingur). 22,10 Passíusálmur (13). 22,20 íþróttir (Sigurður Sig urðsson). 22,35 Kamertónleikar (plötur). 23,10 Dagskrárlok. Hann leit á hana með varkárnis svip. — Ward-hjónin og sennilega líka Terry, sagði hann. — Og þér sjálfar, frú Hilliard. Ég hef á- stæðu til að halda, að þér hafið verið hér á ferðinni nóttina sem hún var myrt. Og ég held, að þér vitið, hver myrti hana. — Þér eruð vitlaus, svaraði hún ögrandi, en fölnaði sýnilega. — Til hvers hefði ég átt að koma hingað? Ef þér trúið þessari ill- kvittnislegu sögu hennar Marciu Dalton.... — Ég skal segja yður, hvað ég held, og þegar þér hafið heyrt það, getið þér gert það upp við sjálfa yður, hvort þér viljið láta draga bróður yðar fyrir lög og dóm sem morðingja eða ekki. Ég hef beinar sannanir fyrir sum- um atriðunum. Þessi stúlka, Marguei-ite Barbour — eða Spencer — frétti, að bróðir yðar væri kominn heim og elti hann hingað austur. Kann að hafa far- ið frá Washington fyrst, en hafi svo verið, hefur hún ekki hitt hann þar. Ég veit, að hún gisti í til- teknu gistihúsi í New York. Ég veit, að hún reyndi að ná í móð- ur yðar og systur heima hjá þeim, en mistókst það. Ég veit, að hún setti töskuna sína í geymslu á járnbrautarstöðinni næsta morg- un og ég held, að bráðlega þar á eftir hafi hún náð tali af yður. — Ég vil ekki hlusta á svona vitleysu, og er ekkert upp á það komin að sitja undir slíku, svar- aði hún og greip bjölluhnappinn, til þess að kalla á hjálp. En hann greip um hönd hennar. — Viljið þér eða viljið þér ekki hlusta á það, sem ég ætla að segja, eða á ég heldur að fara með það til Floyds? Ég býst ekki við, að maðurinn yðar kærði sig neitt um það. Þér kærið yður kannske um það? Hún þagði og hann hélt áfram. — Ég held, að hún hafi farið til Newport og hitt yður þar, senni- lega heima hjá yður. Hún sagði yð ur sögu sína. Og hún hafði með sé giftingarvottorðið, eða var ekki svo? Þér létuzt þurfa frest til að hugsa málið, eða ef til vill til þess að ná í peninga handa henni. En þér sogðuð henni ekki, að móðir yðar og systir væru þarna staddar. Hún sagðist ætla hingað norður og þér létuð hana fara norður. Hvers vegna gerðuð þér það? Var það til þess að losna við hana í bili, eða var það til þess að myrða hana um nóttina? — Ég myrti hana ekki, sagði Elinor í miklum taugaæsingi. — Hún var dauð þegar ég kom hing- að. Hún lá á tröppunum úti fyrir aðaldyrunum, og var í treyju ut- an yfir náttfötunum. Ég .... ég flýtti mér burt eins og ég gat. — Alein? — Víst var ég alein. — Þér hringduð ekki til bróður yðar og báðuð hann um að hitta yður hérna? — Hann kom hingað alls ekki. — Heyrið þér nú til, frú Hilli- ard. Mér dugar enginn hálfur sannleikur. Hver fór upp með lík- ið í lyftunni og skildi það eftir í skápnum, til þess að það fyndist ekki og þér fengjuð tíma til að komast burt? Hver tók fötin henn ar og gróf þau niður? Og hver kveikti seinna í skápnum? Þessu þarf ég að fá svarað afdráttar- laust, ef ég á að geta bjargað Greg. — Ég veit ekki, svaraði hún í örvæntingartón. Ég gróf ekki fötin og ég snerti aldrei við .. henni. Og til hvers hefði ég átt að reyna að brenna hana? Mér verður illt við tilhugsunina. — Skilduð þér hana þá eftir eins og þér komuð að henni? — Já. Ég hélt .. vonaði .. að hún væri dauð. Þetta var ómerki- leg stelpugála, og ætlaði aðeins að hafa út úr okkur peninga. Ég ók hingað norður þessa nótt og tók með mér allt, sem ég átti verðmætt til þess að kaupa hana af okkur og fá hana til að skilja við Greg, en ég gat ekki náð í peninga nema segja Howard frá öllu saman. — Og er þetta öll sagan? — Já, svaraði hún og lokaði augunum. — Dane gat ekki annað en vor- kennt henni. Ef hún sagði satt, var hún ekki nema saklaus aðili að málinu. En hann hafði enn ekki talað út. — Ef þetta er öll sagan, þætti mér gaman að vita, hvers vegna þér kveiktuð í brekkunni? Þér hljótið að hafa vitað, hvað þar var grafið. Hún skalf ofurlítið og hann fann, að hún setti sig í varnar- stöðu aftur. — Hvað gat ég gert? sagði hún og var nú aftur ögrandi eins og hún átti að sér. — Fötin hennar höfðu ekki fundizt og þér og Carol voruð að leita í brekkunni og hús- inu. Þið hélduð, að fötin væru ein- hvers staðar þar og svo hafði hún þetta bölvaða giftingarvottorð með sér í töskunni, og það vildi ég ekki að fyndist. — Veit Greg, að þér gerðuð þetta? — Ég hef aldrei sagt honum frá því. Hann veit enn ekki neitt annað en það, að hún hafði skrif- að, að hún ætlaði að koma austur .. til þess að setja allt í háa loft, eins og hún orðaði það. — Þér vitið, að hann hefur enga fjarverusönnun. Hún lagðist úrvinda á koddann. — Ef þér þekktuð Greg, mynd- uð þér skilja þetta. Hann hafði andstyggð á henni og þoldi ekki einu sinni að sjá hana. Þegar hann heyrði hjá mér í símanum, að ég CR0SSE &/BLACKWELL Tómatsúpur Aspassúpur Grænmetissúpur Uxahalasúpur Spaghetti í tómatsósu „Baked Beans“ í tómatsósu. H. BENEDIKTSSOIM hf. HAFNARHVOLL, — SÍMI 1228. Ungbarnafatnaður Sokkabuxur 17.55 Ungbarnapeysur 16.30 Bleyiubuxur 7.25 Barnanáttföt nr. 2—8. Garðastræti 6 Ný sending Kvenlöfflur Kveninni- skör svartir, rauðir, grænir, bláir Glæsilegt úrval Skóverzlun Péturs Andréssonar Laugavegi 17 MARKÚS Eftir Ed Dodd 1) — Allir tilbúnir. I sem taka þátt í keppninni, ákafir Jú, þeir eru allir tilbúnir þeir I og kappsamir. Og þarna eru þeir báðir með sleða sína Jonni Malotte og Láki. I og æki, I 2) — Skotið kveður við * keppendurnir þeysa af stað. og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.