Morgunblaðið - 03.03.1957, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.03.1957, Blaðsíða 3
Sunnudagur 3. marz 1957 MORGUNBLAÐ1Ð 3 * ur vennu Sr. Jakob Jónsson: Guernica-myndin TOGARARNIB Undanfarna viku var tíðin all- sæmileg hjá togurunum, einkum síðari hluta hennar. Hefur viðr- að betur hér sunnanlands en fyr- ir vestan. Aflinn hefur þó ekki farið eft- ir tíðinná, því yfirleitt hefur hann verið rýr, þótt einstaka skip hafi fengið sæmilegan afla. Skipin hafa nokkuð skipzt, eft- ir því hvar þau eiga heimahöfn. Skipin, sem landa fyrir norðan og vestan, hafa yfirleitt verið fyrir vestan, en hin aftur syðra, ut af Jöklinum, á Eldeyjar- og Sevogsbankanum. Skipin hafa enn engan þorsk fengið á Sel- vogsbankanum, en eitt skip hefur haft dágóða ufsaveiði. Það virð- ist ekki enn vera genginn neinn fiskur á Bankann, nema ef hann skyldi nú vera að koma með loðnunni. FISKLANDANIR Skúli Magnússon 235 lestir. Askur 268 lestir. Neptúnus 119 lestir. Saltfiskur 27 lestir. Pétur Halldórsson 20 lestir. Saltfiskur 133 lestir. Úranus 161 lest. Meginhluti, 200 1., af afla Skúla Magnússonar fór í herzlu. SÖLUR ERLENDIS Egill Skallagrímsson 200 lestir £ 8023. Karlsefni 122 lestir £ 8180. Mikill fiskur hefur verið á xnarkaðnum og verðið verið lágt. Sluppu þessi skip tiltölulega vel þótt salan sé lág, því að þau voru með góðan fisk. BÁTARNIR Tíðin var hagstæð fyrir bátana alla vikuna, tíðast norðankæla. Afli var tregur, algengast 3—5 lestir, og þeir, sem voru í tveggja sólarhringa róðrum, komust upp í 8 lestir, og var það ruslborið. Allir eru nú hættir við ýsunet, eða svo má heita, og nokkrir bát- ar eru byrjaðir með þorskanet. Hefur afli hjá þeim bátum yfir- leitt verið lélegur utan einum eða tveimur bátum, sem fengu 5—7 lestir í lögn í 3 daga. Útilegu bátar hafa aflað illa utan tveir Helga og Akraborg, sem komu með í vikunni 45 og 58 lestir í 5—6 lögnum. AFLI NOKKURRA HÆRRI BÁTANNA Línu- og netjabátar: Aðalbjörg 133 lestir, Barði 116 lestir, Hafþór 109 lestir, Víkingur 103 lestir, Rex 97 lestir, Aður 93 íestir. Útilegubátar: Helga 184, lestir, Rifsnes 76 lestir, Björn Jónsson 65 lestir. Hér er ekki gerður greinar- munur á slægðum og óslægðum fiski, og er það nokkuð upp og cfan hjá bátunum. Akraborg (úti- legubátur) er ekki talin hér með, en er þó allhá. Keflovík Tíðin var góð síðustu viku, Bokkur stormbræla í vikulokin. Róið var alla daga vikunnar. Afli var mjög rýr, algengast 3—5 lestir í róðri, þó alltaf séu 4—5 bátar I flotanum, sem fá eitthvað meira en fjöldinn, upp í 8—9 lestir. Þriðjudagurinn var bezti dag- urinn, og þá urðu menn vonbetri um, að eitthvað væri að lagast. Þá var aflinn algengast 5—8 lest- ir, en svo kippti úr aflanum aft- ur. Um mánaðamótin voru þessir Oiðnir hæstir með afla: <A Hilmir 238 lestir, Guðm. Þórðars. 236 lestir, Kópur 234 lestir, Bára 212 lestir, Geir 260 lestir. f gær voru nokkrir á sjó með línuna beitta loðnu, sem flutt var frá Vestmannaeyjum um Reykja- vík. Hainarfjorður Róið var 5 daga vikunnar, og var flesta dagana langsótt á mið- in, upp í 10 tíma. Afli var mjög rýr, 3—8 lestir í róðri. Frá áramótum er aflinn orðinn 1221 lest £ 349 róðrum. í febrúar- lok í fyrra var aflinn 2251 lest eða um 1000 lestum meiri, og þó byrjuðu róðrar þá ekki fyrr en 24. janúar. Að vísu voru bátarnir þá 20, en nú 13. Aflahæstir voru um mánaða- mótin: Faxaborg 132 lestir, 30 sjóferðir, Reykjanes 127 lestir, 33 sjóferðir, Fagriklettur 112 lestir, 30 sjóferðir, Hafbjörg 108 lestir, 27 sjóferðir, Dóra 91 lest, 21 sjóferð. Fimm bátar byrjuðu með net i febrúar og höfðu aflað alls fram að mánaðamótum 237 lestir. — Hæstir voru: Fjarðarklettur 107 lsetir, Ársæll 62 lestir, Fákur 43 lestir. í gær voru nokkrir bátar á sjó með loðnu, sem flutt hafði verið frá Vestmannaeyjum. Togarinn Ágúst kom inn í vik- unni með 127 lestir af fiski og fór nokkuð af aflanum í herzlu og hitt í frystihús. Akrones Róið var alla vikuna. Afli var mjög tregur. Alls voru farnar í febrúar 395 sjóferðir og var afl- inn 2045 lestir eða rúmar 5 lestir að meðaltali í róðri. Aflahæstir voru um mánaða- mótin: Sigurvon 170 lestir, 32 sjóferðir, Höfrungur "167 lestir, 30 sjóferðir, Skipaskagi 164 lestir, 30 sjóferðir. Vesbaannaeyjai Róið var alla sl. viku og var afli svipaður og áður, almennt 4—6 lestir í róðri, en daglega komu nokkrir bátar með meiri afla, allt upp í 8—10 lestir. Á fimmtudaginn veiddist fyrsta loðnan á þessari vertíð, Fanney 180 tunnur og Hersteinn og Guð- björg 40 tunnur hvort. Munu þess ir þrír bátar veiða loðnu fyrír Eyjabáta, meðan hún veiðist og lína er notuð. En búast má við, að margir taki netin fljótlega. Á föstudaginn reru allir með loðnubeit og skipti þá alveg um aflabrögð, og komust sumir bát- arnir með afla allt upp í 25 lestir þennan dag af óslægðum fiski, almennt 12—14 lestir. Eini netjabáturinn, sem er byrj aður, hefur fengið lítinn sem eng- an afla. Handfæraveiðarnar hafa geng ið mjög vel. Þessir smærri bát- ar, 10—15 lesta, hafa iðulega feng ið fullfermi. Um sl. mánaðamót var vertíðar afli hæstu bátanna orðinn: Stígandi 142 lestir 27 sj.f. Gullborg 140 — 30 — Snæfugl SU 131 — 22 — Björg SU 124 — 22 — Andvari 117 — 23 — Allt slægður fiskur með haus. Um sl. mánaðamót höfðu hin- G U E R N I C A-MYNDIN eftir Picasso var sýnd í Stokkhólmi í haust, og vildi ég ekki fara svo úr borginni, að ég sæi hana ekki. Var höfð á henni sérstök sýning í Modern Museet, litlum skála úti á Kóngshólmanum. Slangur af fólki var á sýningunni þennan dag, þar á meðal Svíakonungur og drottning hans. Fremur skugg- sýnt, var í þeim enda skálans, þar sem myndinni var stillt upp. Hún er geysistór, máluð sterkum dráttum, en litir eru aðeins svart og hvítt, og millilitir þeirra. Einhvern veginn hafði sú hug- mynd komizt inn í mig, að þessi fræga mynd mundi valda ein- hverjum geðbrigðum eða geðs- hræringum hjá mér. En svo varð ekki. En hún hafði einkennilegt aðdráttarafl og ég finn, að það er bókstaflega ekki hægt að gleyma henni. Svo sem kunnugt er, málaði Picasso þessa mynd eftir að hann hafði verið sjónarvottur að loftárás fasistanna spönsku á þorpið Guernica. Myndin sýnir ófreskju, sem minnir á hross, dýr, sem treður mannlega veru undir fótum. Brotinn hjör sýnir full- komnun ósigursins, en það, sem skilur mest eftir í huganum, er hin þögla skelfing, bæn sársauk- ans, tjáning lífsþrárinnar, en að því er virðist án vitundar um það, hvert slíkri bæn skuli beint. Yfir allt þetta hellist hið kalda skin rafmagnsljóssins, ópersónulegur bjarmi hins „dauða“ ljóss, Vinstra megin á myndinni fær skelfingar ópið ekkert andsvar, hjá „nauts- kunni“, sem horfir sínum sljóu augum framhjá allri neyð, finn- ur ekkert, skilur ekkert. Hægra megin beinast uppréttir armar upp úr sorpinu, þrengslunum, — upp að litlum fei'hyrndum glugga á veggnum, og einhvern veginn lætur þetta litla gat á gráum veggnum áhorfandann dreyma um himinblámann úti fyrir, feg- urðina og frelsið. Hann veitir þó aðeins það andsvar, sem rimla- glugginn veitir fanganum. En á einum stað er eins og geisli falli inn í eymdina. Mannsandlit (kona?) með mildum, fögrum dráttum, sársauki samúðarinnar, teygir sig inn í hina hrollköldu tilveru, armleggur, sem heldur á lampaljósi, — og ósjálfrátt spyr ég, hvers þessi litla týra sé megnug, — hvort nokkurt raun- verulegt vald eða máttur sé að baki henni. Þegar ég rifja upp fyrir mér aðaldrættina í hinni stórfenglegu mynd Picassos, blasir við mér kvöl mannkyns- ins, bæði hin skilningssljóa kvöl, sem ekkert finnur, nema sársauk- ann einan í þjáningu sinni, — ar fjórar fiskvinnslustöðvar tek- ið á móti fiski frá áramótum sem hér segir, allt slægður fiskur með haus: Vinnslustöðin ....... 1600 tn. Hraðfr.st. Vestm. .. 1428 — Fiskiðjan ........... 1223 — ísfél. Vestm.eyja .. 896 — Auk þess er töluvert fiskmagn hjá einstökum útgerðarmönnum, sem salta fisk sinn sjálfir. kvölin, sem einskis svars á von, — kvölin frammi fyrir hinum þrönga glugga, — en að lokum, á einu andliti vottar fyrir skyggni gagnvart litlu ljósi, sem höndin heldur á og réttir inn í myrkheiminn. Um leið og ég hugleiði þessa óhugnanlegu mynd, verður mér óvart að bera hana saman við ýmsar fleiri myndir, sem ég hef séð á söfnum erlendis, píslar- myndir, málaðar með sterkum dráttum, kvalir píslarvotta og ekki aðeins rétt inn um glugg- ann. Það skín í augum Krists sjálfs, sem verið er að pína, og endurspeglast í svip þeirrar guðs hetju, sem fetar í fótspor hans. Kvölin er ekki uppgjöf þjáning- arinnar, ekki vonlaust hróp upp í lítinn glugga, heldur þolinmæði og þrautseigja þess, sem veit, hvoru megin sigurinn er og verð- ur. Þess vegna verður jafnvel krossinn að sigurtákni. Hamfarir ófreskjunnar eru hroki þess, sem í eðli sínu er vanmáttugur. Písl- argangan er sigurför, sem huggar og hughreystir veikan mann í bar áttunni fyrir hinu góða á jörðinni. Þetta er viðhorf sr. Hallgríms Pét urssonar í Passíusálmunum, sem allir ættu að lesa á föstunni. Þar er ekki um að ræða mjúkan sárs- síðast en ekki sízt af Kristi Jesú. Kvölin, hryllingurinn er dreginn þar upp af slíku miskunnarleysi, eða réttara sagt tillitsleysi við áhorfandann, að það er mörgum um megn að standa augliti til auglits við slíkt. Listastefnan er önnur, en hlífðarleysið hið sama og hjá Picasso, ef ekki meira. En það er einn munur á boðskapn- um, innihaldinu, ef menn vilja nefna það svo. Mátturinn, sem sigrar alla svívirðinguna, er inni í heimi mannanna, Kristur er inni í heiminum, inkarneraður, holdgaður guðskraftur. Ljósið er auka eða sára mildi einhvers, sem horfir utan frá inn í heim þjáninganna, heldur er ljós- inu lyft af kröftugri hendi, sem sjálf er gegnumstungin, — og hjör hins góða er ekki brotinn. Picasso sýnir skelfingu þess mannkyns, sem lifir við gjald- þrota menningu, — en er ekki þrátt fyrir allt hjá honum, eins og fleiri listam. og skáldum vorr- ar aldar, einhver dulin þrá eða von eftir .því, sem hin kirkjulega list miðaldanna hafði glögga vit- und um — andsvar guðs við neyð arópi mannkynsins — krossinn? H. BEIMEDIKTSSON hf. Hafnarhvoll — Sími 1228.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.