Morgunblaðið - 03.03.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.03.1957, Blaðsíða 6
e MORCVyBlAÐlÐ Sunmidagiir 3. marz 1957 Tókn frelsis og fórno finnsku þjóðnrinnnr Heimsókn í yngsto þinghós Norðnrlondo Finnska þingið á fundi. VIÐ Mannerheimstræti í Hels- inki, höfuðborg Finnlands, stend- vir mikil og vegleg bygging. Út- veggir og súlnaröð framhliðar þess eru úr Ijósrauðu graníti. Súlurnar, sem eru 17 metra háar, gefa byggingunni í senn þrótt- mikinn og fagran svip um leið og þær minna á forngríska bygg- ingarlist. Þetta eru húsakynni finska Ríkisþingsins, sem Finnar reistu af miklum stórhug sem tákn frelsis síns og sjálfstæðis. Öll þjóðþing Norðurlanda starfa í gömlum og virðulegum bygg- ingum nema finska þingið. Húsa- kynni þess eru yngst. En engum, sem sótt hefur öll þing Norður- landa heim getur dulist að þau eru fegurst og glæsilegust. BLÓÐUG FRELSISBARÁTTA Það er vissulega engin tilvilj- un að finska þjóðin hefur gert hina glæsilegu þinghöll sína að tákni frelsis síns. Barátta hennar fyrir frelsinu var löng, fórnfrek og blóðug. Þegar Finnland skildi ▼ið Svíþjóð árið 1809 tókst Rússa- keisara að knýja fram sameiningu þess við Rússland. Allt frá þeim tíma fram til ársins 1918 má segja að Finnar ættu í þrotlausri bar- áttu við Rússa fyrir frelsi sínu. En þá öðlaðist finska þjóðin sjálfstæði sitt, Finnland varð lýð- veldi. Áður hafði þjóðin þó orðið að gangd í gegnum eldskírn Gúmmíbjörgunarbátar ELVAKANDI góður! Fyrir nokkrum dögum birt- ist í blöðum og útvarpi greinar- gerð frá skipaskoðunarstjóra um björgunarvesti og væntanlega fundi í London um öryggisútbún að skipa, þ. á. m. hina margdáðu gúmmíbáta, sem svo mörgum hafa bjargað frá drukknun. í því sambandi vil ég minna á frumvarpið á Alþingi um, að þess ir bátar skuli vera lögboðnir á ís- lenzkum skipum, svo furðulegt sem það er, að lögbjóða þurfi svo margreynd og ágæt öryggistæki. Ekki trúi ég því að meirihluti þingmanna sé mótfallinn bátun- um. Að vísu hefur „meirihlut- inn“ verið önnum kafinn við að semja 500 milljón króna reikn- inginn, sem almenningur á að borga sem nokkurs konar drykkjupening i ár, svo ótrúlegt er að þeir hiki lengi úr þessu, að samþykkja bátafrumvarpið, sem borgarastyrjaldar. — Finskir bolsévikar, sem voru í nánum tengslum við leiðtoga rússnesku byltingarinnar hugðust koma kommúnísku skipulagi á í Finn- landi. En undir forystu Gustavs Mannerheims hershöfðingja var uppreisn þeirra bæld niður og lýðræðisskipulag sett á stofn í hinu unga finska lýðveldi. Mannerheim varð þjóðhetja og síðar forseti Finnlands á hinum örlagaríkustu tímum. Nafn hans ber nú hærra í finskri sögu en flest önnur. í hjarta Helsinki- borgar er minnismerki hans mitt í grafreit þúsunda ungra Finna, sem fallið hafa í baráttunni fyrir frelsi lands síns. ENGIN NORRÆN ÞJÓÐ HEFUR FÓRNAÐ EINS MIKLU Engin norræn þjóð hefur fórn- að eins miklu fyrir frelsi sitt og Finnar. Síðan 1918 er lýðveldi var stofnað í Finnlandi hefur það háð tvær stórstyrjaldir, báðar við Rússa. Haustið 1939 réðist óvígur Sovéther á hina fárhennu finsku þjóð. Eftir þriggja mánaða hetju- lega vörn, sem allur heimurinn dáði urðu Finnar að gefast upp. Friður var saminn við Rússa og Finnar urðu að láta af hendi stór- an hluta af landi sínu. Árið 1941 neyddu Þjóðverjar Finna til að segja Rússum stríð á hendur. Áttu þeir í þeirri styrj- öld í þrjú ár. Undir forystu þeirra að vísu þýðir 5 til 20 þús. kr. aukagjöld á hvert skip, ef reikn- að er með 2—3 stórum bátum á togara og einn 10 manna á vél- bát. Er þessum mönnum kunnugt að fyrir nokkru fóru tveir ís- lenzkir togarar til veiða með að- eins 1 björgunarbát, því hinn hafði brotnað í spón er brotsjór reið á skipin og varabátar voru engir til í Reykjavík? Or- sökin til þess að skipin fengu að fara þannig búin er annaðhvort sú, að strangari reglur vantar um öryggisbúnað skipa eða að skipa- eftirlitið hefur ekki fengið vit- neskju um, hvernig skipin voru búin. Eigum við að bíða eftir næsta slysi, eða vera minnug þess, er Júní (gamli), Egill rauði, North- ern Crown og Goðanes strönd- uðu, þar sem flestum mönnun- um var bjargað, nema 6 af Agli og Goðanesi, með gúmmíbátum Mannerheims og Paasikivi var þá árið 1944 saminn friður við Rússa. Síðan hefur Finnum tekizt að halda sæmilegri sambúð við hinn volduga nágranna sinn í austri. Þeim hefur tekizt að halda sjálf- stæði sínu á sama tíma sem önn- ur grannríki Sovét-Rússlands hafa verið rænd frelsi sínu, þrælkuð og innilokuð bak við járntjald kommúnismans. Ýmsar skýringar eru uppi á því, að Finnum hefur þannig tekizt að varðveita frelsi sitt. Margir telja, að gömul kynni Rússa af baráttukjarki finsku þjóðarinnar haldi þeim frá að gera tilraun til að leika hana eins og Eistrasalts- og Balkanþjóðirnar. Þeir telji sér einnig hentugt að halda opnum glugga út að Norðurlöndum. Loks álíta margir að Sovét- stjórnin láti Finnland nokkurn- veginn óáreitt til þess að halda Svíum utan varnarbandalags hinna vestrænu þjóða. Ef Rússar gerðu Finnland að leppríki eða innlimuðu það í Sovétríkin eins eða korkflekum. Tveir brezkir togarar fórust við ísland fyrir rúmu ári. Allir skipverjar fór- ust, en það eina, sem fannst, var mannlaus gúmmíbátur frá öðr- um þeirra. Og skipsmerm Fylkis hefðu áreiðanlega ekki viljað fara með togurunum tveim, sem fóru með 1 lífbát, því ef Fylkir hefði verið þannig búinn, er óvíst að þeir hefðu haft tækifæri til að hafna skiprúmi nokkrum vikum síðar. í vetur hafa um 130 íslenzkir togarasjómenn, á 4 togurum, ver- ið samskipa ósprungnum tundur- duflum, sem komu óboðin í „dræsuna“, en 5. togarinn sökk. Samþykkið gúmmíbátafrum- varpið, svo að þessir menn hafi svolítið meiri möguleika til að fara aftur til veiða, til að sækja björg í bú, ef fleytan þeirra skyldi ekki koma aftur til hafn- ar. — Kr. og Eistland, Lettland og Lithauga land, myndi Svíþjóð á samri stundu ganga í Atlantshafsbanda lagið. YNGSTA ÞINGIIÚSIÐ Bygging hins nýja þinghúss Finna hófst árið 1927. f febrúar árið 1931 hóf Ríkisþingið störf sín þar. Stærð þessarar bygging- ar er 106,000 rúmmetrar. Heildar- byggingarkostnaður nam 87 millj. marka á þáverandi gengi. Þing- húsið er fimm hæðir, auk kjall- ara og þakhæðar. Geysibreiðar tröppur, um 50 talsins liggja upp að framhlið og aðalinngangi húss ins. Virtist okkur íslenzku full- trúunum á þingi Norðurlanda- ráðs um daginn sem ekki væri gert ráð fyrir því að finskir þing- menn yrðu hjartaveikir eða mæðnir. Svo erfiðar eru tröppur þessar uppgöngu. Er mikið verk að halda þeim vel færum til um- ferðar þegar snjóar í Helsinki. Sýndust mér 4 menn vera önn- um kafnir við það starf frá morgni til kvölds. Þegar gengið er um aðaland- dyri þinghússins er komið inn 1 mikinn og víðan forsal á fyrstu hæð þess. Á þeirri hæð er í öðr- um enda byggingarinnar lestrar- safn þingsins með um 200 þúsund 'bindum bóka, lestrar- og blaða- salir ,þar sem þingmenn, starfs- lið þingsins og gestir geta setið og skrifað og lesið blöð og bækur. í þessum rúmgóðu og þægilegu húsakynnum, þar sem hægt er að afla sér margs konar upplýs- inga og þekkingar með lítilli fyr- irhöfn, og sjá blöð víðsvegar að úr heiminum varð mér hugsað heim til Alþingishússins okkar, þar sem ekkert bókasafn og eng- inn lestrarsalur er til. I hinum enda fyrstu hæðar þinghússins er veitingasalur Rík- isþingsins, stór og rúmgóður. Eru þar seldar hvers konar veitingar, matur, kaffi, te og ölföng (sterkt öl) við skaplegu verði. Ekki eru þó veittir þar sterkari drykkir eins og tíðkast t.d. í veitingasöl- um danska þingsins. GLÆSILEGUR ÞINGSALUR Úr fordyri fyrstu hæðar er gengið upp breiðar marmara- tröppur upp á aðra hæð þing- hússins. Blasir þá fyrst við for- salur fagur og mikill, lagður kvarsi og marmara. Dýrindis ljósa krónur hanga niður úr lofti hans. Þegar um þessi fögru og íburð- armiklu húsakynni er gengið hlýtur þeirri hugsun að skjóta upp, að engu sé líkara en að auð- ugt stórveldi hafi reist slíka byggingu. En það er fjögurra milljón manna smáþjóð, sem gert hefur þetta mikla höfuðhof í minningu frelsistöku sinnar. Það er þjóð, sem orðið hefur að greiða gífurlegt fé í stríðsskaðabætur á skömmum tíma, sem á þetta hús. Úr forsalnum er gengið inn í sjálfan þingsalinn. Er hann hring- myndaður og dregst þak hans saman í fagran kúpul. Fyrir enda salarins, yfir sætum þingforseta getur að líta fimm höggmyndir eftir hinn fræga finnska myndhöggvara, Wainö Aaltonen. Eru fjórar þeirra af ungum karlmönnum en hin fimmta af ungri konu með barn. f finska þinginu eiga 200 þing- menn sæti. Er það ein málstofa. Rúmgóðar svalir eru í þingsaln- um fyrir blaðamenn og áheyr- endur. Ræður þingmanna eru nú teknar upp á stálband eins og á Alþingi fslendinga. Atkvæða- greiðslur fara einnig fram á vél- rænan hátt. ÁGÆT STARFSSKILYRÐI Á annari hæð þinghússins hafa forsetar þingsins rúmgóða skrif- stofur. Einnig hefur ríkisstjórnin þar veglega sali fyrir fundi sína. í einum þeirra hangir málverk eftir Ásgrím Jónsson, list- málara. Er það gjöf frá Alþingi íslendinga til Ríkisþings Finna. Hefur því verið valinn hinn virðu legasti staður. Á þriðju hæð eru m.a. skrif- stofur þingsins og vinnuherbergi blaðamanna, sem hafa þar eins og þingmennirnir ágæt starfsskil- yrði. Á fjórðu hæð eru nefndarher- bergi og á fimmtu hæð salakynni stjórnmálaflokkanna, ásamt all- mörgum af vinnuherbergjum þingmanna. Eru um 50 slík vinnu herbergi í þinghúsinu. Eru fjórir þingmenn um hvert herbergi. Á sjöttu hæð eru einnig nokkur af vinnuherbergjum þingmanna og í hliðarálmum hússins eru íbúðir starfsliðs þess. BER ÞJÓÐLEGAN SVIP Enda þótt erlend byggingarefni svo sem ítalskur marmari finnist í þessu fagra þinghúsi Finna má þó segja, að það beri fyrst og fremst þjóðlegan finskan svip, enda er því ætlað að gera það. Finnland er land hinna miklu skóga. Nær allur viður í húsinu og húsgögnum þess er þess vegna finskur. Allur húsbúnaður er verk finskra iðnaðarmanna. Á- breiður á gólfum og tjöld fyrir gluggum eru finsk framleiðsla og heimilisiðnaður. ' Finskir lista- menn hafa skreytt bygginguna. Teikningu að því gerði prófessor J. S. Sirén en með honum unnu fjölmargir aðrir finskir arkitekt- ar, verkfræðingar og byggingar- meistarar. TÁKNRÆN MYND FINSKS ÞJÓÐARANDA f þessum fögru húsakynnum var 5. þing Norðurlandaráðs hald- ið dagana 15.—22. febrúar. f söl- um finska Ríkisþingsins hljóm- uðu þá daga allar tungur Norður- landa, einnig íslenzka, þar sem einn fulltrúi íslands mælti á tungu þjóðar sinnar. Það var skoðun allra hinna norrænu gesta, er þetta þing sátu að hin glæsilega þinghúsbygging væri táknræn mynd finsks þjóðaranda. Kraftur, hreinlyndi og áræði speglast í línum hennar. Jafn- framt bregður þar fyrir áhrifum frá forni list Austurlanda. Þar sameinast norrænn og úgrískur andi eins og í sjálfum kynstofni finsku þjóðarinnar. — S. Bj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.