Morgunblaðið - 03.03.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.03.1957, Blaðsíða 8
8 MORGUTVBT. 4Ð1Ð Sunnudagur 3. marz 1957 P§tripií#lM>iíb Otg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Ami Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600. Áskriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. Fyrsfu fjárlog vinstri stjórnarinnar F Y R S T U fjárlagaafgreiðslu vinstri stjórnarinnar lauk ekki fyrr en 26. febrúar. Er það tölu- vert seinna en tíðkast hefur und- anfarin ár. Virðist Eysteini Jóns- syni sízt hafa orðið styrkur að samvinnunni við kommúnista og krata við fjárlagaafgreiðslu. Það er ómaksins vert að athuga lítillega svip þessara fyrstu fjár- laga vinstri stjórnarinnar. Áður er sú athugun er hafin er þó rétt að minnast lauslega á um- mæli Alþýðuflokksmanna og kommúnista um fjárlög ársins 1956. En þá voru þessir flokkar eins og kunnugt er í stjórnarand- stöðu. Magnús Jónsson þingmaður Ey- firðinga, sem var framsögumaður minnihluta fjárveitinganefndar að þessu sinni vitnaði í ummæli þeirra Lúðvíks Jósefssonar og Hannibals Valdemarssonar í nefndaráliti þeirra árið 1956. Þá komust þessir tveir þingmenn, sem nú eru báðir ráðherrar fyrir kommúnista að orði á þessa leið um stefnuna í fjármálum ríkisins: Vörðurnar við veginn“----------- „Þó leitað sé með logandi ljósi eru engar tillögur í sparnaðarátt finnanlegar í tillögum meirihluta nefndarinnar. Með afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1956 verður því haldið trúlega áfram, aðeins með auknum hraða á þeirri braut, sem mörkuð var með gengislækkun- inni og farin hefur verið óslitin síðan. Vörðurnar við þann veg eru eins og allir þekkja, báta- gjaldeyrir, togaragjaldeyrir, vax- andi niðurgreiðslur, sístækkandi embættisbákn, aukinn milliliða- gróði, ölmusustyrkur til atvinnu- lífsins, skattpíning einstaklinga, dýrtíðarflóð og margföldun ríkis- útgjalda“. Fiárveitinefar til verk- legra framkvæmda skornar niður Þetta sögðu nú talsmenn tveggja núverandi stjórnarflokka í fyrra, þegar samstjórn Sjálf- stæðismanna og Framsóknar stóð að afgreiðslu fjárlaga. En hvað nú? Hver er svipur fjárlaga vinstri stjórnarinnar? Við 1. umræðu fjárlagafrv. í haust vakti Magnús Jónsson at- hygli á því, að frv. væri 135 millj. kr. hærra en fjárlagafrv. Sjálf- stæðismanna og Framsóknar árið áður. í þessu fyrsta fjárlagafrv. vinstri stjórnarinnar höfðu fjár- veitingar til verklegra fram- kvæmda þó verið skornar niður um rúmlega 8 millj. kr. Þarna kom þá „vinstra frjáls lyndið“ í fjármálunum fyrst greinilega fram. Fjárlagafrv. var hækkað um 135 millj. kr. En framlögin til verkiegra um bóta í landinu, þ. e. til vega, brúa, hafna og skóla voru stór lækkuð. Þjóðvegirnir o? strjál- býlið varð útundan Sjálfstæðismenn í fjárveitinga- nefnd lögðu til að fjárveitingar til þessara framkvæmda yrðu hækkaðar um 20%. Bentu þeir m. a. á að fyrrverandi stjórn hefði hækkað hliðstæðar fjár- veitingar um 25% á fjárlögum sl. árs. En lið vinstri stjórnarinnar felldi þessa tillögu Sjálfstæðis- manna og sýndi þar með skilning sinn á þörfum strjábýlisins, eða hitt þó heldur. Undir lok fjárlagaafgreiðslunnar fór það þó þannig, að stjórnar- liðið þorði ekki annað en koma til móts við þessar tillögur Sjálf- stæðismanna._Voru fjárveitingar til skóla, brúa og hafna hækkað- ar um nær 20%. Hins vegar urðu þjóðvegirn- ir gersamlega útundan. Þeir fengu með herkjum aðeins 5% hækkun. Er það þó á allra vit- orði að ekkert er eins þyðing- armikið fyrir framleiðslustörf- in í sveitunum og áframhald- andi bygging og endurbætur á þjóðvegum. 12—1300 millj. kr. byrðar á þjóðina, Fyrstu fjárlög vinstri stjórnar- innar fela því fyrst og fremst í sér hærri álögur en nokkru sinni fyrr á almenning í landinu. Rík- isstjórnin ætlar nú íslendingum að greiða rúmar 800 millj. kr. samkvæmt tekjuáætlun fjárlag- anna. En til viðbótar koma svo álögurnar samkvæmt hinum nýju lögum fyrir jólin. Nema þær sam- tals rösklega 400 millj. kr. Heild- arálögurnar á landsmenn á þessu ári verða því 12—1300 millj. kr.U Embættisbáknið benst út niðurgreiðslurnar a»kast Ekki verður sagt að þessi stefna fyrstu fjárlaga vinstri stjórnar- innar sé í góðu samræmi við þau ummæli krata og kommúnista, sem vitnað var til hér að framan. „Embættisbáknið“ þennst út og niðurgreiðslurnar stóraukast. Eru þær nú áætlaðar um 84 millj. kr. Fjárlögin í heild hækka um 150 millj. kr. frá því sem var á sl. ári, „bátagjaldeyrir“, „togaragjaldeyrir“ og „skatt- píning“ standa með blóma. Vinstri stjárnin sér um allt þetta, dýrtíðarflóðið eykst og verkföll flæða yfir athafnar- lífið. Hvar er stefnubreyt- in<?in? Sú spurning hlýtur að rísa með- al almennings, hvar sú stefnu- breyting sé, sem flokkar vinstri stjórnarinnar lofuðu fyrir kosn- ingar og jafnvel eftir að þeir mynduðu stjórn sína? Hún fyrir- finnst hvergi, nema í því, að á- lögur á þjóðina eru nú orðnar svo gífurlegar, að vart verður undir þeim risið. Kyrrstaða og atvinnuleysi er á næsta leiti. Þannig er þá umhorfs eftir að fyrstu fjárlög vinstri stjórnar- innar hafa verið afgreidd. ÚR HEIMI _________ „Hermennirnir eru hrœddir við okkur" Uundanfarna mánuSi hefur styrjaldarástand verið ríkj- andi á Kúba. Umheimurinn hef- ur hins vegar haft lítið veður af átökum þessum — og ástæðan er sú, að forsetinn, Batista, sem nú hefur, með stuðningi yfirmanna hersins, tekið sér einræðisvald í hendur, hefur fyrirskipað stranga ritskoðun á öllum fréttum, sem sendar eru frá eyjunni. Að tveim árum liðnum rennur kjörtímabil Batista út, en margir óttast, að hann muni þá með klækjum reyna að tryggja sig í sessi enn á ný. Stjórn hans er illa þokkuð — og hefur áunnið sér það miklar óvinsældir meðal íbúanna, að víst þykir, að dagar hans í æðsta valdastóli verði tald- ir, ef efnt verður til frjálsra kosn inga. Samt hefur lítið frétzt af skipulagðri andstöðu gegn Bat- ista — og það var ekki fyrr en á dögunum, að einn af fréttaritur- um „New York Times" svipti tjaldinu frá. ★ að var einn frægasti fréttaritari þessa blaðs, Herbert Matthews, áður stríðsfréttaritari á Ítlíu, Spáni og í Ethiopíu, sem lagði enn einu sinni upp í hættu- för, hartnær sextugur að aldri. Ástæðan var hin mikla duld, sem hvílt hefur yfir atburðunum á Kúba. öðru hverju hefur frétzt þaðan, að ýmsum af nánustu mönnum Batista hafi verið sýnt banatilræði — og Batista hefur sjálfur skýrt frá þvi hvað eftir annað, að nú hafi öll mótspyrna eyjarskeggja verið brotin á bak aftur. Nú síðast var því lýst yfir að foringi andspyrnuhreyfingar- innar, Fidel Castro, hefði verið veginn. Hins vegar hafa óljósar fregnir stöðugt borizt út um það, að ekki hafi skærum linnt. E r Matthews kom til Havana, höfuðborgar Kúba, varð hann þess strax var, að skæru- liðaflokkar Castro áttu miklu fylgi að fagna meðal borgaranna — og er hann hafði dvalizt þarna nokkra daga fékk hann meir að segja sönnur á því, að Castro væri enn á lífi. Einn af mönnum skæruliðaforingjans kom til fund- ar við Matthews og skýrði hon- um frá því, að Castro vildi gjarn- an eiga tal við hann. Væri Castro með mönnum sínum í Sierra Maestra, hálendinu á suðaustur hluta eyjarinnar. Voru Matthews boðnir fylgdarmenn, ef hann vildi takast ferðina á hendur. En þetta var hægar sagt en gert — og alls ekkert áhlaupa- verk. Vegalengdin var nær 500 mílur, um endilanga eyjuna að fara — og þar að auki gættu hermenn stjórnarinnar allra vega mjög vel, og öll umferð að há- lendinu var stranglega bönnuð. E n Matthews lét hvergi aftra sér, ferðbjóst í skyndi — og skipulagði allt vel. Hann leigði sér þægilega bifreið, tók konu sína með — og þóttist vera bandarískur ferðalangur. í janúar BANDARÍSKA vikuritið News- week segir frá þvi, að Dulles muni draga sig allmjög í hlé á næstunni, einkum muni hann hlífa sér við langferðum. Hann verður t.d. ekki fulltrúi Banda- — segir hinn dular- fulli Castro, sem berst við Batista á Kúbu Castro segir, að ekkert liggi á. „Við erum að sýna fram á það, að einræðið sé einskis megnugt“. og febrúar er ferðamannastraum- urinn einmitt sem mestur á Kúba — og var þetta því alls staðar tekið gott og gilt. Víða Stöðvuðu hermenn Matthews og konu hans á leiðinni austur á bóginn, en alltaf fengu þau að halda áfram tafarlaust. Við rætur Sierra Maestra eru hermenn stjórnarinnar á hverju strái. Mjög hættulegt er því að vera þar á ferð í ólöglegum erinda gerðum, því að allir slíkir eru umsvifalaust skotnir. Enn eykur það á öryggisleysið, að engar ak- brautir eru á þessum slóðum, svo að ógerningur er að vita hvar menn mega eiga von á stríðs- mönnum Batista. ★ Skömmu áður en kom- ið var á enda þjóðvegarins komu til móts við Matthews leiðsögu- mennirnir, sem ætl. að fylgja hon um á fund foringjans. Kona hans fékk skjól á „vinveittum" bónda- bæ — og síðan var ferðinni hald- ið áfram. Nú var skipt um bíl, því að vegleysur voru skammt undan. Komu skæruliðarnir með jeppabíl, sem þeir höfðu yfir að ráða — og var nú ákveðið, að Matthews skyldi látast vera bandarískur plantekrueigandi, sem væri að kynna sér sykur- ekrurnar á þessum hluta eyjar- innar — í þeim tilgangi að kaupa þær. Með þetta að yfirskini kom- ust þeir heilu og höldnu framhjá vörðunum við enda vegarins. f skjóli myrkursins var síðan ekið um torfærur í áttina að fundarstaðnum. Á miðri leið urðu ferðalangarnir að skilja jeppan eftir — og fara fótgangandi síð- ríkjanna á fundi Atlantshafsráðs- ins í Bonn hinn 2. maí n.k. — Staðgengill hans þar verður hinn nýskipaði varautanríkisráðherra A. Herter, fyrrum ríkisstjóri í Massachusetts. ustu kílómetrana. Enda þótt ferð- in sæktis illa, um hæðir, fen og ár, komu þeir að hinum ákveðna fundarstað með morgninum. — Skömmu síðar kom Castro í fylgd nokkurra manna sinna. M atthews ræddi við Castro í nær þrjár stundir. Þeir lágu í leyni og töluðu saman í hálfum hljóðum, því að vel gat verið, að menn Batista væru á næstu grösum. Castro er hár maður vexti, dökkleitur. Hann er þrítugur að aldri, af spænsku foreldri, sonur auðugs sykurekrueiganda. Um tíma stundaði Castro nám í lög- fræði við háskólann í Havana, en uppreisnarhugurinn var það mikill í honum, að hann varð að flýja land — og um tíma dvald- ist hann í Bandaríkjunum. Það- an fór hann til Mexico — og safn- aðist þar um hann fjöldi ung- menna frá Kúbu. Er þeir höfðu þjálfað sig þar í vopnaburði um skeið, hurfu þeir til heimalands- ins og leituðu skjóls í Sierra Maestra. Síðan hefur fjöldi ungra Kúbumanna slegizt í hóp Castro — og er hann ókrýndur foringi þeirra. „Hermennirnir (menn Batista) eru hræddur við okkur“ — segir Castro. „Þeir eru lélegir hermenn, en við erum vel þjálf- aðir. Við skjótum aldrei okkar fanga, yfirheyrum þá aðeins og tökum af þeim vopnin og látum þá síðan lausa. Ég veit, að þeir eru alltaf handteknir, þegar þeir koma yfir til sinna manna — stundum skotnir". Castro og menn hans eru vel vopnum búnir — og virðist ekki skorta neitt. Þeir hafa mjög full- komna riffla — með sjónauka: „Við hæfum þá á þúsund-yarda færi“, segir foringinn — „þeir eru hræddir við okkur“. Castro kveðst eiga fylgismenn um gervalla eyjuna, sérstaklega meðal æskumanna. Þeir sjá okk- ur fyrir öllu, sem okkur vanhag- ar um. Og hann dregur upp bunka af peningaseðlum. Þeir ræna bændurna aldrei eins og skæruliðar í öðrum löndum gera oft. Þeir borga allt. Hann kveðst vilja koma á lýð- ræði á Kúba, breyta stjórnar- skránni, koma á frjálsum kosn- ingum. Lífið sé óbærilegt undir stjórn Batista. Ein af herflugvélum stjórnar- innar flýgur yfir. Hún varpar sprengjum í nágrenninu. Þeir varpa sprengjum á hverjum degi — segja skæruliðarnir. „D atista hefur 3000 her- menn á þessum slóðum, en ég vil ekki segja þér hvað við erum margir. Þeir eru í hópum, 200 saman. Við erura 10—40 saman, og við höfum alltaf betur. Þetta er barátta við tímann — og hann er okkar megin“ — segir foring- inn. Og fréttaritarinn spyr, hvort hann hafi í hyggju að stofna byltingarstjórn. „Nei, rétti tíminn er enn ekki kominn. Það liggur ekkert á. Hernaðarástand ríkir nú á Kúbu, en Batista reynir að leyna því. Einræði verður að sýna, að það sé almáttugt, annars fellur það. Við erum að sýna fran á það, að það er einskis megnugt“. Skæruliðarnir fylgdu Matthewg aftur til byggða. Þau hjónin yfir- gáfu eyjuna nokkru síðar — og fáeinum dögum eftir komu þeirra til New York birti „New York Times" frásögn Matthews, sem vakið hefur feikilega athygli. Herter atkvæðameiri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.